sunnudagur, febrúar 08, 2004

Mér bjóðast 4 vinnur næsta sumar!!! Þetta er erfitt og vandasamt val fyrir Illugaskottu. Útlönd eru þarna í tveimur tilboðum. Vandasamt er að velja lífsins braut þegar margt er í boði. Illugaskotta verður eins og vandlát hæna í innkaupaleiðangri. Jú ég ætti að velja þetta, en þá gerist þetta og það vill hún ekki. Humm hux og meiri pælingar og úthugsun.

Konur eru svona og kallar eru svona....ooooo, hvað ég er leið á þessari umræðu. Það er allt of mikið pælt í þessu hér á Íslandi. Þetta er núna í útvarpinu. Hvað með að segja: Fólk og persónuleikar eru mismunandi.

Gærdagurinn var með besta móti. Hitti frænfólk frá Danmörku, skellti mér í hárgreiðslu hjá hárgreiðslumeistaranum mínum og svo á opnun sýningar á Kjarvalsstöðum. Það var hin mesta skemmtun að sjá allt þetta fólk maður!!!! Hvaðan koma allar þessar listaspírur? Sýningin er fyndin og skemmtileg. Ég er ánægð með það að hafa unnið þarna við að setja þetta upp og vera persónuleg senditík fyrir Þórdísi vinkonu mína og listamann.

Spjallað margt mismunandi vitsmunalegt eins og alltaf, drukkið glas af hvítvíni og svo rak nú aldeilis stórann reka á fjörur Illugaskottu. Hún hitti þarna Skota nokkurn sem er að sýna þarna líka og hann var með Whisky á sér, malt whisky sem var svo gott að það var eins og maður væri að éta skoskan jarðveg og sögu þegar maður innbirti þennna lífsins vökva. Þetta bjargaði öllu.

Matur til hárgreiðslumeistarans og aðstoðarmanns hans. Og ekkert farið á djammið, nei, ágætist kvöld fyrir framan sjónvarpið ásamt góðu fólki.

Núna er gott skíðafæri en ég er farin að vinna í lokaverkefninu mínu, því hann Jón Strandamaður kom mér á sporið. Nú er hann farin norður og ég er hér með rottu helvítinu sem er hið besta skinn.



Engin ummæli: