miðvikudagur, maí 26, 2004

Dagurinn á morgun fer í að vakna! Vinna fram á daginn. Skrifa bréf. Pakka fötunum mínum og taka niður myndavegginn sem mun fylgja mér í mitt nýja herbergi á Ströndum.

Föstudagurinn fer í að snattast, hitta Röggu í hádeginu, versla í Bónus, tala við LÍN, kveðja ömmu,og keyra norður í Ísbjarnarsýsluna,,,,Húnavatnssýslu, mína sýslu. Ég fer svo á Strandirnar á mánudaginn til að byrja ný störf.

Ég er búin að ákveða að sannleikurinn skuli koma, hvað sem tautar og raular. Ég vil að það komi fram afhverju Dagný Bergþóra Indriðadóttir var ekki ráðin til starfa sem landvörður en fólk án landvarðarréttinda og reynslu er ráðið til starfa sem landverðir.

Fánamálið spilar hér stórt hlutverk. En allir þegnar þessa lands hafa rétt til þess að hafa skoðanir og tjá þær.

Ég viðurkenni að ég óhlýðnaðist mínum yfirmanni en það var vegna þess að ég var að berjast fyrir réttindum landvarða og einnig fyrir því að Umhverfisstofnun myndi gera náttúruverndarþættinum hátt undir höfði í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju. En sú varð ekki raunin. Umhverfisstofnun tekur hvað eftir annað upp hanskann fyrir Ferðafélag Akureyrar. En Umhverfisstofnun stendur ekki með sínum starfsmönnum. Hvað veldur? Svari hver fyrir sig.

Ég segi um þetta mál: "Heggur sá er hlífa skyldi"

Hana nú, ég mun ekki þreyta ykkur meir með þessum skrifum.

Rottan er róleg, turninn er góður staður til að búa í. Siggi Atla eldaði dýrindis steik í kvöldmat og gaf mér bjór með. Ég er alsæl, enda kann ég að njóta góðs matar en ég kann ekki að ljúga. Það er eitt sem víst er.

Skál og étið skarfakál, þá fáið þið ekki skyrbjúg.

Engin ummæli: