miðvikudagur, júlí 07, 2004

Það er miðvikudagur í dag. Ég er komin í frí en veit ekkert hvað ég á að mér að gera það er svo margt hægt að gera. Er að spá í að fara upp á Arnarvatnsheiði, Blönduós, Mývatn, Blönduós, Hólmavík og Ísafjörð, en frá Ísafirði er hægt að fara í dagsferð að Aðalvík á Hornströndum og ganga þaðan yfir á Hesteyri, þessi ferð með bátnum og göngunni tekur um 10 klukkustundir.

Svo er líka hægt að fara til Reykjavíkur og gera ekki neitt nema hitta vini sína, drekka kaffi og láta reykja yfir sig, það er líka fínt. Frí eru stressandi fyrirbæri, maður á alltaf að vera að gera eitthvað sniðugt. Mig langar nú mest að vera heima á Blönduósi, klípa köttinn Glúm, strjúkja hrossunum, dunda í bílnum mínum og stússast með fjölskyldunni minni, leggja net og veiða fisk í soðið.

Ætla ekki að gera neitt sniðugt, ætla bara að vera heima og lesa þunglyndisljóð frá 19. öld sem láta mann vera ósköp hressann með það ástand sem er í þjóðfélaginu í dag.

Illugskotta bloggaði fyrir 2 dögum en bloggið hvarf inn í vetrarbrautina, þar er einhver geimvera eða geimveira að lesa það. Bestu kveðjur til ykkar frá Illugaskottu.

Engin ummæli: