sunnudagur, janúar 02, 2005

Einu sinni hélt ég að góður vinur minn sem er breti og heitir Hugh,,,héti Hugh Heffner. Svo bauð ég Hugh Heffner í mat, og sagði Röggu vinkonu að hann héti Hugh Heffner. Hún hló ægilega,,ég Illugaskotta áttaði mig alls ekki á því, hvað væri svona fyndið. Svo fórum við öll út á kaffihús, og þá spurði ég hann Hugh, hvert eftirnafn hans væri svona bara til að vera viss. Þá er eftirnafn hans alls ekki Heffner, heldur Tuffen.

Hugh Heffner er hinn frægi klámkóngur, sem ég hef ekkert vit á, og Ragga varð bara fúl út í mig fyrir að segja henni að hann héti Heffner, því hún var búin að segja öllum vinum sínum að einn vinur minn héti alveg eins og klámkóngurinn frægi. En Illugaskotta hafði bara ákveðið það í sínum litla kolli að þetta væri hans nafn.

En það fynda var hins vega að ég hafði einu sinni leitað hans út um allt á einhverri rannsóknarstofu hérna í bænum, undir því nafni að hann héti Hugh Heffner. Vísindamennirnir á rannsóknarstofunum horfðu á mig með undrunarsvip og sögðust aldrei hafa hitt neinn Heffner...humm...hvaða þverhausar eru þetta hugsaði Illugaskotta. Hann er víst hérna....og svo fann ég hann á einhverri rikugri skrifstofu.

Svona var nú það. Ég vil óska ykkur gleðilegs árs, gömlu félagar og aðrir sem ég þekki ekki baun í saun. Einnig vil ég senda vini mínum í Prag hressar kveðjur, með þeim skilaboðum, að hlutirnir geta alltaf verið verri en þeir eru, og skál í bottom.

Engin ummæli: