föstudagur, maí 13, 2005

Föstudagurinn þrettándi,,,,er enn í Reykjavík. Bílinn er blindfullur af bónusvörum, drasli, og töskum sem ég á og svo á eftir að troða dótinu hennar Hugrúnar systur inn, þetta lítur út eins og tveir sveitarvargar séu algjörlega að flytja í burtu úr borginni, sem við erum að gera. Þarf aðeins að koma við á einum sveitabæ því ég get ekki látið neinn sveitavarg vera sem ég þekki.

Ég horfði á kassana mína um daginn þar sem þeir eru í geymslu, hugsaði um hvort ég myndi nokkuð taka eftir því ef þeir myndu hverfa!,,,þetta eru bækur, og fleiri bækur...dröslast með þetta drasl nenni ekki að hugsa um það. Illugaskotta er fíkill á tvennt...kaffi og bækur, hún á svo erfitt með sig í bókabúðum að það er hlægilegt. Það að kaupa bók gefur henni dóp í æðar sem hvergi er hægt að nálgast nema í bókabúðinni.

Kaffið er gott. Er búin að dvelja á Dunhaganum hjá henni Iðunni sem var frábært. Takk Iðunn fyrir þetta. Ævintýri sumarsins eru að byrja.

Krummi hann er fuglinn minn..

Engin ummæli: