mánudagur, september 26, 2005

Þegar ég sé að það er hríð, frost, vindur, kallt og andstyggilegt á Íslandi, verð ég enn þá kátari að vera í flatasta landi jarðarinnar. Hér er 19 stiga hiti, fallegir haustlitir, og alltaf nóg að gera.

Var að klára að mála einn kanó svartann sem ég nota hvað mest. Bjórarnir eru farnir að saga niður tré eins og brjálaðir séu. Það segir okkur að veturinn hér verður ægilega langur, kaldur og erfiður. En hvað um það. Illugaskotta er öll að hressast af ofnæminu, en þessar flugur elta mig eins og ég sé rjómaklessa með jarðarberjasultu.

Ætlaði að njóta góða veðursins áðan við ána, en hljóp inn, þær sugu og bitu drauginn sem brjálaðar væru. Dagarnir líða hratt við útistörf, jurta söfnun, báta siglingar, könnunarleiðangra, elgsveiðar á hverju kvöldi. Við siglum upp ána með þrjár gerðir af byssum, ég stýri bátnum. Býðum eftir elg, en já þeir láta ekki sjá sig.

Er að fara að veiða elg núna verð að drífa mig út. Bestu kveðjur til frostsins og ykkar allra.

Engin ummæli: