þriðjudagur, október 25, 2005

Í dag er mánudagur, ég kom heim frá Winnipeg á seint á föstudagskvöldið. En þann 21. október fór ég til Gimli til að taka þátt í hátíðarhöldum varðandi 130 ára afmæli landnáms Íslendinga í Gimli. Það var fínt, fékk far með Íslendingum og við skemmtum okkar vel.

Um kvöldið kom Gary að ná í mig til þeirra. Daginn eftir komu þau síðan í heimsókn til okkar. Til að prufa sweat. Þið hafið líklega lesið orði sweat oft á þessari síðu en mörg ykkar botnið hvorki upp né niður í þessu sweat. Nú jæja þetta er gufubað indjána, ekkert flóknara en það. Það eru hitaðir steinar um það bil 30 stykki fyrir hvert sweat í eldi. Þessir steinar eru kallaði grandfaters, eða afar því þeir eru elsta efni jarðarinnar. Síðan fara allir inn í tjaldið í sínum stuttbuxum strákar en sínum síðu pilsum og stuttermabolum stelpur, og svo eru steinarnir settir inn á gafli, tjaldinu er lokað, og sá sem stýrir sweatinu setur vatn á steinana. Síðan fara allir að svitna, þarna er sungið, spilað á indjána trommu og einnig eru notaðar hristur. Hvert sweat tekur um 2-3 tíma, en ég vil taka fram að allir steinarnir eru ekki settir inn í einu,,10 stykki fyrst og svo koll af kolli. Tjaldið er opnað af og til, og allir fá að svitna all verulega í þessum hita og myrkri sem er í tjaldinu.

Íslendingarnir voru hressir með sitt sweat og ætla að koma aftur. En í dag fórum við út í Black Island, ég, Gary og Jeff. Tókum með okkur nesti, og margt fleira. Ferðin yfir vatnið tekum um hálftíma. Báturinn hoppaði og skoppaði með okkur yfir stærstu öldudalina, indjánarnir sátu sem rólegastir og Illugskotta ákvað að allt væri í lagi með þessi öldudali og þessi hopp sem báturinn tók. Við lögðum að eyjunni, og löbbuðum inn í skógarþykknið. Gary vildi sýna okkur trén sín, en í hugum frumbyggja er Black Island heilagur staður, alveg eins og White Shell. Og vá þessi tré voru um 40 metra há eða meira. Ég lagðist niður og horfði endalaust upp eftir þessum risa trjám. Við fórum svo að safna jurtum, söfnuðum eini og svo fann Gary winter mint. Sem er jurt sem smakkast eins og piparmintu tyggjó af bestu gerð, tíndum fullt af henni, en hún er góð að nota í te þegar flensan vill ekki yfirgefa mann.

Við fórum svo annars staðar á eyjuna og söfnuðum lindar vatni, en hér í Kanödu þarf að kaupa allt drykkjarvatn, en Gary veit um lind sem fáir vita um, ekkert smá gott vatn. Á heimleiðinni stoppuðum við á lítilli eyju, þar kveiktum við eld, bjuggum til te og ristuðum okkur brauð. Át ekkert smá mikið elska að éta nesti úti, svo sigldum við heim, með myrkið allt í kringum okkur. Góður dagur. Á morgum ætlum við að byrja að leggja gildrur. Förum á fimmtudaginn til Winnipeg, en þá er Jeffrey búin í sinni afeitrun og við keyrum hann á flugvöllin þar sem hann mun fljúga til Pangassi, staðarins þar sem slæmir atburðir eiga sér stað allt of oft, ég vona að hann haldi sig frá sniffinu.

Ég mun setja inn myndir þegar ég kemst í betra netsamband, af trjánum, lindinni og fleirum stöðum. Bestu kveðjur frá Kanödu til ykkar.

Engin ummæli: