föstudagur, júní 25, 2004

Föstudagur á Ströndum. Bjarni bró og Svava komu við á Hólmavík í gær. Sýndi þeim Galdrasýninguna og húsið mitt. Þau gistu á tjaldstæðinu en eru á leið á ættarmót hennar Svövu á Ísafirði.

Hér rignir. Hrafnarnir verða sífellt skemmtilegri. Þær tala og tala, en ekki mannamál. Er að vinna um helgina og fer líklega til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið. Við tekur svo júlí mánuður með mikilli vinnu, því þarf að vinna mér inn frí fyrir endaðann júlí.

Bestu kveðjur Björk.

Engin ummæli: