miðvikudagur, júní 23, 2004

Nú er norðanátt, sem veldur því að Illugaskotta sefur meir en endranær, svaf til 11 í morgun, þar sem norðanvindurinn hamaðist inni í herberginu mínu þá svaf ég fastar og meir og meir. Dreymdi ferðalög um allt Ísland.

Hrafnarnir éta ótrúlega mikið, þær eru mikilar persónur. Manga verður alveg ægilega pirruð ef hún á að sitja á handlegg gesta, þá krækir hún fótunum saman og neitar að festa sig á handlegg eða öxl. Þá tek ég hana, set hana á jörðina. Hún andskotast þá í burtu í miklu reiðikasti. En ef ég á að taka hana og setja hana á minn handlegg, þá er hún hress og situr þar hreykin, enda fær hún alltaf að borða þegar hún situr á handleggnum mínum. Ekki er sniðugt að setja þær á öxlina á sér, því þær virðast alltaf skíta ægilega mikið þegar þær sitja á öxlum fólks.

Mér er farið að þykja ægilega vænt um þessar svörtu systur, en varð nú pirruð á öskrunum í þeim í gær, og setti þær í búrið sitt. Þá sofnuðu þær.

Þakið var slegið á Galdrasýningarhúsinu í gær, mikið gras. Einnig var búið að setja nokkur ný Brönugrös í eitt beðið sem var með mjög litlu og aumingjalegu Brönugrasi. Sá sem gróðursetti gaf sig svo fram seinnipartinn.

Það mun snjóa á hálendinga í kvöld, það er gaman.

Engin ummæli: