mánudagur, janúar 24, 2005

Einhvern daginn á ég eftir að líta til baka og hugsa: "oo hvað það var nú góður tími þarna í rassgati, þegar ég var að þykjast vera akademón..."

Nei, þetta er nostalgía, bull. Sá tvo hunda í gær í göngutúr, álftir úti á frosinni tjörn, önnur þeirra var að sofa af sér veturinn, nokkra bústna snjótittlinga en fátt fólk.

Horfði á góða mynd um helgina "Hell boy". Hún er fyndin, spennandi og óútreiknanleg, enda er hún gerð eftir teiknimyndabók. Hvenær ætli "Preacher", verði gerð að kvikmynd, þá mun ég fara endalaust í bíó.

Engin ummæli: