þriðjudagur, janúar 25, 2005

Horfði á Kastljós með öðru auganu í gær, þar var enn og aftur verið að ræða ákvörðunina með Írak. Þegar framsóknarmaðurinn byrjaði að tala þá setti ég hann á þögn,,fyrst ákvað ég að gefa honum tækifæri,,en það var ekki hægt. Orð hans skáru hlustir Illugaskottu, hann hamaðist við að verja Halldór, hamaðist við að segja að þjóðin væri komin með nóg af þessu máli. En hann hamaðist ekki við að segja að 84% þjóðarinnar væri á móti því að Ísland var sett á þennan fáranlega lista...og þar með fékk hann þagnarmeðferð hjá mér.

Pólitíkin er furðuleg tík, sem erfitt er að komast til botns í.

Það er vor í lofti, en Þorrinn er bara í smá fríi.

Engin ummæli: