miðvikudagur, júní 08, 2005

Breytt matarræði, er algjört æði. Hrökkbrauð, grænmeti, heimtilbúnir skyrdrykkir og lýsi..og margt fleira hræðilega hollt fer ofan í draugsins maga alla daga. Hins vegar hefur eitt smá gerst ef draugurinn vogar sér að borða eitthvað feitt fær hann hina svokölluðu steinsmugu. Ekki franskar, ekki hamborgara, ekki kjúkling segir maginn.

Það var hvasst í gær, en nú hefur vindurinn brugðið sér á aðrar slóðir. Því miður féll hjallurinn sem stóð fyrir utan Galdrasýninguna. Draugurinn er einnig mjög Strandakær, vill hvergi annars staðar vera. Er enn þá uppgefin í hausnum eftir ritverkið ógurlega, er þó búin að hamra saman einni blaðagrein og byrjuð að skrifa bók nr tvö.

Úr einu í annað, dauðir hlutir falla til jarðar en þegar fólk er drepið þá er það drepið. Í fréttum útvarpsins er alltaf talað um að þetta og þetta margir hafi fallið í hinum ýmsu stríðum úti í löndum. Illugaskottu finnst þetta lélégt orðalag. Hvert féllu þessir menn? Féllu þeir til jarðar af himnum ofan? Eða féllu þeir í ægilega erfiðu prófi? Sem sagt,draugurinn vonar að útvarps- og sjónvarpsfréttir fari að spá aðeins í orðið féll!!!

Engin ummæli: