mánudagur, júní 06, 2005

Stundum verður Illugaskotta óþolandi pólitísk,,,,svo óþolandi pólitísk að draugnum verður óglatt. Jæja það er runnið af mér. Á laugardaginn gerðist margt skemmtilegt, Lára sagði okkur skemmtilegar sögur og ég fékk rosa gjöf frá Hildi Eddu, Iðunni og Láru. Silfurhring sem á stendur Illugaskotta og það er skrifað með rúnum.

Skemmtileg saga fylgir hringnum. En Iðunn var að spá í stærð þar sem hún var hjá gullsmiðnum. Allt í einu segir gullsmiðurinn:"Já sem sagt stærð 58" Iðunn hrorfði á kauða með undrunarsvip og sagði:"Ég var ekki búin að segja orð, og ekki var ég heldur búin að máta mótin". Þau horfa síðan á hvort annað og bæði uppgötva að þriðji aðilinn var á staðnum, en líklega var það draugurinn sjálfur Illugaskotta, sem var að ráðleggja þeim. Iðunn og gullsmiðurinn ákveða síðan að halda sig við stærð 58 fyrst það var komið fram. Auðvitað smell passaði hringurinn, enda skjátlast draugum sjaldan.

Þetta hring snýst allt í kringum mig, draugar, árar, steinar og fjöll. Hvað skal draugur gera, annað en að reyna að vera kátur og láta pólitíkina sigla sinn sjó. En pólitík er lífið í landinu okkar. Ooooo NÚ byrjar ég aftur. Góða nótt, ætlaði að fara snemma að sofa, það gerist aldrei.

Engin ummæli: