laugardagur, desember 14, 2002

Fríða frábæra kemur í dag frá Danmörku og ég/Illugaskotta get ekki beðið eftir að hitta hana til þess að fíflast með henni fram til 1. janúar en þá fer hún aftur til Baunalandsins flata.

Ég var annars í morgun að skoða listaverk og tóftir við Dalland með Guðjóni vini mínum og henni Þórdísi, sem langar til þess að láta endurbyggja tóftirnar að hálfu, þetta eru tvö fjárhús sem liggja samsíða og fyrir aftan þau var hlaða. Við skokkuðum um landareignina hennar Þórdísar í morgun á meðan rigningin frábæra bleytti í okkur og vindurinn sem kemur frá jötninum Hræsvelgi, þeytti okkur til og frá. Margt viturlegt og ekki viturlegt var rætt í morgun þar sem við sátum við arininn sem logaði glatt í heima hjá Þórdísi, drukkum kaffi og átum Þingeyjinga ( Loftkökur). Draugar sveimuðu um, Íslendingasögur báru á góma og drekar sveimuðu yfir höfðunum á okkur. Skoðuðum eldgamla notaða tréklossa og þyngsta borð sem ég hef á ævinni séð, 500 kíló. Jeph gott fólk.

Skemmtið ykkur í rigningunni ef þið eruð á suðurlandi. Kveðja frá Illugaskottu.

föstudagur, desember 13, 2002

Góðann daginn gott fólk!!!!

dæs,,,jæja Illugaskotta er í góðu skapi í dag þótt það sé rigning og mjög dimmt úti, því það er föstudagurinn 13. og það gæti eitthvað spennandi gerst. Á eftir að fara til tannlæknis áður en árið er búið og það er eitt það hræðilegasta sem Illugaskotta gerir en það er að gapa framan í einhvern tannlækni og leyfa honum bora og hamast og MEIÐA hana!!! En nú er þetta orðið illbærilegt þetta ástand, og nú verður Illugaskotta að taka sér tak, hummm taka sér tak, hvað þýðir það eiginlega? Taka í tak? Hvaða tak er þetta eiginlega? En skiptir ekki máli, koma sér að efninu og drífa hlutina af. Skiptir öllu að drífa hlutina af.

Iðunn vinkona og ég vorum að drekkja okkur í bókaflóðinu í Mál og Menningu í gærkveldi, þá var Iðunn gripin höndum af ljósmyndara og blaðamanni. Í Morgunblaðinu í dag er mynd af Iðunni þar sem hún er að garfa í bókum og einnig er flott viðtal við hana, það er ekki að spyrja af því maður má ekkert fara eða gera og þá er maður komin í blöðin á Íslandi, FRÁBÆRT LAND ÉG ER AÐ SEGJA ÞAÐ!!!

Rímur og rapp er það sem á að senda til útlanda, besti diskurinn á markaðinum í dag.

Annars er nú svoldið montin, ánægð og stollt í dag. En bókin mín, Furðudýr í íslenskum þjóðsögum var í Kastljósi í gærkveldi og fékk alveg glimmrandi góða dóma hjá henni Úlfhildi Dagsdóttur, ég var farin að svitna í lófunum, naga á mér neglurnar, hnén og táneglurnar áður en hún fór að tala um mína bók, 4 bækur á undan minni sem var seinust í umfjölluninni. Með þessum orðum kláraði Úlfhildur umfjöllunina:
"Ég óska öllum landsmönnum nær og fjær furðudýra". Vá!!! þetta var frábært. En nú er það enn og aftur vistfræðin, fjölbreytileiki tegunda er fyrir öllu á jörðinni okkar.
.

fimmtudagur, desember 12, 2002

Jæja komið kvöld, og það er ekki frost, óþolandi þessi rigning. Mig langar í jólasnjó eins og í Kóka kóla auglýsingunum......
NENNI EKKI AÐ LÆRA,,,,,,,,,,LANGAR AÐ FARA Á HESTBAK, moka skít og tala við hrossinn....humm þau segja ekki neitt, hugsa sitt og gefa manni stundum ljótt augnaráð
Í gær fór ég til Sigga Atla vinar míns til þess að biðja hann um að hjálpa mér við nýju rottu dagbókina mína, ok allt gekk vel þar til það Hræðilega kom fyrir. Síðan hans Sigga varð fyrir slysi og hann verður að byrja upp á nýtt á henni. Mér leið eins og hryðjuverkamanni þarna heima hjá honum í turninum hans. Allt er að smella saman fyrir Sólstöðuhátíðina, Fólk og Fjöll sem verður á Austurvelli þann 21. desember.
Annars er Illugaskotta ekki hress þessa dagana en lætur samt lítið á því bera, því hún saknar fjallanna í Ódáðahrauni. Langar smá að tjá mig um stjórnvöld í dag, bara pínu oggulítið.
En þau velja alltaf desember til þess að taka afdrifaríkar ákvarðanir varðandi náttúruna á Íslandi, skítlegt bragð hjá þeim. Því stjórnvöld vita að fólk hefur um nóg annað að hugsa en ákvarðanir stjórnvalda rétt fyrir jólin.
Í fyrra gaf umhverfisráðherrann/ umhverfisfrúin okkar hún Sif íslensku þjóðinni jólagjöfina " Kárahnjúkavirkjun" og þetta verður einnig jólagjöfin í ár frá íslenskum stjórnvöldum til þjóðarinnar. Frumleg heitin eru að fara með íslensk stjórnvöld það verð ég að segja þegar verið er að tala um jólagjafir. Hver vill fá sömu jólagjöfina ár eftir ár? Enginn!!!!

Fór annars á Gráa köttinn í morgun sem er kaffihús á Hverfisgötunni til að hitta Sólstöðuhópinn, þetta kaffihús fær þann stimpill frá Illugaskottu að vera það dýrasta í bænum og það bókalegasta því þar eru bækur sem hylja flest alla veggi. Mig langaði að spyrja í morgun þegar ég grútsyfjuð las yfir matseðilinn, skoða bara verðin. "Eigið þið virkilega ekkert að éta hér í þessari holu sem er undir 650 krónur:"? Því það ódýrasta sem þú getur keypt á Gráa kettinnum er á 650 krónur!!. En ég hélt aftur af mér og ákvað að vera jákvæð í dag, fékk mér mjólkur kaffi/ kaffe latte, eins og það heitir á matseðlinum.

Eigið þið góðan dag í dag, það ætlar Illugaskotta að eiga þótt hún sé svoldið leið í dag.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Einu hef ég verið að velta fyrir mér í dag, það er hvað það er frábært að búa í banana lýðveldi, maður bara notar visa kortið sitt og endalausan yfirdrátt, kaupir 1944 rétti, Dominoz pissur, bíla á lánum eða leigir hann bara,mað'ur þarf einfaldlega ekki að hugsa því það er hægt að treysta þessum stjórnmálamönnum sem eru inn á hinu háa Alþingi, og stundum er bein útsending frá Alþingi sem mjög fáir horfa á og þeir sem horfa á þessa útsendingu verða skelfingu lostnir því þeir sjá að það eru staðnaðar hugmyndir og stöðnuð gildi sem eru það sem virkar inni á Alþingi. Við lifum í snældu vitlausu lýðveldi sem vill drekkja öllu sem er einstakt en hefja á stall allt það sem er staðlað og skipulagt. Fúllt! Kannski er hægt að vekja fólkið í bananlýðveldinu? En vill fólkið í bananlýðveldinu Íslandi nokkuð láta vekja sig, það verður bara úrillt eins og þegar maður er að reyna að vekja gömul tröll, rymja og stynja og neita að opna augun því það er ekkert auðvelt að gera sér grein fyrir þessu bananalýðveldi og rífa sig í burtu frá svefninum þægilega sem oft inniheldur ansi skemmtilega drauma.
blogger.com

þriðjudagur, desember 10, 2002

Ég er að setja upp blogg vissi varla hvað þetta fjandans blogg var/ já dagleg dagbók er það ekki bara, var í prófi í dag gaman að fara í próf því að þau valda stressi og spennu sem ég sæki í,,,var annars að kaupa jólagjafir til að senda til útlanda, og pakka inn og skrifa jólakort ekki uppáhalds iðjan mín einhvers konar verk sem já illu er best af lokið. Stollt af sjálfri mér, hlustaði á diskinn Rapp og rímur,,hann kemur á óvart og mæli með honum í jólapakka til útlanda sérstaklega til þeirra sem ekki tala íslensku :).

Ég er orðinn bloggari, dagbókar rotta er betra orð finnst mér. Annað hvar er veturinn? Hef gaman af frosti og vetri og sofa úti í garði í frábæra dúnpokanum mínum, nei því miður það er ekki hægt því þú drukknar í rigningunni...... ´vammmmm þetta dagbókar rottu dæmi er frábært.

Og það er rigning enn einn daginn, og ekki kemur það mér lengur á óvart. Annað var að horfa á Kastljós með öðru auganu og skapa rottu dagbókina mína með hinu þegar verið var að dæma bókina hans Davíðs Oddssonar sem er nú ekki frásögu færandi þótt hann sé nú forsætisráðherra vor, en sem sagt þessi knái bókagagnrýnandi (hún) sagði bara "bókin kemst ekki á flug" eða það var setningin sem flaug inn um eyrað mitt og út um hitt, margt annað var sagt. En Davíð er bara ekki að verða frægur sem rithöfundur hann bara er fyndinn ekkert meira. En kannski virkar þetta þannig að bókagangrýnandinn verður tekinn inn á stóra bláa teppið hans Davíðs og þar verður hún skömmuð og flengd. " Skamm skamm svona segir þú ekki um mig því ég er forsætisráðherrann þinn"

En hver er Ilugaskotta? IIlugaskotta var skírð Björk Bjarnadóttir við lítinn fjörð úti á landi, hún er 28 ára hávaxinn þjóðfræðingur, er í meistaranámi í umhverfisfræðum við HÍ, og hef verið að skottast um fjöll og öræfi á sumrin sem landvörður. Hygg að frekara nám í Kanada veturinnn 2003-2004, því þar er svo mikið af úlfhundum og indíánum. Best að fara að drekkja sér í vistfræðinni sem er mitt seinasta próf.