laugardagur, janúar 17, 2004

Ég var í Smáralindinni í meira en 3 klukkutíma í dag!!! Það var súrt. Fór með Valdísi og Laufeyju...ég er svo hissa að sjá hvað allir klæða sig í nýjust tísku,,dýr föt og enn þá dýrari skór. Flestir skór kosta um 10, þúsund og einnig gallabuxur.

Ætlaði að panta mér miða á Lord of The Rings, en nennti því ekki, það var svo mikill hávaði og allt brjálað. Mun fara í næstu viku, Bjarni bróðir öskraði þegar ég sagði honum hvað miðinn kostaði í lúxussalinn. Einungis 1700 krónur. Ég var bara farin að halda að það væri eðlilegt þar sem eitt par af ótrúlega ljótum skóm kostar 10. þúsund.

Þær keyrðar heim, ég fór í andlega heilun til þess að lifna við eftir bráðan dauðdaga í verslunarmiðstöð andskotans,,, fór í sund í Vesturbæjarlauginni. Nú var sko tekið á því, synnti 1 kílómeter á frekar góðum tíma. Þetta var orðið frekar pirrandi þegar ég átti eftir að synda 250 metrana, en fann eitthvað skemmtilegt og fyndið til að hugsa um og þá leið þetta eins og í sögu. Illugskotta viðurkennir þó að þegar hún var búin að synda 500 metra eins og hún gerir venjulega og fer svo í pottana, að það var erfitt að fara að synda aðra 500 metra. Allt tekið á sálfræðinni,,,fattaði að ég yrðir alveg súr með sjálfa mig ef ég myndi ekki synda það sem ég var búin að ákveða og vissi að mér myndi líða ógnar vel eftir kílómeterinn...það sem hugurinn er margslunginn.

Át mikið þegar komið var heim, langar ekki aftur út. Langar bara að liggja fyrir framan sjónvarpið, spjalla við Sigga, taka því rólega, en er að fara á 22 eitthvað að sprella.

Illugaskotta lifir ótrúlega hollu lífi, kannski það breytist í kvöld því 22 er fullur af púkum og öðru hyski.

Sankti María sé með oss.

föstudagur, janúar 16, 2004

Hve margir ?

Hve margir hvað? já það er leynispurningin sem ég ætla hér með að flytja inn til Íslands frá Canödu. Siggi svaraði mér, hann sagði 99, en ég hef einungis drepið 22 í dag, og ekki er það gott dagsverk. Ég er svo glöð, kát og hress. Því það er snjór úti, ég spólaði og spólaði í brekku í Kópavoginum. Skrattans og helvíti, já ég er á jeppa er algjörlega búin að gleyma því. Út, setja í lokurnar, í lága drifið og já frábært kemst allt sem ég vil....

Keyrði í Vesturbæinn í jeppastuði,,,ha ha ha,,,þið þarna aumingjar á litlum bílum, passið ykkur bara, hér kemur stór jeppi.,,,úff ég er að breytast í hræðilega jeppa meri. Það vil ég alls ekki, enda fékk ég að kenna á því fyrr í dag. Sat föst í löngum ormi á rauð. Talaði í símann og keyrði í fyrsta gír, allt í einu var ég komin inn á götuna sem liggur alla leið til Kópavogs.

Já vei,,,nú skildi sko gefið í,,allir gáfu í og ég líka..en helvíti,,helvítis fólkið var að bremsa, löng röð bremsaði...ég beit í tunguna, kinnina.. sá allt mitt líf hverfa og sá mig í anda klessa á alla þessa litlu bíla á honum Rauð, sá mig þurfa að borga skemmdir á bílnum mínum þar til ég myndi leggjast í gröfina. Rauður og ég fórum að dansa rokk,,hann vildi fara í hring en ekki Illugskotta...reif fótinn af bremsunni,,,gíraði niður,,hugsaði um að nota hugaraflið eitt til þess að stoppa þetta rauða flykki....jesús minn bílinn nálgaðist,,,mig hratt ég var að fara að kýla hann niður...en allt í einu tók Rauður við sér og við urðum bein á götunni..og já bílaröðinn færðist áfram...einhver asni hafði dansaði í hring og lennt upp á handriði og klesst einhvern bíl í leiðinni. Ég varð ekki asni í dag.

Hjartað hamðist, ég var hálf lömuð í öllum vöðvum eftir nokkrar sekúndur af ógurlegri spennu og óhugnaði. Allt fór vel,,ég verð að átta mig á því að ég er á stórum bíl ekki rallý bíl....

Rottu helvítið hans Sigga sefur nú vært, heyri ekki einu sinni hrotunar í henni...ég dæsi.

Gera listinn ógurlegi lengist. Fer ekki á ráðstefnu á morgun. Ætla að vinna í tölvunni, prenta út mikilvæg skjöl, lesa, borða hollann mat og fara í sund,,hitta Valdísi og fara aðeins út á lífið.

Ég kaupi bara hollt að borða og það er svo miklu dýrara en óhollt.

Það þolir Illugaskotta ekki og nú ætla ég að biðja stjórnvöld um að fara að hafa hollan mat ódýrann, ódýrt í líkamsrækt, frítt í sund og óhollan mat dýrann. Og þannig er hægt að koma í veg fyrir mörg heilsufarsleg vandamál sem herja á fólk sem endar inni á spítölum sem eru víst alveg ægilega dýrir í rekstri....

Íslenska þjóðin á skilið að fá hollan mat, ódýra og ókeypis hreyfinu og ódýra heilsugæslu þjónustu, þá mun allt virka betur því get ég lofað. Allt er þetta jákvætt en Dabbi og hans hyski einblína bara á hann Jón Ásgeir en hugsa lítið um þjóðina sína. Eina lausnin hjá þessari þykkhausa ríkisstjórn er að skera niður hér og þar og svo er endurráðið eftir nokkra mánuði í störfin en þá þarf að endurþjálfa alla og það kostar marga peninga.....

Illugskotta ætti að fara á þing og tala fyrir þjóðina sína. En finnst það ekki mjög áhugavert umhverfi..kannski þegar ég hætti að vera draugur.
Föstudagur, ég nenni ekki í sund strax. Svaf betur en steinn hér í turninum í nótt. Útrétta í dag mikið áður en ég fer á ráðstefnuna klukkan 15:00 í Norræna húsinu. Er búin að ákveða að synda 1000 metra í stað 20 metra!!!

Hlakka til að fara að hitta hana frænku mína og hennar mann í kvöld. Enda verður nóg að éta þar, flatbaka góð, og svo tölum við bara ensku.

Ritarinn hamast í því að breyta blogginu mínu. Komin teljari, og fleiri inn á bloggara listann minn. Mig langar norður sem fyrst.

Í veggnum hans Sigga býr rotta, sem klórar og andskotast. Hún heitir ekki neitt, þetta er bara rottuhelvíti. Hún er hérna rétt við fæturna á mér núna þar sem ég pikka á þessa tölvu í turninum mínum.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

Bloggið mitt hefur breyst, enn er verið að vinna í því. Eftir að setja inn mynd af Draugnum, laga stærð stafa og annað lítilræði.

Ég fór á kaffihús fyrir ráðstefnuna og það var ótrúlegt. Ég rakst á Iðunni á Lokastígnum og við fórum að fá okkur kaffi á Kaffi tári sem er með glugga sem snúa út á Laugaveginn. Sátum við gluggann og ég sá ekkert smá mörg andlit sem ég kannaðist við, leiðinleg og skemmtileg andlit. Og svo allt í einu var Lára vinkona þarna, og já fleiri og fleiri.

Ísland er lítið og fámennt, sem kemur mér stundum til að kafna og mjög oft til að hlæja frá mér allt vit, ráð og rænu. Ráðstefnan kom mér til að hugsa sem þýðir að ég var ánægð með hana, venjulega á ráðstefnum þá gleymi ég mér í dagdraumum, hugsa mig í burtu frá svæðinu til atburða í lífi mínu sem hafa komið mér til að líða vel. Fór aðeins til Kanada í dag og smá upp á hálendið, en var þó að mestu leyti á ráðstefnunni.

Menningararfur, ég fór að pæla.

Getur maður ekki bara valið sér sinn menningararf, bara þóst vera Ítali, dýrka allt og dá sem tengist þeim og neita því að maður sé Íslendingur? Borða Ítalskann hátíðarmat, og fylgja öllu þeirra hátiðarmynstri, þekkja allar þeirra sögur og þjóðhætti.

Eða kemur menningararfur bara til manns með því blóði, landi, sögu og þjóð sem maður tilheyrir? Bara arfur sem þú þarft að erfa hvort sem þér líkar betur eða verr. Hver ákveður hvað sé menningararfur og hvað sé sett fram til fólks? Hvað með sögu sem tengist einhverju slæmu hjá þjóðinni, slæmri sögu. Á að setja þá sögu fram? Það finnst mér.

Ég fór til dæmis í göngutúr í Edinborg og þar var talað um morð, aftökur og glæpi. Fólk er æst í svona gönguferðir, gönguferðir þar sem sagt er frá því forboðna, slæma og því sem á að fela.

Mannlegt eðli er milljón þætt en það er víst að menn vilja vera hræddir, vilja upplifa spennu, ógn og viðbjóð svo lengi sem það snertir þá ekki persónulega.

Er búin að koma mér fyrir í nýja herberginu mínu,,,turninn er svalur.
Illugaskotta er flutt í Vesturbæinn, niður við sjó í stórann turn þar sem galdrakarlinn ógurlegi bý. Alveg eins og í ævintýrunum, en hvar eru allir þessir prinsar? Veit það ekki, enda má ég ekki hugsa um prinsa eða hallir, það eina sem ég má hugsa um er lokaverkefnið og klára geralistann ógurlega.

Im a complete nutter!!!

Farin út á ról, kaffi á mokka, lesa ráðstefnublöðin og fara svo á ráðstefnu.

Vona að þetta verði gaman.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég er orðin gömul,,,,,,og ég er svo hress að ég er að breytast í kex.

Djöfulsins bull, svona gerist þegar Illugaskotta vakir of lengi, hún fer að bulla og ríma og skíma, eigi er það gott með öllu að borða pyslu með öllu.

Ég sit hér við hliðina á Röggu, hún er að hjálpa mér við að setja inn myndir í skýrsluna mína fyrir sumarið. Ég er að nota tölvuna hennar og hún mína. Já nördalegt samfélag hér við tölvurnar......

Úff hvað mig hlakkar til að losan við þessa skýrslu, svífa inn í draumalandið, fara á ráðstefnu, hitta mann og annan og flytja í nýtt húsnæði. Illugaskotta er að flytja í Vesturbæinn á mjög svo notalegann stað. Eigi er hún að trúa því en svo er nú það.

Tekin er stefna á hæst tind Ísalandsins bláa í mars. Illugskotta mun þramma þetta ásamt þremur hestum. Draugur og þrír hestar á hæsta tind landsins. Þetta mun birtast í öllum frægum draugaheftum landsins, loksins verður Illugskotta fræg.

Dagarnir eru allir skipulagðir fram á mánudag í næstu viku.

Morgun: Flytja í vesturbæinn kannski, bókasafnið, ráðstefna.

Föstudag. Sund, ráðstefna, matur hjá Hildi og Steve.

Laugardagur. Sund, ráðstefna, kannski bíó, Lord of The Rings.

Sunnudagur. Hitta Norðlendinga, Láru, Iðunni, Hildi Eddu. Gönguferð eitthvert þar sem eru ekki bílar og fólk. Kaffi. Matur hjá Jóa Arkitekt. Muna að vera búin að hugsa um það sem hann bað mig að hugsa um...humm hvað var það aftur!!!????

Mánudagur: Sund, hádegismatur með ömmu, nýveidd ýsa, kartöflur, rúgbrauð, vatn.,,,,,ummmm ég slefa. Ég er orðin brjáluð í fisk...vil bara fisk, vatn, kartöflur, grænmeti.
Ég og rauður erum komin í borgina. Ég hringdi í Pétur vin minn frá Ófeigsfirði í gær, hann sagðist ekki geta pissað með eyranu!!! Já pælið í því.

En fór í Öræfasveitina í gær, með rútunni, ég hafði einkabílstjóra alla leiðina. Gaman að sjá Rauð og auðvitað Öræfinginn hann Sigga á Hnappavöllum. Illugaskotta var ekki alveg í stuði í bílabras, og já en allt gekk vel. Við átum hangikjöt, baunir, laufabrauð og drukkum appelsín með. Þvílíka dýrðarmáltíðin. Sumarblíða í Öræfum.

Vaknaði snemma í morgun, kom í bæinn fyrir hádegi. Hitti fólk, át með mat með þremur snillingum í Svörtu Höllinni. Hitti umsjónarkennarann minn og nú er að komast meiri mynd á það sem ég þarf að gera.

Það var gott að sjá móta fyrir jöklum í gærkveldi og morgun, Skaftafell er einn af mínum uppáhaldsstöðum.

Illugaskotta er þreytt og gömul í dag, en ekki á morgun.

mánudagur, janúar 12, 2004

Illugaskotta er búin að eiga anna saman dag. Ég tók strætó, rakast á Iðunni vinkonu á Hressó, fór í sund og á bókasafnið með Arkari, fór í mat til Valdísar Veru og Laufeyjar, hitti Bjarna bróður sem er með sítt hár og krullað. Fékk símtal frá Skotalandi.

Upplifði fréttir, frásögur, sagnir og drauma. Hló, brosti, fnæsti, reiddist, gladdist, undraðist, skammaðist mín, hlakkaði til og kveið fyrir. Já þetta eru að ég held flestar þær tilfinningar sem ég upplifði í dag, ákvað að pæla í því núna til tilbreytingar.

Einelti, ræddi það við vin minn. Fatta það ekki hvernig fólk nennir að pæla í og ráðast á annað fólk. Eyða orku í neikvæða framkomu sem gerir engum neitt gott. Ef þeir sem leggja aðra í einelti myndu pæla í því,,,en þeir gera það ekki.

En hvað ég er alvarleg, kannski vegna þess að ég er að hugsa mikið þessa daganna.

Já og er að fara austur á morgun til að ná í hann Rauð sem bíður mín spenntur með reistann makka, froðufellandi og á nýjum skeifum. Ég verð að segja að ég get ekki beðið eftir því að faðma hann vel.
Sællt veri fólkið.

Illugaskotta er komin til landsins. Ég kom fyrir nokkrum dögum en það er bæði erfitt fyrir sál og líkama að lenda á klakanum. Hef aðallega verið að finna dótið mitt í töskunum mínum þungu sem ég þurftu að borga nokkra yfirvigt á því þær voru ekki bara fullar af fötum eins og skottum sæmir, nei þær voru þungar af bókum sem draugum sæmir að bera með sér hvert sem þeir fara.

Þegar ég var á flugvellinum í London þá gat ég spottað út hverjir voru Íslendingar og hverjir ekki. Þannig er það bara, ég bara nennti ekki að tala íslensku bara ensku. Sat í flugvélinni og fjarlægðist Ameríku enn þá meir. Kvíðahnútur í maganum yfir öllum þeim verkefnum og útréttingum sem bíða Skottunar. En þetta verður gott, segir lítil rödd í höfðinu á mér.

Nóg að gera og Illugaskotta er tilbúin að takast á við verkefnið eina og sanna.

Það er gott og skrítið að vera komin heim, ég get talað við fólkið á strætóstöðinni og það skilur mig þegar ég tala íslensku. Ég þarf ekki lengur að athuga hvort ég sé að keyra yfir dádýr og annað sem er best, vatnið hér er guðdómlegt.

Illugskotta spyr: Hvar væri Ísland án Hannesar Hólmsteins og án Laxness kallsins?

Geralistar eru æði, eða það finnst mér. Elska mest við þá að stroka út af þeim allt sem þarf að gera. Verð líklega mest úti á landi í vetur að vinna í friði fyrir sollinum í Reykjavík. Er með heimboð frá nánast öllum landshlutum Íslands og það er gott.