laugardagur, desember 27, 2003

Sumt fólk er fífl....það hefur verið vitað síðan mannkynið komst á spjöld sögunnar. Varð bara að koma þessu á framfæri og einnig minni ég sjálfa mig á þetta svona já mánaðarlega.

Þetta verður mitt seinasta blogg frá Ameríku. Sól og blíða úti, stukkum í eina búð og nú eigum við ég og hún, þessar líka fínu flíkur. Enn einn flugvöllurinn, nú er það JFK flugvöllur sem er einn af þeim stærstu hér í Kanalandinu.

Það er gaman í Bandaríkjunum, en allt er stórt og klikkað.

EPLIÐ ER SÚRT!!!!

Veit ekki hvenær Illugaskotta bloggar næst, kannski bara á nýju ári. Ef ekki fyrr en þá, þá óska ég ykkur sem þetta lesa frábærs og gjæfuríks nýrs árs...og ég þakka fyrir það gamla.

Bros til ykkar.

föstudagur, desember 26, 2003

Nú er aftur komið kvöld. Dagurinn byrjaði snemma, fékk mér smá göngutúr frá 122 stræti niður á það 64. Það var svona klukkutími eða svo.

Svo sá ég bara hitt og þetta, hitti Louise og hennar mann, hann Jack. Fórum að skoða Time Squere,,,,ég er svo kraminn eftir allt þetta fólk,,ljós og auglýsingar og fólk, og bílar og fólk og litir og meiri hávaði, og mengun,,,

New York lyktar sem sprungið klóakrör. Stundum þegar maður er að labba hér þá ræðst á mann klóaklykt, sterk og viðbjósleg...

Svo já sá ég jólatré New York borgar sem er hjá Roccafellar Center,..og svo var ég búin að fá nóg...tók taxa heim og þakkaði hinum þessum fyrir að ég er á lífi.
maðurinn keyrði eins og satannn sjálfur, ég bara hugsaði ekki neitt.

Ferðadagur á morgun til Skotalandsins,,en fyrst ætlum við Binna að versla okkur kot og aðra nauðsynlega hluti.

Ég er hress að það sé ferðadagur.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Úff, dæs og enn þá meira úff...erum búnar að skrattast út um allan bæ þarna niður frá einhvers staðar.

Sá Frelsisstyttuna í dag, einnig staðinn þar sem turnarnir tveir voru eitt sinn, byrjað er að endurbyggja. Það var frekar furðulegt að vera þarna.

Svo í Kínabæinn og svo Litlu Ítalíu og svo eitthvað annað,,húsin hérna eru flott. Eins og í bíómyndunum, brunastigar utan á þeim, og flottir litir á húsunum.

Erum alveg þreyttar eftir mikið labb á hörðum götum, nú verður videó kvöld, leti og ekkert annað.

Á morgun fer ég að hitta Louise vinkonu mína og hennar eiginmann sem eru að koma að hitta mig alla leið frá Pensalveníu,,,humm mikið á sig lagt til að hitta einn risa frá Íslandi eða kannski er ég draugur.

Hangikjöts kveðjur frá Björk
Ég fékk tvo pakka í gær, það var gaman. Geisladiskin með verunum úr South Park og tvær bækur, eina um landkönnuði áður fyrr sem fóru að skoða hana Antarticu, hlakka til að takast á við þá bók og svo teiknimyndabók, listaverk eiginlega um furðuskepnu sem er maður, einhver gaur sem berst fyrir hinu góða í þeim heimi sem hann býr í.

Gestgjafarnir okkar Binnu gáf Illugskottu jólagjöf, það var gaman, hún hafði ekki búist við því.

Erna og Mörður, heita þau sem við fórum í mat til. Maturinn var himneskur. Þau höfðu keypt 21 punda kalkún og allar sortir af meðlæti voru með. Já þetta var bara 21 punda kalkúnn..... Þegar ég og Binna gengum inn í íbúðina þeirra í gærkveldi þá fannst Illugaskottu að jólin væru komin því steikarlyktin lá í loftinu.

Gott jólakvöld, mikið borðað stóðum á blístri, það er líka jólalegt að vera að springa af ofáti.

Komum seint heim í nótt, Illugskotta neyddi Binnu til þess að labba heim. Binna vildi taka leigubíl, en það var svo gott veður að það var snilld að labba heim.

Erum að fara í skoðunarferð niður í bæ.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Aðfangadagur í New York. Vöknuðum snemma til að taka til og baka. Binna sá að mestu um að þrífa, ég er enn þá að ná mér eftir þrælahaldið, fór í það að sjá um eldhúsið.

Bjó til nokkrar sortir af smákökudeigi,,og svo var það ekki nógu sætt og feitt, Binna fann það út. Og hún bætti sko smjörlíki í þetta fjall og sykri. Þessar kökur geta brætt hvers manns hjarta.,,,úlla lllllaaaaa......

Jæja, svo fór ég í rölt niður í bæ, í 125 stræti sem er rétt hjá Harlem. Ég var ein af fáum hvítum hræðum á ferli þarna. Fullt af búðum og dökku fólki á ferð. Önnur hver búlla bíður upp á Afríku fléttur. Þú bara prúttar um verðið,,mig langar en svo held ég að þetta fari helvíti illa með hárið.

Það ringdi og ringdi á meðan ég var í bæjarferðinni, fann margt áhugavert. Kom heim í hundblautum fötum. Kláraði að baka og svo bara sit ég hér að prenta inn í tölvuna. Þau hringdu frá Íslandi í morgun, það var gaman að tala við þau. Núna eru þau búin að borða og eru öll að opna pakkana og lesa jólakortin.

Held ég sakni smá jólaboðsins heima, en ég verð þar vonandi næstu jól. Herra Glúmur, kötturinn minn er víst orðin gamall, hann sefur mikið á rörinu sem er hitaveiturör inni í stofu, rörið liggur í gólfinu og auðvitað fann soldáninn þennan stað.

Þessi köttur er einn sá mesti karakter sem ég hef hitt, og ég sakna hans, enda mun ég klípa hann þegar ég kem heim.

Er að fara í jólabaðið, og svo hendast í jólaboð hjá vinum hennar Binnu.

Ég óska ættingjum, fjölskyldu minni og vinum gleðilegra jóla og frábærs nýrs árs...sjáumst á nýja árinu.
Skötudagur, ég er svo aldeilis hissa, það var 20 stiga hiti hér í dag. Skellti mér í bæinn, einsömul og hress.

Fór í göngutúr og á safn, American Museum of Natural History,,það var gaman. Sá loksins risaeðlur, þvílíka stærðin maður. Risaeðlu skjaldbökur og allt, risaeðlu fuglar, ég segi að tímarnir væru meir spennandi núna ef þær væru enn þá til.

Umferðin hérna er klikkuð, klikkaðri en allt, hérna gefur enginn stefnuljós, fólk æðir út á götu. Taxarnir sem ég tók í dag, æddu um hér og þar og alls staðar. Allt gengur hratt fyrir sig hér í umferðinni. Ég fíla þessa borg í tæltur. Er þegar komin í spjall við gauranna sem vinna í búðinni á horninu. Þar fæst besta kaffið,,,heitt og bragð gott.

Á morgun verður farið í jólatiltekt með Binnu, búið til kökudeig og svo ætlum við að skella okkur í bæinn. Síðan heim í fínu fötin og í jólaboð heima hjá vinum hennar.

Í dag upplifði ég minn neyðarlegasta tíma á þessu ári. Við fórum að versla í matinn, svo spurði Binna mig hvort við ættum að fá okkur heimsendingu á matinn. Ég horfði á pokana og já,,jú þetta var of mikið til að bera.

Gaurinn sem var að setja matinn okkar í poka fór að setja þá í innkaupakerru, svo rölti hann af stað og klæddi sig í leðurjakkann sinn og svo kom hann á eftir okkur með allan matinn í innkaupakerrunni.
Mér leið eins og þrælahaldara, þetta var svertingi svona um fertugt. Guð minn góður hvað mér leið fáranlega.

Binna bara labbaði áfram og sagði að þetta væri vinnan hans og við myndum borga honum. Illugaskotta svitnaði og skammaðist sín. Þetta var ægilegt að labba um götur New York borgar með matinn sinn í innkaupakerru sem einhver gaur ýtti um götur borgarinnar....jæja svo gerðist það besta

Binna stakk mig af, fór að versla jólaskraut og einhver varð að labba með innkaupa kerru manninum heim ekki var hægt að láta hann bíða fyrir utan búðina á meðan við myndum versla jólaskrautið.....úfff þetta versnaði um helming.

Illugaskotta bara labbaði á undan gaurnum og þóttist ekkert þekkja hann, enda þekkti hún hann ekkert. Svo gekk hún framhjá hóp af svörtum gaurum. Og þá leið henni eins og hvítum þrælasala sem fær samviskubit...Svo komum við að brekku, hann ýtti og stundi og var langt á eftir Illugaskottu, sem strunsaði áfram með hausinn upp í loft að glápa á öll þessi risastóru hús sem hafa endalausar sögur.

Úfff hvað hún var ánægð þegar loksins var komið að húsinu hennar Binnu. Borgaði gaurnum 3 dollara, reif alla pokanna inn og andaði léttar. Þessi fáranlega reynsla var á enda. Bæði Illugskotta þrælakaupandi og þrælinn urðu frjáls. Óskaði honum gleðilegra jóla og hljóp inn.

Gleðileg jól gott fólk, ég er farin að sofa. Stór dagur á morgun í New York. Ps, hér væri ég líka til í að prufa að búa.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Það að eiga föt, svefnpoka, dúnúlpu og dýrmætar bækur gerir farangurinn minn mjög svo merkilegann. Var farin að ímynda mér lífið án lopapeysunar minnar góðu og bókanna sem ég er búin að sanka að mér í Kanödu..já var orðin svona nokkuð sátt við það að eiga einungis eitt par af buxum, eitt par af nærfötum, tvær peysur, einn jakka og eitt par af skóm. Enda var bjóraskinnið með mér í handfarangrinum og flottu indíána skórnir mínir.

En svo gerðist það furðulega, farangurinn minn kom seint í kvöld...ég reif allt upp og viti menn það voru fleiri búnir að rífa allt draslið mitt upp. Allt á rúi og stúi í töskunum.

Fórum í bæinn, náðum í bílaleigubílinn hennar Binnu. Kenndi henni að keyra sjálfskiptann bíl, út og suður um New York. Keyptum okkur jólatré og standara fyrir 15 dollara, ég prúttaði, það er það sem mér finnst ævintýralega gaman það er að prútta. Bara mér var sama þótt gaurinn myndi segja nei, það eru jólatré út um alla borg.

Á morgun mun ég komast út úr þessari íbúð á rölt með vini hennar Binnu sem ætla að sýna mér eitthvað af þessu risa epli sem aldrei sefur. Karen vinkona segir að þessi borg sofi aldrei og hún sé full af skrímslum.

Farin að sofa með bíla í eyrunum.

mánudagur, desember 22, 2003

nú garga ég svo hátt að það kemur jarðskjálfti líka í New York og allir halda að þeir hafi orðið fyrir árás frá hryðjuverkamönnum.....farangurinn minn er ekki enn þá kominn. Einhver heilalaus gaur hringdi fyrir 4 klukkustundum, sagði að hann kæmi eftir 3 til 4 klukkustundir. Mér fannst hann vera feitur bara vegna þess að röddinn hans var feit..

Já nú er Illugaskotta alveg bandbrjáluð heill dagur farinn í hangs hér inni. En vann verkefni í staðinn sem þurfti að vinna hvort sem er fyrir jól.

Já hættan á hryðjuverkaárás er á næst hæsta skala. Miklar líkur á hryðjuverkum hér í borg. Æji ég veit það ekki, aðal hryðjuverkið er að allir eru hræddir og þannig virkar hryðjuverkið. Að halda fólki í hræðslu og stressi. Og fréttir fjalla bara um hvað Bandaríkin eru að koma á mikilli reglu í heiminum.

Afhverju athugar engin hvers kyns vopn þeir eiga og Breta bjánarnir???? Kannski vegna þess að Bretar og Kanar eru frekustu krakkarnir í sandkassanum og geta falið leikföngin sín,,og leikið sér með þau að vild án þess að nokkur annar fái að prófa.

Dæs og fnæs og pirr og væl. Ég er að verða brjáluð.....Binna er úti í bæ að ná í einhvern bíl, er að fara út á land á morgun hún í jarðarför.
Skrattans djöfull,,,sit hér heima að bíða eftir einhverjum andskotans farangri,,,get svo svarið fyrir það.....

New York er stór og þjónustan er hæg,,þeir eru að senda hann til mín í dag.

Veðrið er gott, það er hávaði úti,,bílar á fleygiferð.

Ég og bjórinn minn sváfum vel..
Jæja, loksins komst ég aftur í tölvuna. Sem sagt flaug frá Winnipeg til Toronto og lét framflytja farangurinn minn, sem voru mikil mistök. Ég beið eftir honum í 3 klukkustundir, horfði á færiband koma upp úr jörðinni, en aldrei kom kölski.

Var farin að tvístíga því klukkan var að verða flug til NY. Bókaði mig loksins inn, það tók ógnartíma. Þurfti að skrifa mikið á eitthvað grænt blað, flugnúmer og alles, klukkan hljóp áfram. Loksins komst ég að vegabréfaskoðun Bandaríkjanna. Þar var bara spjallað, ógurlega merkilegt að ég væri Íslendingur, hvað ég væri að gera og allt það.

Næsti gaur, vildi fá að vita hvort landið væri allt hulið ísi,,ég hafði sko ekki tíma fyrir þetta. Þurfti að hlaupa eins og djöfullinn til þess að ná flugvélinni minni. Þoli ekki flugvelli þegar maður þarf að hlaupa þá þvera og endilanga og svo lekur af manni svitinn þegar inn er komið í flugvélina.

Sat við hliðina á konu sem hafði lifað af þrælkunarbúðir Rússa í seinni heimstyrjöldinni. Hún hafði flúið nasistana frá Póllandi en fór úr öskunni í eldinn. Þessi kona er 82 ára, frá Póllandi. Við spjölluðum um lífið og tilveruna. Foreldrar henni dóu í útrýmingarbúðum nasista. Þegar ég spurði hana hvort henni fyndist þessir tímar vera langt í burtu eða það sé stutt síðan þeir voru þá sagði hún, að sér fyndist mjög stutt síðan.

Flugið var frábært hingað til New York, ótrúlega spennandi að nálgast borgina. Sjór, bátar, hús, brýr og fólk.

Tilkynnti farangur týndann við komu mína hingað, tók taxa hingað, spjallaði líka við Taxa gaurinn, ég var á einhverju spjall dæmi í gær. Hann var frá Dóminíska lýðveldinu, búin að búa í New York í 30 ár og elskar að búa hér.

Já, héðan er fólk allstaðar af. Kom til Binnu, hún að vinna, ég bara át samlokuna hennar fyrir framan hana, greip hana af disknum hennar, var að drepast úr hungri og þorsta eftir allt þetta flugvallarrugl.

Sofnaði fyrir framan TV, vaknaði, hringdi í flugvöllinn, talaði þar við tölvu sem vildi ekki meðtaka nafnið: Bjarnadóttir, sagði að þetta væri óskiljanlegt orð og hún skildi ekki baun, ég var farin að öskra á tölvuna sem var að tala við mig í símanum. Hvurs lags rugl er þetta að tala við tölvu?????

Jæja komst loksins í samband við einhverja lifandi manneskju....farangurinn er fundinn, kemur til NY í fyrramálið,,,og mun verða sendur mér einhvern tíma þá.

Annar líst mér vel á þessa borg,,,stór og margt að sjá. Louise vinkona mín ætlar að koma að hitta mig á föstudaginn.

Á morgun verður eitthvað gert,,,áhugavert. Skrítið að vera ekki í Kanödu lengur, en þangað fer ég aftur.

sunnudagur, desember 21, 2003

Komin til New York. Týndi farangrinum mínum en hann kemur einhver tímann. Bless þar til næst