föstudagur, janúar 10, 2003

Eftir að fara í sund, er ekki vöknuð, skítugt hár, stírur, ekki hugsa bara vera. Farin í endurvakningu=Vesturbæjarlaugin.

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Hjólabögglabera bögg!!!! Ég í Brynju þar skrúfa og rær, ég skrúfa og róa. Hjóla af stað skipti um gír, skrúfan of stór rekst í keðjuna, ég öll í smurningu á miðjum Laugaveginum hennti hjólinu til og frá þegar ég var að reyna að rífa keðjuna þar sem hún sat föst á milli tannhjólana! Ég er brussa og klúðrari, hjólaði til Elísabetu, fékk þar að þvo af mér smurninguna, húsið þeirra er já hefur tekið hamskiptum,,,er eins og sumarbústaður, flottur sumarbústaður.

Hef verið að velta fyrir mér hvað það sé að vera vinur og eiga vini. Ekki komist að niðurstöðu. Ég á tvo hópa af vinum, æskuvini og þá sem ég hef verið að kynnast síðan ég flutti í bæinn. Maður þarf að rækta vini sína, heimsækja, gefa gjafir og passa sig einnig að hanga ekki of mikið með þeim, þá verða þeir þreyttir á manni og maður á þeim. Einnig eiga þeir að gagnrýna mann og hlæja af manni og með manni, rökræða við mann, leiðbeina manni en ekki taka ákvarðanir fyrir mann, einnig eiga þeir að skilja þegar maður hefur ekki tíma fyrir þá. Kærastar/kærustur koma og fara en vinir eru að eilífu. Ekki sofa hjá vini þínum þá fer allt í rugl og allir missa stöðu sína og skilja ekki neitt í neinu og reyna að fara til baka en það er ekki hægt því staðan er komið annað. Þeir eiga ekki að dæma mann ef maður gerir mistök, bara já þessi mistök voru höldum bara áfram að vera eins og við erum. Læra um vini getur maður farið á svoleiðis námskeið í Háskólanum? Eða taka próf í því að vera ráðherra, forsætisráðherra, forseti....bla jæja kemst ekki lengra í þessari vinapælingum finnst ég hafa farið eitthvað út af veginum út í móa og er að krafsa mig aftur inn á veginn, skemmi allt í kringum mig, tæti upp jarðveginn en ég er að komast upp á veginn og þá er hægt að halda áfram út og suður sem mér er einni lagið.

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Gulrætur, ég Illugaskotta er að éta gulrætur eins og kanína. Einhver sagði mér að ef maður étur ótrúlega mikið af gulrótum þá verði maður gulur á bjórinn best að verða ekki gul á bjórinn.
Sudda matur í gærkveldi ég og Ragga átum eins og gylltur í stíu. Ég eldaði og bauð henni í mat því hún þykist vera handlama, ég er viss um að hún er ekkert úlnliðsbrotin hún vill bara komast upp með það að láta þjónusta sig daginn út og daginn inn. Er það ekki Ragga? Ég eldaði sem sagt 4 hamborgara, franskar og það var nú alveg fullt af hollum næringarefnum með þessum hamborgurum, t.d. gúrkur og kál og ,,,,,tómatsósa má ekki gleyma tómatsósunni. En ég hef alltaf sagt að ég sé 178 cm því ég er alin upp á tómatsósu, Hunts tómatsósu.

En vonbrigði dagsins í gær voru þau að ég ætlaði að kaupa lás á hjólið mitt, bögglabera og hjólatösku. Ok ekkert mál að finna lás, svo keypti ég bögglabera en hjólatöskur er á verðinu 8000 til 18. þúsund!!!! hummm afhverju?! Eru þetta umhverfisvænar töskur með svo sjaldgæfum efnum í sér að þessi efni fást einungis í einu landi í heiminum sem er með takmarkaðar samgöngur og mjög dýrt vinnuafl!!! Skil ekki hjólatöskur.
En keypti bögglabera og svo þegar ég var með hjálp Röggu að pæla í honum, samsetningunni og öllum skrúfunum þá sá ég að aðalskrúfan var bara ræfill sem komst varla í gegnum höfuðgatið á hjólinu....þannig brettlaust hjóla í dag, kaupa skrúfu og pirrast í þessu í dag þegar heim er komið.
Gaman að vera til, ég er víst heppinn að vera ung með hraustan skrokk það sagði einn gamall gaur við mig í pottinum í morgun. Best að rækta sál og líkama.

Sana corporis sana sola. Rómverjar/ Heilbryggð sál í hraustum líkama.

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Vesturbæjarlaugin rúlar! Fór samt aðeins of seint í morgun og lennti í sundkennslu og gamla manna öldu, skellti mér þá bara í pottana og hefði ekki getað byrjað daginn betur, þetta lið fólk yfir 60 ára er fyndið, bara fyndið. Einn gaurinn var að gagnrýna hönnunina á veggjunum í kringum laugina sagði að veggirnir væru svo nálægt pottunum að sólin kæmsti aldrei að í pottunum og að þessi gaur sem hefði verið að smíða þetta hefði nú bara ekki hugsað neitt með hausnum, ef hann hefði verið að hugsa eitthvað þá hefði hann líkalega bara komist í það að hugsa með rassgatinu! Og svo bara rætt um daginn og veginn, ullarbrækur sem eru víst alveg agalega lekkerar og eru prjónaðar af konu á Hvammstanga sem gömlu gellurnar eru mikið í og svo um ungar stúlkur sem eru að ræða málin í pottunum t.d. tvær sem voru víst að ræða um þegar önnur þeirra fór til læknis og hún var víst brókarlaus þegar hún fór til læknisins og vildi víst sjarmera lækninn eitthvað en hann skammaði hana bara fyrir að vera svona fáklædd,,,,,,,, og gömlu gaurarnir hlusta á allt sem við segjum stelpur, muna það....hahahaha

Farin í skólann, hann byrjar víst í dag, umhverfisefnafræði (tossa kúrsinn minn) og mat á umhverfisáhrifum byrja á sama tíma og ég er í báðum þessum kúrsum,,,,,best að vera snögg á milli.

mánudagur, janúar 06, 2003

Mánudagur, það sem ég er ekki búin að gera í dag, og á eftir að gera fullt í viðbót. Hringt í mig í gær, virkjunarandstæðingar elta mig á röndum, vilja mig á fund!!! Ég hata fundi.
Sagði að nóg væri komið af baráttufundum, ljósmyndum, væmnu kjaftæði, það þyrfti að gera eitthvað með höndunum. Fer kannski í kvöld, fullt af fólki þarna en afhverju í andskotanum er þetta fólk að vakna núna af þyrnirósarblundinum blíða!!! Þetta er allt of seint góða, yndislega og frábæra fólk! Það á að finna skít á Impeglione bla fyrirtækið, sem eru Ítalir eitthvað, gamlir uppþornaðir mafíósar, en þessi fjandans virkjun er búin að vera á korti Landsvirkjunar í mörg ár og núna akkúrrat núna þegar allt er byrjað, menn farnir að bora, grafa og sprengja í gegnum fjöllin, gera vegi og brýr þá vakna virkjunarandstæðingarnir, þá hrekkur eplið upp úr þeim, þeir taka andköf, erfitt að anda að sér súrefni þegar maður er búin að vera lengi í dái eins og Þyrnirós og erfitt að taka inn allt það sem er að gerast er búið að gerast og er að fara að gerast. Öskur ég öskra svo hátt að það verður hátíðni og enginn heyrir í mér.

Þetta svæði er ekki fyrir okkur það er fyrir komandi kynslóðir.

Afhverju skilja menn það ekki sem eru með virkjun?

Vilja þeir ekki hugsa um það að þeir eru að taka þátt í hryðjuverki gegn náttúrunni?

Vinna fyrir austan, peningar, stöðugleiki, koma í veg fyrir fólksflótta af landsbyggðinni,,,,,,,,

Er ég öfgasinni, væmin gella og náttúruverndarsinni??? Skilgreini mig ekki þannig, ég skilgreini mig sem einstakling sem er að berjast fyrir arfi komandi kynslóða jú og er nú líka smá stjórnleysingi.

Handritin okkar Íslendinga eru einstök og ómetnaleg, svo er hálendið einnig. Það er ómetanlegt og þar liggur vandinn. En ég brosi og læt sem ekkert sé því það gera töffarar.

sunnudagur, janúar 05, 2003

Sunnudagur og engin þynnka!!! Jibbí, nú á sko að taka á því í ræktinni,borða sko já verð að muna að borða. Búin að fara í sund og synda í bestu lauginni í bænum, Vesturbæjarlauginni, það var snilld engin í lauginni klukkan 9 á sunnudagsmorgni.
Í gærkveldi hringdu strákarnir úr bústaðnum, voru að fara í pottinn og ég og Gummi maður fórum að rugla saman í símanum, verð að viðurkenna að gamli alkinn tók kipp, vildi út í bíl og austur fyrir fjall til þess eins að drekka alkóhól og bulla, en nei lét gamla alkann skríða upp í rúm með bók við hönd í stað glass við hönd, hann muldraði og vældi en nei kemur ekki til mála, við erum að fara að sofa sagði ég við gamla alkann og hann sætti sig við bók í stað bjórs.

Ætla að hitta hann Gumma í vikunni, doktor í líffræði hann Gummi næstum því en hugsar aðallega um það að vera fullur sem mest og sem lengst. Annars þá er Illugaskotta enn þá að bíða eftir vetrinum. Hugsa lítið þessa dagana er að komast í gang. Er að leita mér að jeppa, jörð, kalli, hesti, barni, hundi, hænum,,,,,,,,nei bara að bulla í ykkur. Farin til ömmu og svo þarf ég að hitta hann Iðunni vinkonu mína hef nú barasta ekkert séð hana síðan á seinasta ári.

Pælið í því næstu jól og áramót verð ég Illugskotta/ Björk Bjarnadóttir að læra á skíði og bretti í Aspen, U.S.A.!!!!