laugardagur, ágúst 13, 2005

Margt er undarlegt í heimi hér, það er hægt að fara út í geiminn, og það er líka hægt að klóna menn.

Núna ætla ég að klikka út með ofsóknarbrjæðinu mínu og segja: "Fuglaflensan kemur!"

Nú brosi ég út í annað, enda einkahúmor á milli mín og eins vinar míns.

Blogg er tilgangslaust!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Fínasta ferð austur og norður, út og suður. Hraun, gígar, vötn, plöntur, sól, rigning, tjaldsvefn, nesti, rúta, jeppi...snæaugla, gott fólk. Reykjavík. Hitta fólk, og gera sem mest í útréttingum.

Illugaskotta er í annað sinn að hugsa um að hætta að blogga, nú mun ég blogga mig niður og hætta daginn sem ég flyt út, þann 8. september. Það er komið nóg af því að skrifa um sjálfa sig, hugrenningar og pirring, gleði og annað sem hrærist um í huga draugsins.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Ég er á leiðinni austur eftir nokkrar mínútur..ég hlakka svo til að komast í ferðalagið mitt, sem ég er lengi búin að bíða eftir. 8. ágúst í dag, ég fer út eftir mánuð. Það verður nú meira ævintýrið.

Allt gengur vel, engin sól en samt gott veður.