laugardagur, nóvember 06, 2004

Strokaði út fyrri færslu, nenni ekki að spá í þessa úreltu stjórnmálaflokka þótt ég geri það innst inn við sálu, bein og taugar.

Svo er veðrið orðið æst í skapi,,hér blæs hann verklega, sjórinn er úfinn og pollarnir fjúka upp í loftið.

Var að skoða Bókatíðindin þar er margt um góðar bækur. Er hálfnuð með ritgerðina, og sagt er að hálfnað verk sé þegar hafið er..þannig að ég er að komast í land.

Hvar eru krummarnir í þessu hvassviðri?

föstudagur, nóvember 05, 2004

Fínasta veður alla daga, mikið étið og spjallað í gærkveldi. Stressið fyrir næstu skil byggist hægt og rólega upp. Sem lætur mig vinna enn þá meira.

Sundlauginn á Hólmavík og göngutúrarnir mínir halda lífi í skrokknum á mér. Það
gaula í mér garnirnar,,,farin í kaffið.

Arafat að drepast í Frakklandi, og svo má ekki grafa hann í jörðu í Palestínu, þetta er nú meira liðið þessir Ísraelsmenn.

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Urrrrr, verð aðeins að tjá mig um pólitísk mál,,vegna þess að ég hef ekkert skipt mér af þeim lengi hér á mínu bloggi.

Eins og margir vita þá er Framsóknarflokkurinn ekki í uppáhaldsflokkurinn minn,,ég er ekki í neinum flokki en þessi flokkur er ekki í fyrsta sæti..eiginlega hefur mér alltaf fundist þessi flokkur með því besta í því að vera hallærislegur flokkur og afturhaldssamur flokkur.Bara lítið dæmi er t.d. útilokar hann Kristinn H. Gunnarsson því hann var óþægilegur flokknum, svo kom þrýstingur á þá og þá gerast töfrarnir....

Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra hefur skipað eftirtalda í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins frá og með 1. nóvember 2004 til næstu alþingiskosninga:

Aðalmenn:
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, formaður,
Margrét S. Einarsdóttir, forstöðumaður, varaformaður,
Karl V. Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður,
Sigríður Jóhannesdóttir, fyrrverandi alþingismaður,
Gísli Gunnarsson, sóknarprestur.
Varamenn:
Svala Árnadóttir, skrifstofumaður,
Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðsfélagsins Vöku,
Elsa Ingjaldsdóttir, framkvæmdastjóri,
Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari,
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri.


Magnaður andskoti...svo já henda þeir Siv út,,hún gerir ekki mikið úr hlutunum til að halda friðinn og til að eiga möguleika seinna meir á pólitískum frama, er orðinn almennur þingmaður..og konur þvílíkt fáar á þessu þingi..og enn þá færri í þessu ráðherrastóði og pælið í því það er komið árið 2004 og það eru bara 3 konur í ríkisstjórn. Ég bara skil þetta ekki, það verð ég að segja.

Á ekki Alþingi Íslendinga að vera þverskurður af Íslensku samfélagi, svo það virki vel út á við sem inn á við fyrir okkur Íslendinga?

Svo er það þetta brask hjá olíufélögunum. Hef engan áhuga á Þórólfi borgarstjóra hann var bara peð í þessu máli. Ég vil fá að sjá tekið fast og verklega á forstjórum þessara félaga sem stóðu að þessum svikum. Hvar eru þessir menn? Afhverju er ekkert talað við þá af fjölmiðlum?
Ganga þeir ósýnilegir í okkar samfélagi og þá undir verndarvæng hvers eða hverra?

Það síður á Illugaskottu. Mörg önnur mál hugsa ég um. Afhverju eru konur með lægri laun en kallar? Afhverju eru svona fáar konur á Alþingi? Afhverju losnaði þessi kall við það að vera dæmdur fyrir að lemja konuna sína? Jú hún reiddi hann til reiði. Vá..nú ég alveg huxi.

Ég held ég tilheyri minnihlutahóp sem heitir KONUR. Það er fáranlegt að segja þetta, en ég er að hugsa þetta eftir allar þessar staðreyndir sem blasa við manni í íslensku samfélagi í dag. Vona að ég sé bara veruleikafyrrt í dag og að þetta sé bara algjört ofsóknarbrjálæði í mér.

Farin að lesa Íslandsklukkuna,,það er næstum því búið að selja Ísland í henni. Hvað var Laxness að hugsa þegar hann læddist inn í huga allra þessarra persóna sem hann skrifaði um?
Furðulegt allt saman, vaknaði í nótt, kveikti ljósið og á útvarpinu án þess að muna eftir því. Vaknaði svo aftur og fannst sem sólin væri komin upp, þegar það var enn þá hánótt, og mundi ekkert eftir því að hafa kveikt ljósið. Ég er orðin kolrugluð..gat svo ekki vaknað í morgun fyrr en um 9 sem er afleitt því ég vinn best á morgnana.

Það er verið að sjóða fjóra kindahausa í potti niðri í eldhúsi, sviðin eru nú alltaf ágæt. Kaffi,hrökkbrauð,,kotasæla, gúrka, tómatur. Minn morgunverður,,,en hafragrautur er nú alltaf sígildur og þá með sykri.

Logn, sól, smá frost. Drekk ógnar mikið af kaffi þessa daganna sem er kannski ástæðan fyrir því hvað mér gengur illa að sofna.

Draugur er sybbinn en samt hress.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Gott veður,ekki frost, það er eins og það sé vor á Ströndum..nema vantar alla vorfuglanna.

Hef ekki hreyft bílinn síðan ég kom hingað, labba allt. Enda stutt hvert sem maður fer á Hólmavík.

Fer suður á mánudaginn í skrepptúr, fundur og útréttingar. Runninn er líklega búinn að vinna forsetakosningarnar, það var nú vitað mál. Farin að vinna sem gengur vel.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Kosningar í Bandaríkjunum í dag. Logn og skýjað úti. Sá einn sel í morgun, hef ekki séð marga seli hér á Ströndum hvorki í sumar eða í haust.

Eldgos, það koma fleiri.

mánudagur, nóvember 01, 2004

Það er mjög líklega hafið eldgos í Grímsvötnum!!! Spennandi það finnst Illugaskottu, vona að það fari norður og niður,,,og taki aðeins til! Það væri fjör að vera fyrir austan en ekki hægt að gera allt og vera alls staðar.

Fór í sund,,eftir vinnu ef svo má kalla. Það gengur vel að skrifa. FBI hefur ekki verið að skoða síðuna mína, nema þeir komi inn undir dulnefni. Alltaf að hafa varann og og vera tilbúin með samsæriskenningar..Alþingi var eitt sinn að skoða bloggið mitt. Þá gerði Siggi Atla mér grikk með skiptilykilinn minn.

Pantaði mér lopapeysu númer 4 í röðinni, en þessi er öðruvísi en allar hinar sem ég hef átt, hún á að vera með rennilás og hettu. Jóna er að hanna þetta fyrir mig.

Það eru Möngur og Imbur út um allt hér á Ströndum.
Á morgun verða forsetakosningar í Bandaríkjunum. Ég held að Bush vinni, því miður, ég er hrædd við Bush. Hann er öfgamaður og allt of mikið til hægri, svo langt að hann á örugglega heimsmet í því að vera hægrisinnaður.

En samkvæmt Brynhildi vinkonu (Binnu) sem býr í New York, þá mun verða borgarastyrjöld innan flokks Bush ef hann vinnur, því að margir hans flokksmenn eru á móti því hve öfgafullur hann er. Hef ekki mikinn áhuga á þessu, en þetta land hefur svo gífurleg völd í heiminum í dag að það skiptir verulegu máli hver er þar við stjórnvöllinn.

Var að hugsa það í morgun hve slæmt er að íslensk stjórnvöld lepji allt upp eftir Bandaríkjunum. T.d. núna er hætta á árás á Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin. Hugsið út í það ef Davíð og Halldór hefðu bara verið sterkir og stoltir og sagt nei við að styðja innrásina og stríðið í Írak. Þá gæti Ísland titlað sig sem t.d. friðarríki og sjálfstætt ríki,,,finnst við vera leppríki Bandaríkjanna, ekki mikið stollt eða metnaður fyrir Íslandi eða ímynd þess út á við.

Afhverju geta íslensk stjórnvöld ekki verið sjálfstæðari og metnaðargjarnari fyrir hönd Íslands og íslensku þjóðarinnar? Mig grunar að Davíð og Halldór hafi og séu hræddir við Bandaríkin og þeirra þrýstiaðferðir,,,það er fúllt, grautfúlt.

En við skulum brosa, því við erum með friðargæslu.

sunnudagur, október 31, 2004

Í mínum morgungöngutúr þá gerist ekki margt, nema kindur og hross verða á vegi mínum, æðurinn tekur því rólega úti á sjó og stöku lómur lætur sjá sig. En í morgun þá var allt brjálað í fuglaríkinu. Stór hópur af hröfnum birtist mér, haförn flaug yfir hausnum á mér og hrafn og smyrill voru í loftslag.

Smyrillinn var ekkert á því að gefast upp fyrir krumma,,,svo flugu þeir gargandi eitthvert vestur á bóginn.

Er að hlusta á viðtal í útvarpinu við Rögnvald man ekki hvers son,en hann hefur stundað rannsóknir á ferðaháttum útlendinga og Íslendinga í mörg ár. Þar kom fram það sem ég er búin að sjá í nokkur ár að skipulagsmál hjá ferðaþjónustuaðilum á hálendinu eru í rúst!

Það vantar algjörlega að marka stefnu í skipulagsmálum ferðaþjónustu á hálendinu. T.d hvað á að vera mikil þjónusta á fjöllum? Á að bjóða upp á handþurrkur? Á að vera ruslamóttaka á fjöllum? Eiga ferðaþjónustuaðilar á fjöllum ekki að taka upp umhverfisstefnu og fá hana vottaða?
Má bara byggja alls konar hús á hálendinu og endalaust af þeim? Þarf ekki að láta þau falla inn í umhverfið, bæði hvað varðar form þeirra og lit. Olíutankar eru hér og þar á hálendinu og þeir hafa smitað mikið út frá sér. Á þeim málum þarf að taka.

Bara huxanir og pælingar. Hugurinn læddist inn á hálendið í gær, þegar ég tók þessa bansettu ljóðabók mér í hönd, sem heitir "Fjöllin blá". En hef verið staðsett að mestu leyti í Skálholti með honum Jóni Hreggviðssyni og hans félögum í Íslandsklukkunni.