laugardagur, febrúar 08, 2003

Tvær persónur sem ég þekki vel fóru að skoða hin nýja þingskála Alþingis, þessar tvær persónur eru vel máli farnar, klæða sig flott og eru þær skemmtilegustu sem ég þekki. Persónurnar tvær voru búnar að hlusta á listaverk sem er inni í vegnum, þær löggðu eyrað á vegginn og veggurinn talaði snilldar setningar um steina, fossa, fjöll, blóm og fugla. Svo voru þarna 5 litlir leðurstólar sem persónurnar tvær ákváðu að setjast í og spjalla um ekki neitt en samt eitthvað, því þessar tvær persónur geta talað um allt á áhugaverðan hátt. Allt í einu kemur þingvörður og segir þessum persónum að fara út úr Alþingi því þetta sé ekki staður til að sitja á þótt þarna væru 5 sætir svartir leðurstólar. En sem sagt tveimur Íslendingum var vísað út úr Alþingi því þeir voru ekki æskilegir gestir. Þingvörðurinn var ánægður með dagsverkið sitt að skófla tveimur kátum persónum út úr ríkinu sínu, þarna skildi hann fá að vera einn með fimm tóma leður stóla og geta hangið í friði á netinu að skoða hvað sem hann vildi skoða.

föstudagur, febrúar 07, 2003

Trampólín, mæli með því að hoppa á tramólíni þegar þið eruð með einhver vandamál eða vantar lausn á einhverju vandamáli, maður hoppar vandamálin í burtu og lausnirnar hoppa inn. Það gerðist hjá mér í gærdag, ég hoppaði og hoppaði eins og ég ætti lífið að leysa og allt í einu skildi ég allt að mér fannst og leið ótrúlega vel. Skellti mér niður á rassinn og hoppaði aftur upp á lappirnar gaman gaman hefði getað verið að hoppa í marga klukkutíma en það biðu fleiri eftir því að hoppa sig í burtu.
Helgin er að koma! Norðlendinga sumarbústaðaferð í kvöld, fjórar orkuríkar manneskjur á leið í sveitina, get ekki beðið að hitta þær og skemmta mér með þeim eins og okkur einum er lagt. Svona ferðir eru snilld. Ég tók til alkahólið í gærkveldi, tvær whisky flöskur sko ekki að verri endanum þetta eru Chardu 12 ára og Dalwhinnie 15 ára, þessi 18 ára fær að vera heima, skoskt eðal whisky og svo fær Jack Daníels að koma með þótt hann sé bandarískur og svo kemur Ihrish Cream einnig með þannig að þessi landa blanda er ágæt, en bandaríkja gaurinn fær að drukkna í kóki því annars er ekki hægt að eiga samskipti við hann. Annars á eftir að kaupa allt annað þá meina ég nestið en það verður eins einfallt og hægt er. Svo er búið að bjóða mér í ferð í Dalina og á Strandir með tveimur snillingum og ég held ég skelli mér bara, það verður einungis talað um húsagerðir og þá frá örófi alda og fram á þann tíma þegar Íslendingar skriðu upp úr moldarkofunum og ákváðu að núna gengi þetta ekki lengur að vera manngildis moldvarpa, því það lifa ekki moldvörpur á Íslandi og nú þyrfti að taka á því og byggja almennileg hús.

Jæja hvað ætli mussulið sé? Eru það útúr reyktir hippar eða fólk sem talar í blómum og ljóðum, eða fólk sem klæðir sig eins og hippar og vill að allir séu vinir og brosir allan daginn, eða fólk sem horfir bara á eina hlið á málunum eða....ég hef bara verið að velta þessu fyrir mér?!!! Siðfræði, hagfræði, félagsfræði, eða jarðfræði? Hvort ætli virki nú best á almúgann, grálúsugann almúgann sem veit ekkert um áform stjórnvalda þegar verið er að tala um stjóriðju? Mér finnst og þeim finnst og okkur finnst en hvað á okkur að finnast um hin og þessi mál? Þar kemur aðalpunkturinn það eru viðmið okkar og gildi sem ráða því. Öfgar og sinnuleysi eru hamlandi og valda því að ekkert kemst áleiðis í málum sem er mjög mikilvægt að fólk fylgist með, þegar það eru öfgar þá fælist fólk frá og vill ekki koma nálægt málefninu og þegar það er sinnuleysi þá hefur enginn áhuga á að taka á málunum því þau eru of viðkvæm, eru of flókin og best að láta þetta ráðast.. Bla, bla ég held ég klári morgunmatinn minn og komi mér í það að gera eitthvað annað en æsa upp mann og annan. "Eigi skal höggva"

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Fimmtudagar er einhvern vegin ekki dagar, bara nafnlausir klukkutímar. Komst yfir ótrúlega mörg verkefni í morgun. Er búin að borga skuldina sem ég fékk frá löggunni, 11.900 krónur fyrir að keyra yfir á rauðu og fjórir punktar!!! sem fara ekki fyrr en eftir þrjú ár. Njósnamyndavélar til fjandans með ykkur, ég má hins vegar fara til löggumannsins og skoða myndina af mér, hummm, fannst samt fúlt að fá hana ekki senda í pósti ásamt rukkuninni. Eða hvað finnst ykkur? Á maður ekki að fá senda af sér mynd sem er svona klikkaðslega dýr! Verkefni satans er ekki klárað hinsvegar, lá heima hjá Svavari vini og við reynum eins og við gátum með þykku hausnum okkar að skilja þetta en!? Kláruðum ekki þetta fjandans tölfræðiverkefni. Finnst hins vegar ótrúlega gaman að snúa kettlingunum hans Svavars í hringi á stofugólfinu og láta þá svo labba af stað....hahahhaha, þeir bara labba í hringi.

Hér kemur saga af kú:
Hann langaafi minn hann Bjarni Bjarnason frá Illugastöðum í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu var sjálfmenntaður dýralæknir og vann við það ásamt því að vera bóndi á Blönduósi. Eitt sinn var hann kallaður til eins bóndans á Blönduósi því kýrin hans lá víst eins og klessa á einni af aðal umferðargötum Blönduósbæjar og taldi bóndinn að kýrin væri bara steindauð og sál hennar á leið til kúahimnaríkisins. Langaafi fór nú að skoða hina dauðu belju en sá strax hvers kyns var og sagði ": Jæja góði hún á nú við sama vandamál að stríða og þú hverja einustu helgi, þessi kú er blindfull og hefur nú drepist brennivínsdauða". Bóndi hafði þá verið að brugga í fjósinu, kýrin losnað ætt í bruggið, drukkið það allt og étið rúsínurnar sem bóndi hafði sett í bruggið til að bragðbæta það. Svo ætlaði hún í bæinn að leita sér að flottum kúa strák til þess að eiga góðar stundir með eða kannski ætlaði hún bara að horfa á sólarlagið...hehehe. Það hefði verið gaman að sjá hana böðlast út úr fjósinu. Hann pabbi sagði mér þessa sögu um daginn.

miðvikudagur, febrúar 05, 2003

Slabb, rok, rigning,,,,er að skipuleggja mig í skipulagsbókinni minni, gengur alltaf vel að skrifa allt niður sem ég á eftir að gera en illa hins vegar að drífa alla þessa hluti af. T.d. að koma hausnum á mér í lag fyrir sumarið. Mæli með því að skrifa niður og framkvæma. Gott ráð.

þriðjudagur, febrúar 04, 2003

Hæ og hó, ég er komin heim á klakann eina og sanna. Það er skrítið að í fyrradag var ég að strolla um á götum Kaupmannahafnar en í dag er ég á Íslandi að sveiflast um byggingar skólans. Næ engu sambandi við verkefnin og þau ekki við mig, eins og skilningssljó hjón ég og verkefnin. Slapp í gegnum tollinn með urmull af rúgbrauði, dönsku.
Er ótrúlega glöð í dag, bara gott að vera heima og skilja allt sem er sagt í sjónvarpinu við mig og einnig að skilja allt sem er sagt við mig í búðinni. Það var merkilegt að ég var stoppuð hvað eftir annað á götum Kaupmannahafnar og Danir og Norðmenn að spyrja mig hvernig þeir ættu að komast hitt og þangaði í bænum. Ég bara brosti og sagði
: " Det ved jeg ikke so godt fordi jeg er en stor tourist"! Skóli til klukkan 19:00 í kvöld og svo skella sér í sund í VESTURBÆJARLAUGINNI sem er besta laugin í bænum.

sunnudagur, febrúar 02, 2003

Sunnudagur, það snjóar og allir að drepast úr kulda hérna. Er að fara að fylgja Eydísi niður á lestarstöð svo heim til Bjarna aftur að skrifa pistil sem á að fara í landvarðarblaðið, ég nenni því ekki en er búin að hugsa hann út og suður, ætli hann verði ekki í lagi. Hef ekkert skoðað FRÉTTIR á netinu en ég fór frá Íslandi því ég var búin að fá nóg af öllu þar meira en nóg. Ég gæti alveg hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn, fínt að vera þar, nóg af hlutum til að skoða, skemmtilegt fólk og stutt í önnur lönd. Vorum á Istegade í gær ég og Eydís og ég ætlaði að drepast úr hlátri þegar við vorum í einni af klámbúllunum því þar voru bara Íslendingar á ferð, ekki einn einasti annar landafjandi nema Íslendingar að kaupa hjálpartæki. En hvað vorum við að gera þarna? hehehehe ég bara legg þessa spurningu fram hér á netinu.