laugardagur, desember 17, 2005

Internetid her er svo haegt ad thad er haegt ad elda mat og allt medan eitthvad er ad opnast.

Allt er gott i frettum, jolin eru ad koma og thad leggst bara vel i mig. Er ad bua til avaxtakoku nuna, frosna. Svo aetla eg ad bua til gulrotarkokuna hennar Idunnar, og jolakoku, og veit ekki meir. Thad kom hingad madur i vikunni sem vildi hitta mig thvi hann var af islenskum aettum. Eg for og opnadi hurdina fyrir honum og vissi ekki hvort eg aetti ad tala islensku eda ekki thvi hann var ekkert sma islenskur i utliti, en hann taladi bara islensku. Hann er forstodumadur fyrir fullordinsfraedsluna her i Manitoba, vid spjolludum margt. Thegar eg segi islenskur i utliti, tha meina eg havaxinn, threkinn, svona raudbirkinn, og med thetta yfirbragd sem er bara islenskt, veit ekki hvernig eg a ad lysa thvi.

Eg datt i algjort internet sukk thegar eg var i Winnipeg, og thad er gott fyrir mann ad komast ekki tolvu eda hafa ekki gsm sima. I utlondum er gaman, thad er undarlegt ad adfangadagur verdur naesta laugardag. En Illugaskotta er ekkert brjalad jola skoffin. Thad ad dvelja her i Hollow Water hefur kennt mer margt, og eg a eftir ad laera fleira. I gaer bjo Garry til trommu fyrir mig ur elk skinni og hun er med vidarramma, svona handtromma. Nuna er hun a thorna, ekkert sma flott. Svo er bara ad fara ad aefa sig a syngja, og lemja handtrommuna.

A eftir fer eg ad athuga med gildrunar en thad er ekki buid ad vera haegt vegna mikilla hlyinda, blautur snjor og fleira.

Nuna er svallt og mikid er thad gott. Roselle vinkona min i Winnipeg baud mer i aramotaparty og Illugaskotta er ad hugsa mikid um ad skella ser. Her er adal jolahatidin thann 25. des, 24 er bara snakk dagur. Thann 25. des verdur einhver god steik, alls kyns medlaeti og fjor. Eg, Gary og sonur hans liklega.

mánudagur, desember 12, 2005







Sælt veri fólkið kom loksins nokkrum myndum hér inn. Þarna stend ég við upp sprengt húsið hennar Elísabetar, og þarna sjáið þið einnig fallegu stífluna hennar sem búið er að rífa í sundur. Svo er þarna mynd af ánni frosinni og haugurinn þarna er hús muskrat, sem er vatnadýr með þykkan feld, þarna sefur hún um veturinn. Svo setti ég líka inn mynd þar sem ég er að saga tré, það er gaman. En þessi mynd var tekin í haust. Svo er þarna einn elgur, sem ég sá í haust. Sagan er sú að við héldum að hann væri taminn, en svo sé ég mynd af honum í blaðinu nokkrum vikum seinna. Sem sagt hann kom sjálfviljugur til bóndans og var bara á túninu hans. Eftir nokkrun tíma koma Náttúruverndin þarna í Manitoba, svæfði elginn og setti hann eitthvert lengst út í skóg. Núna er líklega búið að skjóta greyið. En málið er að þeir eru veiddir svo mikið að ungu elgirnir hafa fáa gamla til að kenna sér á lífið og tilveruna þarna úti í náttúrunni. Þessi elgur var að reyna að flýja það að hann yrði skotinn strax, því trúi ég....en nei,,,,svæfður og settur út í skóg. Við sem menn eigum ekki að skipta okkur af gangi náttúrunnar segja þeir...og hugsi svo hver fyrir sig.

Bestu kveðjur frá Björk í Kanödu.

sunnudagur, desember 11, 2005

Hæ! Hvar er þessi ægilegi vetur,,spyr draugur?,,,,,skil ekkert í þessu, get varla notað snjósleðabuxurnar mínar of heitt fyrir þær, þetta er meira ástandið. Þrammaði um borgina í dag það var hressandi kaldur vindur sem lék um hús og fólk.

Illugskotta er kát þessa daganna og hefur verið það flest alla sína daga hér í Kanödu. Það er skrítið að það sé 10. desember árið 2005, hvar ætli ég verði þann 10. desember árið 2006? Ætla að giska, á að ég verði einhvers staðar í útlöndum að herja með víkingum, leita að gulli og gersemum. Geri mér enga grein fyrir því hvar ég verð, en ég er hress hvar sem ég er á hnettinum. Var með smá heimþrá í gær, en það var í fyrsta skipti síðan ég kom. Hrissti það auðveldlega af mér með því að lesa leiðindar Morgunblaðið, svei og fuss...ekki hafa þeir breyst mikið stjórnunarhættir ríkisstjórnarinnar,,en einblínir hún eins og frosin haugur á stóriðjuna sem bara mengar loftið, hafið, vötnin, jörðina,,,,,og gefur stórfyrirtækjum peninga,,,,þvílíkur afturhalds stjórnvalda háttur segir Illugaskotta.

Landið lifir án okkar en við ekki án þess.

Smátt er framtíðin, að vinna að hugmyndum og hugarfóstrum sem gefa af sér hugmyndavinnu, er uppbyggilegt,,að skemma landið er niðurbrot fyrir fólkið, landið og dýrin.

Jæja það bíða mín stór verkefni í næstu viku að vera facillitator á fundi með gamla fólkinu, The Elders meeting,,,,mikið hlakka ég til. Slabb kveðjur heim.