miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Valdís Vera vinkona mín eignaðist stelpu þann 31. október, ég vil óska henni og fjölskyldunni hennar til lukku með stúlku barnið fína sem ég var að skoða myndir af áðan.

Illugaskotta er ekkert búin að fara út í dag, hún er farin að lykta illilega af kellingalykt..oj oj...innipúka fýla öðru nafni. Það rignir svo mikið og allt verður að drullusvaði hérna úti. Ætlaði að saga fleiri tré og keyra meiri eldivið heim í dag. En hef þess í stað sinnt inniverkum eins og: pakka inn gjöf fyrir litla nýja barnið, klára að skrifa inn tvö viðtöl við Gary sem er algjör kleppur, því ég skrifa allt inn á ensku, bakka og bakka á bandinu, þarf að hlusta hvað eftir annað á það sem hann er að segja, pikka hratt inn og laga ALLAR mínar stafsetningarvillur.

En það er ótrúlega gaman að klára hvert viðtal, horfa yfir það og vera kát með sitt verk að hafa safnað vitneskju sem hefði annars glatast.

Stundum er það líka eitt mesta brjálæði sem ég veit að eiga samskipti við hann, hans móðurmál er Ojibway og mitt er íslenska, svo tölum við saman á ensku, tungmáli sem hann segir að sé valdandi mörgum vandamálum og kvölum í þessum heimi...jamm og jæja og þá vantar mig oft orð, ég er sko ekki nógu góð í ensku. Vantar oft orð fyrir skrítna smá hluti eins skrúfur, bolta, skrúfjárn, skiptilykla, spotti til að draga vél í bát í gang, drifskaft, olíusía, kúpling..og fleira og fleira. En ekkert í þessum heimi er auðvelt og fínt, því ef svo væri þá væri ekkert gaman, að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum.

Ég er viss um að einn vinur minn þarna á Íslandi er með kellingarlykt...hann notar það orð líka mikið...nú hlær Illugaskotta.

Jeffrey hrýtur niðri í stofu, ég er að hugsa um að fá hann með mér í að mála einn vegg í stofunni, þótt ég hafi ekki verið beðin um það.

Illugaskotta er að fara að kenna eina kennslustund við Háskólann í Manitoba á laugardaginn, í deild sem kallast Native Studies, rannsóknir á frumbyggjum myndi það líklega þýðast. Ég ætla að tala um íslenska þjóðfræði, einn anga af henni sem eru draugar og galdrar, það er hið mesta fjörefni!....og allir verða hræddir og það er svo gaman. Hver veit, kannski verð ég orðin kennari við erlendan Háskóla...held samt ekki....vildi frekar vera veiðimaður í erlendum skógi. Nú ætla ég að hætta bullinu.