föstudagur, október 15, 2004

Það er frábært veður úti, logn og sól. Er stressaðri en andskotinn þegar hann var að synda með Sæmund fróða yfir hafið til Íslands. Fékk andstyggilegann póst áðan sem ég er ekki hress með.

Hundsbit snemma morguns kemur manni ávallt vel af stað. Segir Illugaskotta sem langar mest að fara og æla beint út um gluggann,,gubbbbb.

Ætla að hitta Röggu í hádeginu, fara í göngutúr niður við sjó...kv til allra sem eru hressir í dag.

fimmtudagur, október 14, 2004

Illugaskotta hefur aldrei á sinni lífslöngu ævi verið eins skapstór, skapbráð og með stuttann þráð. Það er eins og það logi eldur í æðum mér við hvert það mál sem á móti mér blæs. Í gærkveldi, kvöldið þar áður, í morgun...þetta ætlar engann enda að taka.

En nú get ég æpt af gleði,því ég hef fundið það...ég sauðurinn sjálfur, sauðþjófurinn sjálfur. Fattaði loksins það augljósa í ritgerðinni. Mikið er gaman að vera sauður og fatta eitthvað sem er búið að liggja fyrir framan mín augU.

Ég er hætt að vera með samsæriskenningar, ákvað það í gær. Fór í heimsókn til Sigga Atla í gær hann er búin að klippa sig og snyrta..ætlaði ekki að þekkja kauða. En Buch var líklega með eitthvað inná sér, kannski bara biblíuna því hann er svo trúaður.

Ég er á Árnastofnun núna, hér er rólegt og gott að vera, allir eitthvað rólegir,,,,,sem er gott fyrir mig.
Ég hlakka til að fara á Strandir í nóvember og eiga góða daga í Sæbergi með hinni norninni.

miðvikudagur, október 13, 2004

Rigning eins og helt sé úr fötu, það er gott. Svo hreint allt úti. Búin að panta nokkra hauga af bókum af millisafnaláni sem er gott, mikið af bókum sem fjalla um náttúrutúlkun.

Veit ekki meir. Er að fara í leikhús á föstudagskvöldið að sjá Úlfhamssögu en Lára vinkona leikur þar fuglakonu eina. Það er einnig landvarðarpartý það kvöld, og ætli ég skelli mér ekki líka í það, nema ég fari eitthvað með leikhúsliðinu,,,allt getur gerst,,,,draugurinn er hress miðað við aldur og fyrri störf.

þriðjudagur, október 12, 2004

Rússarnir koma!!!!! Ó nei!!! Verðum að hafa bandaríska herinn hérna til að vernda okkur, þurfum meiri vopn,flugvélar, hermenn!!! Best að vera viðbúinn og óttasleginn.

Vá, gjörsamlega klikkaðar fréttirnar í gær út af nokkrum rússneskum skipum sem eru búin að hanga í nokkrar klukkustundir við austurströnd Íslands og missa nokkra björgunnarbáta fyrir borð.

Illugaskotta sannfærist betur með hverri mínútunni sem líður að hún og hinir sem búa á þessu skeri búi í banana lýðveldi. Æði!

Yggdrasill, Ratatoskur, fjögur hjartardýr, snákar, guðir, menn, nornir, urðarbrunnur, mímisbrunnur, Hel, Niflheimur, dvergar......allt hring snýst þetta og meira til í hausnum á mér. Svaf ekkert í nótt vegna huxanna!!! Argh,,ég er brjáluð, í bókstaflegri merkingu orðsins.

mánudagur, október 11, 2004

Mánudagur. Er að fara á fund með kennurunum mínum. Að bera undir þá efnisyfirlitið mitt. Stundum finnst mér þetta vera sniðugasta verkefni í heiminum en allt of oft verð ég andstyggilega pirruð á sjálfri mér að hafa valið það. Afhverju valdi ég ekki bara staðlar IUCN á einhverju varðandi umhverfið?? Eða einhver er að skrifa um póstkort sem keypt eru af íslensku landsslagi,,....

Allt of mikið af slysum í umferðinni, það var næstum því keyrt framan á mig og vin minn í gær, þegar við vorum að keyra upp brekku hér á suðurlandinu. Einhver brjálæðingur að taka fram úr.

Annað t.d. þetta í fréttunum, allt of mikið svæði undir bíla í Reykjavík. Ég mæli með að ýtt verði undir kaupmanninnn á horninu, ýta undir litlu búðirnar í hverfunum svo fólk geti labbað út í búð, spjallað við kaupmanninn,,,,persónulegra umhverfi, persónulegri viðskipti. Farin að hanga á netinu,,hreyfi mig ekki neitt þessa dagana sem þýðir...spek og leti.