fimmtudagur, janúar 30, 2003

Ég komst í tölvu og er takka óð, eða réttara sagt Sigga Atla sagði mér að skrifa,,,,,,,hummm. Kan jeg snakke med Lars? Men jeg skal har tree pölser og ogsa bröd....pylsan kemur á bréfi. Flugið var snilld sá upp eftir öllum Noregi, snjór, há fjöll, djúpir dalir. Bjarni bró býr í bæ sem heitir Birkeröd, vinalegur bær, lítil hús og litlar götur. Skógur rétt við hliðina, göngustígar út um allt, tjarnir og fuglar. Refir eru algengir hér,,,,umm og einnig krákur. Engin dagskrá áætluð einungis að hitta Eydísi klukkan 20:00 en þá kemur hún frá Álaborg það verður svo gaman að veltast um borgina með henni. Einn sá besti ferðafélagi sem ég hef ferðast með það er Eydís, alltaf til í allt og ekkert stress. Talaði bara dönsku í dag og kom sjálfri mér á óvart. Mig langar í dýragarðinn, í hallargarðinn Hilleröd, í Kristjaníu....en ekki í Stínu á mánudaginn því þá kem ég heim og ef ég lykta af kúaskít þá verð ég tekin í garnarskoðun sem mig langar ekkert rosalega í.....hehe

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Ég fer út á morgun ligga ligga lái....bara beint á barinn í fyrramálið, whisky og góð bók, sitja við barinn og hlakka til að komast í annað umhverfi, svo í flugvélina og ég verð komin til Danmerkur klukkan 12:00 að dönskum tíma. Þetta verður svo ljúft, mér líður eins og jólin séu að koma, að ég sé að fara að opna pakkana.....á samt eftir að gera allt, á t.d. að kaupa ópal og viacream fyrir eina vinkonu mína, því viacream fæst ekki í dönskum apótekum en ég held að hún sé að gera grín í mér, til að láta mig fara í apótekið hér og kaupa fullnægingar krem hehehe, þetta er að ég held bara hitakrem en hef lítið sem ekkert pælt í þessu kremi. Skemmtið ykkur hér á Íslandi ég er farin í heila 4 daga.

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Góðir hálsar ég mæli með Vesturbæjarlauginni klukkan 15:00 hún er full af skemmtilegum vitleysingjum sen vilja tala um málefni líðandi stundar. Menning er sund og sund er menning. hikst og skál norska myndin Elling er snilld mæli með henni og einnig myndinni Nattevagten dönsk hryllingsmynd úhúuuu....var að horfa á Elling á eftir að kíkja aftur á Nattevagten.
Ég er þjóðfræðingur, landvörður, nemi í umhverfisfræðum, rithöfundur eða kannski réttara sagt texta eftirherma,,,,,,,,,,,hummm hvað fleira gæti ég sagt sem pappírar staðfesta? Ekkert.

Leifur stóri bróðir sá elsti á afmæli í dag, hann er fæddur 1968, það flotta herrans ár. Til hamingju með daginn Leifur gamli.

Þorramatur í gær en er svo lélegur þjóðfræðingur að ég kem eiginlega engu af þessum stórfurðulega mat niður í görnina á mér. Fékk mér einn hákarlsbita á diskinn en þegar hann fór að anda á mig þá fór ég að kúgast,,,,,át ótrúlega gott hangikjöt, kartöflur, rófustöppu, grænarbaunir og súrt hvalsrengi sem var gott. Villdýr sem ég þekki át hákarlinn minn og ég slapp við það að þurfa að kúgast. Vildi óska að ég gæti étið þennan mat sem á að vera svo þjóðlegur. Mér finnst nú ýsa með kartöflum vera þjóðlegri eða skyr með rjóma og íslenskum móa bláberjum.

Það er útkall stendur á póstkorti hér við hliðina á mér í tölvuverinu í Tæknigarði hér er tilvitnun í póstkortið "ÚTKALL!! Mætum á Austurvöll allir sem vettlingi geta valdið. Þriðjudaginn 28. janúar 2003 kl 12:00. Við viljum þjóðgarð, ekki Kárahnjúkavirkjun. Við viljum að þingmenn hafni frumvarpi iðnaðarráðherra. Það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun"

Hux og aftur hux,,,,,krakkar, gott fólk og aðrir góðir hálsar, Hálslón verður að veruleika. Ég er búin að lesa matsskýrsluna og hún uppvísir mann um margt sem aldrei er talað um, allt slæmt myndi ég segja hvað varðar náttúruna og komandi kynslóðir já hvað munu þær segja????: "Asnar voruð þið að fórna þessu landi, eða vá ef við hefðum ekki fórnað þessu landi þá værum við sko ekki með svona góðan efnahag" Engin veit hvað komandi kynslóðir munu segja. En Landsvirkjun er ekki hætt störfum þótt Kárahnjúkavirkjun sé að verða að veruleika enda fyrirtæki í örum vexti og nóg er af auðlindum til að virkja, þar á meðal Torfajökulssvæðið þar sem Landmannalaugar eru, það væri nú munur að fá malbikaðann veg út og suður um Torfajökulssvæðið og þá væri fjör að vera túristi og skoða stóriðju og náttúru í stuði, einnig fer Langisjór undir virkjun, eitt besta upptistöðulón sem Landsvirkjun hefur hitt, bara að veita Skaftá inn í hann og svo Þjórsárver, það skiptir engu máli með þau, því Norðlingaölduveita er ein sú ódýrasta víst í framkvæmd, þetta er nú bara friðland og Ramsarsvæði. Ramsarsvæði þýðir að þetta sé votlendi sem er talið mikilvæg á heimsvísu og mikilvægt búsvæði fugla og plantna og friðland að þetta sé mikilvægt svæði hvað varða náttúrufar og sögu.

Ég verð geðveik ef ég pæli meira í þessu. Ætla að brosa og vera kát í dag, þótt það sé eitthvað sem er erfitt í dag, er ekki í góðu skapi, leið , gott að skrifa það bara hér og þá fer leiðinn inn í tölvuna.

mánudagur, janúar 27, 2003

Jón Jónsson Strandamaður og Kirkjubóls fræðabóndi skrifaði þetta í gestabókina mína um ísbirni og ég varð að setja þetta inn því þetta er snilld,Jón sagði:
Hérna fyrir norðan göngum við alltaf í úthverfum fötunum af ótta við ísbirni. Þegar maður hittir ísbjörn flýr maður til bæja, en hendir einni og einni flík af sér. Þá stoppar ísbjörninn á meðan hann snýr flíkinni við af því hann þolir ekki úthverf föt. Þetta fannst mér flott og ég Illugaskotta trúi því að það sé best að búa á Ströndum því þar er örugglega oft fullt af nöktum karlmönnum og líklega einnig kvenmönnum á hlaupum um fjörur og sveitir, hehehe. en ég myndi aðallega horfa á karlmennina. hahaha
Mánudagur, var komin til Reykjavíkur klukkan 21:00 í gærkveldi hefði verið til í að vera fyrir norðan í svona fimm daga í viðbót, bara fara á hestbak og njóta þess að vera í tímaleysinu fyrir norðan. Þarf að hamast í verkefnum því Illugaskotta er að fara til Danmerkur nánar tiltekið Kóngsins Kaupmannahafnar á fimmtudagsmorgunn, 30. janúar, það verður gaman að hitta Bjarna bró sem ég hef ekki séð í heilt ár og anda að mér dönsku lofti, borða pylsur/pulsur og drekka bjór. Það sem mér finnst hvað merkilegast við Danmörku það er það að ég þyngist alltaf þegar ég fer þangað, veit ekki hvað það er við þetta land en allt er bara svo gott þar. Farin að lesa.