laugardagur, desember 27, 2003

Sumt fólk er fífl....það hefur verið vitað síðan mannkynið komst á spjöld sögunnar. Varð bara að koma þessu á framfæri og einnig minni ég sjálfa mig á þetta svona já mánaðarlega.

Þetta verður mitt seinasta blogg frá Ameríku. Sól og blíða úti, stukkum í eina búð og nú eigum við ég og hún, þessar líka fínu flíkur. Enn einn flugvöllurinn, nú er það JFK flugvöllur sem er einn af þeim stærstu hér í Kanalandinu.

Það er gaman í Bandaríkjunum, en allt er stórt og klikkað.

EPLIÐ ER SÚRT!!!!

Veit ekki hvenær Illugaskotta bloggar næst, kannski bara á nýju ári. Ef ekki fyrr en þá, þá óska ég ykkur sem þetta lesa frábærs og gjæfuríks nýrs árs...og ég þakka fyrir það gamla.

Bros til ykkar.

föstudagur, desember 26, 2003

Nú er aftur komið kvöld. Dagurinn byrjaði snemma, fékk mér smá göngutúr frá 122 stræti niður á það 64. Það var svona klukkutími eða svo.

Svo sá ég bara hitt og þetta, hitti Louise og hennar mann, hann Jack. Fórum að skoða Time Squere,,,,ég er svo kraminn eftir allt þetta fólk,,ljós og auglýsingar og fólk, og bílar og fólk og litir og meiri hávaði, og mengun,,,

New York lyktar sem sprungið klóakrör. Stundum þegar maður er að labba hér þá ræðst á mann klóaklykt, sterk og viðbjósleg...

Svo já sá ég jólatré New York borgar sem er hjá Roccafellar Center,..og svo var ég búin að fá nóg...tók taxa heim og þakkaði hinum þessum fyrir að ég er á lífi.
maðurinn keyrði eins og satannn sjálfur, ég bara hugsaði ekki neitt.

Ferðadagur á morgun til Skotalandsins,,en fyrst ætlum við Binna að versla okkur kot og aðra nauðsynlega hluti.

Ég er hress að það sé ferðadagur.

fimmtudagur, desember 25, 2003

Úff, dæs og enn þá meira úff...erum búnar að skrattast út um allan bæ þarna niður frá einhvers staðar.

Sá Frelsisstyttuna í dag, einnig staðinn þar sem turnarnir tveir voru eitt sinn, byrjað er að endurbyggja. Það var frekar furðulegt að vera þarna.

Svo í Kínabæinn og svo Litlu Ítalíu og svo eitthvað annað,,húsin hérna eru flott. Eins og í bíómyndunum, brunastigar utan á þeim, og flottir litir á húsunum.

Erum alveg þreyttar eftir mikið labb á hörðum götum, nú verður videó kvöld, leti og ekkert annað.

Á morgun fer ég að hitta Louise vinkonu mína og hennar eiginmann sem eru að koma að hitta mig alla leið frá Pensalveníu,,,humm mikið á sig lagt til að hitta einn risa frá Íslandi eða kannski er ég draugur.

Hangikjöts kveðjur frá Björk
Ég fékk tvo pakka í gær, það var gaman. Geisladiskin með verunum úr South Park og tvær bækur, eina um landkönnuði áður fyrr sem fóru að skoða hana Antarticu, hlakka til að takast á við þá bók og svo teiknimyndabók, listaverk eiginlega um furðuskepnu sem er maður, einhver gaur sem berst fyrir hinu góða í þeim heimi sem hann býr í.

Gestgjafarnir okkar Binnu gáf Illugskottu jólagjöf, það var gaman, hún hafði ekki búist við því.

Erna og Mörður, heita þau sem við fórum í mat til. Maturinn var himneskur. Þau höfðu keypt 21 punda kalkún og allar sortir af meðlæti voru með. Já þetta var bara 21 punda kalkúnn..... Þegar ég og Binna gengum inn í íbúðina þeirra í gærkveldi þá fannst Illugaskottu að jólin væru komin því steikarlyktin lá í loftinu.

Gott jólakvöld, mikið borðað stóðum á blístri, það er líka jólalegt að vera að springa af ofáti.

Komum seint heim í nótt, Illugskotta neyddi Binnu til þess að labba heim. Binna vildi taka leigubíl, en það var svo gott veður að það var snilld að labba heim.

Erum að fara í skoðunarferð niður í bæ.

miðvikudagur, desember 24, 2003

Aðfangadagur í New York. Vöknuðum snemma til að taka til og baka. Binna sá að mestu um að þrífa, ég er enn þá að ná mér eftir þrælahaldið, fór í það að sjá um eldhúsið.

Bjó til nokkrar sortir af smákökudeigi,,og svo var það ekki nógu sætt og feitt, Binna fann það út. Og hún bætti sko smjörlíki í þetta fjall og sykri. Þessar kökur geta brætt hvers manns hjarta.,,,úlla lllllaaaaa......

Jæja, svo fór ég í rölt niður í bæ, í 125 stræti sem er rétt hjá Harlem. Ég var ein af fáum hvítum hræðum á ferli þarna. Fullt af búðum og dökku fólki á ferð. Önnur hver búlla bíður upp á Afríku fléttur. Þú bara prúttar um verðið,,mig langar en svo held ég að þetta fari helvíti illa með hárið.

Það ringdi og ringdi á meðan ég var í bæjarferðinni, fann margt áhugavert. Kom heim í hundblautum fötum. Kláraði að baka og svo bara sit ég hér að prenta inn í tölvuna. Þau hringdu frá Íslandi í morgun, það var gaman að tala við þau. Núna eru þau búin að borða og eru öll að opna pakkana og lesa jólakortin.

Held ég sakni smá jólaboðsins heima, en ég verð þar vonandi næstu jól. Herra Glúmur, kötturinn minn er víst orðin gamall, hann sefur mikið á rörinu sem er hitaveiturör inni í stofu, rörið liggur í gólfinu og auðvitað fann soldáninn þennan stað.

Þessi köttur er einn sá mesti karakter sem ég hef hitt, og ég sakna hans, enda mun ég klípa hann þegar ég kem heim.

Er að fara í jólabaðið, og svo hendast í jólaboð hjá vinum hennar Binnu.

Ég óska ættingjum, fjölskyldu minni og vinum gleðilegra jóla og frábærs nýrs árs...sjáumst á nýja árinu.
Skötudagur, ég er svo aldeilis hissa, það var 20 stiga hiti hér í dag. Skellti mér í bæinn, einsömul og hress.

Fór í göngutúr og á safn, American Museum of Natural History,,það var gaman. Sá loksins risaeðlur, þvílíka stærðin maður. Risaeðlu skjaldbökur og allt, risaeðlu fuglar, ég segi að tímarnir væru meir spennandi núna ef þær væru enn þá til.

Umferðin hérna er klikkuð, klikkaðri en allt, hérna gefur enginn stefnuljós, fólk æðir út á götu. Taxarnir sem ég tók í dag, æddu um hér og þar og alls staðar. Allt gengur hratt fyrir sig hér í umferðinni. Ég fíla þessa borg í tæltur. Er þegar komin í spjall við gauranna sem vinna í búðinni á horninu. Þar fæst besta kaffið,,,heitt og bragð gott.

Á morgun verður farið í jólatiltekt með Binnu, búið til kökudeig og svo ætlum við að skella okkur í bæinn. Síðan heim í fínu fötin og í jólaboð heima hjá vinum hennar.

Í dag upplifði ég minn neyðarlegasta tíma á þessu ári. Við fórum að versla í matinn, svo spurði Binna mig hvort við ættum að fá okkur heimsendingu á matinn. Ég horfði á pokana og já,,jú þetta var of mikið til að bera.

Gaurinn sem var að setja matinn okkar í poka fór að setja þá í innkaupakerru, svo rölti hann af stað og klæddi sig í leðurjakkann sinn og svo kom hann á eftir okkur með allan matinn í innkaupakerrunni.
Mér leið eins og þrælahaldara, þetta var svertingi svona um fertugt. Guð minn góður hvað mér leið fáranlega.

Binna bara labbaði áfram og sagði að þetta væri vinnan hans og við myndum borga honum. Illugaskotta svitnaði og skammaðist sín. Þetta var ægilegt að labba um götur New York borgar með matinn sinn í innkaupakerru sem einhver gaur ýtti um götur borgarinnar....jæja svo gerðist það besta

Binna stakk mig af, fór að versla jólaskraut og einhver varð að labba með innkaupa kerru manninum heim ekki var hægt að láta hann bíða fyrir utan búðina á meðan við myndum versla jólaskrautið.....úfff þetta versnaði um helming.

Illugaskotta bara labbaði á undan gaurnum og þóttist ekkert þekkja hann, enda þekkti hún hann ekkert. Svo gekk hún framhjá hóp af svörtum gaurum. Og þá leið henni eins og hvítum þrælasala sem fær samviskubit...Svo komum við að brekku, hann ýtti og stundi og var langt á eftir Illugaskottu, sem strunsaði áfram með hausinn upp í loft að glápa á öll þessi risastóru hús sem hafa endalausar sögur.

Úfff hvað hún var ánægð þegar loksins var komið að húsinu hennar Binnu. Borgaði gaurnum 3 dollara, reif alla pokanna inn og andaði léttar. Þessi fáranlega reynsla var á enda. Bæði Illugskotta þrælakaupandi og þrælinn urðu frjáls. Óskaði honum gleðilegra jóla og hljóp inn.

Gleðileg jól gott fólk, ég er farin að sofa. Stór dagur á morgun í New York. Ps, hér væri ég líka til í að prufa að búa.

þriðjudagur, desember 23, 2003

Það að eiga föt, svefnpoka, dúnúlpu og dýrmætar bækur gerir farangurinn minn mjög svo merkilegann. Var farin að ímynda mér lífið án lopapeysunar minnar góðu og bókanna sem ég er búin að sanka að mér í Kanödu..já var orðin svona nokkuð sátt við það að eiga einungis eitt par af buxum, eitt par af nærfötum, tvær peysur, einn jakka og eitt par af skóm. Enda var bjóraskinnið með mér í handfarangrinum og flottu indíána skórnir mínir.

En svo gerðist það furðulega, farangurinn minn kom seint í kvöld...ég reif allt upp og viti menn það voru fleiri búnir að rífa allt draslið mitt upp. Allt á rúi og stúi í töskunum.

Fórum í bæinn, náðum í bílaleigubílinn hennar Binnu. Kenndi henni að keyra sjálfskiptann bíl, út og suður um New York. Keyptum okkur jólatré og standara fyrir 15 dollara, ég prúttaði, það er það sem mér finnst ævintýralega gaman það er að prútta. Bara mér var sama þótt gaurinn myndi segja nei, það eru jólatré út um alla borg.

Á morgun mun ég komast út úr þessari íbúð á rölt með vini hennar Binnu sem ætla að sýna mér eitthvað af þessu risa epli sem aldrei sefur. Karen vinkona segir að þessi borg sofi aldrei og hún sé full af skrímslum.

Farin að sofa með bíla í eyrunum.

mánudagur, desember 22, 2003

nú garga ég svo hátt að það kemur jarðskjálfti líka í New York og allir halda að þeir hafi orðið fyrir árás frá hryðjuverkamönnum.....farangurinn minn er ekki enn þá kominn. Einhver heilalaus gaur hringdi fyrir 4 klukkustundum, sagði að hann kæmi eftir 3 til 4 klukkustundir. Mér fannst hann vera feitur bara vegna þess að röddinn hans var feit..

Já nú er Illugaskotta alveg bandbrjáluð heill dagur farinn í hangs hér inni. En vann verkefni í staðinn sem þurfti að vinna hvort sem er fyrir jól.

Já hættan á hryðjuverkaárás er á næst hæsta skala. Miklar líkur á hryðjuverkum hér í borg. Æji ég veit það ekki, aðal hryðjuverkið er að allir eru hræddir og þannig virkar hryðjuverkið. Að halda fólki í hræðslu og stressi. Og fréttir fjalla bara um hvað Bandaríkin eru að koma á mikilli reglu í heiminum.

Afhverju athugar engin hvers kyns vopn þeir eiga og Breta bjánarnir???? Kannski vegna þess að Bretar og Kanar eru frekustu krakkarnir í sandkassanum og geta falið leikföngin sín,,og leikið sér með þau að vild án þess að nokkur annar fái að prófa.

Dæs og fnæs og pirr og væl. Ég er að verða brjáluð.....Binna er úti í bæ að ná í einhvern bíl, er að fara út á land á morgun hún í jarðarför.
Skrattans djöfull,,,sit hér heima að bíða eftir einhverjum andskotans farangri,,,get svo svarið fyrir það.....

New York er stór og þjónustan er hæg,,þeir eru að senda hann til mín í dag.

Veðrið er gott, það er hávaði úti,,bílar á fleygiferð.

Ég og bjórinn minn sváfum vel..
Jæja, loksins komst ég aftur í tölvuna. Sem sagt flaug frá Winnipeg til Toronto og lét framflytja farangurinn minn, sem voru mikil mistök. Ég beið eftir honum í 3 klukkustundir, horfði á færiband koma upp úr jörðinni, en aldrei kom kölski.

Var farin að tvístíga því klukkan var að verða flug til NY. Bókaði mig loksins inn, það tók ógnartíma. Þurfti að skrifa mikið á eitthvað grænt blað, flugnúmer og alles, klukkan hljóp áfram. Loksins komst ég að vegabréfaskoðun Bandaríkjanna. Þar var bara spjallað, ógurlega merkilegt að ég væri Íslendingur, hvað ég væri að gera og allt það.

Næsti gaur, vildi fá að vita hvort landið væri allt hulið ísi,,ég hafði sko ekki tíma fyrir þetta. Þurfti að hlaupa eins og djöfullinn til þess að ná flugvélinni minni. Þoli ekki flugvelli þegar maður þarf að hlaupa þá þvera og endilanga og svo lekur af manni svitinn þegar inn er komið í flugvélina.

Sat við hliðina á konu sem hafði lifað af þrælkunarbúðir Rússa í seinni heimstyrjöldinni. Hún hafði flúið nasistana frá Póllandi en fór úr öskunni í eldinn. Þessi kona er 82 ára, frá Póllandi. Við spjölluðum um lífið og tilveruna. Foreldrar henni dóu í útrýmingarbúðum nasista. Þegar ég spurði hana hvort henni fyndist þessir tímar vera langt í burtu eða það sé stutt síðan þeir voru þá sagði hún, að sér fyndist mjög stutt síðan.

Flugið var frábært hingað til New York, ótrúlega spennandi að nálgast borgina. Sjór, bátar, hús, brýr og fólk.

Tilkynnti farangur týndann við komu mína hingað, tók taxa hingað, spjallaði líka við Taxa gaurinn, ég var á einhverju spjall dæmi í gær. Hann var frá Dóminíska lýðveldinu, búin að búa í New York í 30 ár og elskar að búa hér.

Já, héðan er fólk allstaðar af. Kom til Binnu, hún að vinna, ég bara át samlokuna hennar fyrir framan hana, greip hana af disknum hennar, var að drepast úr hungri og þorsta eftir allt þetta flugvallarrugl.

Sofnaði fyrir framan TV, vaknaði, hringdi í flugvöllinn, talaði þar við tölvu sem vildi ekki meðtaka nafnið: Bjarnadóttir, sagði að þetta væri óskiljanlegt orð og hún skildi ekki baun, ég var farin að öskra á tölvuna sem var að tala við mig í símanum. Hvurs lags rugl er þetta að tala við tölvu?????

Jæja komst loksins í samband við einhverja lifandi manneskju....farangurinn er fundinn, kemur til NY í fyrramálið,,,og mun verða sendur mér einhvern tíma þá.

Annar líst mér vel á þessa borg,,,stór og margt að sjá. Louise vinkona mín ætlar að koma að hitta mig á föstudaginn.

Á morgun verður eitthvað gert,,,áhugavert. Skrítið að vera ekki í Kanödu lengur, en þangað fer ég aftur.

sunnudagur, desember 21, 2003

Komin til New York. Týndi farangrinum mínum en hann kemur einhver tímann. Bless þar til næst

laugardagur, desember 20, 2003

sjö stiga frost. ég er búin að pakka,,,töskurnar mínar líta út eins og fylltir kalkúnar, þær eru að springa vegna of margra bóka.

Talaði við binnu áðan, hún er hress. við verðum hjá einhverjum vinum hennar á aðfangadagskvöld. Fáum kalkún og alles.

Er að bíða eftir Rosellu og Donald. Matur í kvöld heima hjá Karen, og New York á morgun....ég er mjög spennt.

föstudagur, desember 19, 2003

Hvað gerir maður ekki,,,,ég held ég sleppi með mínar þungu bækur og þungu föt. mátt vera með 32 kg hér í Ameríku. Svo kannski kem ég 10 kg á Röggu þegar hún fer heim, greyið Ragga, ég er alltaf að níðast á góðmennsku hennar.

svo er ég með ísbjarnarkló um hálsinn, hún er ekki eitthvað sem þú sýnir tollinum í Ameríku, ég drep þá ef þeir taka hana af mér. Mun fela hana vel innan á mér. Svo á ég eftir að lenda í veseni með Bjóraskinnið mitt, þarf að segja hvar og afhverju ég fékk það.

Þetta er nú meira eftirlitið, ég á svo eftir að lenda í veseni þarna í Bandaríkjunum, finn það á mér.

Greyið Binna hún á örugglega eftir að þurfa að koma og ná í mig á flugvöllinn því ég mun lenda í veseni þar. Mun halda kjafti, lofa því. En mig langar svo að gera grín, en það er bannað.

Svo bara hendist maður til Evrópu,,,ég er ekki alveg tilbúin að fara, en það kemur.

Senda jólakort eitt stykki í dag. Svo læt ég jólastressið eiga sig, er að fara niður í bæ, hitta Garry Raven hann er með aðra gjöf handa mér, ég veit ekki hvað ég hef gert sem veldur því að ég verðskuldi svona margar gjafrir. Ég hef meira gaman af því að gefa en þiggja.

En gjöfug setning. Gott jólastress kæru vinir og ættingjar. Bare ekki gleyma að vera hress.
Ég fór með þungann kassa til að senda heim, við vigtun var mér tjáð að hann væri 41 pund um 21 kg!!! og að þetta myndi kosta mig um 300 $!!! að senda heim, sem er um 18. þúsund krónur. Ég tók kassann heim og fór að grisja hann aðeins.

Ég get ekki tekið með mér heim ljósrit, henndi þeim í Rosellu. En sem sagt Illugaskotta er að fá að kenna á því, því hún getur ekki staðist það að kaupa ekki,,,nota bene,,,ekki kaupa bækur.

Úff,,þetta er höfuðverkur....mun samt koma þessu heim sem eftir er. Sendi sjálfri mér póst á morgun alvörupóst bara í gríni.

Hildur frænka er að fara til Englands á morgun, hún verður þar um jól og áramót,,,en við getum samt ekki hisst, í Englalandinu. Ég er að fara út að borða með nokkrum skólafélögum, þar sem besta burritos fæst, næstum því eins gott og Burritosin á Kaffibrennslunni.

Ég sá mynd í gær í bíó, sem heitir "The Great North". Það var verið að sýna myndir frá Norður Kanödu og norður Svíþjóð. Fólk sem lifir af og með hreindýrum. Ég sá fjöll, dali, sjó, hreindýr á hlaupum. Vá,,þessi mynd var frábær. Það var frábært að sjá hafið....prufið bara að búa inni í landi í 3 mánuði án sjávar...það er furðulegt en góð reynsla.

Á morgun klára að pakka, taka ljósmyndir af skólanum og málverkinu af Þorgeirsbola. Taka farangurinn minn heim til Rosellu og við ætlum að taka hann í vigtun. Svo bara elda heima hjá henni, taka því rólega og fara í bíó,,að sjá myndina, "The Last Samurai".

Fólk er oft að tala um fyrri líf, ég trúi ekki á þau. Ég vitna aldrei í mín fyrri líf, því ég veit ekkert um þau og ætla ekki að láta einhvern spá bla bulli bulla í hausnum á mér. Ég á Tarot spil,,þau eru skemmtileg en ekki til að trúa,,bara til að hafa gaman af. Garnirnar gaula ég er svo svöng, ekkert til í húsinu því ég er að fara af landi brott.

fimmtudagur, desember 18, 2003

þegar ég ropa núna þá kemur dádýrabragð upp í munninn á mér. var að éta pylsur heima hjá Rosellu, dádýrapylsur og svo kenndi ég henni að gera brúnaðar karöflur. Vorum að versla í dag, eða hún sko. Svo var farið að versla í matinn og þar sem við vorum bíllausar þá tókum við bara innkaupakerruna með okkur heim.

Það gerir fólk í Winnipeg, svo kemur þessi merkilegi "einhver" og fer með kerruna aftur í búðin.

Dádýrapylsurnar voru búnar til heima hjá Rosellu,,,dádýrið sem við veiddum.

Grein eftir mig hefur birst í VG blaðinu. Það væri gaman að sjá. Vil einhver sem ég þekki geyma þetta blað fyrir mig? Langar að sjá hvað er um að vera í þessu blaði.

Fimmtudagur, ég er að fara til Bandaríkjanna. Það er furðulegt finnst mér. Er byrjuð að pakka og það er leiðinlegt. Vil ekki fara héðan og vil ekki heim til Íslands. Afhverju ætli það sé? Því þar er raunveruleikinn minn, lokaverkefnið sem ég einhvern vegin dauðkvíði en hlakka líka til að takast á við.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Þreytan maður!!!!!!! Ég svaf ekki nema 3 tíma seinustu nótt, því þessi skrattans heimsku bjánar sem búa í þessu húsi voru með partý. Klukkan 430, fór ég að leita að símanúmerinu sem ég vildi hringja í, ég fann það. Þrumaði einhverju á öryggisgaurinn og partýið stoppaði eftir nokkrar mínútur.

Komst í draumalandið klukkan 5 í morgun, en var að fara í útréttingar með Karen klukkan 10 í morgun. Nóg að gera. Svo fór ég ásamt minni nýju fjölskyldu í bíltúr heim til foreldra Jane. Margt að sjá.

Miðvikudagurinn er að koma. Ég er að fara að senda heim bækur og annað drasl.

Veit einhver hver séu lögin með feldi sem maður vill koma með inn í landið? Ég er með sútað bjóraskinn, sem ég er dauðhrædd um að verði tekið af mér. Veit ekkert hvað þeir gera í USA eða Uk ef þeir sjá það...ef þið hafið einhverjar upplýsingar endilega senda til mín.

Dæs ég er alveg að fara að detta inn í draumalandið. Mig dreymdi fyrir stuttu að ég átti samtal við úlf,,lengi, og svo fyrir tveim nóttum stóð þessi risa skógarbjörn yfir rúmminu mínu. Vaknaði og þurfti að kveikja ljósið til að átta mig á því að þetta var draumur.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Í jólaboðinu sem var fyrir alla þá sem tengjast umhverfisnámi hér í Háskólanum þá kom til mín piltur sem kynnti sig og svo fór hann að telja upp allt sem hann vissi um mig. Ég væri frá Íslandi og væri hér í eina önn og ég væri á leiðinni heim og lokaverkefnið mitt yrði um þjóðsögur, þjóðtrú og umhverfið. Já hugsaði ég,,hann er nú aldeilis að kynna mig...Þetta fannst mér fyndið og sagði við hann: " Yes but you forgot to say that im Crazy!" Gaurinn hló ekki einu sinni, hann bara horfði á mig og fannst hann alveg nakinn fyrir framan mig. Hann varð já hneykslaður á þessari yfirlýsingu minni. En þetta var bara mitt grín, ég ætlaði að koma honum til að hlæja og koma honum í burtu frá þessum alvarleg heitum.

Illugaskotta hló bara og fattaði að hér væru tveir húmors menningarheimar að mætast. Sem skilja alls ekki hvor annan. og þetta var svona.
Ég Illugaskotta hef átt mjög oft erfitt með að átta mig á tímanum í gegnum tíðina. Hvernig sem hann er. Einhvern vegin þá flýgur hann eins og hraðfleygasti fugl eða skríður áfram eins og seinfarasti ormur. Núna er tíminn eins og hestur á feti. Ég vil ekki fara héðan, langar að búa úti í skógi við á og vatn. En það bíður mín verkefni heima sem ég mun taka mjög alvarlega og ég mun líklega giftast því verkefni.

Ég hef einungis skrifað tvö jólakort og mun láta þar við sitja. Ég vil aldrei drekkja mér í bakstri, jólagjafakaupum eða þrifum fyrir jólin. Jólin er tími til þess að fagna því að nú mun daginn fara að lengja og við getum glaðst með vinum og fjölskyldu.

Nýtt ár er að koma og ég hlakka mikið til þess, árið 2004 er að koma og ég Illugaskotta sjálf mun skríða inn í nýtt tímabil í mínu lífi, ég er að verða 30 ára. Ha!!! það var eitthvað sem var mjög svo fjarlægt fyrir 5 árum síðan en allt í einu fór tíminn að fljúgja og nú er að koma að þessum tímamótum.

Annars er ég hér heima eftir fínt jólaboð annað skiptið í þessum mánuði,,,nóg af veigum og mat. hikk og rop frá Skottunni mér.

mánudagur, desember 15, 2003

Snjókoma, flugvellir á kafi og mikil seinkun á öllu flugi frá landinu í austur Kanödu. Meike meðleigjandi komst ekki til Þýskalands í gær, kom aftur í gærkveldi, og fór snemma í morgun.

Hollow Water/ Vatn hollt að innan. Heitir þessu nafni því að einu sinni fyrir langa, langa löngu þegar Ojibway fólkið var að vinna saman niður við Winnipeg vatn, þá fór einn indíáninn í göngutúr niður að vatninu. Hann gekk langa lengi og ákvað að taka styttri leið til baka. Með því að fara yfir ósinn þar sem áinn sem ég og Garry vorum á snjósleðunum endar í Winnipeg vatni. Þegar hann var kominn hálfa leið yfir ósinn þá réðst á hann risastór ormur sem kom upp úr vatninu. Ormurinn tók indíánann niður í holu sem er í vatninu.

Á þessum tíma var Ojibway fólkið mjög kraftmikið og í góðum tengslum við alla hjálparandanna. Þega indíáninn kom ekki aftur til fólksins þá ákvað fólkið að kalla á þrumufuglinn til þess að leita að honum. Þrumufuglinn fór af stað og fór einnig ofan í holuna í vatninu. Þar eru þeir enn, ormurinn, þrumufuglinn og indíáninn. En indíáninn er líklega dauður. Allt í kringum holuna í vatninu eru stór björg, sem hafa verið að brotna niður með árunum. Þetta hafa hinir þrumufuglarnir brotið því þeir vilja frelsa fuglinn sem er ofan í holunni með orminum. Þegar þeim tekst ætlunarverk sitt þá mun samfélagið í Hollow Water verða heillt. En núna er samfélagið þannig að fólk stendur ekki saman. Þessi saga er sönn, það segir sagnamaðurinn.

bestu kv frá Björk

sunnudagur, desember 14, 2003

jæja þá ferðin til Hollow Water var frábær. Garry býr við á úti í skógi. Við fórum að vita um gildrurnar hans, sem hann leggur rétt við ánna. Fórum á snjósleða upp eftir ánni. Svo var farið aftur í Svita hofið, og eftir það var farið á kosningastað. Þar var verið að tilnefna hver ætti að vera höfðingi og aðstoðarmenn hans.

Fárnalegt hvernig þeir þurfa að gera þetta. Þegar þú tilnefnir höfðingja eftir kerfinu sem ríksstjórnin leggur indíánum, þá verða þeir að skrifa sitt nafn undir. Allt pappír og skipulag frá ríkisstjórninni. Áður fyrr voru athafnir, allir sátu saman, borðuðu góðann mat. Og það var kosið eftir þeirra kerfi. Núna hlær fólkið af þessu og tekur þetta ekki alvarlega, bara eitthvað sem þarf að gera.

Jæja svo kíkt í heimsóknina til bróður hans Garrys, hans Raymonds. Hann er 54 ára, blindur vegna þess að hann er með sykursýki. Hann er frábær sagnamaður. Sögurnar lifnuðu fyrir augunum á mér.

Þeir hafa mikið álit á Íslendingum. Sögðu mér frá að Íslendingarnir höfðu alltaf verið að drekka vanilludropa!!! eheheh

En já svo kom sunnudagurinn, horft á video og hangsað. Svo var farið í snjósleðaferð niður eftir ánni og út á Lake Winnipeg. Keyrðum lengst út á vatnið og í kringum eyjur og hólma. Garry sýndi mér staði sem þeirra sögur tengjast. Black Island sem er helgur staður, stað þar sem snákur og eldfugl eru fastir ofan í jörðinni og svo hreiður eldfuglsins, sem er lengst uppi á hæð þar sem hann sér yfir og getur varað fólkið við hætta er á ferðum.

Gaman að keyra eftir ánni, skoða og skransa á sleðanum. Ég var á bremslulausa sleðanum því hann var skemmtilegri. Jæja haldið af stað til Winnipeg.

Þá skeði það!!! Við vorum að tala saman litum aðeins af veginum og ég sá það koma. Hratt og skoppandi, dádýr. Ég kallaði "Deer"!!!!. Garry gaf í til að komast frá því að keyra á það, en það lenti á hliðinni á bílnum, á hurðinni hans meginn og á brettinu. Svo flaug það yfir bílinn, yfir þakið á honum. Stukkum út, dádýrið stökk áfram út í myrkrið. Við vorum ekki alveg að skilja hvað hafði komið fyrir. Höggið var mikið fannst mér. Ef við hefðum keyrt aðeins hægar hefði það komið inn um framrúðuna. Ekki orð um það meir. Línan er þunn á milli lífs og dauða.

Ég er þakin gjöfum frá Garry, hann gef mér mikið af sögum og þekkingu, skó sem eru ótrúlega flottir skreyttir með perlum, lækningarætur, bækur frá bróður hans, bjóraskinn og bjarnarkló. Ég er í skýjunum eftri frábæra ferð.

Á morgun mun ég skrifa afhverju Hollow Water ber þetta nafn, Hollt að innan vatn.

allt gengur vel, skrifa meira seinna.

ferdin var best til Hollow Water. netid virkar ekki er ad nota Meike tolvu.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Set slóðina aftur inn fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða Guardian greinina á netinu, þar sem fjallað er um nokkra ráðherra á Íslandi og menntun þeirra. Víst menntahroki að mati Umhverfisráðherra vors.

www.manitobawildlands.org

Ekkert meir ætti að vera að yfirgefa Kanödu á morgun en sem betur fer frestaði ég því um viku því það er svo margt að gera og skoða núna. Fer til Hollow Water í dag, kem aftur á laugardaginn.

Bless, bless.
ÞAÐ ER 30 STIGA FROST ÚTI!!!!!!!

Ég datt inn á dagbókina hennar þarna sem er umhverfisráðherra á Íslandi,,,fyndið því hún er að vísa í greinina sem ég setti slóðina inn á í gær....endilega kíkið á þessa grein í Guardian. en hér kemur dagbókar brot frá umhverfisráðherra inni í minni dagbók...sorry umhverfisráðherra þetta var bara áhugavert...vona að þetta sé í lagi.


Fékk senda rjúpnaveiðifrétt úr DV í morgun á faxi úr ráðuneytinu. Þar var eftirfarandi gullkorn haft eftir Eggerti Skúlasyni:
Ég segi nú bara við Siv: Sveiattan” segir Eggert Skúlason og vísar til menntunar umhverfisráðherra. “Það er óþolandi að sjúkraliðar sem aldrei hafa stigið út í náttúruna skuli þykjast vera einhverjar náttúruperlur og ákveða svo jólamatinn fyrir okkur hin. Annars bý ég svo vel að eiga rjúpur í kistunni.”
Ja, hérna, um þessar mundir virðist vera vinsælt hjá hinum ýmsu skríbentum að vísa til menntahroka í umfjöllun um ráðherra, en fyrir nokkrum dögum birtist álíka viðhorf í grein um Kárahnjúkavirkjun eftir Susan De Muth í Guardian.
Þar sem ég hef haft gott samstarf við Eggert í gegnum tíðina ákvað ég að hringja í hann til segja honum að ég væri ekki sjúkraliði, sem ætti svo sem ekki að skipta öllu máli, heldur með BS gráðu í sjúkraþjálfun, sem er fjögurra ára háskólanám í Háskóla Íslands
.

Hvort skiptir meira máli,,menntun eða reynsla í því fagi sem maður er að vinna að eða í,,,,?????? gaman væri að fá smá comment frá ykkur lesendur góðir,,,því þetta finnst mér áhugavert, vona að ykkur finnist það líka.

Ég persónulega hefi meiri trú á reynslu,,,ásamt einhverjum teskeiðum af menntun...en reynslan situr í fyrsta sæti.

Fyrirlesturinn gekk vel. Þetta var rosalega gaman. En, já það er alltaf en í öllum sögum. Illugaskotta er alltaf stundvís og hún ákvað að mæta klukkutíma áður til að setja tölvuna í gang og tékka hvort ekki allt virkaði, og viti menn það borgaði sig.

Einhvern vegin hafði það ekki komist áleiðist að Illugaskotta æltaði að nota tölvu og skjávarpa til að sýna myndir af hinum ýmsu skepnum sem búa á Íslandi. Og það var engin tölva og enginn skjávarpi og enginn vissi að það átti að vera tölva!!!!!

Adrenalínið fór að renna, úfff, hvernig átti Illugaskotta að flytja þennan fyrirlestur og engin tölva. Hún var með allar bækurnar,,,andskotinn sjálfur. Allt þarf maður að gera sjálfur annars fer allt til hans kölska. Sigrid bókavörður hringdi eitthvað og fyrir einhverja heppni var einhver reddari enn þá í vinnunni og þessi reddari þekkti annan reddara...og allt fór vel.

En var búin að hugsa þetta út án skjávarpa og án tölvu. Alltaf tilbúinn!!!! En það mættu um það bil 30 manns, mikið spurt, og hlegið. Fyrirlesturinn var tekinn upp á video og verður settur á netið!!!! Hummmm já,,,svona er tæknin ekkert einkalíf lengur...tíminn situr kyrr í tækninni.

Fínar veitingar, vínarterta, ostar, kex, ídýfur og grænmeti. Góðar samræður á eftir, margir með áhuga að vita meir um skepnurnar sem búa á Íslandi.

Ég var spurð hvort ég hefði séð drauga og hvort ég tryði að álfar og huldufólk væru til. og fleira og fleira....sveitin á morgun og fleiri ævintýri. Mikið er gott að vera ekki í skólanum.

og nú er bara að drífa sig út í frostið og ég er í síðu pilsi,,,,25 stiga frost úti. Ég mun nú deyja því ég er að fara eftir hégóma mínum að vera fín og þá verður mér kallt. Farin á minn eigin fyrirlestur.....mikið hlakka ég til jólanna.

miðvikudagur, desember 10, 2003

Var að flakka um eina af þeim síðum sem ég skoða nokkuð oft, sem snertir á umhverfismálum hér í Kanada,,manitoba,,og hvað haldið þið að ég rekist á. Fann bara skjaldamerkið mitt, hið íslenska skjaldamerki, og það er verið að fjalla um Kárahnjúkavirkjun. Verst að þetta var ekki fyrr, en góð grein sem er vísað á.

skrolla aðeins niður og þá getið þið lesið áhugaverða grein á www. manitobawildlifelands.org,,,,,hyperlinkurinn er ekki að virka þess vegna er ég að gera þetta svona.
Hvaðan koma skrímslin? Úr okkar eigin haus eða annara haus?

Held bæði.

Fór inn í gamla byggingu hér í dag, flott maður. Stigar út og suður fannst ég vera komin í stiga atriðið úr Harry Potter, nema þessir stigar voru ekki að hreyfast úr stað. verð að fara að lesa þjóðsögur til að koma mér í stuðið sem er í kvöld. neita því ekki að ég er spennt, alla vegana 20 manns sem ætla að mæta,,

kaffi,,,ég er háð því,,,ef ég er ekki búin að fá kaffi eftir hádegi þá líður Illugaskottu ekki alveg nógu vel

Míkon Mí Íkwe,,,það er annað nafn á mér. Sem Garry gaf mér. Það er gaman að hafa nokkur nöfn,,,ég sjálf hef gefið mér nafnið Illugaskotta.

Hef einu sinni séð draug, nei tvisvar. Bæ bæ,,þar til næstu pælingar detta hér inn.
Það er 23 stiga frost úti. Úfffff,,,nú þarf ég að fara í föðurlandið góða. Ég ætla ekki að fá frosna leggi eins og í gær þegar ég labbaði heim í 18 stiga frosti. Þurfti að koma við í búð til að afþýða freðna leggi.

Þessi búð var eins og kjörbúðin gamla á Blönduósi, allt gamalt, hillurnar og loftið. Einnig súrefnið,,,kannski fór ég aftur í tímann.

Úff,,,farin að útrétta með Kuldabola á hælunum.

Fyrirlesturinn er tilbúinn, bara eftir að prenta út það sem mig langar að segja. Lesa yfir 3 sinnum og muna það.

Hringdi í Garry Raven, er að fara aftur til Hollow Water á fimmtudaginn með galdrakallinum honum. Verð þar fram á laugardaginn. Fór í hrísgrjóna mat til Manju það var gaman. Indverjar eru nægjusamir. Manju sefur á gólfinu í stofunni. Hann er ekki með skrifborð og ekki sæng. Bara teppi. Hummm..hann lærir í skólanum, hefur þar tölvu og allt. Já draslið sem ég er með miðað við hann. Illlugaskotta skammaðist sín fyrir sína vestrænu græðgi,, við getum lært margt af öðrum þjóðum.

Ég er bara að hanga á netinu. Skrifa tölvupósta og skipuleggja sjálfa mig.

Vil að pistillinn minn fyrir blaðið heima heiti "Kúrekar og indíánar". Gott nafn, fékk þessa hugmynd frá Guðrúnu vinkonu sem býr í Victoria á Vancouver Island.

Farin að sofa. Stór og skemmtilegur dagur á morgun. Allt getur gerst. Veit ekkert hverjir mæta, hvort margir eða fáir. Þetta verður spennandi.

Fékk tvö símtöl frá Íslandi í dag, það var gaman. Eitt að norðan og hitt að sunnan...

bless, bless.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Ég er þvílíkt að skoða öll þessi persónuleika próf,,,,og nú er þetta ég.

elf
You are Form 6, Elfin: The Wyld.

"And The Elfin saw the evil and
misjudgement in the world and shot her arrow at
the sky. Bolts of lightning struck the earth
and gave the world balance and
growth."


Some examples of the Elfin Form are Demeter (Greek)
and Khepry (Egyptian).
The Elfin is associated with the concept of growth
and balance, the number 6, and the element of
water.
Her sign is the half moon.

As a member of Form 6, you are a very balanced
individual. You can easily adapt to most
situations and you may be a good social
chameleon. You aren't afraid of changes in
your life, but sometimes you evolve too
rapidly, leaving others to think that you are
leaving them behind. Elfin are the best
friends to have because they are open minded.


Which Mythological Form Are You?
brought to you by Quizilla
Ég rakst á þessa frétt á mbl.is í dag. Veit ekki hvað mér finnst um þetta....en segir margt þessi frétt finnst mér.

Landsvirkjun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu.
Landsvirkjun mun á næstu árum aðstoða félagið við viðhald á Snæfellssskála og mæta hugsanlegu rekstartapi af þjónustu Ferðafélagsins við ferðamenn á svæðinu.

Landsvirkjun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs munu vinna saman að kynningu á þessu samstarfi og einnig við eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu, en virkjunarframkvæmdir við Kárahnjúka eru taldar hafa í för með sér aukna umferð ferðamanna um svæði þar sem Ferðafélagið hefur skála sína.


Hvernig er það með skrattann og selja sál sína. Einhvern vegin kom það upp í huga mér þegar ég sá þessa frétt. Gott og blessað og allt það.

Ég mun aldrei binda trúss mitt við Landsvirkjun. Viðhorf Landsvirkjunar til náttúruverndar er furðulegt, kannski er ég svo mikill þverhaus að ég skil ekki neitt sem Landsvirkjun er að segja. En mér finnst þeir ekki bera virðingu fyrir landinu okkar. Landinu sem er eitt af fáum perlum í heiminum þar sem maður þarf ekki að hreinsa vatnið áður en það er drukkið. Ísland er land sem hefur alla möguleika á því að halda sé óbreyttu til þess að vera einstakt en okkar stjórnvöld vilja feta í heimskuspor Bandaríkjanna. Þar eru endalausar sorgarsögur um hvað hefði ekki átt að gera varðandi virkjanir þar. Þeir geta ekki tekið skaðann til baka.

Við erum að feta í sömu fótspor. Ásamt því að vinna orku fyrir Bandarískann álrisa. Sem mun menga okkar land. Fussum svei.!!!! Ég væri sáttari við þessa fjandans virkjun ef það væri verið að fara að vinna vetni með orkunni sem við Íslendingar gætum selt út. Nei það er einblínt á mengunar iðnað. sem mun framleiða ál sem mun fara í einhvern skrattann.

ég held ég sé að fara aftur út í sveit....sem betur fer.

allt verður logandi í partý rugli hér um helgina, ég er hætt að partýjast bara eitthvað annað núna. öll eins þessi partý.

arnold swartsenager er í sjónvarpinu verið að gagnrýna kosningarbaráttu hans. hann er þvílíkt heimskur, en það vilja þessir god dam yankees...
Hvað er að gerast heima á Íslandi? Hvað er með öll þessi rán, alltaf verið að ráðast á einhverja og endalaus innbrot?

Ég held að fólk sé orðið alveg klikkað, en hvað veldur? Veit það ekki, félagfræðingar og aðrir hausafræðingar ættu að fara að pæla í því.

Ég er bara að skrifa fyrirlestur hér heima hjá mér. Hitta fólk og tala og gala. Drekka kaffi og njóta þess að vera búin í skólanum. Fyrirlestur á miðvikudaginn. Grýla og hennar hyski og fleiri skepnur verða lifandi þá hér í Kanödu.

Ég seinkaði för minni til Bandaríkjanna, fer þangað 21. desember. Væri annars til í að flytja í hús úti í skógi hér í kanödu. Sé til. Er farið að langa til að setjast að einhvers staðar.

Bækurnar mínar vilja komast í hillur og ég sjálf vill eiga heima einhvers staðar. Kannski bara jóla eitthvað í mér núna.

Tröll eru æði. Kv frá Björk

mánudagur, desember 08, 2003

Ég fór í svita hof, sweat lodge. Það var gaman. Ég svitnaði meira en nokkurn tíma áður. 3 klukkutímar í tjaldi úti í móa, með Indíána og öðru fólki. Mér líður eins og ég sé að breytast í hippa,,nei það mun aldrei gerast.

Það var ekki þurr þráður á mér eftir þetta. Eldur logaði úti, vindurinn blés en ég fann ekki fyrir kuldanum þar sem ég stóð úti við eldinn til að þurrka mig. Eftir svita baðið, var farið inn í húsið hans Garrys. Étið, drukkinn alls kyns vökvi,,en mest appelsínu safi og mikið talað. Garry vinnur mikið með jurtir, en ég komst ekki til að tala við bróður hans sem er sagnamaður. Verð að fara aftur til þeirra. Og gleymdi að fá að vita afhverju Hollow Water heitir þessu nafni.

Illugaskotta er ekki alveg tilbúin í þessa Bandaríkjaferð. Veit ekki alveg afhverju, eitthvað bara. Kannski mun Illugaskotta aldrei koma aftur til Íslands......eða týnast í Kanödu, eða gleyma sér hér í Kanödu. Allt getur gerst í sveitinni,,,ekki í borginni, sem er hrútleiðinleg.

Borðaði bestu súpu sem ég hef smakkað, gulrætur,hrísgrjón og annað grænmeti en það besta við súpuna var elgskjötið sem var í henni. Sterkt og kraftmikið kjöt.

Var að vesenast með Manju í dag, fórum í alþingishúsið og svo á markaðinn. Hitti þar Roselle, elduðum saman og fórum svo í bíó. Gott kvöld til þess að fara að vinna í fyrirlestri og ritgerð, og svo einhverjum pistli fyrir eitthvað blað heima á Íslandi. Allt á að vera tilbúið fyrir 10. desember. Hvað er þetta með vinnu, hún hleðst alltaf einhvern vegin á einn andskotans dag í dagatalinu.

laugardagur, desember 06, 2003

ég kom svo seint heim, klukkan 11 í gærkveldi. Var búin á því, vegna þess að ég hafði vaknað klukkan 445 og svo var farið í þetta jólaboð NRI, og þar var bjór og aðrar guðaveigar. Gleymdum okkur í þessu öllu, og gleymdi bara tímanum.

Er að fara til Hollow Water eftir klukkutíma. Hitta Garry Raven medicen man og bróður hans sem er sagnamaður.

Bestu kveðjur til ykkar.

föstudagur, desember 05, 2003

Auðvitað keypti ég bækur, tvær. Get ekki staðist þessar áhugaverðu og spennandi bækur og svo voru þær líka ódýrar og glænýjar, það er best.

Báðar eru þessar bækur um ferðalanga. Edmund Hillary sem kleif fyrstur Everest og svo er hin bókin um gaur sem lifir í Norður Kanada, ferðast um á kanó og er að skoða landið. Hlutir sem mig langar að gera. Ljósmyndir í bókinni af dýrunum, úlfum, hreindýrum, björnum og moskusuxum.
Verð að lesa um þessa fjarlægu staði. Get þá dreymt mig þangað,,,eða eitthvað.

Landkönnuðir voru og eru enn hugrakkir. Eins og Vestur Íslendingarnir. Mynduð þið hoppa upp í bát sem væri að taka ykkur til lands sem þið hefðuð aldrei séð og til staðar þar sem þið kunnið ekki að tala tungumálið? Kannski myndi maður ekki hika við það ef von væri á betra lífi.

Veit það ekki. Get ekki sett mig í spor þessa fólks. En hugsa samt svoldið um það hvernig þetta hafi allt saman verið hér.

Í dag er jólamatur hjá NRI þar sem ég er að læra. Ég gerði svoldið sem ég hef aldrei gert áður, ég keypti niðurskurðartertu til að koma með. Heima bökum við hana alltaf, niðurskurðartertuna. Köllum hana þessu nafni því við bökum hana í skúffukökuforminu og svo skerum við hana niður. Vínartertu eins og hún er kölluð hér. Fann hana í besta bakaríinu. Seinast kom ég með vísunda chillí og þá voru allir að spyrja mig afhverju ég hefði ekki komið með eitthvað íslenskt.

Nú hér kemur þetta íslenska,,,,och well. Sybbbinnnn vaknaði klukkan 445,,,nú er klukkan bara 910 um morgun,,,best að drífa sig út á bókasafnið og í útréttingar. Geisp hvað mig langar samt bara að fara að lesa bækurnar mínar.
ó vá,,,,Never Ending story er í sjónvarpinu....þvílíkt skemmtileg mynd. Ætla að horfa á hana. Tröll og einhyrningar....allt sem allir halda að sé ekki til er í þessari mynd.
Ég mun vakna klukkan 445 í fyrramálið,,,til þess að fara í mjög svo stórann morgunverð sem er mjög svo snemma um morguninn. Allur ágóðinn af þessu rennur til þeirra sem þurfa peninga,,hummm, það eru svo margir sem þurfa peninga, er ekki alveg að skilja hvert ég er að fara er kallað Winnipegs Harvest,,er að fara með Roselle og Donald hennar kærasta. Svo verður bókamarkaður en Illugaskotta má ekki ALLS EKKI kaupa fleiri bækur. Þær eru svo þungar og munu kosta skottuna yfirvigt ásamt sinni yfirvigt

En Illugaskotta kaupir bækur frekar heldur en föt, snyrtivörur og annan óþarfa. Bækur eru þarfaþing, þær eru skemmtilegar og fallegar, og einnig góð einangrun á veggi. Þá þarf maður ekki að kaupa myndir og annað drasl.

Helvítis meðleigjandinn kom með partýskepnur heim í gærnótt, ég alveg uppgefin eftir ferðalagið. Komst ekki fram úr til þess að urra. Hins vegar var ég með hávaða í morgun. Það görguðu margar grágæsir í herberginu mínu og ég skildi allt sem þær sögðu.

Það er svo gaman að gera öðrum illt. Það sagði Láki Jarðálfur.

Fór í bíó með 3 vinum mínum, Lalít var að keyra, við flugum um göturnar. Því hann kann ekkert að keyra í hálku og snjókomu. Hummmm,,,,,,var búin að segja honum að vera ekki að bremsa. En við sluppum við allt rugl. Best að drífa sig í holuna og svífa inn í draumalandið...ps mig dreymdi að einhver væri búin að stela jeppanum mínum og selja hann til útlanda. Mikið var ég reið, ég var að springa. En komst ekkert því ég var með nýfætt barn á handleggnum...ruglið í þessum draumum. Þeir fara versnandi.

fimmtudagur, desember 04, 2003

Kom heim um miðnætti í gær eftir að hafa farið í veislu til Grassy Narrows. Allir komu saman í barnaskólanum, í íþróttasalnum, það var boðið upp á hádegismat og kvöldmat. En í millitíðinni voru lamdar trommur, mjög stórar sem karlmennirnir og strákarnir sátu í kringum. Einnig sungu þeir indíánasöngva. Raddir sem koma frá fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni. Þetta var ótrúlega gaman. Takturinn lætur mann dansa með fótunum. Dönsuðum og bara hugsaði mig eitthvað í burtu. Fengum tóbak eitt skipti í lófann, dansað með það og svo setur hver og einn sinn skerf af tóbakinu í poka sem eru utan á trommunum. Veit ekki alveg afhverju en mun komast að því. Einhver gjöf veit ég.

Nokkrir fóru í swead lodge en ekki ég, ég hitti Garry Raven, Garry Hrafn. Og ég fer að hitta hann á laugardaginn. Hann er outfitter, er með ferðir á kajökum inn í skóginn, tekur fólk á veiðar með sér í marga daga og svo er það besta, hann er medicen man!!!! það er æði. Hann sagðist ætla að hafa sweat lodge þegar ég kæmi. Eina sem ég veit um sweat lodge er að það er heitt þar inni, eins og í gufubaði og konur mega ekki fara í það ef þær eru á tungltíma/blæðingar. Þeir segja að þær séu of kraftmiklar þá og rugli jafnvægið í sweat lodginu.

Hann sagðist hafa unnið með forfeðrum mínum hér í Manitoba. Merkilegt allt saman.

Er annars að grafa mig í gegnum draslið í herberginu mínu, Manju segir að herbergið mitt sé eins og piparsveins íbúð. En ég er piparmey. Hvað er þetta pipar rugl? Hef aldrei skilið þetta pipar dæmi.

Hitta fólk og taka mig til það er svona allt sem ég er að gera þessa daganna.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Komin aftur í einhver próf,,,nú er það persónuleikaprófið,,,hér er mín niðurstaða...


CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
Kötturinn hennar Lycar heitir Rúllupylsa!!!!!! HAHAHAHAHAH,,,,,,,vegna þess að þegar þau eignuðust þennan kött þá voru sár á honum, sem búið var að sauma saman. Þau litu út eins og rúllupysla.....

Vinarterta, pönnukökur, hangikjöt, rúllupylsa, afi, amma.
Þessi orð nota þau enn þá í Gimli.
GIMLI!!!! Illugaskotta er búin að fara í menningarferðina miklu til Gimli ásamt Roselle, sínum einka bílstjóra.

Í gærkveldi var mér boðið í mat til Karenar og Desmonds og það endaði náttúrulega á einn veg,,,,,rauðvín, lítill svefn, og þynnka í dag. Ekkert annað.

En ferðin var frábær. Keyrðum til hennar frú Lycar. Hún tók okkur út um allan bæ. Fórum í bókasafnið þar var kort af Gimli og öll nöfn bóndabæjanna,,,þar á meðal hét einn bærinn Björk og annar Hnausar. Svo fórum við í barnaskólann að skoða huldufólkið. Þjóðfræðingurinn ég varð ógurlega spennt að sjá huldufólkið þeirra þarna í Gimli. Það eru sem sagt tveir dvergar með rauða hatta sem lifa á háaloftinu á skólanum. Þeir hoppa og skoppa út um skólann en voru einhvers staðar úti að leika sér þegar við komum. Það er búið að búa til 3 bækur um þessa tvo huldufólks dverga. Og smiða lítil húsgögn í húsið þeirra. Þetta var gaman að sjá.

Svo fórum við á safnið þeirra, horfðum á mynd um fyrstu lendingu Íslendinganna til Gimli. Þeir voru á prömmum sem voru dregnir af bátum. Stormur skall á og það var að skera prammana frá bátunum. Íslendingarnir ráku stjórnlaust um Winnipeg vatn en lenntu þar sem Gimli er núna. Um nóttina gisti fólkið í fjörunni og þar fæddist fyrsti Gimli búinn 1870 og eitthvað.

Svo fórum við að hitta gamla fólkið og spjalla á íslensku og ensku. Það var gaman en erfitt að tala við alla, mest allt heyrnalaust fólk.

Að lokum fórum við á staðinn þar sem Íslendingarnir lenntu. Á leiðinni til baka fór Lycar með mig að vikingnum sem er stytta úti á torgi og táknið fyrir Gimli. Hann er með hatt sem eru horn á!!!

Flestir sem búa þarna vinna í víngerðarverksmiðju sem framleiðir kanadískt whisky. Svo fórum við heim til Lycar, töluðum um íslenskan, kanadískan og úkraínskan mat. Roselle er ættuð frá Úkaínu. Lycar steikti fisk handa okkur og gaf okkur ís með heimgerðri íssósu úr rifsberjum. Sælgæti og ekkert annað. Þessi ferð var ótrúlega vel heppnuð.

Lycar sagði okkur að Íslendingarnir hefðu kunnað að veiða fisk, Úkraínumennirnir sem bjuggu þarna líka kunnu vel að yrkja landið og svo voru indíánarnir þarna sem kunnu á þetta allt. Allt þetta fólk bjó þarna og lærði af hvort öðru að lifa af í þessu landa sem er sjóðani heitt á sumrin en ískallt á veturna.

Ég er sybbin dagurinn á morgun fer í það að fara til Ontario að hitta Grassy Narrows aftur,,indíánana sem eru að minnast þess að á morgun er 1 ár síðan þeir lokuðu veginum fyrir loggurum,,,flutningabílum sem flytja trén úr skóginum þeirra. 3 tíma ferðalag og fullt af skemmtilegum hlutum að gera. Svita herbergi,,sweat lodge..og ég bara veit ekki meir.

mánudagur, desember 01, 2003

Rok, stingandi kuldi, sól. Mánudagurinn 1.desember er í dag. Það er furðulegt. Ég sem sagt fór út í sveit og gat ekki látið vita að ég myndi ekki koma í mat hjá fólki hér í Winnpeg. Var búin að tína fjandans símanúmerinu og helvítis tölvupósturinn kom alltaf til baka. Ég var að fara út í sveit og allt að gerast. Ég varð að fara án þess að afboða komu mína.

Jæja svo var ég með smá samviskubit yfir þessu. kom heim í gær,,,greyið fólkið var í stressi að eitthvað hefði komið fyrir mig!!! Skilaboð á símsvaranum mínum,,,og samviskubikið sem var þúfa varð að fjalli.

Jæja talaði inn á þeirra símsvara, en ætla að hitta konuna í dag. Biðjast afsökunar á þessu rugli.

Bestu kveðjur til ykkar frá Björk.
Sveitarferðin var með því besta og meira en nauðsynleg. Vaknað klukkan 5 á laugardagsmorgun, ég, Roselle,,hennar kærasti og hennar tengdó..étinn stór morgunverður, keyrt af stað. Farið í kaffi til afa gamla og sonarsonarins. Keyrt aftur af stað,,allir,,farið á dádýraveiðar. Veiddum eitt dádýr afi gamli skaut það. "God deam Yankees¨!!!,,,hann þolir ekki Ameríkana.

Jæja,,,sól og blíða,,gengið fram og til baka á þessum dádýraveiðum. Erfitt að útskýra en hefði verið skemmtilegra ef maður hefði líkað fengið að hafa byssu. Kannski seinna. Eitt dádýr hljóp rétt fram hjá mér. Veiðum hætt um hádegi. Farið heim, étið. Æft að skjóta úr riffli og keyrt heim til mömmu hennar Roselle. Fínt kvöld þar.

Sunnudagurinn fór í það að hitta Husky hunda eiganda. Um 40 hundar sem hann á, og ótrúlega fjörugir hundar. Mig langar í einn Husky hund,,,en þá verð ég líka að hætta þessum flandri...
Sniðugur gaur sem á hundana. Er með hundasleða sem hann æfir þá á. Hann á einnig viðasög sem er krafmikil og lítil. Hægt að taka út um alla skóga. Svo étið meir. Farið í risa göngutúr í þjóðgarði, snjór, frost, rok, frosin vötn, tré, bjórahús, bjórastíflur og fullt af alls kyns fótsporum eftir alls kyns dýr. Bjarnheldar ruslatunnur.


Kom heim klukkan 20 í kvöld. Seinasti dagurinn í skólanum á mánudaginn 1. desember. Dóttir bróður míns var skírð á sunnudaginn var. Hún heitir Kamilla Mist Leifsdóttir.

Farin að klára seinasta verkefni ársins. Bless,,ps ég er loksins útitekin, hefur ekki gerst lengi.

föstudagur, nóvember 28, 2003

Gaman, gaman,,,,þetta er búið. Allt gekk vel. Þarf núna bara að pakka fyrir sveitaferðina. Sól og kallt úti,,en logn. Bestu kveðjur þar til eftir helgi.

Á eftir að taka fullt af ljósmyndum,,,muna það... Deb frá Bangladesh gaf mér rosalega flotta hárspennu sem er gerð úr skeljum, spenna frá Bangladesh. Ég gaf honum harðfisk í gær með mér. Ég er alltaf velkomin í heimsókn til hans og einnig til Indlands,,,,ég mun fara.

Þá koma fleiri sögur.
klukkan er 745 um morgun. Vaknaði snemma til að senda póst til Íslands, skýrsluna mína fyrir sumarið 2003.

Er að fara í skólann til að æfa fyrirlesturinn einu sinni enn, svo byrjar þetta kl 930. Og verð búin með minn hlut um klukkan 10.

Allt breyttist, ég fer loksins út í sveit. Ætla að sleppa mat og öllu, bara fara út í sveit með Roselle. Við leggjum að stað klukkan 18, þá eruð þið að fara að sofa eða djamma þarna á Íslandi.

Farin út. nú er gaman.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Um þetta leyti á morgun er ég frjáls!!!! Jú hú....nóg að gera, partý annað kvöld, matarboð á laugardaginn, risa morgunmatur á flottasta hóteli borgarinnar með meðleigjandanum og vonandi kemst ég líka í bíó þá.

Það er búið að auglýsa fyrirlesturinn minn út um allan háskólann,,,,ég er ekki að gera mér grein fyrir því hvað það gætu komið margir...kannski bara 1 eða 50 manns,,,engin veit.

Þetta verður spennandi,,,,ég mun sem sagt tala um sjálfan mig,,,nú já var beðin um það,,,það verður ein alsherjar lofræða, svo á ég að tala um bókina mína,,,og svo ætla ég að einbeita mér að því að fjalla um hin íslensku skrímsli og hina íslensku drauga.

Bestu kveðjur,,,frá Illugaskottu sem er að fara út í langan göngutúr og í hópavinnu sem er sko í 40 mín,,göngu fjarlægð frá húsinu mínu. Það eru um það bil 2.8 km myndi ég segja.
Sá á mbl.is að rammaáætlun er komin út. Auðvitað er Jökulsá á Fjöllum þar inni og Landmannalaugarsvæðið. En Landmannalaugarsvæðið er alltaf kallað Torfajökulssvæðið, því almúginn í landinu veit ekkert hvar Torfajökulsvæðið er. Og það vita þeir sem eru að gera þessa skýrslu og nota það óspart.

Jæja þá,,,þá eru sem sagt dauðadómur Dettisfoss og fleiri fossa í Jökulsá kominn fram á sjónarsviðið. Einnig er dauðadómur kveðinn upp yfir Landmannalaugarsvæðinu sem er það svæði sem hvað flestir koma á sem koma á hálendið. Ég skil ekki þessa virkjana greddu í stjórnvöldum Þau eru huglaus og duglaus. Vilja bara fara í verklegar framkvæmdir,,,en láta hugvit eiga sig. Allar milljónirnar sem fóru í þessar rannsóknir. Ég er orðlaus.

Hvað með að láta eitthvað af þessum peningum frerkar til annarar atvinnuuppbyggingar sem kallar á fólk í meira uppbyggjandi störf fyrir landið?????

O dæs,,,ég er alveg óhress með stjórnvöld og þeirra stefnu í orkumálum og hvað þau sniðganga þá sem eru að gera góð verk,,,þá vil ég benda á Galdrasýningu á Ströndum bara dæmi af mörgum öðrum dæmum. Hvað eru 7 milljónir miðað við 255 milljónir!!!! Þetta er klikkun.

Ég vil að stjórnvöld fari að horfa meira á einstaklinginn og hans krafta og hans sköpun. Ekki á þetta djöfulsins iðnaðarkjaftæði endalaust.

Nú er ég fúl,,,enda ekki búin að fá mér morgunmatinn. Best að grilla beyglu og beyglast við það að koma mér í gott skap.
Geisp sofnaði, einum of erfitt fyrir mig að vinna á kvöldin í hópaverkefni,,,vinn best á morgnana.

Birnir eru ógn við fólk í sumum bæjum í Canödu. Ráðast í ruslið og á fólk. Þannig að það er farið að skjóta þá niður inní bæjum.

Quebeq þar eru þeir að setja upp beitur,,kleinuhringi, og svo skjóta niður birnina. Þetta er orðið mál sem allir eru fúlir yfir. Það eigi ekki að leyfa veiðar inni í bæjum. Jæja farin á fund.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Allt of mikið í boði,,verð eins og krakki í sælgætisbúð, ég vil allt. Get ekki valið hvað ég skuli gera. Nú þarf ég að verða útsjónarsöm og hugsa vel. Hugsa og pæla veit ekki hvað ég á að gera. Skrattans helvíti..get ekki sagt ykkur hvað þetta er. Bara mál sem snertir lokaverkefnið mitt.

Hugsa og pæla,,,meira hópaverkefni í kvöld. Ætlum á skauta á morgun. Það verður gaman. Þurr í augunum, of mikil linsu notkun það verð ég að segja. Úlfar inni í tölvunni minni. Spanngóla. ætla að leggja mig aðeins

Verið að frumsýna bíómyndina Timeline, las þessa bók þegar ég var að vinna í Landmannalaugum um vetur. Þetta er ein sú skemmtilegasta vísindaskáldsaga sem ég hef lesið. Vissi að mynd sem yrði gerði eftir henni yrði snilld,,á bara eftir að sjá hana
klukkan er 1:15 um nótt en fólkið er að skríða af stað á Íslandi 7 um morgun.

Ég var að koma frá hópavinnu fundi. Við fórum að fá okkur að borða og það var fyndið. Barþjóninn þjónustaði okkur með matinn en við vorum 2 þarna á risastórum veitingarstað. Barþjóninnn settist hjá okkur og byrjaði svona rosalega að daðra við Illugaskottu og Carrie-Anne,,,Illugaskottu varð ekki sama, kann ekkert á daður og allt sem því fylgir. svo hætti hann ekkert þessu og hélt áfram að daðra. Jæja þetta var farið að vera vandræðalegt. Illugaskotta kunni ekkert á þetta allt. Naut þess bara að éta sinn uppáhalds mat, burritos með osti og grænmeti, og drekka sitt kók úr glasi á fæti.
Svo beindi hann öllu daðrinu á Illugskottu. Sem fór í kerfi og fattaði ekkert þessi skilaboð. Hann var alltaf að koma til að bæta í glösin og segja eitthvað.

Jæja svo vorum við að fara og Illugaskotta hélt að þetta væri nú búið,,maturinn var frábær og einnig þjónustan,,en óvenjuleg þjónusta þó. Þá tók hann í hendina á Illugaskottu,,,hélt fast, horfa í augu allt þetta kjaftæði,,og sagðist vilja að hún kæmi aftur og hann myndi leita að henni. HVAÐ ER ÞETTA!!!???? Var Illugaskotta í gamanmynd eða grín leikriti... Fai Fai var líka komin á svæðið hin vinkona mín,,,hún og Carrie-Anne sátu og horfðu á gjörsamlega agndofa. Þar sem barþjóninn hélt lengi og fast í hendi Illugaskottu. Illugaskotta barðist við að rífa hendina til sín en ákvað að hegða sér og vera ekki dónaleg.

Svo fór hann og þá var farið að flissa og svo var hlegið...við görguðum af hlátri....já þessi estrogen og testosteron eru rosaleg!!! Ha gott fólk!!! Þetta var fyndið svo fyndið og sérstaklega vegna þess að Illugaskotta gerði ekki neitt nema vera bara þarna en hann gjörsamlega fríkaði.

Södd, líður vel eftir góða hópavinnu og gott kvöld úti að borða Burritos..ps þetta er í annað skipti sem ég og Carrie Anne förum þarna,,og kaupum okkur það sama að borða...

Góða nótt




Kvef og þótt ég taki lýsi!!! Mig vantar ýsu, rúgbrauð, kartöflur úr kartöflugarðinum heima á Blönduósi og íslenskt vatn!!! svo fá mér kaffi og mjólkurkex í eftirrétt og hlusta á fréttirnar í hádeginu. Einhver draumsýn sem veldur því að ég sé þetta í hyllingum. Furðulegt

Fékk bréf í dag og set það hér inn því Illugaskotta varð kát með það, alltaf gaman að vita að fólk er að lesa bloggið mitt.

Sæl og blessuð.
Mig langaði bara aðeins til að segja þér að ég hef mikla ánægju af því að lesa bloggið þitt. Ég fylgist sem sagt óreglulega með síðunni svona aðra hverja viku sem ég er að vinna. Ég er sem sagt vistarvörður hér á heimavistinni á Hvanneyri. Við sátum gegnt hvor annarri í afmælinu hjá henni Ásdísi (Snúllu) í vor.
Sem sagt ég er í skóla eins og þú en þarf bara að lesa enskar bækur en ekki segja frá þeim eða taka próf á því tungumáli. sem betur fer það yrði ekki mikið úr mér þá!!!
Vonandi gengur allt vel hjá þér í framtíðinni.
Bestu kveðjur,
Hafdís.


Þeir sem ekki vita þá er Ásdís mamma hans Jóns Strandamanns. Ég og Ásdís eigum afmæli sama dag, og það var frábært að fara í afmælið hennar. Ótrúlega stór og skemmtileg veisla. Eins og það hafi gerst í gær, en það var 16.apríl.

Að sögn Adda og Jóns þá erum við líkar í háttum, en læt það liggja milli hluta á hvern hátt.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Þriðjudagur. Lestur um East Shore Wilderness area. Sem ég og minn hópur verðum með fyrirlestur um. Það snjóar og ég hef lítið að segja.

Er að fá kvef. Kitlar í nefið, langar að hnerra en get það ekki. Át beyglu í morgunmat með smurosti, gúrku, tómötum, cheddar osti,,og nescafe með,,,svona mokka nescafé.

Margt að gerast og hlakka til næstu viku. Þá fara til Gimli og um helgina þar á eftir fara til Hollow Water og búa þar yfir helgina. Taka viðtöl og eitthvað skemmtilegt indíána stuff. Gott að vera hér í höllinni minni. Hef komist að því að maður á ekki að búa stórt. Eitt herbergi með sítengingu, rúmi,,bókahillum og bókum er nóg fyrir mig.

bless frá Björkinni.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Úffffff,,,,,þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Segi ekki annað. Mætti í skólann snemma,,,fékk að svitna og bíða eftir að vera með fyrirlestur. Svo var allt í einu komið að mér. Ég var frekar róleg, þar til ég týndi einni glærunni og ruglaðist á línum. En allt fór vel. Svo sagði ég þjóðsögu í endann af Kiðhús sem segir frá hvernig fléttur og skófir urðu til. Bekkurinn veltist um af hlátri því ég skreytti söguna svoldið og breytti, til að hún myndi passa fyrir hópinn.

En þau eru þarna að príla upp stigann kallinn og kellingin með graut fyrir Maríu mey,,,,,,,,og svo bara falla þau til jarðar. Og fléttur og skófir í dag, eru heilasletturnar úr þeim og grauturinn sem hún María mey átti að fá. En þau sem sagt duttu til jarðar því kallinn horfði of mikið upp undir pilsið á kellingunni. Honum byrjaði að svima, jú víst vegna þess að þau voru komin hátt upp stigann,,eða kannski vegna þess að hann glápti svo mikið....og þau drápust. En við höfum fléttur og skófir,,mikið er ég ánægð. En ruglingslegur texti,,,enda er ég frekar rugluð í dag.

Er syfjuð og ætla að búa til stóran kvöldmat.

Hérna eru skilaboð frá vísindamönnum sem hafa verið að rannsaka norðurskaut jarðar.

The planet is in big trouble, what happens to the planet happens first for the Artic

Þessi hræðslu áróður gerir mig pirraða. Auðvitað eru einhverjar breytingar í veðrinu en það er erfitt að segja afhverju. Bæði breytingar sem tengjast náttúrunni og athöfnun manna. En ísinn er að hverfa hratt og bæði fólk og dýr á norðurheimskautinu hafa þurft að breyta lífsmynstri sínu. Erfitt að fara um þegar lítið er um ís og erfitt að veiða sel á ís,,,þegar það er ekki ís.

Eitthvað er að gerast, en hvað er þetta eitthvað? og afhverju eru þessar breytingar? Því getur enginn svarað.
Í sumar setti ég upp skilti með Vegagerðinni á Húsavík. Skilti fyrir Herðubreiðarfriðland, fyrir Öskju og fyrir Hvannalindir. Í tveimur af þessum skiltum eru villur. Það er óþolandi að það séu villur í textum og rangfærslur.

Er að fara í skólann eftir hálftíma. Nú verður gaman.
Ég hef ekki verið svona södd síða á jólunum í fyrra!!!! mig langar til þess að deyja úr alsælu...... grænmetislasagnea frá Kareni er guðdómlegur matur. sá besti sem ég hef smakkað síðan ég kom hingað...og hin ægileg framsaga er á morgun. ælta að líta á þetta sem einn andskotans alsherjar helvítis brandara..sem það og er. en verð samt að viðurkenna að mér kvíður fyrir...þegar ég fæ fræðilegar spurningar á klikkaðri ensku þá verð ég ægilega stressuð..... en mun skrifa á morgun um það hvernig gekk

Fékk frábæra hugmynd í dag. Var að tala við Roselle í dag. Hún var alveg gáttuð á því að ég væri ekki búin að fara upp til Gimli. Sem sagt, ég ætla að fá lánaða videomyndavél frá NRI, þar sem ég er við nám og gera heimildarmynd af minni fyrstu heimsókn til Gimli. Fara í heimsókn til konu sem þegar hefur gefið mér símanúmerið sitt, fara á elliheimililið og í fleiri heimsóknir. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt. Vá ein og hálf rauðvínsflaska í kvöld. Heilinn á mér er dofinnnnnnnnn.,,,maginn er fullur og ég ropa eins og andskotinn.

Bestu kveðjur frá Björk Bjarnadóttur Kanödu búa....sem skilur ekkert í bankamálum Ísalandsins bláa..

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Kuldinn er fínn og mikill í dag. Kuldaboli á heima í Manitoba yfir veturinn og hefur gleymt að Ísland er til.

Manju er orðin brjálaður, foreldrar hans hringdu í hann í gær,,,foreldrar hans vilja fá hann til Indlands,,svo hringdi víst kærastan hans í hann líka hún er við nám í usa,,og hann sagðist hafa öskrað á hana. Hann er orðin brjálaður út af skólanum....kenning Illugskottu eða bara öllu hinu bullinu líka...

Við munum skemmta okkur vel eftir 5 daga,,,,fimmmmmm daga!!!!!
Þvottavélin át uppáhalds hanklæðið mitt!!!! Reif það og tætti, gamla góða mynda handklæðið mitt,,,Illugaskotta er ekki hress með það.

Þvottavélarnar hérna eru einum of brjálaðar og árásargjarnar,,,minna mig á grimmar manneskjur. Hlífa engu og bara tæta þetta í sig. Mér kvíður alltaf fyrir því að sjá fötin mín koma úr þvottavélinni,,,þau eru öll eitthvað að slitna í vélinni, enda þvæ ég sjaldan.

Annað skrítið það sem ég hef verið að upplifa er það að þegar ég fer í sund þá fer liðið ekki í sturtu áður en það fer í pollinn. Og ef það fer í sturtu þá er það í sundfötunum. Einnig eftir sund þá þvo kellurnar sér í sundbolunum!!! og líta á mig sem hinn mesta dóna að vera ekki í sundfötum þegar ég er í sturtu. Gefa mér svona augnatillit sem þýðir,,,,"þú ert dóni". en ég held bara áfram að vera dóni,,og gef ekkert eftir.

Asnaðist til að hlusta á RÚV fréttir þegar Dabbi var að þenja sig yfir því að hann hefði nú tekið út 400.000 þúsund krónur....

MÉR ER SPURN. Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn vildi, einkavæðingu. HVAÐ ER ÞESSI KALL AÐ BAULA!!!! Þetta er hans flokki að kenna,,hans flokkur ruddi brautina fyrir svindlið og spillinguna sem umvefur íslenskt peningasamfélag í dag. Hana nú!!!!

Svo á maður ekki að æsa sig yfir stjórnmálamönnum og kannski er ég búin að misskilja þetta allt saman.
Núna þegar húsið þeirra er að verða tilbúið eftir mikið streð og erfiði, þá eru þau ekki vinir lengur. Farin að rífast og allt í rugli.

Elgshaus,,saltstangir og tv ekkert er betra.
nú liggja danir í því vegna þess að helgin er næstum því á enda og ég á að vera með fyrirlestur á mánudaginn um lokaverkefnið mitt,,og hef ekki alveg klárað hann. Æji þessi vika verður eitt stress og svo er það búið.

Var með Carrie-Anne að versla í dag. Fann buxur, fyrir 2800 krónur!! ekki slæmt það fyrir þessar fínu hermannabuxur. Kringlan var full af fólki,,hávaði, birta, stress. Var geispandi og gapandi.

Ein sú fyndnasta mynd í heimi er í sjónvarpinu " The Money Pitt" með Tom Hanks og kellu sem ég man ekki hvað heitir. Þau kaupa hús sem er gjörsamlega ónýtt en þeim finnst það svo fínt. Núna er hann sem sagt fastur í gólfinu. Sem sagt það var gat á gólfinu en einhver hafði bara sett mottu yfir það. Tom Hanks gengur yfir gólfið, ofan í holuna og mottan með. Hann situr fastur þarna með hendur og allt fast..hahahha,, Ég og Hildur frænka mín köfnuðum næstum því af hlátri þegar við horfðum á þessa mynd. Konan hans finnur hann ekki því hausinn og axlirnar standa bara upp úr gólfinu,,er á bakvið stól...hahahaahha,,,hann er svo fastur í gólfinu.

Tom Hanks lítur út fyrir að vera 18 ára!! Vá hvað tíminn líður.

Strompurinn hans var bara að falla niður og í gegnum eldstónna...þetta er einföld og fyndin mynd. Þær eru bestar.

Hjónin búin að ákveða að vera ekki vond við hvort annað þótt húsið sé að hruni komið og verkamennirnir séu búnir að hamast á húsinu þeirra í 4 mánuði í stað tveggja vikna!!!!...þau eru næstum því að drepa hvort annað hahahhahahahhahaaaaaaa,,,,



laugardagur, nóvember 22, 2003

Hann Siggi vinur minn í sveitinni sendi mér rosa vísnabálk en ég mun setja einungis eitt erindi hér úr þessum sniðuga bálk. Kannski eitt á dag??? Halldór á Svínafelli í Öræfasveit samd þennan kvæðabálk . Þessi marga bálka flokkur fjallaði um vesen sem nokkrir bílstjórar hjá Austurleið lenntu í á Fjallabaksleið í sumar. Fjallabaksleið liggur inn í Landmannalaugar. Vísurnar eru fullar af húmor og snilld. Ég birti þetta hér án leyfis frá Halldóri, en held að honum sé sama. Annars verður hann bara bandbrjálaður, en hef nú aldrei séð hann þannig.....

Á Fjallabaksleið var fjandinn laus
og flest allt var komið úr skorðum
í ströngu þar bílstjórar stóðu á haus
um streðið nú fara skal orðum.


Tveir kaflar eftir, um dagleg störf og fræðslu og niðurlag og smá í kaflanum "Upplifun landvarða sumarið 2003"

Þessi skýrsla er góð þótt ég segi sjálf frá. Ágætis skýrsla sem kemur fólki til að hugsa. Það er málið með þessari skýrslu líka. HAHAHHA,,,,,BEST AÐ HÆLA SÉR, enginn gerir það nema ég. Trallla,,,tralla la...ætla að gefa mér gallabuxur í gjöf í dag, fyrir það að hafa tekist þetta skýrslu dæmi......

Vantar bara að fá póst frá tveimur landvörðum sem voru að vinna með mér í sumar og þá verður þetta fullkomið. Mun þó ekki skila inn formlega því það eru engar myndir núna,,,allar fastar hér og þar í tölvunni og hef ekki forrit til þess að gera þetta allt saman.

Kemst saman í janúar, þegar ég fer í ærlega tölvukennslu í Jöklasels skólanum.

Mér finnst íslenskan mín hafa versnað,,,dæs,,jæja þá það, ég er þó betri í ensku en ég var.

já smá annað, Deb kallar mig "his grandmother" og hann kallar Manju "his grandfather"....bullið heldur áfram í hringi.
Ég sit hér heima með kveikt á gömlu tölvunni minni sem ég skrifa allt í og kveikt á þeirri nýju sem er samband mitt við alheiminn. Ég er búin að stúta einum Elgs haus,,,bjórinn heitir það. Ég er að skrifa skýrslu sumarsins 2003. Þetta eru drög, engar myndir bara texti.

Myndirnar koma seinna. Erfitt að koma orðum rétt og fínt á blað. Ein vika eftir. Margt að gerast. Er að komast líklega í samband við fleiri Indíána, til þess að taka viðtöl við og já, búa hjá í smá tíma. Komast í Sweat Lodge, ekta sko!!! Ekkert íslenskt bull,,nei,,þetta er sko ekta,,,veit varla um hvað ég er að tala, hef aldrei prufað Sweat Lodge en þetta er ekta. Allt sem er ekta er gott

Veðrið er búið að vera kallt 13 stiga frost og sól. Það er gott veður.

Kringlan á morgun með Carrie-Anne, við ætlum í búð sem er fyrir hávaxnar stelpur!!! það verður fyndið. Carrie-Anne er já um 185 cm á hæð,,,hún er Úkraínumaður, Svíi, Englendingur og eitthvað.

Farin að pikka inn skýrslu og halda áfram að tala vel um landverði og náttúruna. Hlátur og gnístran tanna.

föstudagur, nóvember 21, 2003

Fórum út að borða ég og Carrie-Anne í gærkveldi,,og oj oj oj,,ég er enn þá með skrítið bragð í munninum,,,svínabitum stráð yfir allt draslið,,og svo vont og ógeðslegt svín. Ég er svín

En þegar ég kom heim um 11 í gærkveldi þá var slökkviliðsbíll fyrir utan húsið. Það hafði sprungið vatnspípa á fimmtu hæð. Ég bý á fjórðu hæð,,og það hafði flætt vatn út um allt!!! þar,,og ofan í íbúðina við hliðina á mér,,en mín íbúð slapp!!! sem betur fer.

En svo fór eldvarnarkerfið tvisvar sinnum í gang eftir 11 og engin sagði okkur hvað gengi á..og já. Ef það verður eldur þá bara bjargar hver sér. Enginn að skipta sér af manni.

Dreymdi fúla drauma og svaf illa, og ætlaði ekki að nenna í sund. En fór í sund, og fraus næstum því á leiðinni, því það er bara 13 stiga frost úti.

Horfði á fyrstu DVD myndina í tölvunni minni í gær "Ghost ship". Furðuleg draugamynd. Er að pikka þetta með frosnum puttum,,,og er á leiðinni í næst seinasta tímann minn. Þegar skólinn er búinn þá ætlum við Manju og Carrie-Anne að gera svo marga hluti sem maður gerir ekki þegar maður er sífellt að gera verkefni.

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Ef ég væri skáld þá myndi ég búa til ljóð en er ekki góð að búa til ljóð,,hef aldrei alveg dottið inn í höfustafina gömlu og allan þann lagabálk

Jane sagði að ég og Manju værum skrítin. Því við gerum grín af öllu en hún skilur samt ekki grínið, því við skiljum það bara. Gerðum grín af henni í allan dag í tölvustofunni,,,hún var að missa vitið, var að reyna að skrifa eitthvað, tölvan hans Manju er fyrir framan hennar...og hann var alltaf að trufla hana.

Jane er sú sem spurði gaurinn frá Banglahdes hvort hann hefði drepið einhvern. Við Manju höfum hins vegar ekki drepið neinn í dag,,furðulegt. En höfum haft svo margt annað að gera en að drepa einhverja.

"How many?" spyr Manju mig "just four" segi ég,,,,bara svona..ekkert öðruvísi.

En sem sagt við Manju erum systkin, Deb er faðir okkar. Og Deb kallar Manju afa sinn!!! Þetta er frekar súrt rugl,,en kemur okkur til að hlæja endalaust.

Annað kvöld ætlum við nokkur úr bekknum að fara heim til Jane og elda saman indverskan mat..versla fyrst og svo koma allir með eitthvað heim til hennar til að elda það. Ég og Manju ætlum að gera indverskt brauð og einnig karrý hrísgrjón,,,almennileg. Svo mun ég kenna Fannari bróður að gera búa svoleiðis til, en hann elskar karrý hrísgrjón.

Annars hef ég ekkert fleira súrt að segja,,matarboð annað kvöld og líka á laugardagskvöldið.

Dæs,,,

Uppáhalds bloggið mitt er bloggið hennar Dagrúnar Strandastelpu. Fyndið, skemmtilegt og áhugavert blogg. Flott ljóð sem hún býr til og svo er hún skemmtileg stelpa.

Er búin að vera inni í allan dag!!! að lesa og læra og lesa og læra..kallt úti og hlakka til að fá vindinn í andlitið.

Dúnúlpan bjargar lífi mínu hér i hinu þurra og kalda veðri sem er hér.

1 vika eftir í skólanum og verð með 2 fyrirlestra í næstu viku.

Mér finnst oft eins og ég sé kynningarfulltrúi fyrir hið Íslenska ríki. Ég sé sneiðmynd af því hvernig allir séu á Íslandi, eins gott að standa sig og vera dugleg glymur inni í hausnum á mér alla daga. Og í fyrirlestrum hér þá verð ég ægilega stressuð, er hrædd um að það séu stafsetningarvillur í glærunum eða ég sé að segja vitleysu, ég gleymi orðum og þá frís allt. En svo fer ég þarna upp á aftöku pallinn það kalla ég pontuna og stressið hverfur, því ég passa mig á því að tala um það sem mér finnst skemmtilegt....en veit samt ekki hvort það sé nokkurt vit í því.

Ég verð með fyrirlestur um íslensk skrímsli og aðra óvætti þann 10.desember í Íslenska bókasafninu.
Það verður boðið upp á Vínartertu og margt annað góðgæti.

Hlakka til.

Bestu kveðjur til ykkar frá Illugaskottu bandbrjáluðu sem ætlar aldrei í kjól því það er ekki hægt að hreyfa sig í þeim.
Fór á pöbbinn með nokkrum bekkjarfélögum og ég lykta ekki af sígarettum vegna þess að það er bannað að reykja á öllum krám og veitingarstöðum í Manitoba!

Hvað finnst ykkur um þetta lesendur góðir?

Fimmtudagur á morgun og ekki sveitarferð, ó skít!!!! fúllt!!!!,,,,,,fjandans helvíti..

grái kallinn labbaði framhjá mér í dag og mér fannst hann senda mér mjög slæma strauma. Er þannig bara með sumt fólk. En grái kallinn er sá sem er með mér í tímum sem formar skoðanir sínar eftir hvað öðru fólki muni finnast.

Hann gerði Illugaskottu alveg bandvitlausa í september. Ég hef ekki talað við hann síðan. Enda var hann líka að reyna að stjórna mér og þá verður bleik brugðið og bleikur fer að slá og andskotast!!!!!

En grái kallinn er í trúarhóp sem kallar sig Mennonite. Fólk sem flutti frá Þýskalandi hingað til lands fyrir um 300 árum. FóLk sem trúir að konan eigi að vera heima sjá um börnin, allir eigi að lúffa fyrir eiginmanninum því hann veit allt, kann allt og hefur peningavöldin. En sem sagt búa um alla Ameríku og eru í Suður-Ameríku. Í Suður-Ameríku í Menonite samfélögum er þetta þannig að konurnar eiga að vera í kjólum, enginn má nota getnaðarvarnir og fólk á alls ekki að mennta sig meir en grunnskóla....engin má drekka alkóhól,,,fólk má varla brosa.

er að ýkja með brosið,,,

Öfgar og trú.

Veit ekki hvað þetta er?????? furðulegt dæmi sem mér finnst einkennast af kúgun.....

En ég er bara íslenskur draugur í kandísku samfélagi sem sér hlutina öðruvísi.

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

hahahha,,,,,hún Hugrún litla systir mín er æðstistrumpur!!!!! ahahahahha,,,,,nú hlæ ég. Var að tala við hana á messanum.

Bara fyndið.
Var að koma úr sundi, þvílík snilld að synda. Var að skoða stærsta stökkbrettið, humm, já. Á eftir að klífa það og skoppa af því á bólakaf í þessa ótrúlega djúpu laug.

Vantar nokkra stökkbrettara með mér, sem ég hef verið að æfa með, knáir piltar það. Óhræddir og frumlegir.

Fundur, hópavinna og verkefni. Það ganga dagarnir út á hér í náminu.

Farið að kólna aftur í veðri sem er gott, sef alltaf með opinn gluggann og loksins er farið að koma eitthvað kallt súrefni aftur inn í herbergið.

Mikið er allt skrítið hér í fréttunum í Kanödu. Það er fjallað um allt á svo flatann hátt. Meina bara fréttin, aldrei viðtal við einn né neinn sem er á staðnum. Aldrei upplifun fólks bara túlkun fréttastofunnar, sem þýðir að það er allt ritskoðað áður en það er birt. Mínar samsæriskenningar eru svona.

T.d varðandi heimsókn heimskasta forseta allra tíma en samt þess valdamesta. Bara sagt, hann er í Englandi, það eru mótmæli, hann verður í 3 daga. Búið og bless.

Hvar er raunveruleikinn? Kannski er þetta bara raunveruleikinn? Maður á ekkert að vera að hugsa eða ræða málin, bara hlusta og samþykja. Þannig er það hér finnst mér.
Dýragarður, fullt af furðulegum dýrum sem ég hafði aldrei séð áður.

Mikið um uglur,,,,mjög margar snæuglur og dveruglur. Flest þau dýr sem eru í útrýmingar hættu í heiminum í dag, hafa ekki pláss,ekki jafnvægi í heiminum of margar manneskjur sem taka búsvæði frá dýrum.

Leðurblökur eru flott dýr, mýs með vængi, sem borða banana. Einnig tígrar, tveir og fjallaljón. Birnir,skógar og ísbirnir.

Margir apar, sumir voru kátir aðrir eitthvað annað að hugsa.

Vonandi, vonandi kemst ég út í sveit um helgina, kemur í ljós eftir því sem líður að helginni.

Ef ég fer þá fer ég á dádýraveiðar með Roselle og einhverju sveitagaurum þarna. Þá verður vaknað snemma kl 5 um morguninn og farið út í skóg.

Puntsvín eru í Kanödu, moldvörpur, elgir, dádýr, hreindýr, refir, úlfar, birnir, fjallaljón, fjallageitur, þvottabirnir þjófar, kanínur, íkornar, villihestar, bjórar, gaupur, og fleiri dýr sem ég veit ekki hvað heita á íslensku, man það ekki núna.

Úti í sveit þá fer maður ekki bara í göngutúr hugsunarlaust.

Maður getur verið étinn af birni, maður getur rekist á úlfa eða fjallaljón. Ef maður hittir björn sem er með húna, þá á maður að bakka ekki hlaupa á braut. Ekki horfa í augun á birninum heldur tala rólega og reyna að koma honum í aðra átt en maður er að ganga í. Helst er það að reka birni á braut að hafa hátt, en þeir eru mjög varasamir ef þeir eru með húna.

Bjórar eru verkfræðingar í Kanödu, myndu keppa verklega við LV ef þeir ættu heima á Íslandi. Miklir stíflugerðarsnillingar. Þeir eru sífellt að. Naga niður tré, draga drumba í grenið sitt og styrkja stífluna sína. Svo veiða þeir fiska í lóninu sínu.

Fyrir nokkrum árum þá brast bjórastífla í Ontario fylki, sú stífla tók aðra bjórastíflu og svo koll af kolli þar til stór flóðbylgja komst af stað og hún tók í sundur mikilvægan veg í Ontario fylki. Stíflurof er þetta kallað hjá Landsvirkjun. En þeir hjá Landsvirkjun vita nákvæmlega hvað mun gerast við öll stíflurof á Íslandi.
Hvað myndi gerast ef stíflan heima í Blönduvirkjun myndi bresta?

Ekki er vitað með stíflurof bjóra. Þeir eru eigin herrar og gera það sem þeim dettur í hug.

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Og bullið heldur áfram í því að segja okkur hver við erum,...Ragga vinkona er með þetta dýrapróf hjá sér og ég tók það og ég er ..


..


Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz




Já,,,hvað ætli það verði næst,,,hummm,,,,veit nú ekki alveg,,ætla ekki að opinbera mig hér á blogginu, en þetta er fyndið...

Ragga er kanína, ég er köttur.
Tók STRUMPA PRÓFIÐ, sem ég fann hjá Adda.

Og ég er málara strumpurinn. Strákur sem vinur minn leigði hjá fyrir um ári síðan,,átti allt strumpa liðið,,,það fannst mér skrítið. Hann átti strumpahús, allt strumpa draslið..en kíkið á hvaða strumpur þið séuð.


Find your inner Smurf!


Elgir (Moose) eru vandamál í Nýfundnalandi, því þeir eru svo margir og valda umferðaslysum.

Þeir sáust fyrst þar árið 1909. Sá sem sá elginn, hélt að hann hefði séð djöfulinn. Hann skaut djöfulinn og fór svo heim á kajaknum sínum og sagði öllum að hann hefði hitt djöfulinn og skotið hann.

Við nánari athugun sást að djöfullinn var elgur, sá fyrsti sem sást á Nýfundnalandi.

Þetta er falleg eyja, há fjöll, stórir skógar og vötn.

Núna eru elgir kallaðir djöflar í Nýfundnalandi svona óbeint þó,,,í tengslum við söguna 1909,,, því þeir valda einu umferðaslysi á dag að minnsta kosti. Um 900 kg dýr sem ekki er sniðugt að lenda í árekstri við og einnig er þessi mikla fjölgun þeirra á eyjunni sögð stofna vistkerfinu þar í hættu.

Vörubílstjórar eru með risa grindur framan á bílunum sínum. En málið er að það eru fáir óvinir þessara dýra á eyjunni. Nema bílar og skógarbirnir. black bear. En þeir ráðast bara á kálfanna,,,þeir eru það sem skógarbirnir ná. En á meginlandinu þá eru fleiri óvinir sem elgir eiga við að etja, óvinir eins og úlfar. Elgir eru kallaðir risa kanínur, því þeir éta svo mikið.

Rakst á flakki mínu um vefinn á þetta ljóð sem tengist Íslendingum í Winnipeg

Í kvæðinu Winnipeg Icelander skopast Guttorm J. Guttormsson að málfari þeirra Íslendinga sem settust að í Winnipeg. Haldið er þeim engilsaxneska sið í kveðskap að hefja hverja línu með upphafsstaf.

Eg fór on' í Main street með fimm dala cheque
Og forty eight riffil mér kaupti
Og ride út á Country með farmara fékk,
Svo fresh út í brushin eg hlaupti.
En þá sá eg moose, út í marshi það lá,
O my- eina sticku eg brjótti!
Þá fór það á gallop, not good anyhow,
Var gone þegar loksins eg skjótti.

Eins og lesendur þessara síðu hafa tekið eftir þá er ég alveg hundleiðinleg þessa daganna, einna leiðinlegust við sjálfa mig. Beiti mig aga til þess að mæta í bulli bull og bulla eitthvað bulli bull í þessum skóla.

En langar til fjalla, til sjávar og stranda. Væl myndi ég segja. En svona er þetta bara. Þetta er ekki mitt umhverfi. Skrattans vesen hvað umhverfi hefur mikil áhrif á mann, það skiptir öllu máli.

Forseta fíflið hann Bush var í viðtali í sjónvarpinu í gær, djöfull er hann heimskur!!!

"Við Bandaríkjamenn berjumst fyrir friði, við ætlum að koma á lýðræði í Írak og frelsið er mikilvægast"

Oj maður! Hver í heiminum myndi bera virðingu fyrir einhverjum sem ryðst inn í landið manns, segir manni að koma á lýðræði og að þeir fari ekki fyrr en lýðræðið er komið. Það er ekki hægt að koma á lýðræði einn, tveir og þrír í landi sem hefur ekki þá sögu. Þjóðir byggja allt á sögu og reynslu.

Hvað er svo sem lýðræði annað en of nauðgað orð?

En Saddam Hussein? Hann var ógn við allan heiminn og sína eigin þjóð? Rétt, en hann er það ekki lengur. Hunskist í burtu frá Írak....og svo kom ógnar mikið bla hérna frá mér,,,ógnar leiðinlegt bla.....

mánudagur, nóvember 17, 2003

Hugmyndir eru til skemmtilegar. Sérstaklega þegar maður getur komið þeim í framkvæmd. Er núna til dæmis að fara að bóka miða til Íslands. hummm það er furðulegt, en kem samt ekki fyrr en í janúar. Til að vinna. Það verður skemmtilegt.
Fékk hugmynd í fyrradag,,,um að setja pinna í augnabrúnina á mér. Er ekki viss, Carrie -Anne bekkjarfélagi minn sagðist þekkja fólk sem hefur orðið blint eftir að það fékk sér lokk í augnabrúnina. Því það kom sýking í sárið og allt fór í rugl.

Jæja bara. Langar að gera eitthvað sem brýtur daginn upp, eins og fallhlífar stökk eða hestbak,,,eða veiða, ganga á fjall eða fara niður í fjöru, eða fara í ferðalag sem tekur engan enda. Bara ekki vera lengur í Winnipeg. Þetta er ekki skemmtilegasta borg sem ég hef komið í og mæli ekki með henni, en mæli með sveitinni í Kanödu, það er annað mál.

Sunnudagar,,,,vá hvað þeir eru skrítnir.

Man þegar það var alltaf "Húsið á Sléttunni" á sunnudögum og svo skóli daginn eftir.

Fór í Kringluna, eina af mörgum í dag. Fann bókabúð og auðvitað dvaldi ég þar í svona já nokkrar klukkustundir þar, fann ótrúlega mikið af áhugaverðum bókum. Keypti tvær,,,sem munu nýtast við lokaverkefnið ægilega.

Dimmt og suddalegt veður, svona frost þoka er að leggjast yfir Flatapeg.

Bless

laugardagur, nóvember 15, 2003

Gott vedur og gaman ad vera uti, en er nuna inni ad gera verkefni.

Hlakka til ad fara heim og eta allt sem eg keypti i gaer!!!

Eg er alein i tolvustofunni, en taskan hans Manju er herna. Kannski stalu trollin honum eda Thorgerisboli?

Bestu kvedur Bjork



Það er gaman að fara út að borða, og sérstaklega finnst Illugaskottu gaman að fara á indverska veitingarstaði. Við fórum 4 út að borða, en Illugaskotta gat lítið sem ekkert borðað. Gleymdi að borða morgunmatinn sinn, svo tími, svo fara í stórmarkaðinn ásamt Manju, þar leituðum við með logandi ljósi af salti en fundum það ekki.

Og þar sem ég fór svöng út að versla þá keypti ég allt of mikið af mat og fékk að kenna á því í öxlunum þegar við vorum að labba heim. Bakpokinn seig í og Illugskotta ákvað að þetta væri fáranlegt, og gaf allan matinn til hungraðra,,nei nei,, ég var hungruð og neitaði að gefast upp. Manju hló og hló.

Að lokum komu Íslendingurinn og Indverjinn í vinina í eyðimörkinni og axlirnar lifnuðu við. Fórum svo út að borða en vegna þess að Illugskotta hafði gleymt að borða og drekka vatn um daginn,,,þá var hún komin með hausverk en nóg af væli. Næst þegar ég fer á þennan veitingarstað þá mun ég sko vera búin að drekka mikið vatn allan daginn og borða mat...

En vorum að ræða hvað fólk getur spurt mann já hvað segir maður,,,,allt of heimskulegra spurninga!!!

T.d ein sem er með mér í bekk, spurði gaur sem er búin að lifa af stjórnarbyltingu í sínu landi og bjarga fjölskyldunni sinni frá hernum, hvort hann hefði drepið einhvern á ævi sinni, og ef svo væri hve marga hann hefði drepið.

Þetta já fannst Illugaskottu einum of klikkuð spurning.

Þannig að núna munum við Manju drepa um það bil þrjá á dag! Það var svarið við þessu bulli. Vá en eins og ég er búin að segja enn og aftur. Það er til svo mikið að fíflum í heiminum,,,en sem betur fer leynast góðir naglar og skrúfur innan um þessi fífl.

föstudagur, nóvember 14, 2003

Hellarannsoknarfelagid er snilldar felag. Eg vor for eg med Kara vini minum ad skoda hella a Sudurlandi,,,thad var gaman ad skrida eins og ormur lengst ofan i jordinni.
Hvað ætti maður að skrifa á föstudegi!?? Veit ekki alveg,,,kemst ekki í sveitina um helgina, einhver dó í fjölskyldunni þarna 3 klst frá Winnipeg, þannig að það frestast. Sem þýðir að ég verð að gera verkefni sem ég ætlaði að fresta fram á seinustu stundu.

Fór í íslensku tíma í gær, 3 nemendur og einn kennari. Ég talaði og talaði,,,þau voru feimin að segja eitthvað vitlaust,,,en það geri ég alla daga hér í Canödu.

Ein stelpan hafði unnið á Hellu í kjúklingabúi, ég spurði hana hvað hún hefði verið að gera þar, hún sagðist hafa verið að drepa kjúklinga.

Farin í tíma,,ætli það verði ekki talað um "traditional ecological knowledge"!!! þeir elska það hér,,,staðbundin þekking. Vinna allt út frá henni,,,finnst þetta nú einum og þröngt sjónarhorn, en best að láta baula viteysunni enn og aftur yfir sig.

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Hér kemur svarið afhverju hún Canada heitir Canada:

Where did the name Canada originate?

When Jacques Cartier explored North America in the 1500s, he was warmly greeted by a group of Iroquois. Cartier asked the Iroquois chief what the land was called. The chief replied "kanata," their word for village. Cartier applied his own pronunciation to the word, and from that day forward the entire territory became known as "Canada."

Einnig er hið fræga laufblað þeirra á fánanum, hlynur, alveg frægt. Ég á 3 stykki laufblöð sem ég fann í Vestur Canödu.

Why a maple leaf?
Maple trees have always provided Canadians with valuable wood products like flooring, furniture, and interior wood décor. Long before the arrival of the European settlers, Canada's aboriginal peoples discovered the values of maple sap. At least one species of maple trees grows naturally in every province.
Including a maple leaf on the nation's flag in 1965 wasn't the first wideswidespread use of the maple leaf. Many historians believe it served as a Canadian symbol as early as the 1700s. Did you know that between 1876 and 1901 the maple leaf appeared on all Canadian coins?

og smá meira, en Bjórinn er tákndýr Kanödubúa,,og nú er kennslan búin í dag í Kanödu.
Stundum þegar maður er í útlöndum þá verða einfaldir hlutir mjög flóknir en þá er bara um að gera að hafa samband við vini sína sem redda hlutum. Valdís Vera reddaði núna mjög einföldu máli sem vafðist mjög fyrir mér.

Er bara að bíða eftir svari....hef ekkert farið út í dag. Hygg á það að lesa í allan dag og fara í íslensku tíma, til að tala íslensku við nemendurna þar.

Mun kenna þeim sömu orð og ég er búin að kenna Manju: Helvítis, skítur, og ég elska þig. Þetta voru orðin sem Manju vildi læra og hann er alltaf að segja þau. Nei bara að bulla....
Fréttirnar hérna eru hreinsaðar,,,veit ekkert hvað er að gerast í heiminum. Nema í Írak, Kanada og USA. Bandaríkjamenn segjast ætla að sýna þessu Írökum að þeir munu vinna þetta stríð og þetta var sagt með hörku tón..af einhverjum hershöfðinga.

Horfði á hörmungar þátt í gær um hana Jessicu, vinkonu hans Adda á Ströndum. Hún er hetja sem var bjargað af Bandaríkjamönnum. Hún var lítil og góð stúlka sem ólst upp í litlum hvítum bæ í miðjum Bandaríkjunum, hún og hún. Já er hetjan sem Bandaríkjamenn voru að bíða eftir.

Milljons and milljons of Tax dollarssss...en já fór að kaupa afmælisgjöf en endaði í bíó og að kaupa afmælisgjöf..fór í bíó fyrir 150 krónur. 2 dollara bíó,,,það var gaman. Viva Canada,,,já þeir tala frönsku er með fréttirnar alltaf á sem kemur mér betur inn í málið.
Siggi Atla sendi mér slóðina inn á Náttúrugripasafn Íslands

Er samt alveg gáttuð á því að það sé ekki gert meira fyrir þetta safn sem er mjög merkilegt. Jæja best að vera bara hneyksluð hér í Kanödu.

Ég er búin að halda að það sé fimmtudagur í allan dag,,,en það var miðvikudagur og ég er búin að græða einn dag að mínu mati.

Ég er bara að lesa bækur í kvöld og hanga yfir sjónvarpinu, át risa samlokur með hangikjöti á milli, er svo södd að mig langar að springa,,,Im so sad that I could spring!!!!

Im in seven heaven! Hver sagði þessa frægu setningu?

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

Lopapeysu veður úti, er að fara niður í bæ.

Get ekki beðið eftir sveitarferð. Er sammála sigga atla þetta er ritskoðuð dagbók, ég segi ekki allt, þá gæti hver sem er skoðað inn í hausinn á manni.

En hér er samt gaman að setja fram pælingar og atburði.

Kannski sé ég birni á morgun? eða þvottabirni, þeir eru svoldið varasamir, eru sumir hverjir með hundaæði.

humm langar bara að liggja yfir tölvunni en mun drífa mig út í góða veðrið,,,,
Ég er búin að borða í allan dag. Fór í matarboð í dag heim til Desmonds og Karenar. Það var gaman.
Spiluðum Scrabbel, átum margt og bökuðum brauð sem við settum fjallagrös út í, er hér með ilmandi hleif hér við hliðina á mér.

Karen smakkaði sambó lakkgrís sem ég fékk sendan um daginn og hún varð að ég held "Freðin" eða "stoned" eða henni leið furðulega að hennar sögn. Hummm læt þetta liggja milli hluta.

En líður eins og á jólunum, við vorum að tala um hvað við hefðum gert seinustu áramót og já,,,hummm ég átti víst söguna sem sló allar hinar út, og ekki orð um það meir.

Fer út í sveit um helgina jibbbbbíiiii,,með vinkonu Karenar, tekur 3 tíma að keyra þangað, þar sem mamma þessarar stelpu býr, ég get ekki beðið. Og annað, það er víst fólk sem býr þar rétt hjá sem á 12 Husky hunda, en það eru hundar eins og mig langar í, og ætla að fara að heimsækja þá. Get ekki beðið eftir því að komast út úr borginni, það er slæmt að eiga ekki bíl í útlöndum.

Annars þá er mikið um dýralíf þarna í norðri hjá bóndabæ mömmunar, þarna eru birnir, auðvitað íkornar, þvottabirnir sem eru hinir mestu þjófar og dádýr..og eitthvað fleira.

JÁ annað einn af mínum uppáhaldsstöðum í heiminum eru Orkneyjar og hérna er góð síða. Ljósmyndir, þjóðfræði og allur skratinn. Eyjur eru áhugaverðir staðir og mig langar aftur til Orkneyja.

og annað, annað,,,,,er bara búin að vera hér í tvo mánuði í dag, og það finnst mér lítið en samt mikið.

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Sæsafn á Íslandi, en hvað með Náttúrugripasafn? Ekkert safn á Íslandi sem maður getur farið á sem fjallar um náttúrufar á Íslandi, bæði á landi og sjó, dýr, plöntur, saga, þjóðtrú og þjóðsögur auðvitað!!! ljósmyndir.
Náttúrugripasafnið í Reykjavík, hvar er það? Náttúrugripasafnið er flott í Kópavogi,,en það vantar almennilegt safn um náttúrufar og sögu þess á Íslandi.

Hvar er Geirfuglinn? Mæli með stofnun Náttúrugripasafn Íslands, fortíð, nútíð og framtíðar pælingar. Visual dæmi,,vá ég sé þetta einhvern vegin í hyllingum..og hryllingum

Er að hlusta á Dægurmálaútvarpið á netinu þar er verið að tala um að sædýrasafn.

Æji þegar ég fer að pæla í þessu þá kemur hörmungarástand Þjóðminjasafnsins upp í huga mér. Það er slæmt. Skil ekkert í því afhverju þeir fóru að byggja við gamla safnið. Hefðu átt að láta það eiga sig, byggja annað hús og þá væri þetta fyrir löngu komið af stað, að ég held. Bjánar alls staðar að stjórna, finnst Illugaskottu.

Oj ropaði, lýsisbragð af hákarli, jakk bjakk...

Annars þá er kínversk stelpa með mér í einum tíma, hún heitir Fei Fei. Hún sagði mér að hún hefði alist upp fyrir framan sjónvarpið. Var alltaf sett fyrir framan sjónvarpið, og foreldrar henni sögðu henni að vera fyrir framan sjónvarpið. Vá,,,furðulegt og svo var hún flengd allt þar til hún var 16 ára!!! Ef hún var ekki að hlýða foreldrum sínum.

Margt skrýtið í kýrhausnum og hana nú!!!


Testósterón og ostregon .

Hér er síða sem fjallar almennt um hormón í mannslíkamanum.

Rosa þáttur í sjónvarpinu um þessi hormón. Konur með tíðarhvörf eru að fá hormónasprautur og kallar eru víst líka með breytingar skeið, að sögn vísindamanna. Breytingarskeiðið byrjar í kringum 50. Þá fara þeir að verða slappir, fúlir og í tilfinningakreppum. Og fá þá bara sprautu í rassinn og allt verður gott, og þeir verða aftur fullir af orku eins og þegar þeir voru 20 ára!!

Veit ekkert um þetta. En þessi hormóna markaður er risa milljarða markaður, allir vilja vera ungir, hraustir og hressir.

Afhverju þá ekki að éta hormóna?
Jú það eru víst ekki góðar aukaverkanir. Því skrattinn vill alltaf borgun eftir að hann er búin að gera hina langsóttu ósk að veruleika.

Annars þá er heitt úti, snjórinn er farinn að bráðna, og íkornarnir vinir mínir eru ofsa kátir. Skoppa um öll tún og tré í leit að æti.

Það er svo mikið frost hér á veturna að snjórinn er ekkert að bráðna, og þess vegna moka þeir alltaf snjónum strax í hauga sem eru svo keyrðir í burtu á vörubílum.

Á morgun er brauðdagurinn mikli. Fer til Desmonds og Karenar að baka brauð, og mun kenna þeim að nota fjallagrös, íslensk fjallagrös sem ég tók með mér til Canödu. En sem sagt fékk hugmyndina af því að nota fjallagrös í brauð frá Pétri í Ófeigsfirði.

Ég bleyti grösin í vatni, og klippi þau svo niður í mjólkina eða vatnið sem hveitið fer út í. Það er samt kúnst að setja ekki of mikið af grösum, þá verður brauðið of hollt,,,,eða réttara sagt of sterkt og grösin verða ofsa fúl út í ykkur.

mánudagur, nóvember 10, 2003

jibbbíiíiíi´,,,,,,velja bara eitt orð það er nóg,,,þetta er gaman..,,,,var annars bara með ágætann fyrirlestur um furðuverur og aðra snillinga í íslenskum þjóðsögum. Það var gaman, las svo eina þjóðsögu fyrir þau um tröllin sem fóru að ná í Færeyjar...

Er samt með hausverk eftir þennan dag,,,,ræfils Skotta.
Ætla að prufa að galdra þessa galdrasýningu hér inn á Galdrasýning á Ströndum, akabradabra


kannski mun eitthvað gerast, en eitthvað gerdist í hausnum á mér í gærkveldi þegar ég var í strætó,,,humm,, þetta er spennandi.
Netid er alltaf nidri tharna heima, er thvi ad blogga her i skolanum, ekki med islenskum stofum.

Verkefnadagur i dag, skila inn tillogu ad fyrsta kafla lokaverkefnis mins og verd med fyrirlestur eftir hadegi.

Thad verdur gaman og audvelt, er med fyrirlestur um alfa, huldfolk, troll, skrimsli og drauga a Islandi og um thjodsogur. Eg mun einnig vera med myndir til ad syna, myndir fra Islandi af heimkynnum thessara vera.

Er ad hugsa um ad fa mer svertingjaflettur i harid, vinkona min thekkir konu fra Nigeriu sem er alveg klar i thessu, tha mun hun fletta gervihar med inn i fletturnar,,,margar oteljandi flettur sem munu valda thvi ad eg tharf ekki ad greida mer i margar vikur. En thad tekur nokkrar klukkustundir ad gera thetta.

Eftir thennan dag tha a eg bara eftir ad vera med tvo fyrirlestra, mikid er thad nu gott.

Illugaskotta tholir ekki ad greida a ser harid, thad er sart og leidinlegt og thess vegna er eg alltaf med ogreitt og ufid har.
Hummmmm, ok.

Skotta er snillingur. sem er ekki alveg viss um allt.

Verkefni er i lagi.

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Papar eru góð hljómsveit, og textin við lagið Amma og draugarnir á einkar vel við mig og ætla ég að setja eitt erindi úr laginu hér inn.


Kom þar hún Skotta
með skotthúfu ljóta.

Tönnum hún gnýsti,
glotti og hló.

Skottu draugar,,,hef ekki enn þá hitt einn, en kannski einhvern tímann. Er með ritstíflu eins og venjulega í þessum verkefnum,,finnst erfitt að skrifa á ensku þannig að það hljómi ekki eins og texti eftir 6 ára krakka,,,,,,,verð að vanda mig, þetta er fyrsti kafli lokaverkefnisins sem á að skila inn á mánudaginn, mun klára þetta á morgun.

laugardagur, nóvember 08, 2003

er bara i skolanum ad eta hardfisk og hamast i verkefni, og hlusta a popptonlist fra Indlandi og einnig ad reyna ad fatta hyperlinkinnnnnnn,,,djo,,,hva thetta er pirrandi. en gaf einum sem er med mer i skolanum hardfisk, greyid thorir ekki annad en ad eta fiskinn sem eg gaf honum, reyna ad vera kurteis,,,,hahahhaahhah,,,nu hlaer marbendill!!!!!
ég er bjáni kann ekki að setja inn hyperlink, en mun ekki gefast upp,,,,fyrr en það virkar.

Vision er sjónvarpsrás ein af mörgum, á morgnanna eru spiluð lög úr indverskum bíó myndum, ég hoppa og tralla með, þetta er nú meira fjör liðið þarna í Indlandi. Gera grín af sjálfum sér í myndbandinu sem mér finnst fyndið.

Morgunmatur, ristaðbrauð, með cheddar osti og sultu, nescaffi, lýsisperlur og sambó lakkgrís....

allt i bulli bulli, med thennan fjandans hyperlink,,,,hvernig i skrattanum gerir madur thetta,,,er buin ad gera allan textann blaann og skrifa inn slodina, tha verdur allt fjolublatt....

einhver med aulaleidbeiningar fyrir mig....????/

föstudagur, nóvember 07, 2003

hvílíkur dagur!!!!

1)ég fékk hæsta visareikning ævi minnar!
2)ég fékk ekki áminningu frá Ríkinu!!! sem var nú alltaf vitað það kom bréf í gær á Blósinn.
3)stakk af úr miðjum tíma í morgun, ömurlegur tími
4)ég fékk pakka frá Íslandi, risa stórann sem var fullur af súkkuladi, hardfiski, hangiketi, hakarlalýsi og tók mynd af honum.

Siggi á Hnappó var ad senda mér þetta,, hann sagðist ætla að senda mér lítinn pakka en ég hélt ad þetta væri varahlutur í bíl, eða allaveganna eitthvað úr járni því pakkinn var svo þungur.
snilldar pakki, takk.

Svo les ég og les og laeri og laeri. 3 vikur eftir í skóla og svo frelsid á naestu grosum.....New York, New York,,,vá hvernig ætli hún sé hún fröken New York.

Hringdi heim í dag, Fannar bró svaraði, hann var hress skepnan sú arna. Sagði að minnsta skepnan í fjölskyldunni, þessi glænýja væri með svo litla putta að þeir væru eins og tannstönglar!!!

Fröken agnarögn, það verður gaman að sjá þig.