laugardagur, nóvember 08, 2003

er bara i skolanum ad eta hardfisk og hamast i verkefni, og hlusta a popptonlist fra Indlandi og einnig ad reyna ad fatta hyperlinkinnnnnnn,,,djo,,,hva thetta er pirrandi. en gaf einum sem er med mer i skolanum hardfisk, greyid thorir ekki annad en ad eta fiskinn sem eg gaf honum, reyna ad vera kurteis,,,,hahahhaahhah,,,nu hlaer marbendill!!!!!
ég er bjáni kann ekki að setja inn hyperlink, en mun ekki gefast upp,,,,fyrr en það virkar.

Vision er sjónvarpsrás ein af mörgum, á morgnanna eru spiluð lög úr indverskum bíó myndum, ég hoppa og tralla með, þetta er nú meira fjör liðið þarna í Indlandi. Gera grín af sjálfum sér í myndbandinu sem mér finnst fyndið.

Morgunmatur, ristaðbrauð, með cheddar osti og sultu, nescaffi, lýsisperlur og sambó lakkgrís....

allt i bulli bulli, med thennan fjandans hyperlink,,,,hvernig i skrattanum gerir madur thetta,,,er buin ad gera allan textann blaann og skrifa inn slodina, tha verdur allt fjolublatt....

einhver med aulaleidbeiningar fyrir mig....????/

föstudagur, nóvember 07, 2003

hvílíkur dagur!!!!

1)ég fékk hæsta visareikning ævi minnar!
2)ég fékk ekki áminningu frá Ríkinu!!! sem var nú alltaf vitað það kom bréf í gær á Blósinn.
3)stakk af úr miðjum tíma í morgun, ömurlegur tími
4)ég fékk pakka frá Íslandi, risa stórann sem var fullur af súkkuladi, hardfiski, hangiketi, hakarlalýsi og tók mynd af honum.

Siggi á Hnappó var ad senda mér þetta,, hann sagðist ætla að senda mér lítinn pakka en ég hélt ad þetta væri varahlutur í bíl, eða allaveganna eitthvað úr járni því pakkinn var svo þungur.
snilldar pakki, takk.

Svo les ég og les og laeri og laeri. 3 vikur eftir í skóla og svo frelsid á naestu grosum.....New York, New York,,,vá hvernig ætli hún sé hún fröken New York.

Hringdi heim í dag, Fannar bró svaraði, hann var hress skepnan sú arna. Sagði að minnsta skepnan í fjölskyldunni, þessi glænýja væri með svo litla putta að þeir væru eins og tannstönglar!!!

Fröken agnarögn, það verður gaman að sjá þig.Á veggjum herbergis míns eru uppáhalds myndirnar mínar, ljósmyndir, blaðaúrklippur og tvö ljóð, eitt ægilegt drama og annað sem er áhugavert og fyndið.

Ljósmyndir af nokkrum vinum mínum líka, já Eydís og Fríða þið eruð á tveim myndum, þið rottu face.

Heimskortið er líka á veggnum,ligg í rúmminu mínu horfi á sjónvarpið en þegar Tvíið er alveg gerilsneytt þá sný ég hausnum aðeins til hægri og fer að ferðast um heiminn. Mig langar til Alaska, Mongólíu, Indlands, Ástralíu, Bhutan og Kyrrahafseyjanna. Einnig alltaf langað að fara yfir Sahara, gömlu saltleiðina á úflöldum.

Er annars bara hundveik með hnerra kvef, má ekki anda í gegnum nefið þá hnerra ég, augun er full af kvefi og mig langar í sund.

Ég verð líka að segja að ég er búin að sjá einn sjaldgjæfasta fugl svæðisins tvisvar sinnum hér á flugi, og alltaf gerist það þegar ég hef verið eitthvað í fúlu skapi, ákveð að fara út í göngutúr og þá birtist hann, þessi risa fugl, Örn.

Skallaörn, brúnn risa stór með hvítann koll og gulann gogg. JÁ hef bara farið tvisvar sinnum í vont skap síðan ég kom hingað, og í bæði skiptin séð Örninn.

Eftir nokkra daga er "Rememberence day" sem þýðir að minnst er þeirra hermanna sem féllu í heimstyrjöldinni. Fólk kaupir svona rautt plastblóm, nælu til að setja í barminn.

Alls kyns auglýsingar varðandi þennan dag, verið að lesa upp úr bréfum hermanna af vígstöðvunum, og eitthvað vitnað í ferðamenn kanadíska með bakpoka þar sem kanadíski fáninn er á, þeir eru að ferðast um gamlar vígstöðvar og hringja svo í afa sem var í stríðinu og þakka honum fyrir að hafa barist í stríðinu.

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Illugaskotta hefur kvef!!!!

Hnerra og hnerra. Hatsju,,og meira kvef....ekki gott.
Í gær var ég að ganga og var allt í einu úti á miðri á, snjór yfir öllu og þekkti ekki umhverfið, snéri við, og fann þá allt í einu skilti sem sagði "þunnur ís".

Hitti hópinn minn í gær, erum að gera verkefni saman og tvær í hópnum fóru að rífast eru sko kanadamenn, um það afhverju allt er eins og það er með Indíána, ég skildi ekkert um hvað þær voru að tala en önnur þeirra sagði að Indíánar liggja bara á ríkinu því þeir viti að þeir geti gert það en hin sagði að það væri vegna þess að þeir hefðu misst landið sitt,,,,bull allt saman, en undir niðri er mikil reiði í garð þessa dæmis, engin getur leyst þessi vandamál.

Er að lesa margar bækur en sú sem stendur upp úr og ég fékk hana á íslenska bókasafninu er bókin
"Goð og garpar", um norrænu goðafræðina, myndskreytt, fyndin og ótrúlega vel skrifuð.

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Bulli bull,,,það finnst mér Akademían vera, eitt allsherjar bulli bull!!!!!

Sem hringsnýst í eigin bulli bulli sem engin skilur nema þeirra eigin bulli bull.

Já svona er nú það og ég er að fara að gera lokaverkefni sem snýst um skilning fólks áður fyrr á náttúrunni sem tengist fólkinu sjálfu og þeirra skilningi en það finnst Akademíunni hér bulli bull. Illugaskotta vill ekki taka þátt í þessu bulli bulli hér, en mun þrauka mánuður eftir með bulli og svo er ég frjáls.

Langar að fá mér vinnu hér frekar en að vera skóla, maður kemst ekki samband við samfélagið nema taka þátt í því, skólar eru eyjur, sko Háskólar, eyjur sem fáir nenna að búa á til lengdar.

Lalit og ég fengum okkur kaffi í hádeginu og þá kom margt í ljós, hann er frá Norður-Indlandi rétt hjá Darjeling. En Lalít kann að fara til Buthan, landsins sem mig er lengi búið að langa til en erfitt að komast þangað því eiginlega enginn fær vegabréfsáritun, þeir vilja ekki ferðamenn, annað en Ísland.

En Lalít kann að fara fram hjá landamærunum því hann var nú einu sinni SMYGLARI!!!! og þess vegna verður maður að fara næst til Indlands til að komast til Nepals og Buthans með Lalit sem er fyrrum smyglari, hann er svo fyndinn og eðlilegur.
Andvökunætur er andstyggilegar!

Maður berst við heilann í sér um að vera ekki að hugsa ,ég vaknaði klukkan 2:00 í nótt þegar klukkan var 8:00 heima og ætlaði aldrei aftur að geta sofnað. HUX, HUX, HUX
Hugsanirnar réðust á mig eins og hermenn. Neitaði að hugsa með því að hugsa á ensku og það var ráðið.

Því Illugskotta hugsar svo hægt á ensku!!! hahahaha, tralla og skralla.

Það er bara svo heitt í húsinu hérna eftir að þeir fóru að kynda almennilega, samt er ég með gluggann opinn og allt en þetta er kyndingarkerfi sem kemur inn um vegginn, svona blástur sem þýðir þurrt loft og heitt.

15 blaðsíður komnar á eftir að skrifa um stærstu mál sumarsins, það er gaman að eiga eftir að skrifa um þau.

Við erum öll alltaf að læra allan daginn, en það eru ekki allir með prófgráðu í því sem þeir kunna. Fullt af þekkingu fer í vaskinn því hún kemst ekki áfram til næstu kynslóða...bara er að pæla..

En Winnipeg er ein mesta glæpaborg Canödu!,
já ef þú skilur hjólið þitt eftir úti þá læsir þú því og tekur hnakkinn með þér inn. Bílnum læsir þú alltaf og þú læsir stýrinu með sérstöku járni sem grípur um stýrið og skilur ekki neitt eftir í bílnum sem gæti vakið athygli þjófanna.

Svo verða fangelsin í Winnipeg reyklaus á morgun, engin má reykja þar hvorki fangar né starfsmenn. En gömlu Indíánarnir meiga reykja tóbak við athafnir Indíána.

Þetta finnst mér lélegt, það eina sem fangar gera er að reykja, lesa, vinna einhverja hundleiðinlega vinnu og sumir hverjir stunda ræktina. Ríkið vill alltaf hugsa fyrir okkur, það er alveg magnað og svo hugsa þeir aldrei neitt til enda.

mánudagur, nóvember 03, 2003

Sund í morgun.

Cheerios, súrmjólk og banani og tvær lýsisperlur..góður morgunverður

Komst í haminn góða. Þjössnast í gegnum hvert verkefnið á fætur öðru. Er farin að vinna í skýrslu sumarsins meira að segja sem er eitt það leiðinlegasta sem ég geri.

Því það er svo margt sem mig langar að segja en þarf að vanda mig og skrifa ekki dónalegt og ekki vera fúla stelpan. Nei vera málefnaleg og vönduð. Það er erfitt en get það. Er komin með 13 blaðsíður! Á einu degi það er gott.

Er farin að angra fyrrum vinnufélaga með spurningum og þarf þeirra svör einnig. Yfirlandvörðurinn er vaknaður af dvalanum mikla nú er um að gera að éta nóg af súrmjólk og banönum og þá gerist þetta.

Djöfulsins rugl maður! Tími eftir hádegi, vantar kaffi medium stærð af kaffi.

Gáfnafari forseta Bandaríkjanna eru engin takmörk sett. Herra Runni/Bush sagði eitt sinn:

Það er ekki mengun sem er að eyðileggja umhverfið það eru óhreinindi í loftinu og vatninu sem eru sökudólgarnir

sunnudagur, nóvember 02, 2003

Ótrúlega gaman að fá símtal frá Íslandi. Bara spjalla um allt og ekki neitt. Samt gaman. Siggi á Hnappó er búin að hringja og mamma og pabbi.

Er búin að ákveða að skrópa á morgun af því að ég þarf að vinna verkefni og er í tíma eftir hádegi. Þetta lætur mér líða vel að vita að ég þurfi ekki að sitja í drepleiðinlegum tíma í fyrramálið með fólki sem er líka að drepast úr leiðindum. Vá þetta er upplífgandi að vita að maður þarf ekki í tíma!!!

Það er ískallt úti. Labbaði í stórmarkaðinn hálftími, fraus næstum því. 14 stiga frost í nótt en 7 stig í dag.
Siggi vinur minn á Hnappavöllum sendi mér þessa vísu sem var í Spaugstofunni í gær. set hana hér inn því hún er sniðug og snertir á umhverfisráðherra vorum.

Ísland hét land þar sem menn héldu jólin hátíðleg
en Sið sem er umhverfiströll vildi haga þeim á annan veg
hún hafði heimilað virkjanir án bakþanka eða klökkva
og nú var nánast ekkert umhverfi eftir til að sökkva.
Hún vissi vel að þessi þjóð sem þóttist fróð og leitandi
en var í rauninni vælin örg og þrætugjörn og þreytandi.
Svo liðið hætti að nauða í mér um náttúruspjöll og fláræði ( hugsaði hún)
skal ég finna þeim eitthvað annað að fjasa um, eitthvert smáræði.
Þá fékk hún svo snjalla hugmynd að hún snöggvast rak upp gól
ég sé til þess, já einmitt að það verði engin jól
hún flissaði og bankaði með fingri í höfuðkúpuna
nú friða ég alfarið einhliða og algjörlega rjúpuna.
Í nafni náttúruverndar, það verður upplit á þeim þá
þau vita ekki hvaðan úr veröldinni þau veðrið stendur á.
Í geymslum skulu rykfalla og ryðga veiðitólin
því rjúpan verður ekki á borðum manna þessi jólin
þjóðin fer þá gjörvöll á geðdeyfðar lyf
ég græt það þurrum tárum, sem ég heiti Sið.
Já hvort þeir mega gretta sig og grenja ofan í dúkana
glenna upp kjaft og æsa sig og berja sér á búkana
og minnast ekki í geðshræringu meir á Kárahnjúkanna.
Ég sakna vina minna heima og fjölskyldu. Ekkert öðruvísi.

en ég er í útlöndum!!!!! hér er allt fullt af fólki sem talar ensku allan daginn, hvað er ég að væla!!!
vá, er búin að taka til í pósthólfinu.

Enginn afrekadagur þessi laugardagur, fór í leti og ekki neitt. heiladauði. Það er ekki enn þá búið að finna stelpuna sem hvarf af heimili sínu fyrir 2 vikum, fjölmiðlar eru að missa sig. Í umræðuþáttum um þetta og alls kyns rugli.

2.nóvember!!! Það getur bara ekki verið. Það eru merki um að maður sé að verða gamall þegar tíminn líður hratt....Hugrún systir á afmæli eftir mánuð. Hún verður 20 ára!!! Mun senda henni pakka, það er nauðsynlegt að fá pakka frá útlöndum.

Ekkert skemmtilegra en það.