laugardagur, júní 11, 2005

Það var frétt í útvarpsfréttum í dag, að örn hefði tekið lamb hér fyrir vestan. Núna þegar arnarstofninn er að styrkjast, þá verður meira vart við örn. Það er nú þannig að örninn hefur alveg jafn mikinn rétt og við mennirnir að lifa, koma afkvæmum sínum á fót, éta og vera til. Hefur maðurinn allan rétt að verja sitt, sinn æðarfugl, sín lömb og á örninn engan rétt?

Illugaskotta ætlar að taka upp hanskann fyrir örninn, vegna þess að fáir gera það. Örninn er kraftmikill og fallegur fugl sem við ættum að vera stollt af. Illugaskotta skal verja hann með kjafti og klóm, hún getur farið út í sjoppu étið eins og svín, t.d. svín, lömb eða naut á meðan örninn étur eitthvað annað sem hann tekur frjálsum klóm. Að fordæma lífsferli eins kraftmikils dýrs er eitthvað sem Illugaskotta hefur ekki mikið álit á. Hana nú sagði hænan þegar hún lagðist á bakið!!!

Sumir hafa orðið hræddir eftir þessar fréttir um að líklega geti ernir einnig tekið börn. Það er af og frá að svo fari, og vil ég biðja alla sem halda það að slaka nú aðeins á, og lesa sér vel til um örninn í hinum ýmsu fuglavísum sem til eru hér á landi.
Púfff,,úfff,,húffffff...heyrðist úti á flóa í morgun. Undarleg hljóð hugsaði ég þar sem ég lallaði í mínum göngutúr. Horfði út á flóann og sá ekki neitt. Kannski var þetta einhver vél hinu megin við flóann. Nei, þetta er eitthvað annað. Svo sá Illugaskotta hvað þetta var, tveir hvalir að fnæsa og blása úti á firði. Strókarnir stóðu upp í loftið. Merkilega skemmtilegt að fylgjast með þessum dýrum.

Sólin skein í morgun, nú er að verða skýjað. Það virðast vera hátíðir út um allt land í sumar. Hin og þessi bæjarhátíðin er orðin fastur liður í sumarpakkanum stóra sem allir taka þátt í að einhverju leyti. Hér á Hólmavík verða það Hamingjudagar. Á Blönduósi er Matur og menning orðin fastur liður. Ekkert nema gott um þessar hátíðir að segja. Svo eru alltaf búin til sönglög fyrir hverja hátíð. Kannski ættu þessi bæjarfélög að fara í söngvalagakeppni sín á milli?

Draugurinn er á leiðinni í vinnuna. Það er fjör. Hef ógnar gaman af því að segja fólki frá göldrum og galdrafárinu, þótt þetta hafi verið dökkir tíma, þá er áhugavert og gaman að fræða fólk. Hér kemur alhæfing:" Allar sögur eiga rétt á því að vera sagðar". Eða hvað?

föstudagur, júní 10, 2005

Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig, gaman. Svavar, Pálína og Dagbjört komu til Hólmavíkur í kvöld. Þau voru að keyra Tröllatunguheiðina í fyrsta skipti og fannst það fjör.

Fátt að frétta, draugurinn er algjör haugur, þótt hann fari í göngutúra snemma hvern morgunn, éti hollt og allt það. Þá er bara haugur í draugnum. Allt er fínt, en já draugurinn ætlar að viðurkenna eitt. Hann er dauð dauð þreyttur og kann illa að slaka á, því það er ekki til í eðli draugsins. Þetta kemur allt segja Glóarnir,,,já ef maður gæti nú öskrað stanslaust í 8 klukkustundir, þá myndir draugurinn kalla sig góðann.. En það gera krummarnir okkar,,þeir bara standa á öskrinu.

Illugaskotta ætlar bara að láta þetta sumar líða, síðan verður hægt að ákveða eitthvað með framtíðina. Get ekki tekið ákvarðanir núna, æ mig auma!!! Nú hlær marbendill. Eitt alsherjar rugl út í eitt þetta blogg.

fimmtudagur, júní 09, 2005

Galdrasmyrslið er tilbúið,,næstum því, alveg. Bjó það til í gær, úr þessum jurtum: hvítsmára, rjúpnalaufi, birki, mjaðurt, blóðbergi, kerfill, draumsóley og fíflahausum. Gríðarleg blanda,,síðan er rest leyndarmálið ægilega. Á bara eftir að setja miðja á krukkurnar og striga ofan á lokin. Þetta er forneskjan sjálf.

Þarna er hjallurinn aftur risinn upp frá dauðum, það er gaman að sjá og á honum er nýtt snið. 9. júní,,,undarlegt hvað tíminn hoppar og skoppar áfram. Ég fer til Reykjavíkur í brúðkaup 2. júlí. Eitthvað fer ég á fjöll áður en að Reykjavíkur ferð kemur.

Krummarnir æpa alla daga, afhverju? Þessir krummar eru allt öðruvísi en Manga og Imba voru.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Breytt matarræði, er algjört æði. Hrökkbrauð, grænmeti, heimtilbúnir skyrdrykkir og lýsi..og margt fleira hræðilega hollt fer ofan í draugsins maga alla daga. Hins vegar hefur eitt smá gerst ef draugurinn vogar sér að borða eitthvað feitt fær hann hina svokölluðu steinsmugu. Ekki franskar, ekki hamborgara, ekki kjúkling segir maginn.

Það var hvasst í gær, en nú hefur vindurinn brugðið sér á aðrar slóðir. Því miður féll hjallurinn sem stóð fyrir utan Galdrasýninguna. Draugurinn er einnig mjög Strandakær, vill hvergi annars staðar vera. Er enn þá uppgefin í hausnum eftir ritverkið ógurlega, er þó búin að hamra saman einni blaðagrein og byrjuð að skrifa bók nr tvö.

Úr einu í annað, dauðir hlutir falla til jarðar en þegar fólk er drepið þá er það drepið. Í fréttum útvarpsins er alltaf talað um að þetta og þetta margir hafi fallið í hinum ýmsu stríðum úti í löndum. Illugaskottu finnst þetta lélégt orðalag. Hvert féllu þessir menn? Féllu þeir til jarðar af himnum ofan? Eða féllu þeir í ægilega erfiðu prófi? Sem sagt,draugurinn vonar að útvarps- og sjónvarpsfréttir fari að spá aðeins í orðið féll!!!

mánudagur, júní 06, 2005

Stundum verður Illugaskotta óþolandi pólitísk,,,,svo óþolandi pólitísk að draugnum verður óglatt. Jæja það er runnið af mér. Á laugardaginn gerðist margt skemmtilegt, Lára sagði okkur skemmtilegar sögur og ég fékk rosa gjöf frá Hildi Eddu, Iðunni og Láru. Silfurhring sem á stendur Illugaskotta og það er skrifað með rúnum.

Skemmtileg saga fylgir hringnum. En Iðunn var að spá í stærð þar sem hún var hjá gullsmiðnum. Allt í einu segir gullsmiðurinn:"Já sem sagt stærð 58" Iðunn hrorfði á kauða með undrunarsvip og sagði:"Ég var ekki búin að segja orð, og ekki var ég heldur búin að máta mótin". Þau horfa síðan á hvort annað og bæði uppgötva að þriðji aðilinn var á staðnum, en líklega var það draugurinn sjálfur Illugaskotta, sem var að ráðleggja þeim. Iðunn og gullsmiðurinn ákveða síðan að halda sig við stærð 58 fyrst það var komið fram. Auðvitað smell passaði hringurinn, enda skjátlast draugum sjaldan.

Þetta hring snýst allt í kringum mig, draugar, árar, steinar og fjöll. Hvað skal draugur gera, annað en að reyna að vera kátur og láta pólitíkina sigla sinn sjó. En pólitík er lífið í landinu okkar. Ooooo NÚ byrjar ég aftur. Góða nótt, ætlaði að fara snemma að sofa, það gerist aldrei.