laugardagur, maí 08, 2004

Nú er förinni heitið á Sólheima, til þess að sjá leikritið Latabæ, ásamt því að skoða vorið og allt sem því fylgir. Tók til í bréfabunnkunum og bókahaugunum í herberginu mínu í gær.

Næsta helgi gæti orðið ein mesta djammhelgi ef ég nennti því, en það er önnur saga. Á föstudagskvöldið er próflokapartý hjá Yggdrasli, sem er félag umhverfisfræðinema. Á laugardaginn á að gæsa Láru, sem er eitthvað sem er gert fyrir konur áður en þær gifta sig. Um kvöldið er endurfunda partý hjá árgangi 1994 frá Menntaskólanum við Sund. 10 ár síðan ég útskrifaðist sem stúdent. Einnig er partý með Láru þetta kvöld. Nenni ekki að drekka lengur, heilinn í mér verður rykugur. Slæðingur af hausverk, velgju og pirringi. Sem draugar get vel lifað án.

Var einkabílstjóri foreldra minna í gær ásamt því að vinna eitthvað. Rottan sefur vært.

Ætli Björn Bjarnason sé núna að æfa sig með vélbyssu eða að keyra skriðdreka í Blóðríkjunum, eins og Árni Hósearson, kallar Vesturheiminn.

PS: Skrifa seinna meira um gæsun..hef samt verið að velta því fyrir mér að þegar fólk skilur, þarf þá ekki að afgæsa það og afsteggja???

föstudagur, maí 07, 2004

Föstudagurinn 7. maí....dagarnir líða svo hratt. Er byrjuð aftur á skrímslinu mínu, sem er ritgerðin.

Fór í sund snemma í morgun, sól og rokið er að lægja sem betur fer. Synti mína 500 metra, teygði á,,,,kom svo heim banhungruð.

Vinna í allan dag, sitja heima og stauta....ætla svo í göngutúr seinni partinn.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Hef heyrt þó nokkrar sögurnar frá Kárahnjúkavirkjun. Heimilisruslið fýkur niður í Laugavallardal, engin aðstaða fyrir þetta fólk að eiga frítíma og fleira og fleira neikvætt og leiðinlegt.

Í gær heyrði ég sögu sem ég veit ekki hvort er fyndinn eða sorgleg en sem skákar samt flestum þeirra sagna sem ég hef heyrt frá svæðinu. En Egilsstaðarbúar voru að ræða saman í heita pottinum þar um jeppahvarf nokkurt sem hafði átt sér stað við Kárahnjúkavirkjun. Jeppinn fannst síðan undir malarhaug nokkrum, því menn fóru að velta fyrir sér afhverju þessi malarhaugur væri þarna úti á miðju plani. Settu gröfu í það að ýta honum í burtu og viti menn þá var þarna hinn glænýji Toyota Hilux sem mikið var búið að leita að!!!!

Það sem hafði sem sagt gerst, var það að Ítalarnir vildu ekki tilkynna enn einn bílinn skaddaðann og mikið bilaðann, þannig að þeir héldu að enginn myndi taka eftir því þótt einn jeppi af svo ótrúlega mörgum myndi bara hverfa!!! Þeir sem sagt náðu bara í gröfu eina og hún mokaði allri mölinni yfir hinn nýja jeppa!!!

Þetta er rugl allt sem er í gangi þarna upp frá, svo er hagvöxtur okkar að vaxa!!!

Kannski munu iðgjöld okkar Íslendinga hækka vegna mikilla tjóna á bílum þeirra verktaka sem eru að vinna við Kárahnjúkavirkjun??? Þá verður draugurinn mjög, mjög fúll.
Það er skrítið með stjórnmálamenn að þeir geta aldrei viðurkennt mistök sín. Hvað veldur? Eru þeir bara mistaka fríir? Björn Bjarnason er núna í Bandaríkjunum ásamt ríkislögreglustjóra vors lýðræðislega ekki lands. Að funda um öryggismál, merkilegt, hvað það er hægt að sækja mikinn fróðleik alla leið til Bandaríkjanna. Afhverju leitar hann ekki til fornar þekkingar og tekur upp sverð og skildi gamla víkingasamfélagsins? Alveg jafn ógnvekjandi og bandarískur lögguleikur, nema að það væri íslenskur veruleiki að eiga sér stað á Íslandi en ekki bandarískur löggu og hryðjuverkarleikur að eiga sér stað á Íslandi.

Hryðjuverk hafa valdið því að stjórnvöld hafa nú afsökun til þess að minnka persónufrelsi fólks á rökum þess að það sé verið að hugsa um öryggi . Kannski má segja að þessi hryðjuverkaalda hafi gefið stjórnvöldum margra ríkja nýtt og gífurlega öflugt vopn í hendurnar. Persónufrelsis vopnið.

Allt er svo ógnar merkilegt í huga mér í dag.

Þann 5. júní mun Lára æskuvinkona ganga í hnapphelduna. Það verður gaman. Þessi dagur er pakkaður hjá draugnum, því Ragga vinkona mun einnig halda veislu því hún verður 30 ára.

Hlakka til alls.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Það er oft talað um Steinu frænku í fjölskyldunni hennar Röggu vinkonu. Steina frænka er ekki lengur á lífi en hún sagði margt fyndið sem oft er haft eftir. Margar sögur til af henni kellingunni, hún var það sem er kallað orðheppin. Einu sinni var verið að smyrja flatbrauð af miklum krafti af fjölskyldunni hennar Röggu. Steina frænka var þar líka, hún vildi koma sínum athugasemdum á framfæri og sagði með sinni orð ratvísi: Muna svo að smyrja barmanna vel Steini minn. Ekki man ég hvað hann sagði....en margir hlógu.

Ég vil sem sagt koma þessari athugasemd á framfæri til allra þeirra sem eru duglegir að smyrja nestið sitt...að muna þetta vel. Nú hlær Marbendill....hátt og snjallt.

Einnig er til góð saga af því afhverju henni fannst gott að vera í fótanuddtæki, en sú saga er ekki til að birta hverjum sem er...eitthvað verður að vera geymt í munnlegri geymd.
Nú er kallt, svo kallt að það er ekki hægt að setja kartöfflur niður í frosinn svörðinn. Svaf með húfu í nótt, og í peysu og í buxum...til þess að svitna út kvefinu, og berjast á móti kuldabola sem hefur styggt drauginn svo um getur.

Rottan lætur illa alla þessa rokdaga, hún argar og andskotast..hún vill fá sumar, eins og fleiri. Fór í klippingu í gær,,,jamm og draugurinn lét lita líka á sér hárið, er með fjólublátt hár með grænum strípum. Eða sko ímyndaði mér það...er ljóshærð.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Það eru slæmir hlutir að gerast í málum sem eru tengd landvörðum og störfum þeirra.

Illugaskotta er agndofa, hugsi og leið fyrir hönd þeirra landvarða sem ekki hafa fengið vinnu.

Annars fór í keilu í dag, með Laufeyju...hún vann, enda var Illugaskotta ekki í besta formi.....er með beinverki, og líður eins og síveikri geðveikri,,,kellinnnnngggggguuuuuu!!!!! Væl og hor, og hóst, og póst....

Ef maður hangir of lengi inni þá kemur kerllingarlykt af manni. Þetta sagði mamma hennar Láru alltaf við okkur þegar við vorum litlar og vildum ekki vera úti að leika okkur......
Vika síðan ég missti vitið gjörsamlega. Samt hefur ekkert gerst þannig séð, dagarnir fljúga áfram, fuglar eru að frjósa í hel þarna fyrir norðan og Illugaskottu langar að bjarga öllum hrossagaukunum sem eru með frosin nef undir húsgöfflum.

Dreymdi í alla nótt að ég væri að reyna að útskýra á einfaldann hátt hvað Eddukvæðin væru,,,,hummmm,,,,,það gekk ekki. Þvílíka bullið og steypan í hausnum á mér. Er að lesa mikið í bókinni: Íslenskar lækningajurtir. Það er gaman að stúdera þetta á kvöldin þegar maður er að detta inn í draumalandið. Horfði á myndina 101 Reykjavík, súr mynd en fyndin. Einnig á frábæra japanska framtíðar teiknimynd, um baráttu góðs og ills, en nú var veiruhernaður í gangi. Veirur sem eru örvélar, jafnstórar og rauð blóðkorn en tvístra öllu í líkama mannsins. Frábær mynd.

Mússí, Mússí,,,,segir maður þegar maður tekur upp símann í Japan. Er enn þá með kvef, hálsbólgu og hósta, kannski af því ég hef ekki borðað fisk í langan tíma.

mánudagur, maí 03, 2004

Himinn og jörð ferst ekki þótt að.....og mér er sko alveg sama, eins og mér sé ekki sama,,jú mér er sko alveg, skalveg sama!!!!

Þannig er nú það. Er búin að vera með hæsi og hósta í meira en viku,,hálsbólgu og kvef. Ét vítamín, hreyfi mig, en ét líklega ekki nógu fjölbreytt. Gekk um bæinn í gær, hitti skringiskrúfur á Mokka, labbaði svo til Vesturbæjarlaugarinnar þar sem ég synti 500 metra, bara svona temmilegt. Hitti svo Svavar vin minn sem vinnur á Morgunblaðinu, ræddum hvar veikleikar umhverfissinna liggja.

Jú, þeir eru oftast í skotgrafarhernaði. Sem þýðir t.d. lítum á Kárahnjúkavirkjun, störf fyrir Austfirðinga og náttúruverndarpakkið fyrir sunnan er svo á móti störfum fyrir Austfirðinga. Rétt, helvítis pakk!!! En svo sagði Svavar svoldið sem er snilld. Það þarf að tala við fólkið áður en stjórnvöldum dettur í hug að andskotast í eina virkjunina enn. Tala við fólkið sem býr á þessum svæðum, sjá og vinna í því hvað það vill gera. Búa til óska og hugmyndalista fólksins í landinu, senda beint til stjórnvalda. Þá þarf þeim ekki að detta endalaust stóriðja í hug,,,fólkinu er þá þegar búið að detta annað í hug, sem er þeirra.

Þeirra saga og þeirra vitneskja er það sem gengur í hugmyndum um störf fyrri þeirra landsfjórðung.

sunnudagur, maí 02, 2004

Tók til í fötunum mínum, hennti drasli, setti í þvottavélina, hékk á netinu eins og besta kónguló, sendi sms í gegnum siminn.is, hékk meira á netinu, las bók um ferðalög um eyðilendur Kanödu, át ristað brauð, át ab mjólk og morgunkorn, tók vítamín og lýsi, hóstaði. Labbaði út, er á leið á geðveikrahælið mitt, mitt eigið einka geðveikrahæli.

1. maí var flottur, sól og blíða, fórum á Bæjarins skvestu, bestu..ég og Idda. Hitti Láru í gærkveldi, hún var þunn, Illugaskotta nennir ekki að vera þunn....er að vesenast í plöntufræðum ásamt því sem ég er að skríða saman eftir mitt niðurrifs dæmi, sem var nú með þeim bestu. Húrra fyrir draugnum..hann er risinn upp frá dauðum!!!!

Er að fara að leita að stokkandar kallinum risa stóra, hann er jafnstór og grágæs,,sem er mjög stór stokkönd, kannski er hann stökkbreyttur eða bara ævaforn???
Sól og rok, hressandi veður.

Hvað ætli gerist í sumar? Held margt og mikið.