laugardagur, október 11, 2003

Er ekki farin frá Flatapeg en varð að koma þessu áleiðis.

Veðurspáin er eins og það sé að koma heimsendir!!! Nei, nei, nei....það er spáð 70 til 100 km vindhraða við Vancouver Island. Eyjan sem ég er að fara til á morgun.

Illugskotta er nýlosnuð við fjandans flughræðsluna, get hvort sem er ekkert gert í flugvélinni hún hrapar bara og ég kremst með henni!!!

Ætli ég verði ekki veðurtept í Edmonton en það er borg sem ég þarf að millilenda í á leiðinni til Vancouver, best að taka með sér nóg að lesa, enda er nóg að lesa í skólanum.

Ég var dregin niður í verkefni af því að ég var ekki að vitna í greinarnar sem við lesum. Það finnst mér fúllt, kannski á ég ekkert að vera í Háskóla meir, þeir ráða og þú verður að gera eins og þeir vilja. En eru á móti sjálfstæðri hugsun, kannski var mín sjálfstæða hugsun ekki að þeirra mati góð eða,,,,skrattans rugl er þetta.

Kallinn leiðinlegi, þessi skoðannalausi hann er einhverrar trúar sem heitir, menengine, eitthvað svoleiðis. En þeir afneita því að lífið hafi ekki komið beint úr hendinni á guði, trúa alveg á daganna 7 sem guð notaði til að skapa heiminn.

Held að þessi trú sé eitthvað skyld Amish fólkinu,,,þetta veldur mér heilabrotum.

Ó nei!!! VEÐRIÐ ER AÐ VERÐA VITLAUST ÞARNA Á VESTURHORNI CANÖDU. Illugskotta á eftir að eiga slæman flugdag á morgun.

föstudagur, október 10, 2003

Hef ekkert að segja, er önnum kafinn leiðinlegur stúdent sem ber nafnið Bjork Bjarnaddottttiirrrrrr,,,

Sami tími á morgun=ferðalag.

Bless, skrifa eitthvað þá, kem aftur til Flatapegs á fimmtudagskvöld.

fimmtudagur, október 09, 2003

Fékk alveg magnaða hugmynd. Búin að ræða hana við Svavar vin minn og við ætlum að framkvæma hana,,,,allt fer í gang eftir Vancouver og útleguna með bekknum mínum.

Hugmynd sem vonandi kemst í framkvæmd,,segi ykkur frá henni seinna eða þið bara fréttið af því.

Binna er horfin...
ég er að svitna í hel af stressi og af því að það er svo heitt úti 25 stiga hiti, heit gola og sól.....þetta er ótrúlegra en orð fá lýst...verð bara að tala um veðrið eins og Íslendingi sæmir.

Annars er varla að nenna í ferðalag bara svo margt sem ég á eftir að gera hér en læt mig hafa það að fara í ferðalag.

Kallinn leiðinlegi sem ég sagði ykkur frá sem sagði að maður ætti að forma skoðanir sínar eftir öðrum er að gera fólkið sem hann er með í hóp klikkað,,,,hann stjórnar, hann skrifar því hann er svo klár og hefur verið svo lengi að kenna og núna er hann nemandi sem kann þetta allt. Skítur og rugl í hausnum á þessum gaur. Sem betur, betur, betur fer er ég ekki í hóp með honum.

Illugskotta er að fara að vinna en er illt í rófubeininu sit svo mikið, ái vont,,,sko svona kemur fyrir þá sem eru duglegir að sitja á rassgatinu, fá rófubeinsverki.

1 stigs hiti á Akureyri sá ég ,,,
uff stressssss, ad bua til fyrirlestur sem eg a ad flytja eftir 1 og halfa viku en er ad fara i ferdalag og svo utilegu eftir thad og a svo ad flytja fyrirlesturinn eftir utileguhelgina, THANNIG BARA TIMI I DAG OG MORGUN,,,nogur timi,,,bara utlendinga stress

Eg er sveitarstjorn Manitoba, a ad verja theirra rett ti thess ad sokkva Peguis first nation 12 hvert ar. Allt gengur ut a landbunad her og vatnid mengast vegna floda. Mengun sem kemur fra landbunadinum

Thetta er thad sem gerir skolann skemmtilegann thegar thad er stress,,,en Illugaskotta mun redda ser ut ur thessu.

Er i skolanum thess vegna ekki islensku stafirnir.

HVAR ER BINNA?

miðvikudagur, október 08, 2003

Það er vandamál hér í Manitoba fylki hvað börn og ungt fólk er feitt. Allir keyra allt og svo er fólk alltaf að éta skyndifæði. Fólk er að fá hjartáföll rétt eftir tvítugt og þrítugt!!

Ég á eftir að koma heim feit og fín, rugga í spiki,,,nei held ekki,,er ekki full af sterum en allt getur gerst

Einhver kall að deyja sem var frægur í Manitoba fyrir að bjarga einhverju leikhúsi frá því að vera rifið og hann vann hjá þessu leikhúsi í 30 ár og stakk undan peningum líka í 30 ár og varð einnig frægur fyrir það

27 stiga hiti,,,öll hitamet að falla frá 1961 og 1975. Þetta er flott.

Ég er að hlusta á fréttirnar. Er með fullt af verkefnum því ég þarf að vinna fram fyrir mig því ég er að fara í ferðalag í viku.
úFFF, VAR BÚIN AÐ SKRIFA FULLt skrattans helvíti. en rak mig í einhvern ofur næman takka og allt hvarf....helv

Illugaskottu langar á veiðar, bara fisk, fugla eða hreindýraveiðar, fara í langa göngutúra þar sem ekki sést í hús eða fólk.

Dagurinn heitur og góður, fór niður að Forks drekka bjór og lesa indíána þjóðsögur. Er núna í nýju inniskónum mínum sem eru úr hreindýraskinni og fóðraðir með kanínuskinni,,,,mjög hlýir og búnir til af indíánum hér í Canada. En tók bara lit í dag í öllum lestrinum ásamt bjórdrykkjunni.

Karen var að vinna í kjötbúðinni í dag, þar eru seld svínseyru fyrir hunda sem elska víst svínseyru.

Í Forks er spákerling ætlaði að tékka á henni en þá þarftu að panta tíma sem betur fer, þetta kukl er eitthvað sem maður á ekki að koma nálægt en langaði samt að vita hvað þetta er eiginlega.....

Fór með Karenni og Desmond í indverska matvörubúð. Illugaskotta fór til Indlans í dag,,,þetta var eins og ganga inn í annan heim. Þar var hægt að kaupa fersk krydd, indverskt hár, og indverskann mat og síðast og ekki síst indverska tónlist sem hljómar nú í tölvunni, brjálað fyndið þetta popp þeirra. Var að koma frá Karen og Desmond eftir át á indverskum mat og alls kyns umræðum...hlakkar til að fara til þeirra næst eftir að ég kem frá fjöllum og hafi í Vancouver.

Bullla bulla bullí bullí,,,nananannanann bulla búllí bull....svona hljómar indversk tónlist.

Liðið sem er með mér í tímum hefur ekki farið víða.

Flest þeirra hafa til dæmis ekki séð hafið nema kannski einu sinni, og farið að heiman,,,sum aldrei. Hvurs lags heimur er þetta?

Ég verð bara að skilja að þetta er ungt land fyrir þessa þjóð, voru eitt sinn undir stjórn Bretalandsins, eru með bresku drottninguna á peningum sínum. Þjóð sem er að átta sig á því að áður en forfeður þeirra komu þá bjó hér fólk sem er að berjast fyrir réttindum sínum núna. Kanada menn merkja sig alltaf þegar þeir fara í ferðalög með fánanum því þeir eru svo hræddir um að fólk haldi að þeir séu frá Bandaríkjunum og að þeir verði bara skotnir.

Vona að dagurinn verði eins góður á morgun.

Þetta er eins og fá sumarfrí þetta veður.

Úff rek við eins og Indverji,,,karrý ojbarasta....hahahha.....verst að lykt finnst ekki í tölvun þá væru allir að kafna í heiminum ef það væri hægt....

þriðjudagur, október 07, 2003

Fór á íslenska bókasafnið, þetta er nú meiri höllin, og þarna eru flottar bækur. Bara eins og eitt gott hérðasbókasafn. Fann þar bókina 'Stjarnvísi í Eddum'. Eftir Björn Jónsson lækni í Kanada. Auðvitað kanada eitthvað hér,,,ddada

En hann sem sagt kemur með þá kenningu að mál goðsagnanna sé einnig tæknimál þar sem það var notað áður fyrr til að lýsa atburðum á himni. Þetta verður nú áhugaverð lesning er að gruffla í flestu sem viðkemur náttúru útskýringum og sköpun á því sem er í kringum okkur. Bæði úr eddunni, frá first nation, þjóðsögum.....

Cherrios með súrmjólk, morgunmaturinn. Er þegar farin að svitna það er svo heitt, ísbirnir eru ekki mikið fyrir hita.

Leit enn og aftur ekki rétt á dagskránna í sundinu, skellti mér í sund klukkan 645 í morgun, gat sinnt í 20 mín svo var mér hennt upp úr, vatnaleikfimi kvenna að byrja og skellt var á brjálaðri rokktónlist.

Þetta var mjög póstmódernískt! sama sem súrt og klikkað.
Sund í morgun, vinna fram að hádegi í heimildaleit fyrir lokaverkefnið og svo í bæinn að ég held liggja í sólinni.

25 stiga hiti. Hér fer venjulega að snjóa í byrjun nóvember og svo koma frosthörkurnar. Í febrúar og mars var 30 stiga frost upp á hvern einasta dag í Manitoba.

Mánudagskvöld, ég var inni í allan dag, að klikkast úr hita. 25 stiga hiti og sól i dag og á morgun.

Bara verð að segja ykkur að vatnið sem við erum að fá úr krönum á Íslandi er gull. Dýrmætara en gull.

Vatnið hér lyktar eins og það komi úr mýri, það er ógeð. Drykkjarvatnið verðum við að setja í sérstaka könnu sem í er fyllter til að síja úr það sem er ógeð. Vatnið kemur úr næsta fylki frá Ontario, úr stöðuvatni þar.

Yfirborðsvatn,,,,sem er það versta sem hægt er að drekka. Allir geta skitið í það, enda hafa fundist leyfar af pensílíni í þessu vatni og hormónar, og skítagerlar. Þegar maður fer í sturtu þá lyktar maður eins og mýri eftir það,,nema maður passi sig á því að nota vel lyktandi sápu.

Það er öruggast að kaupa vatnið og hætta að pæla í þessu, þetta er bara svona. Hér er ekki hægt að drekka vatnið þegar maður fer í útilegur, það þarf að sjóða allt. Vá enda er bara landbúnaður hér, og hvert svínabú er ekki með færri en 400 svín.

Ég er að hugsa um að gerast fyrsti vísundabóndinn á Íslandi, vantar bara jörðina og svo ganga þeir viltir um allar jarðir og þola svona íslenskan vetur eins og ekkert sé. Og fara að menga jarðveginn, það er óþolandi að vita þetta allt. Urrrrr,,ætla bara að lifa með þessu.

Hvað finnst ykkur? Ætti ég ekki að gerast vísundabóndi? Og bjóða upp á vísundahamborgara. Nú hlær marbendill.

mánudagur, október 06, 2003

22 stiga hiti, sól. Ég er inni.

20 stiga hiti í dag í Winnipeg. Þetta er kallað "Indian Summer" þegar sumarið kemur aftur eftir að það er farið að kólna. Fór í mat og rauðvín til Karenar og Desmonds sem eru hjón.

Og annað Karen vann kokka keppnina á móti frægasta og virtasta kokkinum í Winnipeg...good job Karen my friend.

Hún eldaði pínku lítil grasker sem voru fyllt með einhverju grænmetis mauki, og einhvern rosa kalkún og eitthvað í eftirrétt sem var súkkulaði með perum eitthvað,,,,Illugaskotta er ekki mikill kokkur er frekar fyrir það að baka brauð með fjallgrösum, og fer til þeirra á morgun með fjallgrösin mín til þess að baka brauð og éta heimabakaða flatböku.

Verð í skólanum allan daginn á morgun en myndi frekar vilja vera á Caribou veiðum, hreindýraveiðum......og safna berjum og öðru dóti fyrir veturinn eins og íkornarnir...

Ps Illugskotta verður með hausverk á morgun eftir allt þetta rauðvínnn,,,rop og hikst...skál og slanch,,vinir og ættingar.

sunnudagur, október 05, 2003

18 stiga hiti í dag og bara næstum 20 stiga hiti, sól og logn -og stuttbola veður og bjór.

Æði segir Illugaskotta, fór niður í Forks, sat við Red River, drakk kaffi úr small bolla, las bók og skrifaði í dagbók, horfði á fólkið og bara átti frábæran dag með sjálfri mér jú og góða veðrinu.

Smakkaði sósuna hennar Karenar sem verður notuð á morgun í kokka keppninni, Karen er kokkur og mun keppa á morgun og vinnustaðurinn hennar er í The Forks. Sósan var mjög, mjög góð og Illugaskotta heldur að hún muni sigra þessa keppni.

Good luck Karen,,,go go girl!!

Ég fer eftir viku til Vancouver,,,,Illugaskottu langar ekki að vera meira í skóla.
Bara leiðinlegt að þurfa alltaf að vera að vitna í aðra, það var pikkað í verkefnið mitt afþví ég vitnaði of lítið í greinarnar sem við áttum að vera búin að lesa annars þá gengur vel.

Humm,,hux og meira hux, vil bara fá að ferðast um norður héruð Canödu, þar er Canada með réttu ráði.