laugardagur, janúar 15, 2005

Laugardagur til lausungar. Eitt það allra skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í get ég ekki valið, því öll mín ferðalög hafa verið allra skemmtileg.

Veður, náttúra, fólk, dýr, menning, sjór, selir, heitar laugar, nesti, gönguferðir, sofa undir berum himni, vakna með fugl ofan á svefnpokanum, sjá tófur, jökla, fjöll, hveri, hraun, skófir, skordýr, kýr, bændur að heyja, esso sjoppa og allir kaupa rautt í sumarleik essó! pylsur, tómatsósa, lambakjöt, rauðvín og bjór, hlátur, hanga í bíl, hitta aðra ferðamenn, rigning, rok. Veðurfréttir og fréttir...Ég svei mér mun aldrei getað valið öll ferðalög standa upp úr.

Illugaskottu langar ekki neitt, nema klára ritgerðina. Nenni ekki einu sinni að éta hvað þá heldur. Jú auðvitað langar mig margt, en leyfi mér ekki að langa neitt, ég væri frábær nunna, held ég..kannski.

Á morgun eru 10 ár frá snjóflóðunum á Súðavík, þann dag man ég vel, þá var ég að vinna á leikskólanum Lindarborg, að kaupa íbúð. Núna er ég ekki að kaupa íbúð.

föstudagur, janúar 14, 2005

Eftir mikla þolinmæðarvinnu á Þjóðarbókhlöðunni, sprakk Illugaskotta klukkan 17:00. Fór þá á annað bókasafn, og þar er gott að vera, en í millitíðinni hringdi Rakel, og heimtaði að fá grautfúlann draug niður á Hressó. Það verða víst allir voða hressir sem fara á Hressó.

Þar var nú gaman að hitta Sigga Atla, Rakel, Óskar,,og svo kom Tómas og Ragga. En Tómas hrökklaðist í burtu vegna þess að við hin vorum eitthvað svo ekki á hans línu, að ég held. Og svo var hann líka að fara að sjá besta, örvhennta,franska, píanósnilling í heimi, þannig að þetta er alveg skiljanlegt.

Nú heldur þolinmæðarvinnan áfram, Þórhallur kemur að hitta mig í hádeginu hérna á hlöðunni, og svo held ég áfram í þessari snilldarvinnu. Síðan sund um klukkan 18:00.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Verst hús allra tíma er Þjóðarbókhlaðan, þar er ónýtt loftræstiskerfi, þar er kallt og leiðinlegt að vera. Á eftir að finna einhverjar bækur, fara og ljósrita úr tímaritum á 3. hæð, fara í handbókasafn og grúska í leiðindum þar. Síðan þarf ég að sortera öll leiðindin og lesa þau út og suður.

Annars er ég komin með húsnæði í Winnipeg hjá Karen og Desmond, þegar og ef ég drattast nokkurn tíma til að komast til Canödu. Einnig er ég með húsnæði hjá Garry Raven. Vegna þessa flugmiða þá sé ég ljósið þarna einhver staðar..segi svona..ég bara er að læra og taka mig á, er bara svo afleit fræðikona að það er engu líkt. Akademísk fræði hennta ekki draugum eða nornum..sem vilja sveima um í hugmyndum, spennandi svæðum og öðru sem er forboðið.

Illugaskotta sendi Hjörleifi Guttormssyni heillaskeyti í dag, vegna þess að hann vann mikið afrek í gær í héraðsdómi, og á gott hrós skilið fyrir það. En Siv neitar þessu finnst þetta engu lagi líkt...og einnig ráðuneytið. Illugaskotta hoppar hæð sína í loft upp í fullum herklæðum, enda er Framsóknarflokkurinn að fara til helvítis og helvíti er það gott!!!!

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Það var eins og mig grunaði, og vegna þess að ég nenni ekki að ræða þetta þá tilkynnir Illugaskotta hér með að hún er draugur með hor og verður það sem eftir er lífs hennar...

Illugskotta er ekki að fara að útskrifast í febrúar, hún er ekki að fara til Canödu í febrúar. Nei hún er að fara að halda áfram að bisast við að vera fræðikona og með hornös. Ömurlegt, leiðinlegt, óþolandi, pirrandi, neikvætt, fúllt, æli og skæli. En ekki þýðir að gráta Björn bónda, heldur hefna..og það gerir Illugaskotta. Það þýðir ekki að vola og vorkenna sér, heldur halda áfram og neita að gefast upp.

Nenni ekki að segja ykkur frá þessu nema svona, það er ekki stolltur draugur sem skríður um ganga þessa Háskólasamfélags. Garnirnar gaula og heilinn er þreyttur.

Skjáumst einhvern tíma, allt er leiðinlegt, mig langar í bjór.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Horfði á ægilegann þátt í gær á RÚV, um PCB mengun í spendýrum á norðurskautinu. Illugakottu er brugðið, vissi af þessu en ekki að þetta væri svona rosalegt. Hvítabirnir eru orðnir tvíkynja á Svalbarða, sem veldur því að þeir fjölga sér ekki. Mengunin kemur frá risa fyrirtækjum úti í heimi, útblástri bíla í mið Evrópu og frá annarr skrattans mengun sem fellur niður á norðurskautinu. Þegar Kínverjar og Indverjar eru búnir að iðnvæðast þá mun heimurinn drukkna í viðbjóðslegri mengun. Það er ekki fjör að vera meðvituð um svona hluti, en þetta eru staðreyndir, og það er ekki alltaf hægt að vera strútur eins og sumir ráðamenn ríkisstjórnar Íslands eru.

Annað í morgun ég ældi næstum því yfir frétt í Fréttablaðinu,,ég er ekki að grínast..kúgaðist yfir óförum klikkaðs smyglara. Hann át eitt kíló af kókaíni,,en ferðalagið var langt, svo hann þurfti að losa sig við það einhvers staðar á leiðinni til Íslands, en hann át það aftur. Viðbjóður,,,svo var hann tekinn í tollinum hér á Íslandi,,sem betur fer.

En liðið sem er að taka þennan viðbjóð sem er smyglaður hér til lands, ef það bara vissi hvar skíturinn hefur verið....í alvöru. Það er ekki í lagi að taka eiturlyf, fólk er brenglað.

Nafnið er valið á barnið, og ég er nú bara frekar sátt við nafnið...hvað finnst ykkur?

Goðsögur á stjarnhimni: stjörnuskoðun og miðlun norrænna goðsagna.

Er að fara að skila einhverju plaggi til félagsvísindadeildar og nafnið á barninu verður að fylgja með. Illugskotta mun ekki trúa að þessi ritgerð klárist fyrr en hún er komin úr prentun...þá fyrst mun hún leyfa sér að njóta þeirrar tilfinningar sem hellist yfir mann þegar sköpunarverkið er tilbúið.

mánudagur, janúar 10, 2005

Hugrún systir er flutt í borgina. Hún var að byrja í Hússtjórnunarskólanum í dag, vona að hún hafi gaman og gagn af þeirri menntun. Er mitt á milli alls, sem er furðulegt. Njóta augnabliksins það kemur aldrei aftur. Hlakka til margs og allt það. Sakna Glúms ofur kattar,,,bestu kv frá Skottu rottu.