föstudagur, ágúst 27, 2004

Hafís setrið/stofa,sýning eða safn?

Þetta er ein hugmynd sem ég rakst á úti í Kaupfélagi í dag hér á Blönduósi, einhver hefur sett fram grunnhugmynd af þessu safni sem gaman væri að setja upp á Blönduósi.

Þetta lýst Illugaskotta ágætlega á að verði sett upp í Hillebrandtshúsinu hér á Blönduósi,margt merkilegt tengt hafís. Þjóðsögur, þjóðtrú, harðindi, sögur, ísbirnir, breytt veðurfar núna, hvernig varð veðrið áður....t.d.

Hægt að reisa rannsóknarstofu á Blönduósi líka í tengslum við Veðurstofu Íslands.

Veit ekkert hve langt þessi hugmynd er komin áleiðis hjá Blönduósbæ, mun kannski athuga það.

Illugaskotta ætlar ekki að taka vinnuna, vegna þess að hitt planið snérist um að klára ritgerðina og koma mér svo út til Ameríku, gerast Vestur-Íslendingur. Kannski mun ég leggjast í Doktorinn, allt getur gerst, en september og október eru helgaðir ritgerðinni. Síðan má allt gerast.

Bestu kveðjur til allra sem eru ekki ruglaðir og æða ekki úr einu í annað.fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Farin á Blönduós í kvöld.

Illugaskotta hringdi eins og brjálaður draugur tvisvar sinnum í gær til útlanda. Skotlands og svo til Canödu. Indjáninn er ekki dauður, tölvan hans sprakk í loft upp. Eða réttara sagt elding kom í vírana úti á þaki og allt í tölvuna!

Garry Raven er bara hress og Illugaskottu langar að hitta hann sem fyrst

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Allt gerist hratt í lífi Illugaskottu, hún er að fara í atvinnuviðtal annað kvöld á Blönduósi!

Veit ekki hvað verður, en þetta er starf sem er á flottum stað og svoldið svona frjálst starf, frá 15. september til 1. júní 2005, þetta er starf þar sem ég get unnið í friði í mínu stússi ásamt því að sinna starfinu sem ég er ráðin í.

Kannski, kannski.......Illugaskottu langar í hund, og hús, og hest, og margt fleira.

Er þá ekki á leið til Canödu fyrr en á næsta ári, hummmm. Lífið er spennandi og skemmtilegt. Í dag eru bara búnir að koma útlendingar á sýninguna, frá Ísrael og Rússlandi. Manga hrafn er búin að kíkja á okkur tvisvar sinnum í dag. Ég fór í sund í morgun og veðrið er gott, en hvar er rigningin?!!!


þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Eftir að hafa hitt hinn og þennan, útréttað hitt og þetta, andskotast hingað og þangað, og munað allt í einu hitt og þetta sem ég varð að redda í dag,,,þá komst Illugaskotta út úr bænum klukkan 17:00, en fór af stað klukkan 8 í morgun. Gaf blóð í 17 skipti í dag,,,það var gaman. Vinir mínir í Reykjavík eru hressir, amma er að hressast og mér tókst að gera næstum því allt sem ég ætlaði að gera...

Ég kom heim yfir Tröllatunguheiðina og var hálftíma fljótari heim en venjulega, flott leið sem gaman er að keyra þegar haldið er til Hólmavíkur. Allar mýrar, ár og lækjarsprænur er hálf þurrar, þetta er skrítið að sjá,,,kannski ætti ég að fara að dansa regndansinn??!!!!

Er búin að koma töskum, pokum og öðrum klyfum inn í Sæberg, þá er bera eftir að sortera allt. Mikið er gott að vera komin út á land, hér er ekki stress.

Illugaskottu vantar vinnu,,en ekki í september. Langar í vinnu sem er krefjandi, spennandi, fjölbreytt....skemmtileg...vá,,,það er líklega ekki til svoleiðis vinna.


mánudagur, ágúst 23, 2004

Er í Reykjavík fram á morgundaginn. Brúðkaupið var með þeim flottari sem ég hef farið í. Brúðhjónin komu ríðandi í þjóðbúningum, veisla í tjaldi, nóg að éta og drekka, varðeldur, fjörugt fólk, svaf uppi í fjalli og vaknaði eldsnemma til þess að koma mér niður á flatlendið og sofa meira.

Keyrt í bæinn og legið fyrir í gærkveldi,,,enda var tekið á því.

Eldboltaatriðið sem Illugaskotta var með í brúðkaupinu gekk frábærlega, Einar og Hlynur blésu eldi sitt hvoru megin við mig...rosa fjör og mikill kraftur.

Nú er bara snatt, hitta vini, útrétta og annað.

Þarf að muna að fara í Bónus á morgun. Var í þynnku í gær, langt síðan, og þetta var svona allt í lagi þynnka,,,