fimmtudagur, maí 15, 2003

Það er hlýtt úti. Er að hitta alla sem ég hef ekki hitt lengi og ræða málin, um heimsins gagn og nauðsynjar. Búið að slá túnin hér við skólann og graslyktina leggur yfir svæðið, mig langar í heyskap.

miðvikudagur, maí 14, 2003

Sumar og sól, sumar og gól, sat hún þessi uppi á þaki og svimaði og kól. Ég er ósköp kát yfir því að eiga stóran bíl en ég væri samt mest til í að eiga Thailenskan fíl!!!! Ég er frjáls.

þriðjudagur, maí 13, 2003

Próf eftir 70 mínútur aftaka,,gnísti tönnum og vill ekki vera stressuð en ræð ekki neitt við neitt, ég er frjáls klukkan 12:00. Allt framundan, sumarið úti í landi og veturinn í Kanada, þetta gæti ekki verið betra.

mánudagur, maí 12, 2003

Kjaradómur hefur ákvarðað laun æðstu embættismanna ríkisins og hækka þau um allt að 19,3%. Grunnlaun forseta Íslands hækka þó ekki. Laun forsætisráðherra hækka mest, um 151 þúsund krónur eða um 19,3% og verða þau frá maí 871.000 krónur. Laun annarra ráðherra verða 785.669 krónur að meðtöldu þingfararkaupi sem verður 437.777 krónur. Hækka þau um 123 þúsund krónur eða um 18,4%

Ég er svo aldeilis hissa! Hvað hækka laun verkafólks um fá prósent%, þetta er svínarí, engin smá hækkun. Illugaskotta er ill og fúl yfir þessu,,,það er nú meiri geðvonskan í mér,hún er nú bara í mínum pælingum þessi geðvonska.
Nú er ég að verða 80 kg, það er met en er alltaf 74-75. Systkini mín fara út til Danmerkur þann 22. maí... Hugrún og Fannar eru að fara til útlanda í fyrsta skipti og hann Fannar er að fara í fyrsta skipti í flugvél og til útlanda. Æði, Stebbi frændi fer með þeim og mun hafa vit fyrir þeim, það verður nú fyndið....Hugrún hefur einu sinni áður farið í flugvél.
Bloggið er skrítið, þótt ég hefði viljað strika eitthvað út þá er það ekki hægt því það sést ekkert hér í skrifiríinu. Seinasta próf á morgun og þá byrjar allt.

sunnudagur, maí 11, 2003

Þýðir ekki að æsa sig yfir þessum úrslitum, allir á lífi og lífið er gott, enda var ég bara að grínast er hæst ánægð með að atkvæðið mitt rataði rétta leið og að allt verði í stöðugu ástandi og nú getur ríksstjórnin farið að standa við loforðin góðu og halda áfram með verkin sín. Sól og ég er hress og er farin heim. Það gekk vel í prófinu 10. maí en málið var að kúrsin sem ég var í var með endemun lélegur og ótrúlega illa kenndur.Svo í gær var einn þeirra eitthvað snúðugur við mig ég hélt bara vegna þess að ég og hann höfum aldrei verið sammála í vetur, nei hann var líka svona við hinar tvær sem ég þekki við vorum bara 8 í kúrsinum og annað er að við höldum og grunar að þeir séu búnir að fá kennslukönnun og umsögn um sjálfan sig áður en þeir gefa okkur einkunn.
Og nú er bleik brugðið!
Segi betur frá því hvernig þetta var og er allt saman.
Stöðugleikinn vann og stöðugt rugl mun halda áfram í íslensku stjórnkerfi og stjórnmálum. Þeir munu halda stöðugleika í því að hafa ræfla áfram ræfla, ríka mjög ríka og fátæka áfram fátæka,gera heilsugæsluna fyrir þá ríku og hampa sægreifum í kóngastólum. Smeðjan hann Sigurður Kári Kristjánsson fer óendalega í taugarnar á mér og hann komst inn, litli stuttbuxnastrákurinn hans Dabba!!! Slepjulegur og kjánalegur gaur sem manni finnst vera að drepast úr monnti og prumpi. Hvar endar þetta allt? Jú þetta enda með hörmungum þegar Dóri slóri er orðinn forsætisráðherra, þvílík hörmung engar breytinga er ávísun á fleiri hörmungar.
Til lukku fólk sem kaus stöðugleikann þið eruð fífl!!! Takk fyrir mig. Bless!!! og ég skelli á andlitið á þessu helvítis íhaldi.