laugardagur, október 04, 2003

Manitoba er mikið landbúnaðarhérað. Árið 1998 var einungis slátrað 6 milljón svínum í héraðinu!

Í fyrradag létust tveir Kanadískir hermenn í Afganisthan. Það eru búnar að vera miklar umræður um þetta í TV, en sem sagt, aðallega verið að tala um jeppann sem þeir voru í og að hann hefði ekki verið nógu öruggur, sterkur fyrir þess háttar sprengju sem þessir gaurar lenntu í.
Þetta var víst jarðsprengja af stærstu gerð, það var búið að athuga veginn sólarhring áður en þeir keyrðu um hann.
Illugaskottu fannst áhugavert að það var ekkert talað um það að kannski ættu Bandaríkjamenn og Kanadamenn að hunskast heim til sín og láta Afganisthan og Írak í friði bara. Nei Ameríka veit hvernig á að stjórna þessum hottinntottum og þeir verða að koma á stjórnkerfi áður en þeir yfirgefa stríðsvöllinn.

Dæs, þetta er of mikið.

Hópavinna það gengur allt út á hana hér. Kennslan er þannig að við lesum eitthvað fullt, svo er farið í gegnum efni sem tengist því og efnið sjálft stundum, svo skipt öllum upp í hópa, svara einhverjum spurningum sem eru setta á töfluna tengdar efninu og svo talar einn úr hverjum hóp þegar hópavinnu er lokið. Gott kerfi myndi ég segja, tala, tala. Hér gengur allt út á að tala.

Gæsirnar eru næstum því allar farnar, íkornar sjás sjaldan en fullt af litlum fuglum út um allt. Alls kyns plöntur hér og tré sem ég hef aldrei séð áður.

föstudagur, október 03, 2003

Mig dreymdi að ég væri að ganga á snæviþakið fjall í alla nótt. Ég var með stórum hóp og þegar við vorum alveg að komast upp á topp þá komum við að ill kleifanlegu ísklifi. Nokkrir í hópnum voru búnir að gefast upp, búnir á því, út úr heiminum. Ég bölvaði því að vera ekki með ísexi, vinur minn Jökull var sá sem var með ísexina. Hann byrjaði á því að höggva tröppur í ísinn og svo dró hann liðið með sér upp sem var út úr heiminum en við hin klifum á eftir þeim. Ég komst á toppinn á þessu fjalli sem ég veit ekki hvar er eða hvað það heitir. Það var mikill ísing yfir öllu og þegar við vorum að leggja í hann niður á við þá vissi ég að ég myndi hrapa og renna. Enda gerðist það ég missti takið og rann af stað. Ef ég væri með ísexi þá væri allt í lagi, hugsaði ég. Allt í einu var rifið í mig og Jökullinn reif mig á fætur. Eftir þetta var bara niður, niður, niður á við. Ég ákvað að taka áhættu og lét mig gossa niður fjallið, lennti á fótunum þegar niður var komið.

Illugaskotta var alveg eftir sig eftir þessa miklu fjallgöngu, enda eru engin fjöll í Manitoba.

Fór á fyrirlestur í dag um það hvernig nafngiftir Inúíta voru öðruvísi heldur en hvítra manna. Hvítir menn voru bara að setja nöfnin sín á norðurheimsskautið en Inúítar voru að pæla í því hvernig staðurinn var. T.d. var staður þar sem gott var að veiða hreindýr, bar nafn tengt því. Þar sem lítið var um ferskvatn en mikið af einhverju öður. Nafngiftir þeirra snérust um hvar væri að finna hina og þessa náttúruauðlindina, ásamt því hvað einkenndi staðinn í útliti.

fimmtudagur, október 02, 2003

Ég var að lesa um rafsegulsvið ég er handviss um að rafsegulsviðið í svefnherberginu mínu er allt of hátt miðað við hvað mig dreymir. núna síðast dreymdi mig mann sem var að háma í sig skít af mikilli græðgi,, mokaði honum upp í sig með höndunum..oj bara......shit Þetta er ekki texti eftir Illugaskottu heldur vinkonu hennar sem býr á Hólmavík og er mikill snillingur.

Varð að setja þetta inn Ásdís því þetta er frábær texti, vona að það sé í lagi. Kveðja til þín frá Björk
http://frobel.blogpsot.com/

Stundum thegar eg er ad fara inn a siduna hennar Fridu kennara i Danmoku tha prenta eg thessa sidu inn og hun er mjog furduleg thessi sida.

http://frobel.blogpsot.com/

Fullt af furdulegum hlutum um Bibliuna,,,skritid.

Fimmtudagur, dagarnir fljuga ut um gluggann,,helgin a naesta leiti. Laera og flakka um baeinn...ad eg held.
Ég er búin að vera í tölvunni mikið í dag. Svo fín og flott talva að Illugaskotta er að missa sig. Fór samt í Super markaðinn og gleymdi náttúrulega að kaupa aðal málið, lampa á borðið. En keypti hitt og þetta að maula, t.d. hreina jógúrt sem smakkast eins og súrmjólk! Lífræna mjólk, hvað sem það nú þýðir, en erfitt að finna mjólk sem smakkast ekki eins og plast!!! Þessi mjólk smakkast eins og eitthvað sem er of blátt skiljið þið,,eitthvað of eitthvað.....

Svo bara rölt heim á leið með þungan bakpoka. Sól og blíða, gæsirnar gargandi allt í kring, Canada gæsin er mikið á flugi á leið suður á bóginn eins og flest allir með einhveru viti. Fylgist mikið með gæsum heima til dæmis og ég hef aldrei séð gæs í góðu skapi eins er með canadísku pæjurnar/gæsirnar eru mjög frekar og stórar. Bíta hvor aðra eins oft og tækifæri gefst og hlaupa mikið á eftir hvor annari til að berja á óvininum...

Illugaskotta var að pæla hve stór ein gæs væri, sko fyrir hve marga að éta!!! Flott á jólaborðið eða bara í afmælið.

Það verður partý í íbúðinni minni á morgun, þjóðverjar, ítalir, frakkar, spánverjar, ástrali og einn íslendingur, skotta rotta ég.

VÁ ég get horft á DVD í tölvunni minni og hlustað á geisladiska og bara talað við vini mína og horft á myndir ,,,,,,ég er að farast yfir þessari tölvu, presario 2100 Compaq. Ótrúlega speisuð.....mun vakna snemma verð að fara í sund.

miðvikudagur, október 01, 2003

Dagurinn í dag henntar ágætlega til þess að byrja á því að nota íslensku stafina. Frelsi og nýtt líf hér á minni opnu dagbók. Illugaskotta fjárfesti í ferðatolvu í Future shop í gær. Keypti líka þessa frábæru tölvu fyrir nærri engan pening og bakpoka utan um hana. Nú fer Illugaskotta ekkert nema með heila tölvu á bakinu.

Það tók tímann að setja upp allt draslið og internetið og hitt og þetta. Ég og Karen vorum heillengi að velja eina tölvu og svo þurftum við að bíða í þessari risa stóru kringlu í langa tíma, lágum í leðursettum sem gleyptu okkur og horfðu á móturhjól i risa sjónvörpum. Eins og ég segi hér er allt risastórt.

Allt gengur fyrir kortum hér líka, ég er með eitt kort til þess að komast inn í húsið í gegnum tvennar dyr, annað kort til þess að komast inn í herbergið mitt og enn eitt kortið til þess að setja í þvottavélina. Illugaskotta á við það vandamál að etja að hún týnir öllu!!!! En hef ekki enn týnt korti og svo er ég með visa kort og debet kort og ökuskírteinið er á leiðinni frá Íslandi því ég ætla að leigja bíl í stóru Ameríku og keyra um á stórum bíl.
Sa modur allra Kringla, shopping malls i gaer. Her eru svo margir super markadir ad Karen sagdi ad vid gaetum verid i hvada borg sem er i Bandarikjunum, thvi thaer eru allar svona uppbyggdar. Supermarkadur, stort bilaplan, junk food stadir og radio soluturnar og svo ibudarhverfi.

Endalaust. En for i Forks sem er kjarni thar sem eru litlir markadir. En Forks er stadur thar sem arnar 2 maetast sem renna um Manitoba. Thar var fundarstadur Indiananna sem voru her og einnig thar voru markadir theirra. Seldu og keyptu vorur af hvor odrum, hittust vid armotin.

Russarnir eru herna! Sko Ukrainumenn. Fullt af theim flutti hingad a sama tima og Islendingar. Kanadamenn voldu hvada thodir their vildu. Vildu helst bara hvitt folk sem var vant og duglegt ad vinna landbunadarstorf og thad thurfti ekki ad borga neitt til thess ad komast hingad til lands. Asiulidid letu their borgar fulgur af peningum svo thad gaeti flutt hingad til lands!!! Sem sagt hvad er thetta kallad? Laet ykkur um ad paela i thvi.



þriðjudagur, september 30, 2003

Her var frost i nott og nuna er sol og blida.

Her er saga fra indianum afhverju fuglinn lomur er eins skrautlegur og hann er og afhverju hrafninn er svartur (corvus corax) Binna thad er mjog naudsynlegt ad kunna fuglanna a latinu.

Einu sinni hittust hrafninn og lomurinn a fornum vegi, their toku tal saman. I samtalinu tha komust their ad samkomulagi um ad gera hvorn annan fallegann og hrafninn byrjadi a thvi ad skreyta lominn. Fyrst byrjadi hann a thvi ad setja svartar doppur a hann allan, hann drog linur yfir bukinn a lomnum og ad lokum maladi hann (the bill) gulann. Thegar hrafninn var buinn tha byrjadi lomurinn a ad mala hrafninn svartann. En adur en hann gat gert meira tha kom manneskja ad theim og hraeddi tha bada i burtu. Lomurinn klaradi aldrei ad mala hrafninn og hann hefur verid svartur allt til okkar daga.

Her er fallegur og svalur haustdagur. Fer ad skrattast eitthvad med Karen i dag, kannski kaupa mer fartolvu.

Thad gekk vel med verkefnin, honum John Sinclair list vel a lokaverkefnid mitt, eg tharf bara ad lesa meir um kenningar, og annad sem vidkemur rannsokn.

A morgun er 1. oktober og mer finnst eg hafa verid her i svona 5 manudi.

mánudagur, september 29, 2003

I seinustu viku var thattur her i sjonvarpinu um islenska erfdagreiningu. Ekki sa Illugaskotta thennan thatt en margir voru ad tala um hann. Kvennkyns nemandi spurdi mig af thvi hvort allir Islendingar vaeru med svona svipud andlit, liktust hvor odrum mikid thott their vaeru ekki skyldir!!!!! Eg kom af fjollum....fannst thetta furduleg spurning og spurdi afthverju hun vaeri ad spyrja mig.

Tha sagdi erfdagreining thetta vist i thaettum og syndi myndir af Islendingum.

Mer leid eins og vid/thjodin okkar se ein stor tilraunarstofa. Innskyldir einstaklingar sem gott se ad gera tilraunir a. Eg sagdi vid hana ad thetta vaeri ekki satt. Vid vaerum ekki ekki furdudyra syning her upp a Islandi.

Hvad er thad med Islenska erfdagreiningu ad lata thetta svona fram. En thyrfti ad sja thattin med furdudyrunum islensku...

Er ad fara i tima, fae tvo verkefni til baka i dag og daudkvidur fyrir thvi veit ekkert hvort eg var ad gera eitthvad ad viti og svo a eg ad lesa upp skyringu a thvi hvad ONTOLOGY, thydir...og fullt af erfidum ordum sem utskyra hvad thad thydir...gaman ad vera utlendingur og segja vitleysur..

Dreymdi annars i nott ad eg vaeri i Danmorku med fullt af vinum minum i party og eg atti ad panta pizzu og eina skilyrdid var ad eg vard ad tala donsku...taladi donsku i alla nott get svo svarid fyrir thaddddd..............

sunnudagur, september 28, 2003

Stormarkadirnir herna eru staerri en fluvellir. Her er bara haegt ad kaupa allt i storum umbudum, risa storir pakkar at thvottaefni. Kjot af hvada dyri sem er naestum thvi.

Grill i gaerkveldi, thar var heill kalfur grilladur, bara buid ad skera hausinn og lappirnar af,,leit vel ut en et ekki kjot.

Bara mikid ad gera i skolanum og einnig mikid ad gera vegna thess ad eg er ad fara i ferdalag eftir 14 daga a vesturstrondina i fjoll og sjo...jibbiiiii...