föstudagur, mars 07, 2003

Blind sem hreindýr í dag, augnlæknirinn horfinn á annan stað og lét mig hafa það að vera blind í dag, týni alltaf þessum linsum. Vill mæla með sýningu í Gerðarsafni, ljósmyndasýning blaðaljósmyndara komst bara til að skoða þessar svarthvítu sem eru í kjallaranum og þær eru snilld, hitt verður skoðað seinna. Svo er náttúrugripasafnið í Kópavoginum sem er við hliðina á Gerðarsafni einnig skemmtilegt það er inni í bókasafninu, fullt af fuglum, steinum, dýrum, og lifandi fiskar sem gaman er að fylgjast með. Þar er rosalega flottur örn uppstoppaður og risastór útselur, hann er stærri en ég, sem er 178 cm á lengd og 78 kg. Myndi ekki vilja lenda í maganum á útsel. Annars þá var Jói vinur minn annar í arkitektakeppni um sendiherrahús í Berlín, hann er öfga hress í dag, enda vann hópurinn hann marga peninga sem þau þurfa svo að skipta á milli sín, veisla hjá þeim í kvöld, mikið gaman, allir ofsa kátir.

fimmtudagur, mars 06, 2003

Ég fór í leikfimi í gær, svokallað Areobik eða loftfimi ha! nei,,,þetta er svo fyndið, klikkað furðuleg spor, hlaupið og ærslast, bara var að deyja en neitaði að hætta, hef aldrei á ævi minni hlaupið eins mikið og leið svo vel á eftir, líkaminn fullur af vellíðunardópi. Ætla aftur enda er ég í stríði við spekið/spikið. Var að keyra foreldra mína á flugvöllinn, þau eru að fara í annað skiptið á ævinni til útlanda og hlakkaði ekkert smá til.Bý með Þjóðverja, þar er allt akkúrat upp á krónu. Ég hef samt furðað mig á því hvað hún notar mikinn klósett pappír, ein rúlla næstum því á dag!!! kannski er hún bara alltaf með steinsmugu, veit það ekki. Í gær var verið að reikna út símreikninginn. Við sem sagt skrifum í litla bók þau númer sem við höfum verið að hringja í, nafnið okkar við símanúmerið og dagsetningu.

Svo kemur símreikningurinn, jibbí og þá byrjar fjörið að merkja við hver hefur hringt hvað og reikna út hvað hver á að borga í símreikning. Þar sem hún er svo akkúrat í reikningum þá var hún búin að borga reikninginn í gær, búin að merkja við sín númer og var á fullu að reikna út hvað hún hefði eitt mörgum krónum í símababbl. Nú bara á ég eftir að gera það sama. Ojbarasta en skipulagt sem er af því góða.

miðvikudagur, mars 05, 2003

Nú er það helst í fréttum að það er enn þá verið að tala um hinar frægu 300 miljónir Davíðs, Jóns Ásgeirs, einhver kall í London og einhver Sullenberg eða Sullenborg, ég er að verða eins og Davíð, beiti fyrir mig minnisleysi. Annars þá horfði ég á byrjunina á seinni hluta sjónavarpsþáttar um Gerifinnsmálið í gærkveldi, þar var verið að tala um plott, pólitík, og svindl sem var tengt stjórnmálamönnum og svo var sýnt inn á Alþingi þar sem Óli Jó var að tala og beitti svona álíka ræðumennsku og Davíð, skítkasti. Svo var myndavélinni beint upp á þingpallanna og viti menn þar var Lubbi/Dabbi, að hlusta og læra af þingheimi árið 1976 eða þar í kringum. Þetta var gaman að sjá, nú kannski getur maður farið á þing ef maður er nógu duglegur að hanga á þingpöllum og horfa á Alþingi í beinni í sjónvarpinu og kemur með nýja tegund af skítkasti ef hún er þá til.


Mikið að gera í því að gera ekki neitt, snýst í kringum mig, skrifa "gera lista" sem lengjast og lengjast með hverjum deginum sem líður. Það sem er svo frábært við "gera lista" er að ferðin er hálfnuð þegar búið er að skrifa hana niður, einungis eftir að framkvæma.

Vinir Dóra teygðu sig og sprikkluðu upp á sundlaugarbakkanum í morgun,,,,þeir voru að tala um það að þeir hefðu flotið svona gríðarlega vel í sundinu þar sem þeir væru úttroðnir af salti eftir sprengidaginn. Svo er annar gaur sem þeir kalla dómarann, hann syndir að ég held 50 km á dag en tekur sér pásu meðan vinir Dóra sprikkla á bakkanum og gefur þeim svo einkunn í gær fengu þeir 8.5 í einkunn en ég heyrði ekki einkunnina í morgun,,,, þetta er hið mesta snilldar samfélag þegar maður þarf ekki að vera í sama klefa um óvinsælasti stjórnmálamaðurinn minn og leiðinlegasti sjórnmálamaðurinn minn, Valla litla, hún stundar bestu sundlaugina í bænum alveg eins og ég. Ég ætla ekki að kjósa sjálfstæðið því þar tala allir eins og Davíð og stuttbuxna strákarnir hans höfða ekki til mín, Sjálfstæðiskórinn, "Dabbi segir, Dabbi segir og við segjum það líka", ég ætla ekki að kjósa framsókn því þar tala allir eins og Davíð nema með röddinni hans Dóra en þá eru bara tveir eftir sem ég veit ekki nóg um en ljúga kannski alveg eins mikið og hinir fyrrnefndu. Borgarnes ræðan ógurlega hennar Ingibjargar Sólrúnar hefur verið sögð hafa opnað skítahauginn sem flæðir um allt samfélagið í dag. Sjálfstæðismenn kenna Ingu um árásir á saklausa menn en ,,,,var hún ekki bara kræf og sniðug að opna skítahauginn? Farin að flakka um veröldina.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Vetrarspek, vetrarspek nú er ég búin að segja þér stríð á hendur Ég er búin að fitna finn það á fötunum mínum fer svona næstum því aldrei á vigt en er nú samt 77. 5 kg og þá er bleik brugðið....!!!! Er búin að taka hjólið í sátt og hleypti því út í dag, morgun, sund, umræður í pottunum bara um Davíð Oddsson og allir segja hann vera að ljúga, sérstaklega eftir Kastljósþáttinn sem ég sá ekki, hátt fall í skítinn, plamm, slettur út um allt. Veðrið kalla á mann að fara út á skíði, upp í fjall í dag kannski. Allt að gerast í hausnum á mér en ekkert í kringum hann.

mánudagur, mars 03, 2003

Skrifa aldrei á sunnudögum, þeir eru leyndó dagar, þá geri ég hluti sem ykkur myndi ekki dreyma um að gera. Dreymdi annars í nótt að ég hefði verið blindfull, vinkona mín vildi fá lánað bensín og díesel og ég lánaði henni bensín og hellti dísel á bílinn minn! Þá allt í einu mundi ég að bíllinn minn var bensín bíll, ljóskan að drepa mig...hugsaði og hugsaði í draumnum hvernig ég gæti nú reddað þessu og vaknaði alveg þunn og þreytt í morgun. Hlustaði á Davíð Oddsson í morgun útvarpinu, maturinn rataði varla ofan í mig, maðurinn er ótrúlegur, mig langar í annan forsætisráðherra orðin leið á gríninu hans Davíðs, ofnotkun á því af honum. 300 milljónir já þær munu verða í fréttum í allan dag og næstu daga þessar 300 milljónir sem Davíð var andvaka yfir. Það átti nefnilega að bjóða honum 300 milljónir svo hann yrði góði strákurinn við Baug......og ..............