föstudagur, apríl 29, 2005

Föstudagur,,18 dagar síðan ég yfirgaf Ameríku, allt líður svo hratt. Það er gott að vera ekki lengur á jeppa, ég er enga stund að snattast um bæinn. Hvar ætli krummi sé búin að verpa? Krummi sem á heima á Háskólabíó, ég er að spá í hann. Það verður nú meira útskriftarfarganið í fjölskyldunni minni í vor, Hugrún systir verður stúdent og einnig löggild húsmóðir, úr Hústjórnarskólanum í Reykjavík, það er ekkert smá...síðan er það víst ég, líka Illugaskotta.

Ég sef lítið,,vona að ég sofi vel í nótt, er alltaf að vakna,,,fór í nótt og fékk mér eitthvað að éta, síðan hélt ég áfram að lesa bókina Kalli og sælgætisverksmiðjan, þvílíka snildarbókin. Er að lesa hana á ensku, Rohald Dal samdi þessa bók, hann varðveitti í sér barnshjartað, það er alveg öruggt. Er ein heima að huxa málið, þvotturinn hringsnýst í þvottavélinni, búin að taka til í herberginu og horfi núna einhverja norska mynd.

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Sólin grettir sig og bara hlær. Las Vegas, það er örugglega rosalega brjáluð borg, þar sefur víst engin, ég meina allt er opið 24 klst...og allir spila og leika sér.

Ég fer í leikhús í kvöld, Mýrarljós. Illugaskottu finnst alveg óheyrilega leiðinlegt í leikhúsi. Oftast eru þetta andstyggleg verk, uppspert, snobb og tilgerðarlegur leikur, finnst leikarar oft ofleika og svo er það allra versta að sætin eru svo óþægileg og þá verður draugurinn alveg rosalega pirraður. Hann vill geta rétt úr sínum skönkum, ropað og látið eins og versti ólátabelgur. En við skulum sjá, kannski er þessi sýning spennandi, og grípur minn draugslega anda.

Skemmtilegasta leikrit sem ég hef farið á var Ormstunga, það var algjörlega magnaður spuni hjá Benedikti og Halldóru. Þau voru hress og fóru með fornan texta eins og hann væri tungumál talað í dag. Gjörsamlega ógleymanlegt. Sendi Gumma og Eydísi vinkonu á þetta leikrit, sagði að það væri skylda að sjá það. Held þau hafi líka skemmt sér vel.

Æddi í sund í morgun, vöðvarnir eru farnir að segja mér að þeir séu þreyttir, en ég hlusta ekki á þá, heldur hamast. Ég get hvílt mig í hvíta kassanum,,,,það segja þeir bestu. Bless frá Illugskottu rugludollu og ólátabelg.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sund i morgun, það er ekkert betra. Illugaskottu líður undarlega, bara er heima allan daginn, hlusta á frábæra tónlist og hamast í því að yfirfara, laga, bæta, endurskrifa og semja. Í gær var ég til dæmis tvo og hálfan tíma að laga fimm blaðsíður. Hvað er það? Eintóm heimska held ég barasta....en jamm og já. Ætla alltaf að klára að fara yfir allt en tekst aldrei. Þetta tekur svo miklu meiri tíma en ég hélt. T.d. bara það að finna hvernig nafn á einhverjum Forn-Grikkja er stafsett á íslensku tekur skrattans langann tíma. Ljót íslenska veit það en varð bara, afsakið.

Er á blaðsíðu 109, af 134 og hverjum langar að lesa yfir stafsetningu? Vinsamlegast hafið samband strax við Illugskottu, því það eru villur hér og þar...tekst ekki að útrýma þeim frekar en minknum eða lélegum stjórnmálamönnum. Siminn minn er í símaskránni og netfangið mitt er illugaskotta@hotmail.com

Æji dæs,,,,en verð að hvíla mig í kvöld og fara snemma að sofa. Búa til tíu blaðsíðna leiðbeiningarbækling um það hvernig herra x eða frú x geti sagt frá náttúrunni í gegnum eða með hjálp norrænu goðafræðinnar.

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Tók daginn snemma í morgun. Vesturbæjarlauginn rokkar, ekki svo feitt klukkan 7, því þá er hún full af fólki, en klukkan 715, þá tæmist hún. Þannig að á morgun verð ég mætt klukkan 715 í tóma laug. Útiklefar og ferskt loft er eitthvað fyrir Illugaskottu.

Í gær seldi ég Gamla Rauð, og skipti smá upp úr árgerð 1991 yfir í árgerð 1997 á Toyotu, því það eru einu bílarnir sem ég vil, yfir í Toyoutu Carínu. Flottasti bíll sem ég hef nokkurn tíma átt. Vínrauður. Nú er fjör og nú er gaman. Fórum í heimsókn til Hildar Eddu í gærkveldi, ég, Iðunn og Lára. Það var gaman, einnig keyrðum við út í Geldinganes, skrítið að vera ekki á jeppa, en ég var tilbúin í að breyta um bíl.

Bráðum, bráðum kemst ég á Strandirnar, þá get ég farið að skipleggja og redda hinum ýmsu hlutum sem ég hef ekki tíma til að garfa í núna. Ásamt því að vinna og fá salt og pipar í grautinn.

mánudagur, apríl 25, 2005

Mánudagur, sól úti, vorið alveg brjálað og ég veit ekki hvað. Fór snemma að sofa í gærkveldi, og tók daginn snemma. Bráðum kemur 1. maí þá eru 13. dagar þar til fresturinn til að skila rennur út. Ég ætla að haska mér áfram nú,,,ein tveir áfram nú!....

Hef haldið mig frá því að skilja og reyna að fylgjast með þessari afleitu íslensku leiðindar pólitík...ég hélt ekki upp á 10 ára afmæli ömurlegustu ríkisstjórnar allra tíma. Hins vegar var ég neydd til þess að halda upp á afmælið vegna þess að þeir héldu upp á afmælið fyrir mína peninga og annarra skattborgara sem hafa aldrei kosið þessa tvo flokka sem stjórna þessu landi. En ömurlegt hlutskipti...afhverju voru þeir ekki bara með partý heima hjá sér og létu mig ekki borga.???

sunnudagur, apríl 24, 2005

Við hliðina á mér eru tvær hálfétnar pizzusneiðar, formúlan æðir í hringi í sjónvarpinu, kókið springur í glasinu mínu...ég er sybbin,,,,en kvöldið var gott í gær. Afmælið var fínt og fjör í öllu. Í dag er nóg að gera, best að gera það allt.

Mikið eru pizzur suddalegur matur, sem fyllir einhvern vegin upp í matargatið ógurlega sem myndast eftir bjórsull...ojbara....vorið, vorið....hér í Reykjavík heyrist ekki mikið í fuglum.

Sunnudagur til sudda.