laugardagur, desember 17, 2005

Internetid her er svo haegt ad thad er haegt ad elda mat og allt medan eitthvad er ad opnast.

Allt er gott i frettum, jolin eru ad koma og thad leggst bara vel i mig. Er ad bua til avaxtakoku nuna, frosna. Svo aetla eg ad bua til gulrotarkokuna hennar Idunnar, og jolakoku, og veit ekki meir. Thad kom hingad madur i vikunni sem vildi hitta mig thvi hann var af islenskum aettum. Eg for og opnadi hurdina fyrir honum og vissi ekki hvort eg aetti ad tala islensku eda ekki thvi hann var ekkert sma islenskur i utliti, en hann taladi bara islensku. Hann er forstodumadur fyrir fullordinsfraedsluna her i Manitoba, vid spjolludum margt. Thegar eg segi islenskur i utliti, tha meina eg havaxinn, threkinn, svona raudbirkinn, og med thetta yfirbragd sem er bara islenskt, veit ekki hvernig eg a ad lysa thvi.

Eg datt i algjort internet sukk thegar eg var i Winnipeg, og thad er gott fyrir mann ad komast ekki tolvu eda hafa ekki gsm sima. I utlondum er gaman, thad er undarlegt ad adfangadagur verdur naesta laugardag. En Illugaskotta er ekkert brjalad jola skoffin. Thad ad dvelja her i Hollow Water hefur kennt mer margt, og eg a eftir ad laera fleira. I gaer bjo Garry til trommu fyrir mig ur elk skinni og hun er med vidarramma, svona handtromma. Nuna er hun a thorna, ekkert sma flott. Svo er bara ad fara ad aefa sig a syngja, og lemja handtrommuna.

A eftir fer eg ad athuga med gildrunar en thad er ekki buid ad vera haegt vegna mikilla hlyinda, blautur snjor og fleira.

Nuna er svallt og mikid er thad gott. Roselle vinkona min i Winnipeg baud mer i aramotaparty og Illugaskotta er ad hugsa mikid um ad skella ser. Her er adal jolahatidin thann 25. des, 24 er bara snakk dagur. Thann 25. des verdur einhver god steik, alls kyns medlaeti og fjor. Eg, Gary og sonur hans liklega.

mánudagur, desember 12, 2005







Sælt veri fólkið kom loksins nokkrum myndum hér inn. Þarna stend ég við upp sprengt húsið hennar Elísabetar, og þarna sjáið þið einnig fallegu stífluna hennar sem búið er að rífa í sundur. Svo er þarna mynd af ánni frosinni og haugurinn þarna er hús muskrat, sem er vatnadýr með þykkan feld, þarna sefur hún um veturinn. Svo setti ég líka inn mynd þar sem ég er að saga tré, það er gaman. En þessi mynd var tekin í haust. Svo er þarna einn elgur, sem ég sá í haust. Sagan er sú að við héldum að hann væri taminn, en svo sé ég mynd af honum í blaðinu nokkrum vikum seinna. Sem sagt hann kom sjálfviljugur til bóndans og var bara á túninu hans. Eftir nokkrun tíma koma Náttúruverndin þarna í Manitoba, svæfði elginn og setti hann eitthvert lengst út í skóg. Núna er líklega búið að skjóta greyið. En málið er að þeir eru veiddir svo mikið að ungu elgirnir hafa fáa gamla til að kenna sér á lífið og tilveruna þarna úti í náttúrunni. Þessi elgur var að reyna að flýja það að hann yrði skotinn strax, því trúi ég....en nei,,,,svæfður og settur út í skóg. Við sem menn eigum ekki að skipta okkur af gangi náttúrunnar segja þeir...og hugsi svo hver fyrir sig.

Bestu kveðjur frá Björk í Kanödu.

sunnudagur, desember 11, 2005

Hæ! Hvar er þessi ægilegi vetur,,spyr draugur?,,,,,skil ekkert í þessu, get varla notað snjósleðabuxurnar mínar of heitt fyrir þær, þetta er meira ástandið. Þrammaði um borgina í dag það var hressandi kaldur vindur sem lék um hús og fólk.

Illugskotta er kát þessa daganna og hefur verið það flest alla sína daga hér í Kanödu. Það er skrítið að það sé 10. desember árið 2005, hvar ætli ég verði þann 10. desember árið 2006? Ætla að giska, á að ég verði einhvers staðar í útlöndum að herja með víkingum, leita að gulli og gersemum. Geri mér enga grein fyrir því hvar ég verð, en ég er hress hvar sem ég er á hnettinum. Var með smá heimþrá í gær, en það var í fyrsta skipti síðan ég kom. Hrissti það auðveldlega af mér með því að lesa leiðindar Morgunblaðið, svei og fuss...ekki hafa þeir breyst mikið stjórnunarhættir ríkisstjórnarinnar,,en einblínir hún eins og frosin haugur á stóriðjuna sem bara mengar loftið, hafið, vötnin, jörðina,,,,,og gefur stórfyrirtækjum peninga,,,,þvílíkur afturhalds stjórnvalda háttur segir Illugaskotta.

Landið lifir án okkar en við ekki án þess.

Smátt er framtíðin, að vinna að hugmyndum og hugarfóstrum sem gefa af sér hugmyndavinnu, er uppbyggilegt,,að skemma landið er niðurbrot fyrir fólkið, landið og dýrin.

Jæja það bíða mín stór verkefni í næstu viku að vera facillitator á fundi með gamla fólkinu, The Elders meeting,,,,mikið hlakka ég til. Slabb kveðjur heim.

laugardagur, desember 10, 2005

Það er rigning úti, Illugaskotta er í Winnipeg fram á miðja næstu viku, vegna þess að hún er í fríi frá indjánum, snjósleðum, gildrum, beitu og öllu sem tilheyrir Hollow Water, er eiginlega búin að vinna yfir mig þarna,,,hverjum manni er nauðsynlegt að breyta um umhverfi af og til.

Það hefur gengið upp og ofan að taka upp allt það sem ég þarf, en sé til hvert stefnir. Er að fara í bíó í kvöld að sjá nýjustu Harry Potter, sá seinast myndina Walk the Line sem er um líf Johnny Cash, sem er nú einn af mínum uppáhalds söngvurum.

Fer í heimsókn í Íslenska consúlatið á mánudaginn, þangað er alltaf gaman að koma. Það er ísing á öllum vegum, og allir eru úti í skurði.

Það er lítið um jólaundirbúning þar sem ég bý, ætli ég geri það ekki bara. Borðaði elgssamloku og heimabakað brauð í morgunmat í morgun. Vorum komin hingað um klukkan 3 í dag. Það er ægilegt að fylgjast með fréttum af þessum gíslum, þessum kanadísku og bresku gíslum í Írak.

Bestu kveðjur heim,

þriðjudagur, desember 06, 2005

Sællt veri fólkið! Núna er sá tími hér í Manitoba að flestir setja bílana sína í samband við rafmagn yfir nóttina, en í hverjum einasta bíl sem maður sér hér er rafmagnslína sem hitar eitthvað í húddinu, vélina að ég held!

Já það er orðið frekar kalt um 22 stiga frost og um það bil 30 með vindi. Gary lagði 10 gildrur í dag, og ég fór með, ég fer með í allt. Förum á snjósleðum hérna út á ánna, sem er gaddfreðin. Síðan erum við með gildrur, kassa og beitu. Beitan eru gaddfreðnir og úldnir fiskhausar! En það finnst Marten best að bíta í, en hann veiðir helst Martein! sem er einhvers konar minka úlfur, hunda kvikindi, að ég held, hef aldrei séð hann Martein en kannski annað kvöld þegar við förum að vitja um gildrurnar. Já svo eru gildrurnar spentar upp, beitan er sett í botnin á kassanum, gildran er bundin föst við tré og sett beint fyrir framan kassann, síðan eru settar greinar við hliðina til að fela kassann. Svo setjum við úldna hausa rétt við gildruna, og svo er að sjá og bíða hver er gráðugastur í úldna hausa.

Í gær fór ég í göngutúr úti á ánni, sá allt í einu risa stór dýraspor, fyrst var ég að spá hver væri með svona stór löpp. Ekki elgur, því þetta var sko ekki klaufa far, nei en einhvers konar köttur var þetta. Illugskotta fylgdi sporunum, og sá allt í einu að þetta dýr hafði lagst niður og auðvitað staðið upp aftur, það voru klær fremst á þessum sporum! Úfff,,,þetta voru úlfaspor, Timber wolf, sagði Gary. En þeir láta fólk í friði, ferðast um í hópum og veiða í hópum.

Já fann stærsta bjórahús sem ég hef nokkrun tíma séð hérna lengst inni í skógi, og þvílíkt löng stífla sem er lögð í bókstafinn ess. Ég held að þetta sé fjölbýlishús bjóra. En bjórinn er réttdræpur núna 365 daga á ári, því hann er pest og fer í taugarnar á mönnum sem eru að leggja vegi og rafmagnslínur. En bjórinn þekki víst 78 jurtalyf, og geri aðrir betur. En þessir bjórar hafa líklega ákveðið að stofna bjóra nýlendu með meiru.!

Ég þarf að klæða mig allt öðruvísi hér en heima á Íslandi, því hér er svo þurr kuldi. Hér þarf maður að passa sig að vera alls ekki í þröngum peysum eða buxum, því þá kólnar maður inn að beini. Er í snjósleðabuxum, víðri peysu, víðum jakka, öllu víðu, en Illugaskotta á við það slæma vesen að stríða að hún svitnar svo auðveldlega, sem þýðir að hún kólnar líka hratt ef það er stoppað lengi. Þannig að ég passa mig að vera alltaf að gera eitthvað á meðan Gary er að leggja gildrunar þá horfi ég á, en er líka að rífa niður greinar til að setja við gildruna.

Á morgun er fundur í Sakgeeng, sem er fyrstu þjóðar samfélag í Pine Falls, sem er bærinn sem er 1 klukkustund í suður frá Hollow Water. Það er enn einn Elders meeting, en fólk hér er að fá fram alls kyns vitenskju frá þeim gömlu, sem hægt verður að nota til að fá að halda í veiðilendur og land frumbyggja.

Við söguðum niður eina Björk í dag, og núna logar hún vel í ofninum, en grænn viður logar best þegar ofninn er orðinn heitur, þurr viður er notaður til uppkveikju, ég vissi ekkert um eldiviðar fræði áður fyrr en er að verða ágæt í því að kveikja eld, eins og formæður mínar voru víst flestar frábærar í.

Jæja best að fara að skrifa í tölvuna mína, mína daglegu dagbók, og drekka eitthvað heitt.

fimmtudagur, desember 01, 2005

Eftir átta daga má ég ekki keyra lengur hér í þessu Kanödulandi, jamms bara þrír mánuðir. Þarf að hafa samband við eitthvað sem kallast International Drivers. Í starfi mínu í að þvælast um með Gary þá hitti ég margt fólk, ég sit endalausa fundi um réttindi indjána, auðlindir þeirra, kosningar, lög, og fleira. En já sat einn fund í morgun um Nýtingu skógarins, og þeir eru snillingar þetta stórfyrirtæki Tembec, sem hakkar í sig skóginn sem er hér. Þeir vinna 24 stundir á sólarhring, en þessi gaur fékk að heyra það frá Gary. Gary hakkaði hann í sig, sagði að stórfyrirtækin yrðu að fara að hugsa um að það sé fólk sem búi í þessu landi, að hér sé margt í húfi annað en peningar.

Eins og til dæmis heilnæmt loft, vatn, búsvæði dýra væru í hættu, einnig veiðilendur þeirra sem hafa veitt hér í nokkrar aldir, þær fara undir það sem er klippt í burtu af trjám, þau eru gjörsamlega klippt í burtu, en þeir sá nýjum trjám segja þeir. Þeim er sama hverjum þeir borga peninga svo lengi sem þeir fá að saga niður tré sagði gaurinn. En núna borga þeir Manitoba fyrir að saga niður tré í stað þess að borga Frumbyggjum fyrir þær auðlindir sem eru teknar frá þeim. En þar geta frumbyggjar kennt sjálfum sér um, þeir sváfu á verðinum, Ríkisstjórnir elska stórfyrirtæki, og öfugt.

Sjáið bara það sem er að gerast á Íslandi, Alcoa og okkar íslenska ríkisstjórn eiga sama sveittar nætur og daga í einni sæng. Hver tapar og hver græðir þegar landið er arðrænt?...ekki erfið spurnig.

Stórfyrirtækin græða, landið tapar, fólkið í landinu tapar, heilnæmt loft tapar, heilnæmt vatn tapar, dýrin tapa, við missum jurtir sem innihalda lækningamátt. Ég meina, stórfyritæki hugsa bara um dollarann, annað er skítt! En hvernig verður það þegar við eigum ekki lengur hreint loft eða vatn, mun dollarinn bjarga okkur þá?

Jæja áfram með smjörið og róa sig,,,um miðjan desember verður svo Work shop, vinnustofa!,,,með Elders, en það er gamla fólkið hér kallað. Þessi Work Shop verður í tvo daga, settar eru fram 12 spurningar sem snerta á matarhefðum hvernig þær hafa breyst, vatnsnýtingu, vatnsgæðum,loftgæðum og hvaða breytingar þetta fólk hefur séð í umhverfinu sínu og afhverju það telji að þessar breytingar eigi sér stað. Gamla fólkið fær borgað fyrir að sitja fundinn hver og einn fær 400$ dollara fyrir að deila þekkingu sinni og reynslu með öðrum. 400 dollarar eru um það bil 20 þúsund krónur, sem koma sér vel fyrir það eldri sem eru flestir bláfátækir en búa yfir óendanlega djúpum viskubrunni, sem ætti að nýtast komandi kynslóðum ef þessar þekkingu er komið á framfæri.Þetta er sérstaklega mikilvægt og öðruvísi en heima á Íslandi, hér er fólkið borgað fyrir að koma á fundi, og það er alltaf rosalega flottur matur á hverjum fundi. Þetta er mikilvægt finnst mér.

Þessi vinnustofa verður haldin hér í Hollow Water, þetta er lokuð vinnustofa engnir aðilar frá stórfyrirtækjum fá að koma inn, þetta er einungis fyrir samfélagið fyrst um sinn. Illugaskotta er komin með smá starf á þessari vinnustofu hún á að vera Facillitator, hvað sem það nú er! Nú hlæ ég,,mér var boðið þetta starf í gær, ég spurði bara hvort að Facillitator væri einhver sem ætti að stjórna!,,,,nei nei,,það er einhver sem heldur utan um hópinn, passar að halda honum inni á réttum umræðum. Svo umræðurnar fari ekki fyrir ofan garð og neðan. Vona að þessir gömlu fari ekki bara að tala endalaust Ojibway, þá er Illugaskotta í djúpum kúk, kann nokkur orð í Ojibway og þau gagnast sko ekki á fundum. Ég vona líka að ég þurfi ekki að skrifa margt upp á töflu en þarf þess líklega, en oft skrifa ég ægilegar stafsetningarvillur í enskunni,,,þetta verður fjör.

Jæja, já. Ég borða mikið af elgskjöti, fisk, grænmeti, og hef það barasta ágætt, stundum er ekkert gaman en oftast er mjög gaman. Ég er komin með smá þörf að rölta á kaffihús og vera í friði, en það er ekki óframkvæmanlegt.

Menn eru farnir að leggja net í gegnum ísinn á Winnipeg vatni, áinn hér er orðin gaddfreðin, og brátt fer ég að fara í ferðalög hér um svæðið á snjósleða. Bestu kveðjur heim, Björkin.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Já það er ljótt að bölva og ragna, það veit Illugaskotta. Stundum verður hún orðljót en það er ekki sagt í vondum tón frekar í grín tón, en texti talar ekki til manns í grín tón, hann talar oftast í tón sem hver og einn túlkar fyrir sig.

Það eru engar fregnir af púkunum þremur, nema þær að sá elsti er komin í meðferð í Selkirk, en hinir tveir hanga á hóteli daginn inn og daginn út, á kostnað ríkisins, 400$ á dag, kostar að hafa þá á hóteli. Illugaskotta sér fáar leiðir út úr þessum vanda sem mörg ungmenni hafa í dag. Það þarf að vinna með fjölskyldunum, en ekki bara unglingunum. Það er eitt sem er víst. En nú eru að fara að koma kosningar og Paul Martin sem er forsætisráðherrann hér, og hefur stolið mörgum milljónum,,,þess vegna eru að verða kosningar vegna þess að hann stal milljónum dala....já hann vill núna ausa milljónum og milljónum í að hjálpa First Nations.

En það er ekki lausnin að ausa endalaust peningum í þetta fólk. Hvernig er hægt að hjálpa? Jú í fyrsta lagi að byggja upp eitthvað á þessum svæðum, samverkefni. Vinna að einhverju saman og sjá árangur. En ég er enginn Félagsfræðingur eða uppeldis eða menntafræðingur.

Í gær hélt ég að það yrði 1. desember í dag. Var í Winnipeg í gær en fórum með öll föt strákanna aftur til Winnipeg, þar er allt vitlaust í jólainnkaupum. Allt vaðandi í jólaljósum, jólaskreytingum, jóla einhverju. Keyrði bæði til Winnipeg og aftur heim, var frekar lúinn þegar heim var komið. En skellti mér beint í video gláp, keypti mér myndina Sin City! og vá hún lofar góðu, horfði á helminginn af henni. Þvílíka snildin það verð ég að segja.

Í dag erum við að fara í það að ná í um það bil 80 steina, sem verða notaðir í sweat lodge, verðum að ná í þá áður en það snjóar yfir allt. Síðan ætla ég að neyða Garry til að gefa mér viðtal, það er búið að taka mig núna fjóra daga til að fá hann til að gefa mér viðtal um vatn, en það er alltaf svo mikið að gera hjá honum að dagurinn er búinn og svo líða dagarnir.

Bestu kveðjur heim.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Nú er hann kaldur! Hann er þurr og kaldur þessi kuldaboli sem býr hér í Manitoba. Smýgur í gegnum merg og bein, svo úr því verður vein. Alla vegana í þessum tveimur flækingsköttum sem hafa reynt að troða sér ítrekað hér inn, en nú eru þeir farnir og einnig strákarnir þrír, sem hér dvöldu. Áttu að dvelja hér við leik og störf í einn mánuð, svona eins og fósturheimili.

En viti menn, þeir struku! Nú hlær Illugaskotta hátt,,þetta var og er eiginlega mein fyndið. Kvikindin litlu undirbjuggu flóttann vel, 11 ára, 15 ára og 17 ára pjakkar í sniffgengi frá Pangassi. Á mánudagsmorguninn þegar átti að fara að vekja þá, þá voru bara pokar fullir af þeirra eigin fötum undir svefnpokunum þeirra! Illugaskotta upplifði sig eins og í bíómynd, Gary vildi ekki trúa Skottunni þegar hún kallaði á hann og sagði að þeir hefðu strokið.Jæja, það var hringt í RCMP, en það er lögreglan kölluð, og svo fattaði Illugaskotta að skrattans, helvítis pjakkarnir hefðu stolið vetrarjakka sem hún hafði keypt á 4$ en var örugglega 200$ virði, og einnig uppáhalds húfunni hennar sem var í jakkanum.

Þá hætti ég að hlæja,,og varð eiginlega bara hundfúl! Og fór að bölva þeim, eins og sést á þessum nokkru línum. Aumingjans greyin komust alla leiðina til Selkirk sem er í 2 og hálfs tíma fjarlægð héðan í bíl, það er bær rétt við Winnipeg. Þangað fóru þeir til að heimsækja vini sína sem voru læstir inni á einhverri stofnun! Svo kom aðal brandarinn, Gary varð að keyra til Pine Falls sem er klukkutíma héðan, til að ná í þá tvo yngstu. En þegar þangað var komið, þá neituðu pjakkarnir að fara út úr bílnum. Sátu bara sem fastast eins og límdir steinar, með húfurnar niður fyrir augu, þeir voru reiðir, skömmuðust sín ægilega og líklega einnig einmanna eftir sínu rétta umhverfi.

Þeir fóru aftur til Winnipeg, ég veit ekki hvar þeir eru núna. Ég dauðvorkenni þeim, en hvað er hægt að gera við ungmenni sem vilja ekki hjálp? Þeir struku héðan klukkan 2 um nóttina, húkkuðu sér far alla leið, og borguðu víst eitt farið með jakkanum. Farið hefur fé betra! Fussum og svei og nú segi ég ekki orð meir um þessa aumingjans stráka.

En var í dag að keyra eldivið heim á snjósleðanum, það er drullukalt úti en á þessar fínu snjósleðabuxur, og var vel klædd. Það er gaman að puða í kuldanum og enn þá betra að koma inn fá sér kaffi og með því, eins og amma niður frá sagði alltaf. "Smurt og með því".

Ég ætlaði að eyða komandi helgi í Winnipeg hjá Roselle, en hún er alveg á haus í verkefnum, fer þar næstu helgi þangað.

Illugaskotta er með smá vandamál í Word foritinu. Hvernig í púkanum er hægt að láta það leiðrétta enskan texta. Forritið segir bara að allt sé í fínu lagi, þegar villurnar blasa við mér!!!! Hjálp frá einhverjum, ég er að urlast á mínum stafsetningarvillum á ensku......Hvernig er hægt að láta forritið leiðrétta þegar það segir að allt sé í lagi, en allt er ekki í lagi!!!!???Svar óskast sem fyrst.

Bestu kveðjur heim í heiðan dalinn, frá Björk.....sem er alltaf að lenda í undarlegum ævintýrum á orði og á borði....Ps: varðandi orð, ensk-ensk orð eru ekki þau sömu og ensk-kanadísk. Gary var í dag að leita að torch! sem er í ensku-ensku, vasaljós, en á kanadísku-ensku svona gaslampi sem hægt er að nota til að bræða klaka. Hann starði og starði þegar ég benti honum á vasaljósið og ég hugaði með mér að maðurinn væri galinn að sjá ekki þetta torch, hann varð alveg pirraður og sagði að þetta væri ekki torch, þetta væri flash light! Illugskotta er enn og aftur að læra orð! þetta er hálfgert morð,,nú er ég í rímleik......

föstudagur, nóvember 18, 2005

Það er farið að snjóa og það er komið frost. Jæja hvar skal byrja í þessu öllu saman. Á laugardaginn var jarðarförin hans Raymonds, hún fór fram í félagsheimilinu þeirra hér í Hollow Water, og var að Kaþólskum sið. Í kaþólskum messum þá gefur fólk alltaf pening, mér varð hugsað til þeirra peninga sem Kaþólska kirkjan mun aldrei borga vegna Raymonds. En hún skuldaði honum 20 þúsund kanadíska dali, sem hún neitaði að borga vegna þess að Residential Schools voru á ábyrgð kanadísku ríkisstjórnarinnar, en vá! Var misnotkun presta og nunna á nemendum ekki á ábyrgð kirkjunnar ég bara spyr.!

En nú skal haldið áfram. Þessir jarðarfarar og líkvöku dagar voru allir ógnar langir og undarlegir í augum Illugaskottu. Hér kom fólk saman hvert kvöld þar sem kistan stóð opin. Það var spiluð tónlist, fólk fór með tölu um hinn látna og svo var spiluð meiri tónlist. Það voru ótrúlega margar fyndnar sögur sagðar af Raymond og allir hlógu voða mikið.

Á mánudaginn fórum við til Winnipeg, við keyrðum Jeff á flugvöllinn og allt í einu var heimalingurinn farinn til síns heima. Það voru margar fyndnar sögur sem Jeff sagði mér. Eitt sinn spurði hann kærustuna sína afhverju hún væri orðin svona feit, hann væri nú ekki búin að gefa henni svona mikið að borða. Þá sagði hún við hann að hún væri ófrísk komin 6 mánuði á leið! Þetta fólk í Panguassi er ekki í tengslum við margt af því sem gerist í daglegu lífi fólks, vegna þess trúarofstækis sem hefur verið troðið upp á það. Trú og túlkun á henni hefur gert margt lífið erfitt hjá fólki...en Jeff hló og Illugaskotta líka eftir þessa undarlegu sögu. Svo sagði hann að kærastan hefði farið til Winnipeg í 3 mánuði og svo hefði verið komið barn.

Gary þurfti að fara á fund á mánudaginn. En þá gerðist það, það kom algjörlega vitlaust veður. Það var ekki hægt að keyra neitt, og við vorum veðurtept í Winnipeg, ég var með tölvuna mína og hafði sem betur fer klætt mig vel. Þurfti samt að kaupa mér skó og ullarsokka. Þetta var fyndið. En stofnunin sem Gary er að vinna fyrir núna borgaði hótelið fyrir okkur í tvær nætur og einnig allar máltíðir. En sem sagt Gary er núna búin að taka að sér 3 stráka sem eru bensín sniffarar frá Panguassi, þeir eru 11 ára, 14, ára og 17 ára. Sá sem er 17 ára er einhver sem ég ekki treysti. En hér eru þeir af öllum stöðum jarðarinnar og munu vera hér í mánuð.

Þeir voru teknir af foreldrum sínum og nú er bara að bíða og sjá hvað mun gerast næst.

Áin er freðin og þannig eru einnig bátarnir tveir sem liggja hér úti í ánni, þeir eru freðnir í henni. Var að bisast í dag að reyna að lemja þá til og frá, en þeir haggast ekki í þessu frosti. Það er kalt úti, en allt er þurrt og fínt hér.

Það er ekki margt annað á dagskránni hér en að vinna með þessum strákum, græja allt hér úti fyrir vetrarhörkur, ná í einn vélsleða og koma öðrum í viðgerð, setja plast á alla glugga til að einangra hitann betur inni og hafa það náðugt.

Illugaskotta er hress, bestu kveðjur heim.

PS: Í gær var ég að tala við Gary, skildi ekkert í því hvað hann var tregur að svara einfaldri spurningu, ég endurtók það sem ég var að spyrja. Og þá áttaði ég mig á því að ég var að tala íslensku við hann! ég verð oft mjög þreytt á því að tala ensku stanslaust, fólk á oft erfitt með að skilja mína skosku ensku, með íslenskum hreim, sem fer oft endalaust í taugarnar á mér að hafa þennan hreim. Jæja en hvað um það....Elísabet bjór var búin að gera við stífluna sína að hálfu.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Fyrsti snjórinn féll í nótt. Illugaskotta er kát og það er aftur farið að snjóa. Var ekkert ofsa hress á mánudaginn en allt tekur enda. Tré féllu í gær á veginn, símalínann fór í sundur og allir voru hressir með það.

Var í gærkveldi í Winnipeg á líkvöku. Það er skrítið, þá koma allir saman í kapellu. Þar er gospel söngur, matur, fólk talar saman, hlær og allt annað. Tók okkur 4 tíma að keyra heim, í stað 2 1/2. Vegurinn var slæmur, slabb og þykkur snjór. Keyrði alla leiðina til Pine Falls var þá algjörlega komin með nóg að keyra á 50 km hraða, renna til og frá og reyna að halda sér inni á veginum.

Margt hefur breyst í kollinum á mér, umbreytingar stórar og einnig á mínum verkefnum. Nú er einn höfundur bókarinnar fallinn frá, en sem betur fer tókst mér að taka eitt langt viðtal við hann um þá hluti sem við erum mest að tala um.

Fyrir viku síðan þegar ég var að keyra til Pine Falls, ákvað ég að stoppa hjá húsinu hennar Elísabetar og stíflunni hennar. En vitið þið hvað!? Það var búið að rífa húsið hennar í sundur, og einnig stífluna hennar. Greyið var syndandi um þarna, í kringum sitt sprungna hús og með allan matinn sinn fyrir veturinn allt í kringum sig. Greinar og börk. Ég spurði Gary hvað hefði gerst. Hann sagði að Highway Manitoba hefði líklega sprengt húsið með dínamíti og rifið stífluna í sundur með gröfu. Í stað þess að veiða bjórinn lifandi og hans fjölskyldumeðlimi og færa þá langt inn í sveit, ákváðu þeir að sprengja allt í tætlur. Þetta er þeirra náttúruvernd sagði Gary.

Nú er komin vetur, og ég sá einn bjór synda um í gærdag við sprungna húsið sitt, þetta er ekki gott. En þeir segja að vatnið sem bjórarnir stífla skemmi veginn,,,veit ekkert um það. En mun setja inn myndir af öllu í tætlum bráðum. Nú mun Elísabet annað hvort frjósa í hel eða hún fer og biður aðra bjóra um náð. Hún þarf að vinna sér inn rétt hjá þeim að meiga flytja inn. Svo ef hún er dugleg sem allir bjórar eru þá leyfa þeir henni brátt að flytja inn.

Inni í bjórahúsum er eitt stórt herbergi og svo á hver og einn bjór sína litlu eða stóru holu til að sofa í, merkilegra og merkilegra dýr finnst mér alltaf.

Bestu kv Björk

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Illugaskotta er mjög leið í dag en einnig glöð í hjarta sínu. Einhvern vegin er Illugaskotta gráti og hlátri nær. Ég komst enn og aftur nær því að dauðinn er ekki það versta í þessum heimi. Það er svo margt annað verra enn dauðinn. Lygar, svik, afbrýðissemi, undirferli, reiði, gremja, frekja, afskiptasemi og neikvæðni eru t.d fyrirbæri sem mér persónulega finnast verri en dauðinn.

Litla hjarta draugsins er leitt og smá kátt vegna þess að Raymond bróðir hans Garys, dó í dag, þann 7 nóvember. Hann Raymond er einn sterkasti maður sem ég hef kynnst. Hann mátti þola margt áður en hann komst yfir í "spirit world" eins og frumbyggjarnir segja hérna. Hann var blindur, búinn að missa báða fæturna og annan handlegginn, en alltaf var hann kátur, stríðinn og tilbúinn að ræða heimsins mál. Illugaskotta er leið vegna þess að hún saknar hans og þess að hlusta á þá visku sem í honum bjó, en hún er einnig létt í hjarta sínu vegna þess að hann er frjáls undan þeim líkamlegu þjáningum sem hann mátti ganga í gegnum dagsdaglega. Þótt ég þekkti hann ekki áður en missti útlimi og sjón þá sá ég hann aldrei sem fatlaðann mann.

Ég sá Raymond alltaf sem heilbrygða, sterka og fallega persónu.

Dagurinn í dag hefur farið í það að vera í kringum fólkið hans, fara á einn fund með Gary. Koma svo aftur heim, ná í indjánatjald, reisa það í garðinum hans Raymonds og kveikja eld inni í því. Þessi eldur er heilagur og hann mun loga í fjóra daga og fjórar nætur, sem tákn um þann eld sem bjó í hjarta Raymonds. Jarðarförin verður á laugardaginn.

Kennslan gekk vel í Háskólanum á laugardaginn, ég elska að tala um drauga og galdur, og náði stúdentunum með mér inn í undraheima íslenskrar þjóðtrúar. Það er margt að gera í þessari viku. Mun líklega ekki skrifa aftur fyrr en eftir helgi.

Það er skrítið að vera hérna þegar svona stórir hlutir gerast en þetta er víst líklega hluti af því sem ég þarf að skilja og læra áður en ég get skrifað almennilega um það. Á morgun koma líklega pow wow söngvarar til að syngja við eldinn, og ég ætla að taka þessa söngva upp.

Bestu kveðjur heim á Ísalandið frá smá leiðum draug en einnig létt í hjarta draug.

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Valdís Vera vinkona mín eignaðist stelpu þann 31. október, ég vil óska henni og fjölskyldunni hennar til lukku með stúlku barnið fína sem ég var að skoða myndir af áðan.

Illugaskotta er ekkert búin að fara út í dag, hún er farin að lykta illilega af kellingalykt..oj oj...innipúka fýla öðru nafni. Það rignir svo mikið og allt verður að drullusvaði hérna úti. Ætlaði að saga fleiri tré og keyra meiri eldivið heim í dag. En hef þess í stað sinnt inniverkum eins og: pakka inn gjöf fyrir litla nýja barnið, klára að skrifa inn tvö viðtöl við Gary sem er algjör kleppur, því ég skrifa allt inn á ensku, bakka og bakka á bandinu, þarf að hlusta hvað eftir annað á það sem hann er að segja, pikka hratt inn og laga ALLAR mínar stafsetningarvillur.

En það er ótrúlega gaman að klára hvert viðtal, horfa yfir það og vera kát með sitt verk að hafa safnað vitneskju sem hefði annars glatast.

Stundum er það líka eitt mesta brjálæði sem ég veit að eiga samskipti við hann, hans móðurmál er Ojibway og mitt er íslenska, svo tölum við saman á ensku, tungmáli sem hann segir að sé valdandi mörgum vandamálum og kvölum í þessum heimi...jamm og jæja og þá vantar mig oft orð, ég er sko ekki nógu góð í ensku. Vantar oft orð fyrir skrítna smá hluti eins skrúfur, bolta, skrúfjárn, skiptilykla, spotti til að draga vél í bát í gang, drifskaft, olíusía, kúpling..og fleira og fleira. En ekkert í þessum heimi er auðvelt og fínt, því ef svo væri þá væri ekkert gaman, að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum.

Ég er viss um að einn vinur minn þarna á Íslandi er með kellingarlykt...hann notar það orð líka mikið...nú hlær Illugaskotta.

Jeffrey hrýtur niðri í stofu, ég er að hugsa um að fá hann með mér í að mála einn vegg í stofunni, þótt ég hafi ekki verið beðin um það.

Illugaskotta er að fara að kenna eina kennslustund við Háskólann í Manitoba á laugardaginn, í deild sem kallast Native Studies, rannsóknir á frumbyggjum myndi það líklega þýðast. Ég ætla að tala um íslenska þjóðfræði, einn anga af henni sem eru draugar og galdrar, það er hið mesta fjörefni!....og allir verða hræddir og það er svo gaman. Hver veit, kannski verð ég orðin kennari við erlendan Háskóla...held samt ekki....vildi frekar vera veiðimaður í erlendum skógi. Nú ætla ég að hætta bullinu.

laugardagur, október 29, 2005



Sælt veri fólkið. Hér koma nokkrar myndir í viðbót, ég er núna í Winnipeg. Fer heim á eftir, seint um kvöld, er í heimsókn hjá vinkonu minni.

Það kemur fullt af fólki í heimsókn til Hollow Water á morgun, til að fara í sweat. Ég ætla að fara í langt ferðalag á morgun upp ánna á mínum kanú.

Hér kemur mynd af mér standandi ofan á bjórahúsinu hennar Elísabetar og einnig af mér gera nesti á einni af mörgum eyjum Lake Winnipegs...bless.

fimmtudagur, október 27, 2005

Ég sagaði niður mitt fyrsta tré í fyrradag. Það voru nú meiri lætin þegar það féll til jarðar, þetta risa tré líka. Það er mikil tækni að saga niður stór tré. Fyrst sagar maður upp það eins og munn í þá átt sem maður vill að það falli. Svo fer maður hinum megin við það og sagar að kjaftinum sem maður bjó til. Ég heyrði ekki neitt vegna hávaðans í vélsöginni sem ég var að bjástra við, svo byrjaði tréð að hreyfast. Illugaskotta hoppaði frá, og kallaði, "Timber!"...og bamm á jörðina það féll. Síðan sagaði ég það niður í eldivið. Það var gaman.

Sagaði svo mikið í gær að eigin mati að allt í einu klukkan 17:00 var ég komin með nóg. Hendurnar á mér voru lamaðar, var búin að saga svo mikið, lyfta upp drumbun og raða þeim upp í eldiviðarstaflann. Fór inn í sturtu og vinna í mínum skrifum.

Í gærkveldi kom Jeffrey svo heim eftir að hafa siglt upp ánna með sinn riffill, hann hafði víst skotið elg, en misst af honum inn í skógarþykknið. Við fórum að leita að þessum elg í morgun. Sigldum upp ánna og löbbuðum svo inn í skóginn, þetta er engin venjulegur skógur. Ég meina það eru engnir stígar, bara tré, runnar, greinar og brotin tré út um allt, svo þykkur skógur að maður verður að brjóta sér sums staðar leið út. Fundum ekki elginn, en skyldum Jeffrey eftir á sínum kanú, hann ætlaði að sigla lengra og finna fleiri elgi.

Það er sól úti, um það bil 12 stiga hiti, og smá gola. Er að fara út að saga meiri eldivið, byggja trjáhús og skafa börk á red willow, sem er lyf er Garry notar. Sýður börkinn og drekkur, góður við öllu víst segir Indjáninn.

Förum til Winnipeg á morgun til að ná í einhverja vandræða unglinga, tvö stykki eitt þessarra stykkja er víst með bleikt hár, strákur. Er varla að nenna í þessa leiðindarborg, en mun lufsast með, vil helst alltaf vera hér í sveitinni að sigla, skrifa og vinna. Þarf að nú að erindast smá í borginni.

Illugaskotta hefur það mjög gott, takk en og aftur fyrir öll kommentin og þá tölvupósta sem ég fæ, hef gaman af þessu öllu. En er ekki dugleg að skrifa tölvupósta því eins og ég hef þegar minnst á þá er netið hér í gegnum símalínuna og ég kann ekki við að hanga lengi á línunni.

Bestu kveðjur frá Björk og bjórunum sem eru farnir að reisa sér hús rétt við húsið sem ég bý í, fylgist með þeim daglega synda fram og til baka með greinar og leðju í húsið sitt. Iðnaði eins og vegagerðinni, skógarhöggi og rafmagnsgaurum er ekki vel við bjóra, því þeir raska umhverfi iðnaðarins, þess vegna skemma þessir gaurar stíflur bjóranna og sprengja upp húsin þeirra með dínamíti. Undarlegt hvað menn ráðast oft harkalega að dýrum.

þriðjudagur, október 25, 2005

Í dag er mánudagur, ég kom heim frá Winnipeg á seint á föstudagskvöldið. En þann 21. október fór ég til Gimli til að taka þátt í hátíðarhöldum varðandi 130 ára afmæli landnáms Íslendinga í Gimli. Það var fínt, fékk far með Íslendingum og við skemmtum okkar vel.

Um kvöldið kom Gary að ná í mig til þeirra. Daginn eftir komu þau síðan í heimsókn til okkar. Til að prufa sweat. Þið hafið líklega lesið orði sweat oft á þessari síðu en mörg ykkar botnið hvorki upp né niður í þessu sweat. Nú jæja þetta er gufubað indjána, ekkert flóknara en það. Það eru hitaðir steinar um það bil 30 stykki fyrir hvert sweat í eldi. Þessir steinar eru kallaði grandfaters, eða afar því þeir eru elsta efni jarðarinnar. Síðan fara allir inn í tjaldið í sínum stuttbuxum strákar en sínum síðu pilsum og stuttermabolum stelpur, og svo eru steinarnir settir inn á gafli, tjaldinu er lokað, og sá sem stýrir sweatinu setur vatn á steinana. Síðan fara allir að svitna, þarna er sungið, spilað á indjána trommu og einnig eru notaðar hristur. Hvert sweat tekur um 2-3 tíma, en ég vil taka fram að allir steinarnir eru ekki settir inn í einu,,10 stykki fyrst og svo koll af kolli. Tjaldið er opnað af og til, og allir fá að svitna all verulega í þessum hita og myrkri sem er í tjaldinu.

Íslendingarnir voru hressir með sitt sweat og ætla að koma aftur. En í dag fórum við út í Black Island, ég, Gary og Jeff. Tókum með okkur nesti, og margt fleira. Ferðin yfir vatnið tekum um hálftíma. Báturinn hoppaði og skoppaði með okkur yfir stærstu öldudalina, indjánarnir sátu sem rólegastir og Illugskotta ákvað að allt væri í lagi með þessi öldudali og þessi hopp sem báturinn tók. Við lögðum að eyjunni, og löbbuðum inn í skógarþykknið. Gary vildi sýna okkur trén sín, en í hugum frumbyggja er Black Island heilagur staður, alveg eins og White Shell. Og vá þessi tré voru um 40 metra há eða meira. Ég lagðist niður og horfði endalaust upp eftir þessum risa trjám. Við fórum svo að safna jurtum, söfnuðum eini og svo fann Gary winter mint. Sem er jurt sem smakkast eins og piparmintu tyggjó af bestu gerð, tíndum fullt af henni, en hún er góð að nota í te þegar flensan vill ekki yfirgefa mann.

Við fórum svo annars staðar á eyjuna og söfnuðum lindar vatni, en hér í Kanödu þarf að kaupa allt drykkjarvatn, en Gary veit um lind sem fáir vita um, ekkert smá gott vatn. Á heimleiðinni stoppuðum við á lítilli eyju, þar kveiktum við eld, bjuggum til te og ristuðum okkur brauð. Át ekkert smá mikið elska að éta nesti úti, svo sigldum við heim, með myrkið allt í kringum okkur. Góður dagur. Á morgum ætlum við að byrja að leggja gildrur. Förum á fimmtudaginn til Winnipeg, en þá er Jeffrey búin í sinni afeitrun og við keyrum hann á flugvöllin þar sem hann mun fljúga til Pangassi, staðarins þar sem slæmir atburðir eiga sér stað allt of oft, ég vona að hann haldi sig frá sniffinu.

Ég mun setja inn myndir þegar ég kemst í betra netsamband, af trjánum, lindinni og fleirum stöðum. Bestu kveðjur frá Kanödu til ykkar.

fimmtudagur, október 20, 2005





Góðan dag, allir! Það er gaman að setja inn myndir þegar netið virkar svona alveg brjálað. Núna er að byrja fyrirlestur um frumbyggja í Andes og baráttu þeirra til að vernda svæði sín vegna þeirra virkjana sem á að reisa þar.

Hérna koma fleiri myndir af mér á mínum kanú, ánni sem er við húsið sem ég bý í og einnig frá byggingu sweat lodge. Haustið er á leiðinni hingað. Það var gaman í þessari móttöku í konsúlatinu en ég fékk í magann af þessum snittum. Svo á morgun fæ ég far með nokkrum Íslendingum til Gimli vegna 130 ára afmælishátíðar lendingar Íslendinga þar.

miðvikudagur, október 19, 2005






Illugaskotta er núna í Winnipeg, fram yfir helgina. Símakerfið er allt í rugli þarna í Hollow Water og hef ekki komist í tölvuna. Allt gengur vel, er núna á ráðstefnu um vatn. Fer í dag í Íslenska consulate, þar verður Svavar Gestsons og einhverjir fleiri. Á föstudaginn verða 130 ár frá því að Íslendingar komu fyrst til Gimli, svo þar verða hátíðarhöld. Illugaskotta fer kannski þangað ef hún fær far, en Garry verður hér á fundum og ráðstefnum fram á helgina.

Það er farið að kólna hægt og rólega, snjósleðarnir eru tilbúnir. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Bestu kveðjur frá Björk.

Varð að bæta við hér að þetta er ég og Gary þessi mynd var tekin í seinustu viku á staðnum White Shell þar sem Gary var að segja stúdentum frá Hákólanum í Manitoba frá því hvað það er sem geri White Shell að heilögum stað í augum frumbyggja. En þar er að finna alls kyns form af dýrum sem hafa verið búin til úr steinum. Þarna halda frumbyggjar margar af sínum athöfnum. Einnig er hér mynd af flugvélinni sem ég flaug á upp til Pangassi, þar sem ég komst í gott netsamband hleð ég inn nokkrum myndum. Bestu kveðjur aftur frá Björk.

Hér eru myndir af bjórahúsinu hennar Elísabetar bjórs, varð að kalla þennan bjór eitthvað en hún byggði húsið sitt við fjölfarinn veg, einnig er stífla hér. Einn dagin sá ég að stíflan var rofin, og hún var að gera við hana. Það sem gerist er að vegagerðarmenn eru ekki hrifnir af bjórum, sko vegna þess að þeir stífla allt og svo kemur flóð yfir veginn, þið skiljið.

föstudagur, október 14, 2005

Illugaskotta er að læra að nota power saw, já hvað er það á íslensku?..humm látum okkur sjá, þetta er vélknúinn trjásög, er að læra að saga í eldinn og einnig er ég búin að læra að höggva í eldinn. Þá tekur maður kubbinn sem á að höggva í sundur, lætur sprunguna sem er í honum snúa frá sér og svo heggur maður í hana, og þá hoppar kubburinn í sundur. Ekki alltaf svona auðvelt, en ég er að æfa mig.

Vélsögin er hins vegar önnur saga. Hún sagar hratt og það verður að passa margt. Að tréð detti ekki á hana, að maður sagi greinarnar frá sér og að allt sé í lagi.Einnig verður maður að passa að tréð detti ekki á mann sjálfan eða næstu menn.

Í gær settum við saman eitt stykki Sweat lodge. Fórum og klipptum 14 langar greinar, gerðum hring á jörðina. Grófum greinarnar niður og bundum þær saman, lítur út eins og kúlutjald. Sólin skein og vakti upp mína aðal óvini, flugurnar. Moskító eru farnar en þessar eru verri, svo ein þeirra beit mig fast rétt við hægra augað, þar sem ég var að skafa börk af trjágrein. Fann allt í einu sárt! og vissi strax hvað var að fara að gerast. Þegar ég vaknaði í morgun þá var augað sokkið! Meira ofnæmið!

Haustið er enn þá hér, það hefur bara einu sinni snjóað og sá snjór er farin. Það er enn þá hægt að fara á kanú lengst upp ánna sem er mjög gaman. Við fórum það á sunnudaginn með krökkunum sem komu hingað. Við fórum lengst upp ánna, á leiðinni heim varð eitthvað vesen á krökkunum við fengum að heyra það þegar heim var komið hvað hafði gerst. 3 þeirra réru upp að landi, allt í einu heyrðu þau urr og brak í greinum. Þau urðu ofsa hrædd, héldu að þetta væri Sabí, Sasquash eða eins og hann er kallaður á ensku the wilderness man. Þau voru handviss um að þetta væri hann, eða big foot eins og hann er kallaður í Bandaríkjunum. En þau sáu ekki neitt.

Í næstu viku er ég að fara á ráðstefnu um vatn, þar sem aðal fyrirlesarinn verður David Suzuki, sem er mjög frægur umhverfissinni og fyrirlesari í Kanada og víðar í heiminum. Á morgun munum við fara og hitta stúdenta upp við stað sem heitir White Shell, en þar eru hellaristur sem enginn veit hve gamlar eru. Þetta eru dýr og menn að sögn Garys, en ég fæ að sjá þetta á morgun, það er að segja ef mitt bólgna auga verður í lagi, kannski set ég upp sjóræningjaband.

Laufin falla hratt til jarðar, vildi bara segja ykkur að ég gat verið á hlýrabolnum í gær, og var að drepast úr hita.

Bestu kveðjur til ykkar, frá Illugaskottu bólgna auga, sem er mitt nýja indjánanafn.

laugardagur, október 08, 2005

Í dag er ég búin að vera hér í Kanödu í einn mánuð. Þetta hefur liðið hratt og margt hefur drifið á daga mína, en einnig er eins og ég sé búin að vera hérna alltaf. Ég bý í tveggja hæða timburhúsi, með 5 öðrum persónum. Það er Garry, sonur hans, kærastan hans og krakkinn hennar, einnig býr hér ungur maður sem er í afeitrun..krakkinn hennar er óþolandi lygari, kærastan er fúlari en fúlasta fúlegg, sonurinn er bara, Garry er fínn og ungi maðurinn sem er í afeitrun er fyndinn, eftir að hann stökk út úr sinni skel.

Ungi gaurinn sagði mér frá því að hann ætti hálfsystur sem hann hafi aldrei kynnst. Og þegar hann hafi komið heim í sitt samfélag eftir nokkrar mánaðar fjarveru, varð honum starsýnt á þessu flottu gellu. Hann sagði vini sínum að hann vildi fara út með þessari stelpu, vinur hann glotti og sagði: "Já með systur þinni?" Jeffrey hló bara, svo sagði hann mér í dag að það væri hræðilegt að fljúga í flugvél. Ég spurði afhverju, hann sagði:"Vegna þess að ég er næstum því úti í geimnum". Ég er enn þá að hlæja af þessu svari.

Stundum getur þetta orðið frekar pirrandi að vera innan um allt þetta fólk þótt að Illugaskotta sé vön að búa með mörgum, þá er þetta öðruvísi lið. En hvað um það.

Í gær og í dag hafa verið hérna nemendur úr grunnskóla þau eru frá 7 ára til 12 ára. Mjög skemmtilegir krakkar, indjánar. Illugaskotta hefur verið að segja þeim sögur frá Íslandi, sögur af tröllum, álfum, draugum, huldufólki, en hafmeyjur eru í uppáhaldi hjá þeim.

Hins vegar datt af þeim andlitið þegar ég fór að segja þeim frá okkar 13 jólasveinum, frá matarsiðum hennar Grýlu og einnig frá því hvað jólakötturinn gerir. Í dag vorum við að búa til Tomhahawks, sem eru axir eins og indjánar bjuggu þær eitt sinn til. Við hjuggum niður nokkur tré, og notuðum þau sem handföng á axirnar, síðan söguðum við gap upp í handföngin, náðum í flata steina og settum inn í handfangið og bundum síðan steininn fastan.

Sólin skein og allir voru kátir. Var að búa til brauðdeig en á morgun er ég að fara í tvö matarboð, og kem með mitt fjallagrasabrauð í þau bæði. Er á fullu í því að skrifa inn viðtöl og ætla að drífa mig í það núna.

Bestu kveðjur frá Illugaskottu.

miðvikudagur, október 05, 2005

Sælt veri fólkið hef ekki skrifað í smá tíma vegna anna og einnig vegna þess að netið hefur verið brjálað.

Jæja, hvað er í fréttum segja Íslendingar, en ekki Kanadamenn. Það sem er helst í fréttum er að ég er ekki búin að skjóta elg, en daginn eftir að ég hélt á þessari ávísun, þá var ég að rogast með elgsfætur, læri, og rif í frystinn hérna. Síðan ætlaði Illugaskotta að kippa elgshaus upp úr skottinum á bílnum, en ekkert gekk.

Elgurinn starði bara á mig, með sitt stóra nef og þunga haus. Jæja reyndi aftur togaði og togaði en hann rétt hreyfðist. Við tókum hann síðan tvö saman upp úr skottinu.

Veðrið hérna hefur verið yndislegt, 20 stiga hiti, gola og sól. Ég er búin að klára kanóinn minn bara eftir að mála á hann nafnið sem er: Blue Wolf woman og Míkwamí Íkwe. Þegar ég fer út á ánna er gaman, en það er ekki gaman þegar vindurinn blæs á móti mér. Þá snýst ég í hringi eins og laufblað ofan á drullupolli. Er að æfa mig með árina, en já það gengur vel þegar vindurinn heldur sig heima hjá sér.

Það snjóar í dag í Winnipeg en það er bara hvasst hér og kallt. Í dag kemur hingað kennari til að fá kynningu hjá Garry á því hvað hann kennir hér í Ravens Creek, síðan um helgina kemur heill bekkur frá Black River reserve með þessum kennara til að læra inn á siði, hefðir og menningu Ojibway indjána.

Ég var í Winnipeg í gær með Gary, ég keyri allt hér en ekki í borginni, of klikkað og rata ferlega lítið þar á bíl. Verslaði mér snjósleða buxur og snjósleða skó, ótrúlega ódýrt í búðinni Canadian Tire. Fáranlegt nafn, þessi búð er eins og Húsasmiðjan en svona 100 sinnum stærri. Einnig verslaði ég mér skinn pels, fyrir 1000 kall!, í búð sem selur notuð föt. Sumar vinkonur mínar myndu urlast ef þær færu í þessa búð hún er jafn stór og Kolaportið, full af frábærum og ódýrum fötum.

Illugaskotta varð bara þreytt að horfa yfir allt þetta fatahaf, sem hún þyrfti að fara í gegnum ef hún væri að leita sér að einhverju sérstöku, lét það eiga sig.

Thanks giving er á mánudaginn, þá éta allir kalkún. En ég, Gary og einn annar erum að fara á mánudaginn til að leggja gildrurnar. Ég verð Trapper í vetur, sem þýðir að það þarf að fara daglega og vitja um þessar gildrur. Setja í þær beitu sem oftast er kjöt eða fiskur, og taka dýrin úr gildrunum. Síðan er feldurinn á þeim unninn og seldur. Núna förum við á bátum en í vetur förum við á snjósleðum.

Í dag er ég hins vegar að fara að vinna við að búa til kennslu hús. Það verður búið til úr trjám og síðan tjald strengt yfir. Þetta hús verður hringlaga, þannig að þarna getur Gary tekið á móti hópum sem eru að koma hingað, og kennt þeim þar. Síðan verður sett viðareldavél inn í tjaldið svo hægt verður að nota það allan ársins hring.

Bið að heilsa ykkur öllum, takk fyrir kommenntin ykkar. Bestu kveðjur frá Björk.

föstudagur, september 30, 2005

Í gær hélt ég á 35. þúsund dala ávísun! Þetta var borgun Kandadísku ríkisstjórnarinnar til Raymonds Raven. Þeir voru að borga honum bætur fyrir það hve illa var farið með hann í hinum svokölluðu "Residential Schools", sem voru reknir af kanadíska ríkinu og Kaþólsku kirkjunni. Kaþólska kirkjan skuldar Raymond enn þá 10 þúsund dali, vegna þess að hún segist ekki geta borgað svona mikið og einnig vegna þess að hún segist ekki hafa borið ábyrgð á því að þessi skólar hefðu verið stofnaðir. En hún ber ábyrgð á þeirri misnotkun sem prestar og nunnur beittu þessi börn. Ekki trúir Illugaskotta að kirkjan hafi ekki efni á að borga 10 þúsund dali, páfinn baðar sig í gulli þarna suður í Róm!!!!

Þessi blindi, fótalausi og einnar handar maður, er einn sá sterkasti karkater sem ég hef kynnst. Hann vill lifa, hlæja og hitta fólk. Í þessum heimavistarskólum var menning, tungumál og siðir indjána barin úr þeim, með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Raymond sagði mér að sakleysi hans hefði verið rænt frá honum þegar hann var 14 ára, það var nunna sem gerði það. Illugaskotta hugsaði sitt á meðan bílinn sem við vorum í flaug á milli húsa, garða og trjáa, á leið með okkur í bankann svo hann gæti leyst ávísunina sína út. Til að reikna út hve miklar bætur hver og einn fær sem hefur verið í Residential school, þá eru gefin stig fyrir mismunandi misnotkun, mismunandi ofbeldi, lengd dvalar, þeirra ára sem viðkomandi dvaldi í skólanum og svo framvegis.

Ég spyr mig, hvernig er hægt að mæla í punktum þjáningar fólks?

Indjáninn sat framm í, og sagði mér nánar frá hvað hann mátti upplifa. Ógleðin rann um blóðið á mér. Reiði í garð ríkisins og kaþólsku kirkjunnar kviknaði í huga mér. Hins vegar sat Raymond sterkur og sagði mér frá. Hann sagði mér að hann væri búin að fyrirgefa þeim það sem hafði verið gert í garð hans. Þeir hefðu rænt sig æskunni en hann gafst aldrei upp. Núna vill hann eyða peningum sínum fyrir fjölskylduna sína.

Hins vegar sagði hann mér einnig að saklaus hvítur maður hefði verið dæmdur í fangelsi, þar hefði þessi gaur dvalið í 4 ár. Núna fær hann bætur sem nema 1 milljón kanadískra dala á ári frá ríkinu. Hver er munurinn á þjáningu hans og þeirra indjána sem máttu dvelja í Residential schools? Afhverju fær þessi gaur hærri bætur en indjánar? Gæti það verið vegna þess að hann er hvítur?

Residential Scholls eru svartur blettur í sögu Kanada. Þar átti sér stað þjóðarmorð, sem snérist um það að eyða tungumáli indjána, láta þá hætta segja sögur eða notast við sína menningu. Ef þessi börn dirfðust til þess að tala Ojibway eða Cree tungumálið var þeim refsað með barsmíðum eða öðru verra. Þessum börnum var rænt frá foreldrum sínum af lögreglunni og þau voru færð í skóla. Langa hárið þeirra var klippt, þau látin ganga öll í eins fötum og samskipti þeirra við fjölskyldu sína og samfélag hvarf. Allt gekk þetta út á það að láta Indjána samlagast hvítu samfélagi og auðveldara væri að ánetjast auðlindir þeirra, komast yfir landið þeirra og þær auðlindir sem þar er að finna.

Gary strauk 3 sinnum úr Residential School, eftir þriðja strokið hættu þeir við að elta hann. Eftir annað strokið náði presturinn honum úti í skógi, hann hafði elt Gary, sá fótsporin í snjónum. Gary sagði að hann hefði barið sig lengi, en eins og Gary sagði: "Ég var sterkur og þrár, og ákvað að ég myndi strjúka aftur, sem ég gerði".

Jæja,,ekki fallegar sögur, fleiri sögur hef ég skráð í tölvuna en þær birtast ekki á þessu bloggi. Haustið kemur hratt hingað núna. Það er logn, skýjað og riging. Haust kveðjur til ykkar, frá Björkinni.

þriðjudagur, september 27, 2005

Núna er internetið hér í lagi, og ég nota tölvuna í dag. Fríða klukkaði mig og vill að ég segi fimm staðreyndir um sjálfa mig.

1. Ég er góður kokkur og bakri, þegar ég nenni því
2. Ég elska skyr, bláber og jarðarber.
3. Ég bý á indjána verndarsvæðinu Hollow Water í Kanada.
4. Mér finnst gaman að læra nýja hluti eins og sigla bátum og kanó.
5. Ég er óendanlega kát með lífið og tilveruna.

Verð að bæta við númer sex: Mér er illa við moskítóflugur!

Fórum til Winnipeg í dag að ná í einn indjána sem þarfnast hjálpar, hér mun Gary kenna honum að bjarga sér, í gegnum hefðir og siði indjána.

Núna er ég að fara út að klára að mála kanúinn minn svartann. Við veiddum engan elg í gær, en sáum fullt af öndum. Það eru um það bil 5 bjórahús hér við ána.

Á leiðinni til Winnipeg sá ég Bald Eagel í návígi ásamt krumma nokkrum þar sem þeir voru að gæða sér á gæs, bara si svona beint á veginum. Þessi örn er mikilfenglegur fugl. Ef við veiðum ekki elg, þá mun vera keyptur eitt stykki vísundur fyrir veturinn. Þá þurfum við að vinna hann allan, flá hann og vinna kjötið.

Síðan ég kom til Kanada, þá hef ég t.d. lært að: Kveikja almennilegann eld, ég kann á utanborðsmótor og hvernig á að stýra. Ég er að læra á kanú, sem er frekar erfitt þegar það blæs vindur á móti, þá bara rær maður á sama stað endalaust. Einnig er ég búin að læra að slaka á! Bara nota tímann, nógur tími segir indjáninn sem hér býr, og Illugaskotta hlustar á það og vinnur sitt. Ég að ég myndi nú seint læra að slaka á, kannski mun ég einn daginn læra eitthvað fleira sem mun koma mér til góðs. Núna hlær Illugaskotta draugslegum hlátri.

Bestu kveðjur heim,,,,stundum vildi ég að þið gætuð séð hvað ég er að bjástra hérna.

mánudagur, september 26, 2005

Þegar ég sé að það er hríð, frost, vindur, kallt og andstyggilegt á Íslandi, verð ég enn þá kátari að vera í flatasta landi jarðarinnar. Hér er 19 stiga hiti, fallegir haustlitir, og alltaf nóg að gera.

Var að klára að mála einn kanó svartann sem ég nota hvað mest. Bjórarnir eru farnir að saga niður tré eins og brjálaðir séu. Það segir okkur að veturinn hér verður ægilega langur, kaldur og erfiður. En hvað um það. Illugaskotta er öll að hressast af ofnæminu, en þessar flugur elta mig eins og ég sé rjómaklessa með jarðarberjasultu.

Ætlaði að njóta góða veðursins áðan við ána, en hljóp inn, þær sugu og bitu drauginn sem brjálaðar væru. Dagarnir líða hratt við útistörf, jurta söfnun, báta siglingar, könnunarleiðangra, elgsveiðar á hverju kvöldi. Við siglum upp ána með þrjár gerðir af byssum, ég stýri bátnum. Býðum eftir elg, en já þeir láta ekki sjá sig.

Er að fara að veiða elg núna verð að drífa mig út. Bestu kveðjur til frostsins og ykkar allra.

föstudagur, september 23, 2005

Vegna lélegs internetssambands þá hef ég skrifað lítið, en í dag er það í lagi.

Jæja, margt hefur drifið á daga Illugaskottu síðan hún lenti í Kanödu fyrir um það bil tveimur vikum síðan. Ég fór á verndarsvæðið Pangassi og dvaldi þar í eina viku. Þangað flugum við á sjóflugvél sem tók upp af flugvelli í Winnipeg en lenti á vatni, rosalega flott vél. Eiginlega eins og vél frá síðari heimstyrjöldinni. En hvað um það, þennan fyrsta dag minn í Pangassi, fékk Illugaskotta mikið áfall, eiginlega svo mikið að ég varð að hugsa lengi um það hve manneskjur geta verið afskiptalausar og dofnar af því að horfa á eymd annarra, og um leið hvað fólk og börn geta farið illa með sig.

Gary var beðin um að koma á þetta svæði vegna þess að börn og unglingar þarna, frumbyggjar, eru að eyðileggja sjálfan sig. Í einu húsinu voru unglingar, strákar og stelpur, sem héldu fast utan um grænu ruslapokana sína. Eins og þeir væru þeirra dýrmætustu gripir. Í þessum pokum er bensín sem þau eru að sniffa, úti á götu ganga 2 til 8 ára börn sjálfvala allan daginn. Haugskítug, svöng, afskipt. Húsin þeirra eru með hlerum fyrir gluggum, bílarnir þeirra sem eru glænýjir eru allir beyglaðir og illa hirtir.

En já, það er hægt að hjálpa. Illugaskotta er mjög hugsi yfir því hve ríkisstjórnir geta verið afskiptalausar, svo lengi sem þær græða á því að láta hlutina eiga sig. Pangassi er staðsett á fallegu vatnasvæði, þar eru óteljandi eyjur, skógi vaxnar, gular strendur, fiskar hoppa og elgir er víða. Hins vegar hafa þeir frumbyggjar sem búa í Pangassi, misst sambandið, tengslin við landið og menninguna. Ræturnar þeirra eru lausar, hinir svokölluð "Born again christians", hafa komið inn hættulegum skilaboðum hjá þessu fólki. Að menning þeirra sé af hinu illa,að þau verði að tileinka sér menningu hvíta mannsins. Úffffff...já en þarna er nýr grunnskóli, og það er vilji hjá fólkinu að fara að breyta samfélaginu, takast á við það að tengjast menningu sinni aftur.

Við fórum í bátsferðir, gengum um þorpið, bjuggum til súlur í indjánatjald með tveimur litum indjánastrákum, og svo gerðist það. Illugaskotta veiktist. Íslendingar eins og ég eiga það til að vilja sofa við vötn, ofan á svefnpokum sínum, það gerði Illugaskotta. Moskítóflugurnar átu drauginn upp til agna. Hann varð veikur, og blossaði upp í ægilegum kýlum.

Fór til Winnipeg eftir vikudvöl í Pangassi, þar sem Atli consúlinn hér í Winnpeg, kom mér að sem fyrst á spítala. Þar fékk læknirinn áfall þegar hann sá kýlóttann drauginn,,sem fékk 3 gerðir af lyfjum og þann úrskurð að hann sé með ofnæmi fyrir Moskítóflugum. Núna er allt betra og draugur er eldhress. Var að koma úr minni fyrstu kanó ferð, það er æði að sigla hér um ána, er að læra á utanborðs mótur báta. Ásamt því sem ég skrifa og skrifa...bestu kveðjur til ykkar allra, þar til næst, múuuuuu eins og elgurinn segir.

sunnudagur, september 11, 2005

Illugaskotta er lent i Kanödu. Hún hélt að hún myndi deyja í fluginu frá Minneapolis til Winnipeg. Flugstjórinn lét vita að loftræstiskerfið væri bilað, sem þýðir að taka varð loft frá hreyflum..ekki gott að vita fyrir flughræddann draug,,,og já skalf og svitnaði í því flugi. Svo tók ægilegt ævintýri við í tollinum þeim kanadíska,,Illugaskotta krossaði sig og blessaði fyrir að hafa fengið vottorð frá indjánanum um að hún myndi búa þar. Þetta litla blað kom mér inn í landið. Yfirheyrslur, skönnun farangurs..og endalaust bla.

Þeir tóku af mér 5 sneiðar af hangikjöti ægilegur glæpur.

Jæja en hér er um 30 stiga hiti, mikill raki, og góð lykt, eins og í frumskógum Thailands. Fór í langa bátsferð í dag um ár og vötn hér við Manitoba vatnið,,vorum að safna rekavið, og fundum risastóran lurk af rauðviði.

En á morgun held ég í einhvern tíma lengst út í óbyggðir, ég er hér í góðu yfirlæti, var að éta fisk og grænmeti. Hér sveima um moskítóflugur sem elska mig heitt og innilega, drekaflugur sveima hér einnig en þær éta moskítóflugur, hér eru indjánatjöld, en ég bý í tveggja hæða húsi við á.

Þangað til næst, bestu kveðjur, ég fer í sjóflugvél á morgun, það verður fjör, á einhverja eyju.

fimmtudagur, september 08, 2005

Í dag fer Illugaskotta til Indjánalands, er með stresshnút í maganum, en þetta er bara svona er svo mikið hross í mér, sem þýðir að ég er með taugakerfi hrossa.

Þegar þið eruð hrjótandi klukkan 5 í nótt er ég að lenda í Kanödu og á þá eftir að keyra í um það bil 3 tíma til Hollow Water verndarsvæðisins þar sem ég mun búa næstu mánuðina. Ég fer út í óbyggðir á sunnudaginn í sjóflugvél, vá það verður áhugavert að prófa.

Bið að heilsa ykkur, þar til næst, holla!

mánudagur, september 05, 2005

Það er komin tími til að laga uppsetningu þessa bloggs.

Huldufólk og álfar eru skemmtileg fyrirbæri, en það er ekki tekið tillit til búsvæða þeirra í bæjarskipulagi Hafnarfjarðar, þótt sá bær sé álfabærinn. Þetta finnst Illugaskottu merkilegt.

fimmtudagur, september 01, 2005

Jæja!...sterkt kaffi, hugsa og hugsa, pakka og pakka,, vinna og vinna,,,tala og tala..sofa og sofa...vera til án afskipta annarra...ég sakna Jóns Glóa, hann var góður krummi.

Bless.

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Rignir..ég er í skóm. En ég er einnig máluð sem þýðir að ég er í of flegnu pilsi! Oj...það nær lengst upp á læri, draugur er eins og haugur í þessu öllu. Reyni að ímynda mér að ég sé mjög svo frábær viðskiptagella, í svörtum fötum á leið í vinnuna mína á skrifstofunni. Þar get ég komið áfram mínum efnum, haldið mér við efnið og gert eitthvað af viti,,skiti, piti,,hiti,,bryti. Ruglið er yfirþyrmandi í mínum haus, eins og að flóðgáttir opnist og þá er aldrei að vita hvað mun eiga sér stað næst.

Eitt enn, krakkaskítur á efri hæðinni grenjaði og grenjaði í morgun, ógeðis börn hugsar Skotta,,því hún er ljót rotta, með kanínutennur, sko nú er bullið farið af stað eina ferðina enn.

Ég fer á næsta fund eftir klukkustund, eins gott að vera búin að ná tökum á sér þá!...kjá og mjá..þetta er spenna sem fær að flæða hér yfir síðurnar.

Blessss

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Þá er að taka á honum stóra sínum á morgun, muna að ekkert varir að eilífu, einungis í umbreyttu formi..að ég held. Norðan vindurinn er sterkur og kaldur hér á Ströndum.

Kisa litla er eitthvað að bauka undir baðkarinu, draugsi treystir sér ei í það að kíkja undir..þar gæti leynst ægilegt skrímsl..eða bara dauður fugl eða mús!!!!

mánudagur, ágúst 29, 2005

Vinkona mín ein á afmæli í dag, Illugaskotta óskar Valdísi Veru innilega til hamingju með daginn. Draugur skrapp í heimsókn til fjölskyldunnar sinnar um helgina, það var gaman. Því var ekki að neita að um mig drauginn fór skringileg tilfinnig þegar hann var að kveðja fólkið sitt og dýrin í gær, mun ekki sjá þau í 5 mánuði. Hins vegar fékk draugur þær leiðinlegu fréttir í gær að hann Jón Glói krumma strákur væri dáinn. Greyið flug víst á rafmagnsvír.

Svo mitt í þessu öllu er draugsi með magapínu, kannski bara stress? Held það..þjóðmálin...já Gísli Marteinn í fyrsta sæti sjálfstæðismanna...gott sagði einhver að þeir hafi sett kjána í fyrsta sæti. Hvað fleira er í þjóðmálum? Ég barasta veit það ekki. Það væri gaman ef í þjóðmálum væri það helst að þingmenn landsbyggðarinnar hefðu ákveðið að fara að gera eitthvað sniðugt og gagnlegt fyrir landsbyggðina.

En frekar mun rigna gulli og tvíhöfða þursum heldur en að það gerist!

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hvað er Reykjavíkurpakk? Er það fólk í Reykjavík sem kaupir jarðir úti á landi og vill ekki að neinn gangi um þær, eða andi á þeim? Svo fer það í sveitina og er voða stollt af því að eiga jörð úti á landi sem enginn má ganga á nema þau, það skemmtir sér í sveitinni sinni, en gerir lítið annað fyrir það byggðarlag sem jörðin þeirra er staðsett í.

Veit það ekki,,mér er sama,,,ég er ekki Reykjavíkurpakk. En ég held samt að eftir svona 30 ár geti maður ráðið sig í vinnu við að vera fólk úti á landi. Þá þarf maður að læra að vera hitt og þetta og fá laun fyrir það, vegna þess að byggð úti á landi er að fara til andskotans. Þingmenn landsbyggðarinnar eru ekki að gera neitt fyrir fólkið sitt, þar með pakkar fólkið þeirra niður í töskur og flytur til Reykjavíkur og gerist enn eitt Reykjavíkurpakkið.

Ég veit um fólk sem vill búa úti á landi en það getur það ekki, vegna þess að það er enga vinnu að fá sem hentar því. Þetta er fáranleg þróun að allir séu Reykjavíkurpakk, það gengur ekki. Það verður líka að vera til landsbyggðarpakk. Æji ég veit það ekki, en þar er enga vinnu að fá.

Úti á landi, já hvað er svo sem úti á landi? Græn strá eins og vaxa á Austurvelli eru úti á landi. Fíflar og bílar eru úti á landi, þeir eru líka í borginni. En úti á landi eru hreint loft, lítið um stress, lítið um glæpi, lítið um atvinnu...einhæf störf..mér blöskrar..ég er komin í hring.

Þingmenn landsbyggðarinnar verða að taka sig saman í andlitinu og fara að leysa þetta mál. Illugaskotta biður þá um að valkosturinn "STÓRIÐJA" sé ekki inni á lausnarblaðinu þeirra. Takk og góða nótt.

mánudagur, ágúst 22, 2005

"Ég man pistlar" eru búnir að vera, því ég man ekki neitt stundinni lengur. Kaffi, og meira kaffi er mitt besta dóp, kaffi, og sæmundur, drekkt í kaffi. Jón Glói kom í dag, hafði ekki sést í 3 daga. Hann skóflaði í sig hundamat, sagði fátt. Flaug svo í burtu með kjaftinn fullann af mat fyrir nýju vinina sína.

Krossfiskar eru undarleg dýr, var að skoða þá áðan hér við höfnina..þarna liggja þeir ofan í sjónum, hreyfa sig hægt og láta ekkert trufla sig. Illugaskotta ætlar að taka til í öllu, kveðjur frá Illugaskottu.

laugardagur, ágúst 20, 2005

Ég man þegar videó kom í fyrsta skipti, því var smyglað heim til okkar það var árið 1984. Ég man að ég vildi bara horfa á videó myndina Dracúla, því Dracúla var og er ein af mínum uppáhaldssögum. Einnig man ég þegar risastór flutningabíll vallt í Langadalnum, hann var fullur af alls kyns gosi. Við drukkum gos í margar vikur eftir það, það voru dýrðardagar. Ég man eftir ógleymanlegum útilegum á Smyrlabergi, landinu sem var tekið af okkur. Þar veiddi ég minn fyrsta fisk, þar lærði ég að rota þá og rífa öngul úr, þar festist líka öngull í nösinni á mér, það var fyndið.

Þá varð Illugaskotta ægilega hrædd, en Hildur frænka var með mér, og hló ægilega mikið. Einnig fór ég í mína fyrstu almennilegu "skurðaklósett" ferð á Smyrlabergi, það var ekkert annað "Klósett" að hafa, og ekki var hægt að keyra mann niður á Blönduós, þegar heyskapur var á fullu. Í heyskapnum smurði amma niður frá ofan í okkur. Í stóran hvítan og appelsínugulann dall. Hún spurði alltaf:" Já og viljið þið ekki smurt og með því?". Það var mest spennandi í öllum heiminum að opna þennan dall þegar kaffitíminn kom í heyskapnum, þar leyndust svo góðar samlokur, og kökur að ég fæ vatn í munninn á meðan ég skrifa þetta.

Ég man líka eftir því þegar Perla mín, sem var fyrsti hesturinn minn varð blind, einnig man ég eftir stórhríðum, þar sem ég var látinn sitja í bílnum, pínulítil að hlusta á Bítla plötuna "Abeey road", þetta er enn þá uppáhaldsplatan, mín. Einnig man ég eftir því þegar við fórum að gefa hrossunum niðri í haga á veturna, þessi hagi er niður við Blöndu, há brekka og svo er haginn. Það var allt í lagi að labba niður eftir í djúpum snjónum, en þegar farið var til baka, urðu skrefin þung. Ég vældi, vildi að pabbi myndi halda á mér. Hann sagði að það kæmi ekki til greina, ég yrði að sjá um mig sjálf, það var fúlt þá en í dag er ég voða stollt að hafa getað bögglast upp þessa árans brekku sjálf.

Að eiga land, er fjársjóður. Land geymir sögur, endurminningar og óendanlega möguleika fyrir kynslóðir sem lifa núna sem og komandi kynslóðir. Það var sár dagur þegar við misstum landið vegna ósanngirni og lyga, við þurftum að setja öll hrossinn í sláturhúsið, loka á minningar, hætta að fara í sveitina.

Haustið kom í morgun, ég fann það á lyktinni í morgungöngunni. Krían er hætt að garga á mig, stelkurinn er þagnaður og einnig tjaldurinn.

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Flugslys í Grikklandi allir dauðir, flugslys í Suður-Ameríku, allir dauðir...Illugaskotta hugsar með hryllingi til sinna tveggja flugferða. Fimm tímar til Bandaríkjanna, og svo einn og hálfur til Winnipeg. Verst þegar þær eru að lenda, hreinn viðbjóður allt sem viðkemur flugvélum. Skelfing og angist grípur mig í hvert sinn sem flugvélar ræfillinn skelfur í loftinu.

Svo hættir hún að skjálfa en taugar draugsins eru þandar, augun stíf, og blóðið rennur aðeins hraðar, í lófunum má sjá svitadropa....flughræðsla er þetta víst kallað. Fælni, kíkið á www.doktor.is ef þið viljið lesa ykkur til um fælni og aðra krankleika.

Sólin skín en golan er köld, mjög köld. Krækiberin eru tilbúin, og einnig hvannarfræin, þarf að safna þeim. Jón Glói kemur af og til á svæðið, en hann er ekkert voða gjæfur lengur. Jú, bað um hausnudd í dag, en um draug fór hrollur því hrafninn er farinn að gogga ægilega fast, en hann lokaði sínum augum og vildi meira hausnudd.

Illugaskotta er enn harðákveðin í því að hætta að blogga.

laugardagur, ágúst 13, 2005

Margt er undarlegt í heimi hér, það er hægt að fara út í geiminn, og það er líka hægt að klóna menn.

Núna ætla ég að klikka út með ofsóknarbrjæðinu mínu og segja: "Fuglaflensan kemur!"

Nú brosi ég út í annað, enda einkahúmor á milli mín og eins vinar míns.

Blogg er tilgangslaust!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Fínasta ferð austur og norður, út og suður. Hraun, gígar, vötn, plöntur, sól, rigning, tjaldsvefn, nesti, rúta, jeppi...snæaugla, gott fólk. Reykjavík. Hitta fólk, og gera sem mest í útréttingum.

Illugaskotta er í annað sinn að hugsa um að hætta að blogga, nú mun ég blogga mig niður og hætta daginn sem ég flyt út, þann 8. september. Það er komið nóg af því að skrifa um sjálfa sig, hugrenningar og pirring, gleði og annað sem hrærist um í huga draugsins.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Ég er á leiðinni austur eftir nokkrar mínútur..ég hlakka svo til að komast í ferðalagið mitt, sem ég er lengi búin að bíða eftir. 8. ágúst í dag, ég fer út eftir mánuð. Það verður nú meira ævintýrið.

Allt gengur vel, engin sól en samt gott veður.

laugardagur, ágúst 06, 2005

Annað kvöld fer ég í langt frí,,,komin tími á að kíkja á Austurlandið, fljúga um sveitir,,mengast í borginni og hitta vini sína! sem ég er eiginlega búin að gleyma hvað heita og hvernig þeir líta út.

Það er heldur betur kominn tími á að breyta um umhverfi og sjá gömul andlit.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Föstudagur! Vá...og útréttingar eru aldrei fleiri en þessa daganna. Trygginamiðstöðin, Tryggingarstofnun, vottorð frá Bankanum,,,um að ég eigi aur, vottorð frá Lækninum að skrokkurinn sé í lagi. Vottorð frá indjánanum um að ég fái að dvelja heim hjá honum. Vinna í tillögu minni...taka til, pakka, finna út hvað skal koma með og hvað ekki með mér til CANÖDU.

Sólin hefur verið í fríi, veit ekki hvar. Það er 5. ágúst í dag....mér finnst maí hafa verið í fyrradag, þegar ég var að skvetta tjöru á galdrahúsið. Þarna kom Glói, og allt varð brjál.....

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mótmælendur stóriðjustefnu og virkjanna hanga á krönum uppi á hálendinu, æðarkollur hamast við að koma ungum sínum til að stækka sem hraðast, fólk æðir hingað og þangað en alltaf kemur sólin upp og sest á ný. Það kemur að ég held alltaf nýr dagur eftir þennan dag, þess vegna á kona eða kall,,barn eða umskiptingur, skoffín eða skuggabaldar alltaf að gera það besta sem þau geta við daginn.

Þess vegna á fólk alls, alls ekki að vera að spá í hvað hinum og þessum finnst um mann, segir um mann, eða flokkar mann í. Það er eyðsla á orku í óþarfa. Illugaskotta gefur þeim langt nef og löngutöng, sem eru að spá í og segja henni hvernig hún er og hvað hún er. Hún ein veit hvað er henni fyrir bestu. Kill them all.er gott lag!

Hvað er það sem lætur fólk hlaupa á eftir dauðum hlutum? Í stað þess að spá í að rækta samband sitt við fjölskylduna eða vinina.

Illugaskottu langar að vera gáfuleg í dag,,en það getur hún ekki. Er að rembast eins og rjúpan við staurinn. Eldgamla Ísafold hljómar hér á Rás 1. Greyið Ísafold, hún er tætt í sundur af heimskingjum sem ekkert skilja í því að landið er okkur allt, og með því að selja það til stórfyrirtækja úti í heimi erum við að selja sál okkar skrattanum.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Illugaskotta brunaði í gærkveldi eftir vinnu og át á söltu lambakjeti,,, með einn Íslending, einn Breta og einn Bandaríkjamann í sund á Krossnesi. Það var fjör, útlendingarnir voru að frjósa ef þeir stungu sínum öxlum upp úr vatninu..en ég og Binna erum miklir jaxlar enda Íslendingar...og stungum okkar öxlum mikið upp úr lauginni til að sýna þeim að hvorki kaldur vindur né nokkur önnur náttúruöfl myndu koma okkur í vist hjá henni Hel.

Hins vegar tjáði Bretinn mér eftir laugarferð, að hann hefði upplifað margt á sinni ævi hér og þar um heiminn. En þessi sundlaugarferð, væri eitt það eftirminnanlegasta sem hann hefði upplifað..laug niður við Atlantshafið, undir berum himni lengst norður í einhverju, eins og hann sagði. Draugur varð kátur..og svo komum við heim í nótt, þreytt en alsæl.

Það eru komin krækiber, en ekki hef ég enn þá séð bláberin góðu.

mánudagur, ágúst 01, 2005

Í gær fór Illugaskotta á frábæra sýningu um Kvennaskólann á Blönduósi, sem sett var upp í skólanum sjálfum af Aðalbjörgu Ingvarsdóttur, þessi sýning er mögnuð og á lof skilið.

Annað sem ég sá er að stofna þarf aftur Kvennaskólann á Blönduósi, þar sem kenndar yrðu hinar margslungnu mataraðferðir forfeðra okkar og formæðra. Einnig yrðu hinar ýmus hannyrðir kenndar. Boðið yrði upp á hin ýmsu námskeið sem væru bæði stutt og löng í tengslum við matarmenningu og handverk ýmisskonar. Staðurinn er þarna, húsið, og allt. Það þarf einungis að koma skólanum aftur af stað. Nýsköpun og kraftur er það sem þarf inn á Blönduós. Ég skora á bæjarstjórnina á Blönduósi að taka þetta mál fyrir og koma þessu verkefni af stað. Vonandi verður það gert.

Fékk símtal frá Binnu vinkonu í dag, hún er að koma á Strandirnar í fylgd tveggja Ameríkana. Það verður nú gaman að hitta hana svölu Binnu, New York farann og konuna sem kom mér til þess að vera þrælahaldari í New York í desember 2003! Það var ein versta upplifun Illugaskotta nokkrun tíma í útlöndum.

Draugurinn er kátur vegna þess að VERSLUNARMANNAHELGIN ER BÚIN! og útvarpið getur tekið ró sína á öldum ljósvakans, nú eru þetta bara dagar,,,ekki óðsmannsæði og múgæsingar helgin brjálaða..hún er farin og kemur aldrei aftur.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Já já,,,það er að koma enn ein Verslunamannahelgin! Djö,,,, leiðist mér útvarpið um Verslunarmannahelgina..allir eru hressir að gera eitthvað ægilega sniðugt, með skuldahalann í borunni..grilla pylsur, tjalda fellihúsinu, kaupa bensín, kaupa ís, hlusta á tónlist, vera hress, leika við börnin, fá meiri skemmtiatriði, drekka meiri bjór, meiri vodka, labba á fleiri fjöll, sigla niður fleiri ár, reykja meira, tala meira...meira af öllu!

Draugur er massa fúllegg, ojbarasta! Ég er Schrooge á Verslunarmannahelgar, hef alltaf hatað þær...til skrattans með það að gera eitthvað, ætla ekki að gera neitt!..læt ekki múgæsinginn ná til mín. Nei skal liggja í bælinu, lesa endalaust af vísindalegu fræðilegu mjög alvarlegu efni sem fjallar ekki um útilegur og hvernig beri að haga sér við grillið!

Annars hef ekkert að segja sniðugt, enda eru draugar aldrei sniðugir, bara stríðnir og miklir tækifærissinnar!

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Datt í það!!!!! Ægilega...en þess var þörf,,,súkkulaði, datt í það..Draugurinn situr núna ropandi og kámugur fyrir framan tölvuna. Fullur af Risa stóru rís og kúfuðum disk af kókapuffs!..ojbara..en mig langaði bara svo..og lét verða af því. Nammi namm... Jón Glói var mikið heima við í dag, æpandi af pirringi á allt og alla, milli þess sem hann sat gapandi af hita ofan á útidyrahurðinni á Galdrasýningunni. Merkilegur kvistur þessi hrafn.

Láki Jarðálfur var eitt sinn uppáhalds bók einhvers sem draugurinn þekkti, vegna þess að hann var alltaf að gera öðrum illt, en svo hætti hann að gera illt og breyttist í undurfallegt mannabarn. Þar með missti Láki af sér allt hið dýrslega útlit sem hann hafði, sem var; skott, krullótt hár, dýrslega uppmjó eyru og langleitt andlit. Merkilegt í alla staði.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Steinbítur, nýjar kartöflur, og ofur salat allt útbúið af Illugaskottu, endaði á kafi ofan í maga draugsins eftir góðan dag úti í Bjarnarfirði við vinnu. Kotbýli Kuklarans er flottur staður.

Veðrið lék við hvern sinn fingur, Jón Glói er komin með vin, eða kannsku kærustu, það er gott, enda var hann búin að vera alveg vængbrotinn eftir að Jón lærði hvarf eitthvert í bókalesturinn mikla.

Illugaskotta verður í frí um þessa annasömu helgi, ætla heim á fornar slóðir, Blönduós.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Sunnudagur,,og það er sól...og mjög hressandi vindur úti. Fjör í gær, og Kotbýlið mun slá í gegn, það er magnaður staður. Hitti mann og annan í gærkveldi...og alltaf kemst Illugaskotta betur og betur af því að Ísland er lítið..það þekkja allir alla og einhvern veginn tengjast allir öllum á óbeinann eða beinann hátt.

Illugaskottu finnst ekki gott þegar neikvæðann tón kveður í garð náttúruverndar, stundum er fjallað um þjóðgarða og vernduð svæði á Íslandi með neikvæðum undirtón. Kannski þurfa viðhorf beggja að breytast þeirra sem vilja vernda og þeirra sem vilja nýta...það heldur Illugaskotta að sé besta ráðið. Nýjasta dæmið um lítilvægann nei tón, sem ég hef rekist á er úr fréttum hjá Ríkisútvarpinu þar sem fjallað er um að nú sé verið að beita sauðkindinni á lúpínuna í Bæjarstaðarskógi sem er í Þjóðgarðinum á Skaftafelli. Fréttin endar á þessum orðum:

Gamli bóndinn í Skaftafelli sagði raunar alltaf að lúpínuvandamálið væri auðleyst með beit en ráðamenn í þjóðgarðinum og helstu postular náttúruverndar í landinu telja sauðfé ekki eiga heima í þjóðgörðum og hafa þar til í vor þvertekið fyrir að hleypa því á hina helgu staði. Postular og helgir staðir! undralegt í alla staði finnst mér að taka svona til orða. En taki hver til sín sem á.

Valdís Vera og Laufey elduðu hádegismat fyrir mig í gær og komu með hann í vinnuna, það var ljúft. Núna eru þær úti í Bjarnarfirði. Ég hlakka til ferðalagsins míns í ágúst.

föstudagur, júlí 22, 2005

Margt gesta hér á Galdrasýningunni í dag, kunningjar frá Egilsstöðum litu við..og von er á fleirum vinum og kunningjum Illugaskottu á Strandirnar í dag. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn.

Illugaskottu hlakkar til veislu annað kvöld, nú er gaman og nú er fjör. Sumarið er búið að líða eiginlega æglilega hratt....júlí er næstum á enda. Hvar endar þetta allt saman? Það er búið að vera mjög gaman að vinna að uppsetningu annars áfanga Galdrasýningar á Ströndum. Afsteypa var gerð af höndum draugsins, sem fannst undarlegt að takast í hendur við sjálfan sig...það var eiginlega stór furðulegt. Þessar hendur munu dvelja einhvers staðar í Kotbýlinu á komandi árum.

Sólin er í felum, en mér er sama, enda brennir hún hvíta drauga verklega!

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Bullustrokkur í pörtum og stór poki af gifsi eru hlutir sem eru úti í bílnum mínum ásamt öðrum hlutum. Veðrið er himneskt,,sá ekki Jón Glóa í kvöld, vonandi er hann búin að kynnast öðrum hröfnum. Það verðu grillandi gott veður á morgun, það er gott.

Margt fólk er á tjaldstæðinu, Illugaskotta er ekki á ferðabuxum enn, en brátt tekur það smá við. Hænur skoppa um á Klúku, fimm stykki það er heimilislegt, sérstaklega fyrir utan torfbæ. Tröllin er ekki enn þá farin að skoppa fyrir utan Klúku en kannski seinna.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Getur einhver bent mér á bók sem er: fræðandi, spennandi, fyndin og skemmtileg. Draugur er í vanda, því hann finnur ekkert skemmtilegt að lesa. Þetta eru þær skemmtilegustu bækur sem ég hef lesið:
Sjálfstætt fólk, Hýbýli vindanna, Lífsins tré, Pope Joan, I heard the Owl call my name.

Veit ekki, skil ekki og hugsa mikið um vissann atburð. Enn er kallt í veðri, á morgun fer draugur í að mála hús í Bjarnarfirðinum, það er gaman.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Draugur hefur verið í fríi í dag, meðan himnarnir rifna yfir okkur og úr þeim hefur dunið hið svokallaða regn, sem er nú gott í hófi. Lesið bækur, sofið, lesið meir, eldaði pasta, vann í tölvunni..horfði á fréttir og lét allt leka í gegnum heilann á mér. Fátt gerist, dagarnir líða, sólin sest og sólin rís, eins og hún hefur gert í einhverjar þúsundir ára. Er byrjuð að lesa aftur bókina Saga Fjalla-Eyvindar. Herfilega leiðinlega skrifuð bók um mjög áhugavert efni. Kannski get ég þjösnast í gegnum hana,,,held samt ekki. Þetta kvæði samdi hann Matthías Jochumsson um Skugga-Svein, en fyrirmynd hans var Fjalla-Eyvindur.

Þú ein bauðst mér trú og tryggð
tröllum helguð fjallabyggð,
dugur, þrek og dirfskan mín
drjúgum óx við brjóstin þín
.

Komið nóg af engu, góða nótt.

laugardagur, júlí 16, 2005

Jón lærði hefur ekki skilað sér heim í dag, hann var hins vegar á prikinu sínu í gærkveldi. Jón Glói er alveg pirraður og veit ekkert hvernig hann á að haga sér þegar uppáhalds bróðirinn er ekki á svæðinu. Líklega hefur hann Lærði litli fundið galdrabækur í einhverjum giljum hér á Ströndum og er að læra eins hratt og hann getur alla þá galdra sem snúa að hröfnum.

Það rignir núna, át skyr með rjóma í dag, draugurinn varð svo gráðugur að hann fyllti diskinn af rjóma, lét hann drekkja skyrfjallinu..og svo slafraði hann þessu öllu í sig eins og hann hefði aldrei borðað skyr áður. Svo varð draug herfilega illt í maganum, æ mig aumann. Og borðaði ekkert fyrr en í kvöldmatnum. Eftir góðan sundsprett í lauginni sem bætir allt.

Nú er rólegt laugardagskvöld hér á Ströndum, sólin er farin eitthvert annað. Illugaskotta er að klára að lesa bókina Lífsins tré sem er eftir Böðvar Guðmundsson. Góður og fyndinn höfundur hann Böðvar.

föstudagur, júlí 15, 2005

Hálf grillaður draugur situr hér fyrir framan tölvuna. Var að mála úti í Bjarnarfirði í dag, það var svo heitt að draugurinn reif sig úr fötum og hamaðist að vinna. Svo var bakið orðið grillað,,,og hendur..en ekki andlit,,því það var grátt og hvítt af sólarvörn. Draugur gleymdi að húðin hans er svo mikið drasl þegar sólin vill steikja hana.

Það er föstudagur, þokan er að skríða niður hlíðarnar hérna. Illugaskotta mun einnig dvelja úti í Bjarnafirði á morgun.

Eygerður og fjölskylda kom á svæðið í gær, það var gaman að hitta þau öll, og svo komu þau út í Bjarnafjörðinn í dag.

Glói og Lærði litli voru á baksíðu Morgunblaðsins í gær, en Illugaskotta átti myndina.

Bestu sumarkveðjur frá Skottu rottu...ps. Vegurinn upp í Herðubreiðarlindir er að fara í sundur eða í kaf eða bara bæði held ég, Jökulsá á Fjöllum er ekkert lamb að leika sér við.

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ég öskraði á vindinn í morgun, en hann bara hló og hélt áfram að blása inn í hausinn á mér. Hann blæs enn þá og klukkan er að ganga fjögur um dag. Illugaskotta hefur ekki bakað neitt, eða eldað að ráði. Sjónvarpsdagskráin er áhugamál hjá draugnum, sem situr oft með hundshaus yfir kassanum. Svo hefur geralistinn styðst, og núna er ég að byrja að skrifa greinargerð um verkefnið mitt í Kanödu. Það er erfitt að skrifa þessa greinargerð, vegna þess að ég verð að afmarka mig vel.

Í einum sjóði sem ég ætla að sækja um styrk í eru 500 milljónir, fimmhundruð milljónir, bara ef ég fengi svona nokkrar krónur af þessum 500 milljónum þá yrði draugurinn kátur eins og brjálaður bátur.

Það er hins vegar svo margt sem ég á eftir að gera í Kanödu, að ég fæ spenningarhnút í magann!

Núna ætla ég að éta eitthvað og halda svo áfram að pikka og stinga út hugmyndum úr mínum þykka haus inn í mína þunnu tölvu.

sunnudagur, júlí 10, 2005

Hið milda Strandaveður kom í kvöld, við sátum úti á tröppum og drukkum rauðar veigar, á meðan við nutum lognsins í stað roksins ægilega sem hér hefur geisað.

Hef fátt að segja, fylgist lítið með fréttum, drekki mér í alls kyns bókum, tala við ferðamenn,,,sinni herra hröfnum og spái í sjálfa mig. Er egóisti þessa daganna, eða kannski er ég það alla dag? Eldaði kús kús í gær og í dag, merkilegur matur það. Nennti ekki í sund eftir vinnu dag, lagðist strax í mitt bæli og lagði mig.

Keypti moggann í dag, vegna þess að í honum er athyglisverð grein um mann sem er þjóðháttafræðingur plantna, eða ethnobotany. Einmitt hlutur sem Illugaskotta hefur einkar mikinn áhuga á. Vinkona mín kemst sem betur fer á fyrirlestur hans sem verður á miðvikudaginn, þá fæ ég nánari fréttir af þessum frekar áhugaverða manni.

Frí á morgun, hef margt að gera í því. Græja pappíra, pósthúsið, hringja ýmiss símtöl, tína jurtir og rætur, kannski baka brauð og gera þykka súpu úr alls kyns grænmeti. Illugaskotta er hress og dagarnir líða allt of hratt.

föstudagur, júlí 08, 2005

Að sitja hátt uppi á priki eða ljósastaur langt fyrir ofan okkur öll hin fíflin er það sem krummar vilja gera. Einnig vilja þeir éta mikið, leika sér og leggja sig af og til, þá finnst þeim einkar gott að fá gogga og hausnudd. Illugaskotta er ekkert að rugla hérna, fylgist vel með þeim félögum Lærða og Glóa. Þeir eru skemmtilegar skringiskrúfur, sem ég get endalaust fylgst með.

Nú er ekki þurrkur, það er blautt úti. Tók til í herberginu mínu, það er afrek, og setti í þvottavél. Skipulagið er að koma aftur til mín. Laugardagur á morgun, 9. júlí. Það er há sumar.

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Tveir dagar í útivinnu ekki slæmt. Búin að vera að vinna úti í Bjarnarfirði við Kotbýli kuklarans, það var fjör. Skrokkurinn er allur í strengjum, fínt. Það rignir og rignir. Millt og gott veður þó. Vinna um helgina. Á sunnudaginn er Knebelsdagur, en þann 10. júlí 1907, hurfu Þjóðverjarnir Knebel og Rudlof við Öskjuvatn. Þeir fundust aldrei, en sumir segja að þeir sveimi þarna um enn í dag. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafi komið fyrir þá félaga, en aldrei komist á eina niðurstöðu.

Föstudagur til föstu, sagði einhver og datt á höfuðið.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ef allt væri eins og maður vildi hafa það þá myndi maður vilja hafa það öðruvísi.

Illugaskotta varð massa fúl í gær, því grein sem hún skrifaði og átti að birtast 19. júlí í Morgunblaðinu, birtist í gær!!! Hvaða heyksli er það? Ég er fúl út í Morgunblaðið, mér var boðið að skrifa aðra grein, stutta grein þar sem ég gæti vitnað í gömlu greinina mína. Enn þá fúlari við þetta tilboð. Draugurinn eyddi tíma og pælingum í greinina sína sem ber heitið: Landið lifir án okkar en við ekki án þess, hef engan tíma í að skrifa aðra grein. Er að skrifa svo margt annað.

Búin að vinna í dag, er á leið í sund, svo elda mér hamborgara, flaka og taka innan úr fiski, glápa á kassann,,,drekka pilsner, hugsa ekki neitt og vera ekki neitt. Það er ágætt.

mánudagur, júlí 04, 2005

Ferðin var góð suður, hitt mann og annan og miklu meira en það. Það er nú fjör að vera til eða er það ekki?

Súldin liggur hér yfir, nóg var að gera í dag. Hlautbollinn vekur forvitni hjá gestum, Illugaskotta heldur að það hafi ráðist á hana draugur í morgun, en hvað um það. Illugaskotta henntist upp í loftið og gargaði, þegar hurðin að hlautbollaherberginu lokaðist allt í einu af sjálfu sér.

Svona verða draugasögur til.

Það var svo mikil umferð suður, að ég er skil ekkert í því afhverju byggð úti á land sé ekki lögð niður af ríkisstjórninnni. Þá þarf þetta Reykjavíkur lið ekkert að fara út á land, lenda í umferðarhnútum og öllu þessu. Það getur bara verið heima með fellihýsið sitt!!!! Pakkið með hús eitthvað í eftirdragi var margt úti á vegunum í gær.

Það þarf að innleiða aðra ferðamenningu. Ekki hús í rassgatið ferðamenningu!

laugardagur, júlí 02, 2005

Illugaskotta er nú stödd í Reykjavík, á leið í brúðkaup eftir 45 mínútur. Mér var falið það verkefni að búa til brúðarvöndinn, og já það hefur verið höfuðverkur, vegna þess að í honum áttu að vera íslenskar jurtir sem tengjast þjóðtrú og lækningum. Illugaskotta er ekki vel að sér í því hvar jurtir vaxa hér á suðurtánni, þannig að draugurinn er búin að vera á hinum undarlegustu stöðum að leita að jurtum. T.d. í Grasagarðinum, Öskjuhlíðinni, skurðköntum og fleirum undarlegum stöðum sem draugar sveima stundum um á.

En vöndurinn er tilbúinn í honum eru jurtirnar: Burnirót, birki, reynir, maríustakkur, fjalladalafífill og blágresi. Ég veit ekkert hvar ég mun hitta brúðina, en venjulega reddast allt sem tengist mér og Fríðu, vegna þess að við erum hinar ótrúlegu nornir..nú hlæ ég.

Hér sit ég nýgreidd af henni Valdísi Veru snillingi, í bláum síðum kjól...og kann varla að hreyfa mig í þessu. Gaman að klæða sig upp, þetta verður góður dagur.

miðvikudagur, júní 29, 2005

Komin aftur í Strandasýsluna. Ferðalagið var gott, jöklar, fjöll, jökulár, svartir sandar, rollur á stangli og túristar. Mývatnssveit, heim á Blósinn, hitti gott fólk, og skemmti mér hið besta.

Búin að sakna krummanna og það var gaman að sjá þá aftur, enda hafa þeir rifnað í sundur.

Allt gengur vel, Illugaskotta er mjög upptekin þessa dagana í því að pæla í öllu, gjörsamlega öllu, merkilegt allt saman.

þriðjudagur, júní 21, 2005

Illugaskotta hefur skömm á því að ekki sé hægt að sækja um starf sem sendiherra. Heldur er þessu starfi úthlutað til einhverra og all flestir eru þessir einhverjir karlar. Ósanngjarnt og undarlegt allt saman. Ef staðan væri auglýst má segja að alls kyns hæfileikaríkt fólk myndi sækja um.

Þreyttir stjórnmálamenn,, stjórnmálamenn sem ekki er þörf fyrir lengur hér á klakanum, hátt settir embættismenn innan ríkisins og fleiri sem tengjast einhvern veginn inn í í stjórnkerfið fá þessi störf. FÁRANLEGT...og þessu ætti að útrýma úr stjórnsýlunni.

Nú ætla ég að hætta að skammast, það er líka leiðinlegt. Nú ætlar Illugaskotta að vera kát, því hún er að fara í ferðalag á fjöll og líka að fara heim til sín. Kuldinn er ægilegur hér á norðurlandinu, gróðurinn hefur haldið í sér en er rétt tekinn að lifna við.

Þangað til næst sem verður eftir viku, segir haninn:"Hana nú, nú er komið sumar".

mánudagur, júní 20, 2005

Góður dagur í gær, það var nóg að gera á Galdrasýningunni. Illugaskotta leiðsagði fyrir 23 manna þýskan hóp, síðan komu kvikmyndagerðar mennirnir Páll Steingrímsson og Friðþjófur Helgason. Þeir eru að vinna að heimildarmynd um íslenska hrafninn, Jón lærði stóð sig sem hetja og það gerði Glóinn líka.

Síðan æddi Illugaskotta í sund og þegar heim var komið var búið að elda sel. BESTI MATURINN, þetta kjöt bráðnar í munninum á manni. Selur er þannig matreiddur að hann er soðinn í potti og salti bætt út í. Síðan er hann borðaður með soðnum kartöflum, hvítri sósu og rauðvíni ef það er til, annars er það blávatnið. Illugaskotta át eins og besti draugur,,,,smjatt smjatt.....

Kuldaboli ætlar sér að dvelja lengi hér á Ströndum, vona að hann fari að koma sér í frí eitthvert annað.

Hálendið heillar mig til sín, þangað held ég á fimmtudaginn.

sunnudagur, júní 19, 2005

Rok og rigning,,Ísland í dag. Illugaskottu var búið að hlakka til að horfa á spennumynd í sjónvarpinu í gærkveldi, en þegar til kom þá var þetta hin mesta þvæla. Fólk smitaðist af vírus, drapst en svo lifnaði skrokkurinn aftur við, og vildi bara éta annað fólk. Hvernig dettur mönnum í hug að búa til aðra eins þvælu?
Slökkti um 11 og fór snemma í bælið.

Rok er mest svæfandi fyrirbæri sem Illugaskotta veit um. Í dag eru 90 ár síðan konur fengu kosningarétt. Hátíð á Þingvöllum í dag.

Furðuleikar einnig að Sævangi í dag.

föstudagur, júní 17, 2005

Í dag fóru Jón glói og Jón lærði í fyrsta skipti í bað, þeir steinsofnuðu á eftir sem betur fer....hættir að æpa eins ógurlega og venjulega. Bað hrafna gengur út á það að draugar hella yfir þá ísköldu vatni úr blárri fötu, þá verða hrafnarnir ægilega kátir og byrja að þrífa sig.

Nú er það 17. júní og allir eru hressir. Gulrótarkakan ógurlega var bökuð í gær,,og hún situr nú bústin og sælleg inni í ískáp ásamt risstórri skál af þeyttum rjóma. Hef ekki enn þá dýft mér ofan í þessa köku.

Dýrindis steik beið mín þegar ég kom heim, þvílíka snilldin,,grill, salat, rauðvín. Illugaskotta er öfga kát með þetta allt saman. Hér er enn þá kuldaboli á ferð, sumarið í fyrra er ekki hér nú..skyldi engan undra.

fimmtudagur, júní 16, 2005

Skyrslettur, hafa skapað af sér deilur og leiðindi. T.d. sletta krummarnir alltaf á mig skyri, ég verð ekki hrædd eða fúl. Illugaskotta þvær það bara af sér og heldur áfram með daginn. Hvað er annað hægt að gera?

Hálendið er farið að kalla á mig, og Illugaskotta fer þangað brátt. Get ekki beðið eftir að sjá fjöll, jökla, svarta sanda, jökulár. Í straumi alls þá hugsar Illugaskotta oft til fjallsins sem heitir Herðubreið, og til staðar þar sem Hvannir vaxa vel.

Í gærkveldi lagaði ég greinarkornið mitt með hjálp Binnu, hún var hrifin af greininni og ég hlakka til að koma henni frá mér. Hún á að birtast í Morgunblaðinu þann 19. júlí, næstkomandi.

miðvikudagur, júní 15, 2005

Það er ekki enn þá búið að hýða þingmenn,,en kannski virka orð best?

Tveir hvalir aftur úti á firði, að blása. Fuglar í ham, sjaldan sé ég sel, bara séð einn hér á Steingrímsfirði í sumar. Krummarnir vilja láta tala við sig alla daga, þeim leiðist ef þeir fá ekki nóga athygli. 17. júní á föstudaginn, hæ og hó og jibbí jei.

Best að fara í morgunkaffið, morgunmatinn og halda áfram að lesa Híbýli vindanna. Mæli með þeim bókum, grípa hug minn og færa mig aftur til undarlegra og harðra tíma í Íslandssögunni.

þriðjudagur, júní 14, 2005

Illugaskotta leggur til að ríkisstjórnin öll með tölu sé múlbundin úti á Austurvelli, með rassinn út í loftið. Svo má fólk fara í röð og rasskella með gamalli spýtu eða hrís. Hver og einn má rasskella eins oft og hann vill fyrir allt það skilingsleysi sem þessir þingmenn hafa á því sem er að gerast í landinu okkar.

Hana nú, þá yrði kannski stóriðjudraugurinn laminn úr skrokk ríkisstjórnarinnar..og kannski verður lamið í þá vit..nú hlær Illugaskotta efasemdar hlátri.

Illugaskotta þekkir mann sem hefur verið sjálfstæðismaður í um það bil 40 ár. Hann hefur skömm á Framsóknarflokknum, enda segir hann að sá flokkur sé búin að marg svíkja fólkið í landinu að það sé hætt að trúa nokkrum sköpuðum hlut,,þessi sjálfstæðiðmaður er einnig kominn með skömm á Sjálfstæðisflokknum. Þessi Sjálfstæðismaður er fastlega að hugsa um að kjósa Vinstri græna í næstu kosningum, vegna þess að sá flokkur er að berjast fyrir því sem þarf að hlúa að úti á landi. Það vantar jafnvægi á milli landsbyggðar og borgar.

Illugaskotta ætlar aldrei að festa sig í flokk, það væri frábært ef það væri hægt að kjósa menn en ekki flokka.

Kiðlingurinn var að spyrja hvort að agameðferð sú sem beitt var á hrafnana virki á börn og eignmenn. Illugaskotta hefur ekki draugslega hugmynd um það. Hröfnunum var haldið í burtu frá hvorum öðrum og látnir hlýða, ekkert hlustað á möglið og bögglið í þeim. Það virkaði á þá!

mánudagur, júní 13, 2005

Hópnauðgun á Tjörninni, var yfirskrift á einni sjónvarpsfrétta Stöðvar 2 í gærkveldi. Illugaskotta og Siggi Atla störðu á þessa mjög svo undarlegu frétt og voru svo hneyksluð eftir þessa umfjöllun að þau áttu ekki til orð. Í stuttu máli var fréttin sú að andarsteggir á Reykjavíkurtjörn séu víst farnir að stunda hópnauðganir á æðarkollum.

Talað var við mjög svo áhyggjufulla Reykjavíkurmær sem vinnur á Kaffi Iðnó. Hún sagði að kollan hefði öll verið blóðug eftir árás fimm andarsteggja á hana. Síðan sagði þessi mjög svo áhyggjufulla og hneykslaða Reykjavíkurmær, að þetta hefði verið hræðilegt að horfa upp á. Móðir hefði komið niður að tjörninni með barn sitt og hún hefði þurft að taka fyrir augun á barninu vegna hræðilegra aðfara steggjanna að kollunni. Síðan var sagt að dýralæknir nokkur segði að þetta væri óvenjuleg hegðun hjá fugladýrunum.

Jæja segir Illugaskotta nú og dæsir. Afhverju var ekki talað við fuglafræðing í stað dýralæknis? Ég næ ekki upp í nefið á mér, það er hræðilegt þegar fréttamenn fjalla svo ófagmannlega um dýr. Sýn fólks á atferli dýra er í meira lagi undarleg, og að alhæfa um að hér hafi átt sér stað hópnauðgun, er fáranlegt. Ég hef hvað eftir annað orðið vitni að því að atferli dýra sé túlkað á fáranlegann og rangann máta í fjölmiðlum þessa lands.

Getur ekki verið að eitthvað hafi verið að kollunni og þess vegna hafi steggirnir ráðist á hana? Getur ekki verið að hún hafi verið svo vinsæl að sá sterkasti vinni hana og fær hana sem sína ektakollu?

Illugaskotta hvetur þá sem eru svona ægilega hræddir við dýraríkið að lesa um dýr, fara út fyrir bæinn og fylgjast með þeim, upplifa, sjá og skilja þau. Úfff,,Illugaskotta er einnig mjög leið yfir þessari frétt, hér kemur fram skilingsleysi, fordómar og fáfræði á náttúrunni hjá mörgum aðilum.

Jæja best að koma sér í moldarfötin, er að fara að moka mold í hjólbörur og keyra hér í grænmetiskassana sem eru í garðinum hér við Sæberg. Það eru smá skúrir úti, logn og yndislegt veður. Illugaskotta ætlar ekki að voga sér að hugsa út í hópnauðganir andarsteggja í bili að minnsta kosti.

Gaggalagú sagði haninn og velti sér á bakið, því hann hló svo mikið af heimsku mannanna.

sunnudagur, júní 12, 2005

Sunnudagur til suðurs!

Himbrimar, lómar, kríur, æðarfugl, sandlóur, álftarpar, lóa og brjálaður tjaldur eru þeir fuglar sem helst verða á leið minni á morgnana. Engan örn hef ég séð í sumar. Nóg að gera á Galdrasýningunni, og margt er þar í bígerð. Krummarnir hættu smá saman að æpa í gær, eftir að tveir einstaklingar tóku þá í agaþjálfun í því að þegja! Kötturinn lætur sjá sig hér í Sæbergi, er víst að eigin sögn fluttur inn. Hann er hættur að væla undarlega.

laugardagur, júní 11, 2005

Það var frétt í útvarpsfréttum í dag, að örn hefði tekið lamb hér fyrir vestan. Núna þegar arnarstofninn er að styrkjast, þá verður meira vart við örn. Það er nú þannig að örninn hefur alveg jafn mikinn rétt og við mennirnir að lifa, koma afkvæmum sínum á fót, éta og vera til. Hefur maðurinn allan rétt að verja sitt, sinn æðarfugl, sín lömb og á örninn engan rétt?

Illugaskotta ætlar að taka upp hanskann fyrir örninn, vegna þess að fáir gera það. Örninn er kraftmikill og fallegur fugl sem við ættum að vera stollt af. Illugaskotta skal verja hann með kjafti og klóm, hún getur farið út í sjoppu étið eins og svín, t.d. svín, lömb eða naut á meðan örninn étur eitthvað annað sem hann tekur frjálsum klóm. Að fordæma lífsferli eins kraftmikils dýrs er eitthvað sem Illugaskotta hefur ekki mikið álit á. Hana nú sagði hænan þegar hún lagðist á bakið!!!

Sumir hafa orðið hræddir eftir þessar fréttir um að líklega geti ernir einnig tekið börn. Það er af og frá að svo fari, og vil ég biðja alla sem halda það að slaka nú aðeins á, og lesa sér vel til um örninn í hinum ýmsu fuglavísum sem til eru hér á landi.
Púfff,,úfff,,húffffff...heyrðist úti á flóa í morgun. Undarleg hljóð hugsaði ég þar sem ég lallaði í mínum göngutúr. Horfði út á flóann og sá ekki neitt. Kannski var þetta einhver vél hinu megin við flóann. Nei, þetta er eitthvað annað. Svo sá Illugaskotta hvað þetta var, tveir hvalir að fnæsa og blása úti á firði. Strókarnir stóðu upp í loftið. Merkilega skemmtilegt að fylgjast með þessum dýrum.

Sólin skein í morgun, nú er að verða skýjað. Það virðast vera hátíðir út um allt land í sumar. Hin og þessi bæjarhátíðin er orðin fastur liður í sumarpakkanum stóra sem allir taka þátt í að einhverju leyti. Hér á Hólmavík verða það Hamingjudagar. Á Blönduósi er Matur og menning orðin fastur liður. Ekkert nema gott um þessar hátíðir að segja. Svo eru alltaf búin til sönglög fyrir hverja hátíð. Kannski ættu þessi bæjarfélög að fara í söngvalagakeppni sín á milli?

Draugurinn er á leiðinni í vinnuna. Það er fjör. Hef ógnar gaman af því að segja fólki frá göldrum og galdrafárinu, þótt þetta hafi verið dökkir tíma, þá er áhugavert og gaman að fræða fólk. Hér kemur alhæfing:" Allar sögur eiga rétt á því að vera sagðar". Eða hvað?

föstudagur, júní 10, 2005

Ferðamenn eru farnir að láta sjá sig, gaman. Svavar, Pálína og Dagbjört komu til Hólmavíkur í kvöld. Þau voru að keyra Tröllatunguheiðina í fyrsta skipti og fannst það fjör.

Fátt að frétta, draugurinn er algjör haugur, þótt hann fari í göngutúra snemma hvern morgunn, éti hollt og allt það. Þá er bara haugur í draugnum. Allt er fínt, en já draugurinn ætlar að viðurkenna eitt. Hann er dauð dauð þreyttur og kann illa að slaka á, því það er ekki til í eðli draugsins. Þetta kemur allt segja Glóarnir,,,já ef maður gæti nú öskrað stanslaust í 8 klukkustundir, þá myndir draugurinn kalla sig góðann.. En það gera krummarnir okkar,,þeir bara standa á öskrinu.

Illugaskotta ætlar bara að láta þetta sumar líða, síðan verður hægt að ákveða eitthvað með framtíðina. Get ekki tekið ákvarðanir núna, æ mig auma!!! Nú hlær marbendill. Eitt alsherjar rugl út í eitt þetta blogg.