laugardagur, janúar 08, 2005

Davíð fær þá einkunn hjá Illugaskottu að vera mesti orðsnillingur landsins og einnig fær hann orðuna fyrir að vera besti blekkingarmeistari sögunnar!

Davíð Oddsson sagði að það væri allt tóm vitleysa að Íslendingar séu þátttakendur í stríði og íslensk stjórnvöld hafi hvorki vald né vilja til að senda menn til ófriðarsvæða gegn þeirra vilja. Íslensk stjórnvöld hefðu hins vegar lýst þeirri pólitísku skoðun og samþykki að fá fram með valdi það sem ekki fékkst án þess. „Það má vel deila um þá afstöðu. En menn eiga þá að deila um rétta hluti og ekki halda því fram að Íslendingar hafi ákveðið að taka þátt í stríðinu," sagði Davíð.

Davíð og Halldór samþykktu þetta stríð. Við berum ábyrgð á morðum sem eiga sér þarna stað hvern einasta dag, vegna geðþótta ákvarðanna Davíðs og Halldórs. Viðbjóður!!!Ég læt aldrei blekkjast af hans orðum eða neins annarrs.

fimmtudagur, janúar 06, 2005

84% þjóðarinnar vill ekki vera á lista yfir hinar staðföstu þjóðir. Davíð og Halldór tjá sig ekki um úrslit þessarar könnunar Gallups. Líklega eru þeir að reyna að finna eitthvað gott til þess að blekka þjóðina með eina ferðina enn.

Einn vinur minn vill að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson verði flengdir opinberlega á Austurvelli með hrísi, fyrir það að draga þjóðina með sér í þetta viðbjóðar svað sem stríðið í Írak er, og einnig fyrir það að standa fyrir því að framkvæmdirnar við Kárahnjúka voru samþykktar. Þessi vinur minn segir að þessir menn beri ábyrgð á þessum tveimur hræðilegu málum, sem munu standa upp úr í sögunni seinna meir, fyrir að vera ein af mestu mistökum sem stjórnmálamenn hafa gert.

Í dag las ég í Fréttablaðinu að Þjóðarhreyfingin er búin að safna fyrir yfirlýsingu í New York Times,um að innrásin í Írak hafi ekki verið samþykkt af íslensku þjóðinni.

Þarna var Bragi Ólafsson að skunda framhjá mér á fund með fullt af Japönum, sem dást af vetnishugmyndum þessa íslenska snillings. Heilu haugarnir af Japönum.....

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Göngutúrar, hundar, hestar og menn. Gúllas, gott brauð og góðar samræður.

Ég hef fátt að segja, er að spá í hvaða dag ég eigi að fara til Canada, veit það ekki. Er að spá í hvað ég muni vinna við í framtíðinni, veit það ekki og allt þetta ég veit það ekki er frábært.

Mig langar að eiga heima einhvers staðar, hafa vinnu, eiga hund og góðan reiðhest. Þetta kemur allt einhvern tímann.

Ég laug að Jóni Jónssyni fyrir jólin þegar ég sagði að ritgerðin væri búin,,ég er alltaf að breyta og laga, og bæta við og allt það....þetta klárast á réttum tíma.

sunnudagur, janúar 02, 2005

Einu sinni hélt ég að góður vinur minn sem er breti og heitir Hugh,,,héti Hugh Heffner. Svo bauð ég Hugh Heffner í mat, og sagði Röggu vinkonu að hann héti Hugh Heffner. Hún hló ægilega,,ég Illugaskotta áttaði mig alls ekki á því, hvað væri svona fyndið. Svo fórum við öll út á kaffihús, og þá spurði ég hann Hugh, hvert eftirnafn hans væri svona bara til að vera viss. Þá er eftirnafn hans alls ekki Heffner, heldur Tuffen.

Hugh Heffner er hinn frægi klámkóngur, sem ég hef ekkert vit á, og Ragga varð bara fúl út í mig fyrir að segja henni að hann héti Heffner, því hún var búin að segja öllum vinum sínum að einn vinur minn héti alveg eins og klámkóngurinn frægi. En Illugaskotta hafði bara ákveðið það í sínum litla kolli að þetta væri hans nafn.

En það fynda var hins vega að ég hafði einu sinni leitað hans út um allt á einhverri rannsóknarstofu hérna í bænum, undir því nafni að hann héti Hugh Heffner. Vísindamennirnir á rannsóknarstofunum horfðu á mig með undrunarsvip og sögðust aldrei hafa hitt neinn Heffner...humm...hvaða þverhausar eru þetta hugsaði Illugaskotta. Hann er víst hérna....og svo fann ég hann á einhverri rikugri skrifstofu.

Svona var nú það. Ég vil óska ykkur gleðilegs árs, gömlu félagar og aðrir sem ég þekki ekki baun í saun. Einnig vil ég senda vini mínum í Prag hressar kveðjur, með þeim skilaboðum, að hlutirnir geta alltaf verið verri en þeir eru, og skál í bottom.