fimmtudagur, desember 01, 2005

Eftir átta daga má ég ekki keyra lengur hér í þessu Kanödulandi, jamms bara þrír mánuðir. Þarf að hafa samband við eitthvað sem kallast International Drivers. Í starfi mínu í að þvælast um með Gary þá hitti ég margt fólk, ég sit endalausa fundi um réttindi indjána, auðlindir þeirra, kosningar, lög, og fleira. En já sat einn fund í morgun um Nýtingu skógarins, og þeir eru snillingar þetta stórfyrirtæki Tembec, sem hakkar í sig skóginn sem er hér. Þeir vinna 24 stundir á sólarhring, en þessi gaur fékk að heyra það frá Gary. Gary hakkaði hann í sig, sagði að stórfyrirtækin yrðu að fara að hugsa um að það sé fólk sem búi í þessu landi, að hér sé margt í húfi annað en peningar.

Eins og til dæmis heilnæmt loft, vatn, búsvæði dýra væru í hættu, einnig veiðilendur þeirra sem hafa veitt hér í nokkrar aldir, þær fara undir það sem er klippt í burtu af trjám, þau eru gjörsamlega klippt í burtu, en þeir sá nýjum trjám segja þeir. Þeim er sama hverjum þeir borga peninga svo lengi sem þeir fá að saga niður tré sagði gaurinn. En núna borga þeir Manitoba fyrir að saga niður tré í stað þess að borga Frumbyggjum fyrir þær auðlindir sem eru teknar frá þeim. En þar geta frumbyggjar kennt sjálfum sér um, þeir sváfu á verðinum, Ríkisstjórnir elska stórfyrirtæki, og öfugt.

Sjáið bara það sem er að gerast á Íslandi, Alcoa og okkar íslenska ríkisstjórn eiga sama sveittar nætur og daga í einni sæng. Hver tapar og hver græðir þegar landið er arðrænt?...ekki erfið spurnig.

Stórfyrirtækin græða, landið tapar, fólkið í landinu tapar, heilnæmt loft tapar, heilnæmt vatn tapar, dýrin tapa, við missum jurtir sem innihalda lækningamátt. Ég meina, stórfyritæki hugsa bara um dollarann, annað er skítt! En hvernig verður það þegar við eigum ekki lengur hreint loft eða vatn, mun dollarinn bjarga okkur þá?

Jæja áfram með smjörið og róa sig,,,um miðjan desember verður svo Work shop, vinnustofa!,,,með Elders, en það er gamla fólkið hér kallað. Þessi Work Shop verður í tvo daga, settar eru fram 12 spurningar sem snerta á matarhefðum hvernig þær hafa breyst, vatnsnýtingu, vatnsgæðum,loftgæðum og hvaða breytingar þetta fólk hefur séð í umhverfinu sínu og afhverju það telji að þessar breytingar eigi sér stað. Gamla fólkið fær borgað fyrir að sitja fundinn hver og einn fær 400$ dollara fyrir að deila þekkingu sinni og reynslu með öðrum. 400 dollarar eru um það bil 20 þúsund krónur, sem koma sér vel fyrir það eldri sem eru flestir bláfátækir en búa yfir óendanlega djúpum viskubrunni, sem ætti að nýtast komandi kynslóðum ef þessar þekkingu er komið á framfæri.Þetta er sérstaklega mikilvægt og öðruvísi en heima á Íslandi, hér er fólkið borgað fyrir að koma á fundi, og það er alltaf rosalega flottur matur á hverjum fundi. Þetta er mikilvægt finnst mér.

Þessi vinnustofa verður haldin hér í Hollow Water, þetta er lokuð vinnustofa engnir aðilar frá stórfyrirtækjum fá að koma inn, þetta er einungis fyrir samfélagið fyrst um sinn. Illugaskotta er komin með smá starf á þessari vinnustofu hún á að vera Facillitator, hvað sem það nú er! Nú hlæ ég,,mér var boðið þetta starf í gær, ég spurði bara hvort að Facillitator væri einhver sem ætti að stjórna!,,,,nei nei,,það er einhver sem heldur utan um hópinn, passar að halda honum inni á réttum umræðum. Svo umræðurnar fari ekki fyrir ofan garð og neðan. Vona að þessir gömlu fari ekki bara að tala endalaust Ojibway, þá er Illugaskotta í djúpum kúk, kann nokkur orð í Ojibway og þau gagnast sko ekki á fundum. Ég vona líka að ég þurfi ekki að skrifa margt upp á töflu en þarf þess líklega, en oft skrifa ég ægilegar stafsetningarvillur í enskunni,,,þetta verður fjör.

Jæja, já. Ég borða mikið af elgskjöti, fisk, grænmeti, og hef það barasta ágætt, stundum er ekkert gaman en oftast er mjög gaman. Ég er komin með smá þörf að rölta á kaffihús og vera í friði, en það er ekki óframkvæmanlegt.

Menn eru farnir að leggja net í gegnum ísinn á Winnipeg vatni, áinn hér er orðin gaddfreðin, og brátt fer ég að fara í ferðalög hér um svæðið á snjósleða. Bestu kveðjur heim, Björkin.