laugardagur, apríl 23, 2005

Illugaskotta fór til læknis á mánudaginn seinasta,,,heimilislæknirinn var í fríi, þannig að hún fékk afleysingar gaur í staðinn. Hann var nú meiri maðurinn. Hátt kólestról er í ættinni minni, þannig að ég bað hann um beiðni fyrir blóðprufu til að vita hvar ég stæði. Maðurinn tók þá upp á því að vera ofsa klár og mikill spekingur og sagði við mig:" Það er nú bara staðreynd að við deyjum öll einhvern tímann, annað hvort úr krabbameini eða hjartasjúkdómum". Illugaskotta var svo sybbin og sljó að hún sagði bara "já"....í staðinn fyrir að segja" Afhverju ert þú ekki að vinna á bensínstöð.

Sem sagt en fékk beiðnina og hef mikið hugsað um orð þessa manns. Afhverju er svona fólk að taka að sér að vera læknir,,?,,,ef það hugsar sem svo að við drepumst öll hvort sem er. Illugskotta er ekki sátt við svona framkomu, auðvitað drepumst við öll, en það er ekki þar með sagt að maður eigi ekki að hugsa um líkamann á sér.

Annars er logn á miðunum, ég er lennt hér á þessu landi, er að vinna í ritgerðinni, vorið er komið, fuglarnir syngja hátt og ég hlakka til að flytja á Strandirnar. Það gengur ekkert að selja gamla Rauð, jeppann minn. Í kvöld fer ég í veislu á Nasa, 30 ára afmæli...það verður fjör. Vonandi kemst djamm djöfulinn ekki í glasið mitt.

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt SUMAR!!!!.

Mikið er ég kát að veturinn er á enda og að sumarið góða sé farið að láta í sér heyra, fuglar garga hér og þar. Fríða og Eydís vinkonur mínar sem búa í Danmörku eru komnar með börn sem ég hef aldrei séð, það finnst Illugaskottu meira en undarlegt og fattar varla að þessar kellingar eigi þessi börn, kannski stálu þær bara myndum af þeim á netinu,,og eru bara að plata mig að þær eigi þessi börn....ætla aðeins að huxa þetta með stóru exi.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Í dag er sólin hress, ég er búin að vera að flandrast um bókasöfnin og búin að lenda þar í ófáum endurteknum ævintýrum, alltaf það sama sem ég lendi í og alltaf sömu lausnirnar.

Þessu bókasafnslífi fer að ljúka þann 13. maí. Það er dagur lífs míns þetta árið, þá skila ég fjórum eintökum af ritgerðinni minni og mun krækja mér í enn eina gráðuna, M.A próf í umhverfisfræðum, ofan á B.A gráðu í þjóðfræðum, en margt annað sem ég kann en hef aldrei fengið staðfest að ég kunni, bréflega séð. Ég kann t.d. að baka fjallagrasabrauð og búa til skyr,,,einnig kann ég að skipta um dekk, olíu og olíusíu,,,og ótal margt fleira sem ég kann, sem margir aðrir kunna einnig, t.d. kann ég líka að galdra,,,,það kunna ekki margir.

Blue wolf woman, er komin með annað indjána nafn, þetta er nú undarlegt, nú hef ég tvö nöfn frá þeim, hitt nafnið er Míkwamí Íkwe, eða Ískonan,,þessi heimur þeirra heillar mig meira og meira, eftir því sem ég læri og skil meir út á hvað menning þeirra og siðir ganga út á. Illugskotta flytur einnig út til Canödu í haust til indjánanna, í óakveðin tíma, mörg verkefni í bígerð, vonandi gengur þetta allt upp.

Í kvöld er mér boðið í grill,,,,bestu kv og gleðilegt sumar til ykkar allra. Ps. þetta vor er svo miklu betra en vorið í fyrra. Stundum þarf maður að ganga í gegnum erfiða og leiðinlega hluti til að komast yfir í góðu og fjörugu hlutina.

mánudagur, apríl 18, 2005

Reykjavík, er að skoða bíla. Þessir bílasalar láta ganga á eftir sér með heilu torfurnar í skónum. Andstyggilegir það verð ég að segja, er að borða heimatilbúið skyr, með heimatilbúnum rjóma og heimatilbúinni bláberjasultu ofan á. Svona á maður að borða og lifa.

Er að fara að versla mér Steinbít, elda hann og éta, síðan ætla ég í bíó með vini mínum. Síðan fundur á morgun....úfff....best að taka því.
Illugaskotta varð netta hissa og mjög ánægð með að sjá þessar fínu kveðjur til sín sem komu inn á vefinn strandir.is.

Takk fyrir þetta snillingar...er komin til Reykjavíkur, margt í kassanum.

Björk Bjarnadóttir Strandamaður og Húnvetningur og sitthvað fleira fær líka kveðjur í dag:


Björk Bjarnadóttir Illugaskotta á afmæli í dag. Til hamingju með daginn og velkomin aftur á skerið. Hólmavík er ennþá á sínum stað. Kveðja frá bláókunnugu fólki á Höfðagötunni.


Björk, hjartanlega til hamingju með daginn. Sjáumst sem fyrst. Jón og fjölskylda á Kirkjubóli.


Til hamingju með árin þín þrjátíu og eitt, þú fóstra allra hrafna. Galdramenn á Ströndum.

Til hamingju með daginn indíánakelling, Hlakka til að sjá þig. Galdranornin á Höfðagötu 7.