föstudagur, nóvember 28, 2003

Gaman, gaman,,,,þetta er búið. Allt gekk vel. Þarf núna bara að pakka fyrir sveitaferðina. Sól og kallt úti,,en logn. Bestu kveðjur þar til eftir helgi.

Á eftir að taka fullt af ljósmyndum,,,muna það... Deb frá Bangladesh gaf mér rosalega flotta hárspennu sem er gerð úr skeljum, spenna frá Bangladesh. Ég gaf honum harðfisk í gær með mér. Ég er alltaf velkomin í heimsókn til hans og einnig til Indlands,,,,ég mun fara.

Þá koma fleiri sögur.
klukkan er 745 um morgun. Vaknaði snemma til að senda póst til Íslands, skýrsluna mína fyrir sumarið 2003.

Er að fara í skólann til að æfa fyrirlesturinn einu sinni enn, svo byrjar þetta kl 930. Og verð búin með minn hlut um klukkan 10.

Allt breyttist, ég fer loksins út í sveit. Ætla að sleppa mat og öllu, bara fara út í sveit með Roselle. Við leggjum að stað klukkan 18, þá eruð þið að fara að sofa eða djamma þarna á Íslandi.

Farin út. nú er gaman.

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Um þetta leyti á morgun er ég frjáls!!!! Jú hú....nóg að gera, partý annað kvöld, matarboð á laugardaginn, risa morgunmatur á flottasta hóteli borgarinnar með meðleigjandanum og vonandi kemst ég líka í bíó þá.

Það er búið að auglýsa fyrirlesturinn minn út um allan háskólann,,,,ég er ekki að gera mér grein fyrir því hvað það gætu komið margir...kannski bara 1 eða 50 manns,,,engin veit.

Þetta verður spennandi,,,,ég mun sem sagt tala um sjálfan mig,,,nú já var beðin um það,,,það verður ein alsherjar lofræða, svo á ég að tala um bókina mína,,,og svo ætla ég að einbeita mér að því að fjalla um hin íslensku skrímsli og hina íslensku drauga.

Bestu kveðjur,,,frá Illugaskottu sem er að fara út í langan göngutúr og í hópavinnu sem er sko í 40 mín,,göngu fjarlægð frá húsinu mínu. Það eru um það bil 2.8 km myndi ég segja.
Sá á mbl.is að rammaáætlun er komin út. Auðvitað er Jökulsá á Fjöllum þar inni og Landmannalaugarsvæðið. En Landmannalaugarsvæðið er alltaf kallað Torfajökulssvæðið, því almúginn í landinu veit ekkert hvar Torfajökulsvæðið er. Og það vita þeir sem eru að gera þessa skýrslu og nota það óspart.

Jæja þá,,,þá eru sem sagt dauðadómur Dettisfoss og fleiri fossa í Jökulsá kominn fram á sjónarsviðið. Einnig er dauðadómur kveðinn upp yfir Landmannalaugarsvæðinu sem er það svæði sem hvað flestir koma á sem koma á hálendið. Ég skil ekki þessa virkjana greddu í stjórnvöldum Þau eru huglaus og duglaus. Vilja bara fara í verklegar framkvæmdir,,,en láta hugvit eiga sig. Allar milljónirnar sem fóru í þessar rannsóknir. Ég er orðlaus.

Hvað með að láta eitthvað af þessum peningum frerkar til annarar atvinnuuppbyggingar sem kallar á fólk í meira uppbyggjandi störf fyrir landið?????

O dæs,,,ég er alveg óhress með stjórnvöld og þeirra stefnu í orkumálum og hvað þau sniðganga þá sem eru að gera góð verk,,,þá vil ég benda á Galdrasýningu á Ströndum bara dæmi af mörgum öðrum dæmum. Hvað eru 7 milljónir miðað við 255 milljónir!!!! Þetta er klikkun.

Ég vil að stjórnvöld fari að horfa meira á einstaklinginn og hans krafta og hans sköpun. Ekki á þetta djöfulsins iðnaðarkjaftæði endalaust.

Nú er ég fúl,,,enda ekki búin að fá mér morgunmatinn. Best að grilla beyglu og beyglast við það að koma mér í gott skap.
Geisp sofnaði, einum of erfitt fyrir mig að vinna á kvöldin í hópaverkefni,,,vinn best á morgnana.

Birnir eru ógn við fólk í sumum bæjum í Canödu. Ráðast í ruslið og á fólk. Þannig að það er farið að skjóta þá niður inní bæjum.

Quebeq þar eru þeir að setja upp beitur,,kleinuhringi, og svo skjóta niður birnina. Þetta er orðið mál sem allir eru fúlir yfir. Það eigi ekki að leyfa veiðar inni í bæjum. Jæja farin á fund.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Allt of mikið í boði,,verð eins og krakki í sælgætisbúð, ég vil allt. Get ekki valið hvað ég skuli gera. Nú þarf ég að verða útsjónarsöm og hugsa vel. Hugsa og pæla veit ekki hvað ég á að gera. Skrattans helvíti..get ekki sagt ykkur hvað þetta er. Bara mál sem snertir lokaverkefnið mitt.

Hugsa og pæla,,,meira hópaverkefni í kvöld. Ætlum á skauta á morgun. Það verður gaman. Þurr í augunum, of mikil linsu notkun það verð ég að segja. Úlfar inni í tölvunni minni. Spanngóla. ætla að leggja mig aðeins

Verið að frumsýna bíómyndina Timeline, las þessa bók þegar ég var að vinna í Landmannalaugum um vetur. Þetta er ein sú skemmtilegasta vísindaskáldsaga sem ég hef lesið. Vissi að mynd sem yrði gerði eftir henni yrði snilld,,á bara eftir að sjá hana
klukkan er 1:15 um nótt en fólkið er að skríða af stað á Íslandi 7 um morgun.

Ég var að koma frá hópavinnu fundi. Við fórum að fá okkur að borða og það var fyndið. Barþjóninn þjónustaði okkur með matinn en við vorum 2 þarna á risastórum veitingarstað. Barþjóninnn settist hjá okkur og byrjaði svona rosalega að daðra við Illugaskottu og Carrie-Anne,,,Illugaskottu varð ekki sama, kann ekkert á daður og allt sem því fylgir. svo hætti hann ekkert þessu og hélt áfram að daðra. Jæja þetta var farið að vera vandræðalegt. Illugaskotta kunni ekkert á þetta allt. Naut þess bara að éta sinn uppáhalds mat, burritos með osti og grænmeti, og drekka sitt kók úr glasi á fæti.
Svo beindi hann öllu daðrinu á Illugskottu. Sem fór í kerfi og fattaði ekkert þessi skilaboð. Hann var alltaf að koma til að bæta í glösin og segja eitthvað.

Jæja svo vorum við að fara og Illugaskotta hélt að þetta væri nú búið,,maturinn var frábær og einnig þjónustan,,en óvenjuleg þjónusta þó. Þá tók hann í hendina á Illugaskottu,,,hélt fast, horfa í augu allt þetta kjaftæði,,og sagðist vilja að hún kæmi aftur og hann myndi leita að henni. HVAÐ ER ÞETTA!!!???? Var Illugaskotta í gamanmynd eða grín leikriti... Fai Fai var líka komin á svæðið hin vinkona mín,,,hún og Carrie-Anne sátu og horfðu á gjörsamlega agndofa. Þar sem barþjóninn hélt lengi og fast í hendi Illugaskottu. Illugaskotta barðist við að rífa hendina til sín en ákvað að hegða sér og vera ekki dónaleg.

Svo fór hann og þá var farið að flissa og svo var hlegið...við görguðum af hlátri....já þessi estrogen og testosteron eru rosaleg!!! Ha gott fólk!!! Þetta var fyndið svo fyndið og sérstaklega vegna þess að Illugaskotta gerði ekki neitt nema vera bara þarna en hann gjörsamlega fríkaði.

Södd, líður vel eftir góða hópavinnu og gott kvöld úti að borða Burritos..ps þetta er í annað skipti sem ég og Carrie Anne förum þarna,,og kaupum okkur það sama að borða...

Góða nótt




Kvef og þótt ég taki lýsi!!! Mig vantar ýsu, rúgbrauð, kartöflur úr kartöflugarðinum heima á Blönduósi og íslenskt vatn!!! svo fá mér kaffi og mjólkurkex í eftirrétt og hlusta á fréttirnar í hádeginu. Einhver draumsýn sem veldur því að ég sé þetta í hyllingum. Furðulegt

Fékk bréf í dag og set það hér inn því Illugaskotta varð kát með það, alltaf gaman að vita að fólk er að lesa bloggið mitt.

Sæl og blessuð.
Mig langaði bara aðeins til að segja þér að ég hef mikla ánægju af því að lesa bloggið þitt. Ég fylgist sem sagt óreglulega með síðunni svona aðra hverja viku sem ég er að vinna. Ég er sem sagt vistarvörður hér á heimavistinni á Hvanneyri. Við sátum gegnt hvor annarri í afmælinu hjá henni Ásdísi (Snúllu) í vor.
Sem sagt ég er í skóla eins og þú en þarf bara að lesa enskar bækur en ekki segja frá þeim eða taka próf á því tungumáli. sem betur fer það yrði ekki mikið úr mér þá!!!
Vonandi gengur allt vel hjá þér í framtíðinni.
Bestu kveðjur,
Hafdís.


Þeir sem ekki vita þá er Ásdís mamma hans Jóns Strandamanns. Ég og Ásdís eigum afmæli sama dag, og það var frábært að fara í afmælið hennar. Ótrúlega stór og skemmtileg veisla. Eins og það hafi gerst í gær, en það var 16.apríl.

Að sögn Adda og Jóns þá erum við líkar í háttum, en læt það liggja milli hluta á hvern hátt.

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Þriðjudagur. Lestur um East Shore Wilderness area. Sem ég og minn hópur verðum með fyrirlestur um. Það snjóar og ég hef lítið að segja.

Er að fá kvef. Kitlar í nefið, langar að hnerra en get það ekki. Át beyglu í morgunmat með smurosti, gúrku, tómötum, cheddar osti,,og nescafe með,,,svona mokka nescafé.

Margt að gerast og hlakka til næstu viku. Þá fara til Gimli og um helgina þar á eftir fara til Hollow Water og búa þar yfir helgina. Taka viðtöl og eitthvað skemmtilegt indíána stuff. Gott að vera hér í höllinni minni. Hef komist að því að maður á ekki að búa stórt. Eitt herbergi með sítengingu, rúmi,,bókahillum og bókum er nóg fyrir mig.

bless frá Björkinni.

mánudagur, nóvember 24, 2003

Úffffff,,,,,þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Segi ekki annað. Mætti í skólann snemma,,,fékk að svitna og bíða eftir að vera með fyrirlestur. Svo var allt í einu komið að mér. Ég var frekar róleg, þar til ég týndi einni glærunni og ruglaðist á línum. En allt fór vel. Svo sagði ég þjóðsögu í endann af Kiðhús sem segir frá hvernig fléttur og skófir urðu til. Bekkurinn veltist um af hlátri því ég skreytti söguna svoldið og breytti, til að hún myndi passa fyrir hópinn.

En þau eru þarna að príla upp stigann kallinn og kellingin með graut fyrir Maríu mey,,,,,,,,og svo bara falla þau til jarðar. Og fléttur og skófir í dag, eru heilasletturnar úr þeim og grauturinn sem hún María mey átti að fá. En þau sem sagt duttu til jarðar því kallinn horfði of mikið upp undir pilsið á kellingunni. Honum byrjaði að svima, jú víst vegna þess að þau voru komin hátt upp stigann,,eða kannski vegna þess að hann glápti svo mikið....og þau drápust. En við höfum fléttur og skófir,,mikið er ég ánægð. En ruglingslegur texti,,,enda er ég frekar rugluð í dag.

Er syfjuð og ætla að búa til stóran kvöldmat.

Hérna eru skilaboð frá vísindamönnum sem hafa verið að rannsaka norðurskaut jarðar.

The planet is in big trouble, what happens to the planet happens first for the Artic

Þessi hræðslu áróður gerir mig pirraða. Auðvitað eru einhverjar breytingar í veðrinu en það er erfitt að segja afhverju. Bæði breytingar sem tengjast náttúrunni og athöfnun manna. En ísinn er að hverfa hratt og bæði fólk og dýr á norðurheimskautinu hafa þurft að breyta lífsmynstri sínu. Erfitt að fara um þegar lítið er um ís og erfitt að veiða sel á ís,,,þegar það er ekki ís.

Eitthvað er að gerast, en hvað er þetta eitthvað? og afhverju eru þessar breytingar? Því getur enginn svarað.
Í sumar setti ég upp skilti með Vegagerðinni á Húsavík. Skilti fyrir Herðubreiðarfriðland, fyrir Öskju og fyrir Hvannalindir. Í tveimur af þessum skiltum eru villur. Það er óþolandi að það séu villur í textum og rangfærslur.

Er að fara í skólann eftir hálftíma. Nú verður gaman.
Ég hef ekki verið svona södd síða á jólunum í fyrra!!!! mig langar til þess að deyja úr alsælu...... grænmetislasagnea frá Kareni er guðdómlegur matur. sá besti sem ég hef smakkað síðan ég kom hingað...og hin ægileg framsaga er á morgun. ælta að líta á þetta sem einn andskotans alsherjar helvítis brandara..sem það og er. en verð samt að viðurkenna að mér kvíður fyrir...þegar ég fæ fræðilegar spurningar á klikkaðri ensku þá verð ég ægilega stressuð..... en mun skrifa á morgun um það hvernig gekk

Fékk frábæra hugmynd í dag. Var að tala við Roselle í dag. Hún var alveg gáttuð á því að ég væri ekki búin að fara upp til Gimli. Sem sagt, ég ætla að fá lánaða videomyndavél frá NRI, þar sem ég er við nám og gera heimildarmynd af minni fyrstu heimsókn til Gimli. Fara í heimsókn til konu sem þegar hefur gefið mér símanúmerið sitt, fara á elliheimililið og í fleiri heimsóknir. Þetta á eftir að verða mjög skemmtilegt. Vá ein og hálf rauðvínsflaska í kvöld. Heilinn á mér er dofinnnnnnnnn.,,,maginn er fullur og ég ropa eins og andskotinn.

Bestu kveðjur frá Björk Bjarnadóttur Kanödu búa....sem skilur ekkert í bankamálum Ísalandsins bláa..

sunnudagur, nóvember 23, 2003

Kuldinn er fínn og mikill í dag. Kuldaboli á heima í Manitoba yfir veturinn og hefur gleymt að Ísland er til.

Manju er orðin brjálaður, foreldrar hans hringdu í hann í gær,,,foreldrar hans vilja fá hann til Indlands,,svo hringdi víst kærastan hans í hann líka hún er við nám í usa,,og hann sagðist hafa öskrað á hana. Hann er orðin brjálaður út af skólanum....kenning Illugskottu eða bara öllu hinu bullinu líka...

Við munum skemmta okkur vel eftir 5 daga,,,,fimmmmmm daga!!!!!
Þvottavélin át uppáhalds hanklæðið mitt!!!! Reif það og tætti, gamla góða mynda handklæðið mitt,,,Illugaskotta er ekki hress með það.

Þvottavélarnar hérna eru einum of brjálaðar og árásargjarnar,,,minna mig á grimmar manneskjur. Hlífa engu og bara tæta þetta í sig. Mér kvíður alltaf fyrir því að sjá fötin mín koma úr þvottavélinni,,,þau eru öll eitthvað að slitna í vélinni, enda þvæ ég sjaldan.

Annað skrítið það sem ég hef verið að upplifa er það að þegar ég fer í sund þá fer liðið ekki í sturtu áður en það fer í pollinn. Og ef það fer í sturtu þá er það í sundfötunum. Einnig eftir sund þá þvo kellurnar sér í sundbolunum!!! og líta á mig sem hinn mesta dóna að vera ekki í sundfötum þegar ég er í sturtu. Gefa mér svona augnatillit sem þýðir,,,,"þú ert dóni". en ég held bara áfram að vera dóni,,og gef ekkert eftir.

Asnaðist til að hlusta á RÚV fréttir þegar Dabbi var að þenja sig yfir því að hann hefði nú tekið út 400.000 þúsund krónur....

MÉR ER SPURN. Þetta er það sem sjálfstæðisflokkurinn vildi, einkavæðingu. HVAÐ ER ÞESSI KALL AÐ BAULA!!!! Þetta er hans flokki að kenna,,hans flokkur ruddi brautina fyrir svindlið og spillinguna sem umvefur íslenskt peningasamfélag í dag. Hana nú!!!!

Svo á maður ekki að æsa sig yfir stjórnmálamönnum og kannski er ég búin að misskilja þetta allt saman.
Núna þegar húsið þeirra er að verða tilbúið eftir mikið streð og erfiði, þá eru þau ekki vinir lengur. Farin að rífast og allt í rugli.

Elgshaus,,saltstangir og tv ekkert er betra.
nú liggja danir í því vegna þess að helgin er næstum því á enda og ég á að vera með fyrirlestur á mánudaginn um lokaverkefnið mitt,,og hef ekki alveg klárað hann. Æji þessi vika verður eitt stress og svo er það búið.

Var með Carrie-Anne að versla í dag. Fann buxur, fyrir 2800 krónur!! ekki slæmt það fyrir þessar fínu hermannabuxur. Kringlan var full af fólki,,hávaði, birta, stress. Var geispandi og gapandi.

Ein sú fyndnasta mynd í heimi er í sjónvarpinu " The Money Pitt" með Tom Hanks og kellu sem ég man ekki hvað heitir. Þau kaupa hús sem er gjörsamlega ónýtt en þeim finnst það svo fínt. Núna er hann sem sagt fastur í gólfinu. Sem sagt það var gat á gólfinu en einhver hafði bara sett mottu yfir það. Tom Hanks gengur yfir gólfið, ofan í holuna og mottan með. Hann situr fastur þarna með hendur og allt fast..hahahha,, Ég og Hildur frænka mín köfnuðum næstum því af hlátri þegar við horfðum á þessa mynd. Konan hans finnur hann ekki því hausinn og axlirnar standa bara upp úr gólfinu,,er á bakvið stól...hahahaahha,,,hann er svo fastur í gólfinu.

Tom Hanks lítur út fyrir að vera 18 ára!! Vá hvað tíminn líður.

Strompurinn hans var bara að falla niður og í gegnum eldstónna...þetta er einföld og fyndin mynd. Þær eru bestar.

Hjónin búin að ákveða að vera ekki vond við hvort annað þótt húsið sé að hruni komið og verkamennirnir séu búnir að hamast á húsinu þeirra í 4 mánuði í stað tveggja vikna!!!!...þau eru næstum því að drepa hvort annað hahahhahahahhahaaaaaaa,,,,