föstudagur, desember 17, 2004

Hér er 15 stiga frost, það rýkur úr sjónum..og Strandafjöllin líta glettilega vel út svona í fjarlægð. Ferðin gekk vel hingað á Blönduós, rosaleg hálka en ekkert annað. Jú einn flutningabíll eitthvað út af í sunnanverðum Ennishálsinum.

Glúmur jólaköttur hrýtur alla daga, því hann sefur af sér veturinn, jólakortagerð er komin langt áleiðis, og svo á að fara í það að baka niðurskurðartertuna um helgina, en svo köllum við hina svokölluðu Vínartertu eða Randalín.

Allt gengur ágætlega, þetta ár er búið að vera með þeim furðulegri í mínu lífi, og ég veit að það næsta á eftir að verða meira en eftirminnilegt. Hugrún systir kláraði menntaskólann í fyrradag, og er orðin stúdent.

Ég fer í húsin hvern morgun, moka skít og tala við hross og kindur. Það er frábært.Það er best að vera heima hjá sér.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Allt er tilbúið,,,,en ég sit hér inni og horfi á töskur og kassa fyrir utan bílinn minn, skottið er frosið. Búin að dunda þarna úti í næstum því klukkutíma..frostið bítur og vindurinn hlær.

Einnig sýnist mér vindurinn vera að lesa sitthvað um goðafræði þarna úti. Bækurnar fjúka upp eins og einhver sé að fletta í þeim...það er fyndið.

Er að fara til Sverris sem leysir allar þrautir..varðandi bíla og önnur furðuleg tæki. Draugurinn skilur fátt í þessum læsingum. Nú er það Húnavatnssýslan..sá í Morgunblaðinu fyrir um það bil viku síðan að það er búið að leggja fram tillögu um að gera norðurhluta Skagans,,að þjóðgarði. Það er áhugavert og jákvætt,,enda margt að skoða þar,eins og ég hef nefnt hér á þessu bloggi. Bless, Björk.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Frostið er komið, og grundirnar frjósa. Eydís vinkona í Danmörku á afmæli í dag, til hamingju Eydís.

Myrkrið er svo rosalegt að draugurinn er orðinn svefnóður! Þarf að pakka í dag, sortera bækur sem ég þarf að nota og gagnslausar bækur. Dót sem má fara í geymslu og má ekki fara í geymslu. Flókið...og þó ekki.

Dreymdi svo fyndin draum í nótt að ég vaknaði við sjálfa mig, að hlæja! Frábært...og allt það.

Þessi laun þessa fólks hækka um 3% eftir áramót:
Laun forseta Íslands verða rúmlega 1,5 miljón eftir breytinguna, forsætisráðherra tæplega 900.000 og annarra ráðherra rúmar 800.000 krónur en innifalið í launum ráðherra er þingfararkaup. Þingfararkaup alþingismanna verður um 450.000 krónur.
En inni í þessu eru ekki laun fyrir hin ýmsu störf í hinum ýmsu nefndum sem þessir dúdar vinna í.

mánudagur, desember 13, 2004

Það rignir hundum og köttum,,,sjórinn er á háflæði, hálkan í skálæði..og ég er í brjálæði.Ég er orðin galin, fari það og veri. Ætla í sund sem fyrst til að synda þetta í burtu. Handritið mitt kom í pósti í dag, er að skríða í gegnum það og athugasemdirnar sem eru fínar.

Setti öll jólakort til útlanda í póst í dag, þessi sem eru að fara til Ameríku koma eftir jólin held ég, en þá eru þau áramótakort.

Þarna er Alex að fjúka úti á götu,,í hálkunni. Dripp, dropp,,skopp,,,hopp..segja droparnir í fötunum. Ég er svo hissa á því að það séu að koma jól, tröllið mun kannski stela þeim, og þá verða margir glaðir. Sérstaklega þeir sem þola ekki jólin en hinir leiðir sem elska jólin.

sunnudagur, desember 12, 2004

Illugaskotta lá í bælinu í dag, í þungum þönkum. Arkaði um húsið eins og Grámann tröll. Át,,drakk bjór, hennti rusli út um gluggann,,,hennti sjálfri mér út um gluggann...horfði á sjónvarpið. Var í enn þá þyngri þönkum,,þetta er allt að koma. Hvað var að angra Illugaskottu?! Afhverju var ég í þungum þönkum?! Margt og mikið,,,er að angra mig..en það stærsta er....og það næst stærsta er heimþrá!

Byrjaði að pakka dóti í dag, mun yfirgefa Strandir á miðvikudaginn. Þetta er komið gott, ritgerðin er búin, smotterí eftir. Það er komin tími til að kíkja á fjölskylduna, og öll dýrin heima á Blönduósi.

Svífur yfir vötnum, lágfóta æddi, tröllin skældu, og útburðir vældu....ég er komin í betra skap. Ég hlakka svo til 21. janúars 2005! Það eru jól draugsins. Þá get ég farið að heimsækja góða vini,,hér og þar og alls staðar.

Máltæki sem er gott er:Carpe diem, gríptu daginn!....hann kemur nefnilega aldrei aftur og tækifærið ekki heldur.

Annað....smá..bara. Illugaskotta er á póstlista Náttúruvaktarinnar. Í dag hafa þar sveimað um leiðinlegir póstar. Það sem er kallað á góðri íslensku, innanbúðar rígur...orka sem á að beita á önnur mið, beinist inn á við. Það er slæmt, og á ekki að gerast. Læt þetta nægja að sinni.