Imba hrafn birtist í dag, eftir næstum því tveggja vikna fjarveru úr vinnu. Illugaskotta var ekki að trúa þessu að hrafninn væri kominn.....og hvar hefur hann verið???? Það er ein alsherjar spurning sem ekki er auðvelt að svara.
Sólin hefur grett sig í allan dag framan í mig og fleiri. Vökvaði þak Galdrasýningarinnar í gær, en Illugaskotta heldur að það hafi rignt svona um það bil þrisvar sinnum í allt sumar hérna á Ströndum.
Er á leið í frí fram á næstu viku, fer á Blósinn í kvöld, og svo í Reykjavíkina á fimmtudaginn. Síðan verður svifið af draugasið upp í Dómadal í brúðkaup á laugardaginn en það er hann Helgi vinur minn sem er að fara að giftast henni Maríu. Þetta verður úti brúðkaup og mikið af fólki yfir 100 manns...örugglega gríðarlegt fjör.
Mikið grín og allt það.
Illugaskotta bjó til rannsóknarspurninguna fyrir ritgerðina í dag, ásamt því að lesa yfir mitt gamla minnispunktadrasl! Ég hef verið á einhverri sýru þarna í vetur, eða bara veit það ekki. En náði greinilega ekki fókusi í neinu .
Eigið þið góða daga. Það mun ég gera. Bless.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Illugaskotta fór í leiðangur með Ásdísi á Vodaphone kagganum,,,yfir Kollafjarðarheiðina,,,þá varð bílinn eitthvað fúll, fór að hósta og rykkjast áfram....keyrðum bara áfram,,yfir hæðir og hóla, Bjarkarlundur...heimsókn á sveitabæ,,. Svo til baka yfir Tröllatunguheiðina,,, og enn hóstaði bíllinn af og til...þetta hef ég aldrei farið áður. Reykhólasveitin er mjög falleg...dagurinn góður.
Ætla núna að fara að fá mér beyglu og te,, Það er 15. ágúst í dag,,,,mér finnst svo stutt síðan 17.júní var! Þýðir þetta að allt líður hraðar en það gerði áður fyrr?
Ætla núna að fara að fá mér beyglu og te,, Það er 15. ágúst í dag,,,,mér finnst svo stutt síðan 17.júní var! Þýðir þetta að allt líður hraðar en það gerði áður fyrr?
Bráðnaði fram úr rúmminu,,blessuð sólin steikir allt og alla. Ég er sauðaþjófur=Húnvetningur.
Að sögn Sigga og Jóns þá er þetta alþekkt staðreynd meðal Strandamanna,,,hummmm huxaði Illugaskotta. Kannski alþekkt Strandaþekking til að gera Húnavatnssýslu skemmtilegri... Illugaskotta var samt ekki viss,,en skyldi ekki grínið því aldrei heyrt þetta áður.
En aðalmálið er og verður að Húnavatnssýsla hefur ekki á sér góða ímynd, hvort sem við erum sauðaþjófar eða ekki. Einhvern vegin er ekkert skemmtilegt og uppbyggjandi að gerast þar.
Humm,,þar er duglegasta vegalöggan að störfum. Blönduós á að markaðsetja sem matvælabæ og hátíðin Matur og menning er orðin fastur liður. En það vantar eitthvað fyrir sýsluna.. Heilabrot, Illugaskotta hefur ekki verið á svæðinu mikið síðan hún fór í nám til Reykjavíkur 16 ára.
Það þarf að gera Húnavatnssýslu að spennandi svæði til að heimsækja. Nóg er sagan, nokkrir hólar sem gaman er að skríða upp á. Mikil veiði bæði fugl og fiskur. Á Blönduósi er elsta hús á Íslandi, sem búið er að gera upp, en það stendur tómt. Hillebrandtshúsið.
Veit það ekki, það þarf að vera áhugi fyrir þessu í héraðinu annars gerist ekki neitt.
Að sögn Sigga og Jóns þá er þetta alþekkt staðreynd meðal Strandamanna,,,hummmm huxaði Illugaskotta. Kannski alþekkt Strandaþekking til að gera Húnavatnssýslu skemmtilegri... Illugaskotta var samt ekki viss,,en skyldi ekki grínið því aldrei heyrt þetta áður.
En aðalmálið er og verður að Húnavatnssýsla hefur ekki á sér góða ímynd, hvort sem við erum sauðaþjófar eða ekki. Einhvern vegin er ekkert skemmtilegt og uppbyggjandi að gerast þar.
Humm,,þar er duglegasta vegalöggan að störfum. Blönduós á að markaðsetja sem matvælabæ og hátíðin Matur og menning er orðin fastur liður. En það vantar eitthvað fyrir sýsluna.. Heilabrot, Illugaskotta hefur ekki verið á svæðinu mikið síðan hún fór í nám til Reykjavíkur 16 ára.
Það þarf að gera Húnavatnssýslu að spennandi svæði til að heimsækja. Nóg er sagan, nokkrir hólar sem gaman er að skríða upp á. Mikil veiði bæði fugl og fiskur. Á Blönduósi er elsta hús á Íslandi, sem búið er að gera upp, en það stendur tómt. Hillebrandtshúsið.
Veit það ekki, það þarf að vera áhugi fyrir þessu í héraðinu annars gerist ekki neitt.