fimmtudagur, október 20, 2005





Góðan dag, allir! Það er gaman að setja inn myndir þegar netið virkar svona alveg brjálað. Núna er að byrja fyrirlestur um frumbyggja í Andes og baráttu þeirra til að vernda svæði sín vegna þeirra virkjana sem á að reisa þar.

Hérna koma fleiri myndir af mér á mínum kanú, ánni sem er við húsið sem ég bý í og einnig frá byggingu sweat lodge. Haustið er á leiðinni hingað. Það var gaman í þessari móttöku í konsúlatinu en ég fékk í magann af þessum snittum. Svo á morgun fæ ég far með nokkrum Íslendingum til Gimli vegna 130 ára afmælishátíðar lendingar Íslendinga þar.

miðvikudagur, október 19, 2005






Illugaskotta er núna í Winnipeg, fram yfir helgina. Símakerfið er allt í rugli þarna í Hollow Water og hef ekki komist í tölvuna. Allt gengur vel, er núna á ráðstefnu um vatn. Fer í dag í Íslenska consulate, þar verður Svavar Gestsons og einhverjir fleiri. Á föstudaginn verða 130 ár frá því að Íslendingar komu fyrst til Gimli, svo þar verða hátíðarhöld. Illugaskotta fer kannski þangað ef hún fær far, en Garry verður hér á fundum og ráðstefnum fram á helgina.

Það er farið að kólna hægt og rólega, snjósleðarnir eru tilbúnir. Nú er bara að bíða og sjá hvað gerist. Bestu kveðjur frá Björk.

Varð að bæta við hér að þetta er ég og Gary þessi mynd var tekin í seinustu viku á staðnum White Shell þar sem Gary var að segja stúdentum frá Hákólanum í Manitoba frá því hvað það er sem geri White Shell að heilögum stað í augum frumbyggja. En þar er að finna alls kyns form af dýrum sem hafa verið búin til úr steinum. Þarna halda frumbyggjar margar af sínum athöfnum. Einnig er hér mynd af flugvélinni sem ég flaug á upp til Pangassi, þar sem ég komst í gott netsamband hleð ég inn nokkrum myndum. Bestu kveðjur aftur frá Björk.

Hér eru myndir af bjórahúsinu hennar Elísabetar bjórs, varð að kalla þennan bjór eitthvað en hún byggði húsið sitt við fjölfarinn veg, einnig er stífla hér. Einn dagin sá ég að stíflan var rofin, og hún var að gera við hana. Það sem gerist er að vegagerðarmenn eru ekki hrifnir af bjórum, sko vegna þess að þeir stífla allt og svo kemur flóð yfir veginn, þið skiljið.