laugardagur, september 25, 2004

Allt fer úr skorðum þegar maður er ekki í sínu greni,, mitt greni færist úr stað af og til. Grenið er núna á Hólmavík. Sakna Stranda og rólegheitanna sem eru þar.

Hef ekki hreyft mig í þrjá daga. Ráðstefnan var frábær, þvílíkt athyglisverðir fyrirlestrar. Því var veitt athygli að það var engin frá umhverfisráðuneytinu, umhverfisstofnun, enginn þingmaður ekkert...en verið að fjalla um sjálfbæra þróun sem er eitt alsherjar flækju hugtak, sem fáir skilja en allir slá í kringum sig, því þetta er svo jákvætt og gott orð fyrir umhverfið, menn og dýr. Jú Dagur.B.Eggertsson borgarfulltrúi kom og talaði um margt.
Rokið hefur lægt, það er dimmt úti, ætla í langan göngutúr á morgun. Fundir og fleiri fundir á mánudag, meira snatt á þriðjudag, jarðarför. Á miðvikudag byrjar fjörið aftur.

föstudagur, september 24, 2004

Geisp,,,er alveg úrvinda eftir allt sem ég var að gera í gær.

Annars búin að vera á mjög áhugaverðri ráðstefnu í dag, fengum kleinur, kaffi og vínarbrauð með súkkulaðibitum...það er gott. Einnig skemmtilegt fólk,,,og gott að hressa upp á heilasellurnar.

Hitta fólkið mitt seinni partinn, fer með Bjarna bró sem kom af sjónum í gærmorgun.

Síðan ætla umhverfispælarar og ælarar að hittast á Ljótasta andarunganum,,,sem er kaffihús sem ég er að uppnefna.

Rok,,hætt að rigna,,og allir eru kátir eftir að láta feikja sér út um allar grundir af honum kára í jötunmóð.

Á maður ekki bara að spreða í flugmiða,,,hverfa og koma aldrei meir???

Þarna labbar hagfræðingurinn Ragnar sem ég lærði margt af, þótt mér hefði dauðleiðst í tímunum hjá honum, hagfræði er mjög nýtilegur hlutur, enda skilja allir,,næstum allir peninga.

fimmtudagur, september 23, 2004

Nú er ég komin til Reykjavíkur. Var á Blönduósi frá seinustu helgi. Veðrið var frábært á leiðinni suður. Stoppaði og týndi nokkur blóm uppi á Holtavörðuheiði. Vel sást til jökla og sólin skein, þvílíka veðrið. Haust og vor held mest upp á þessar árstíðir. Fer á ráðstefnuna á morgun og laugardaginn.

Leiðinlegir atburðir hafa átt sér stað, systir hennar mömmu hún Helga dó á mánudaginn. Hún var einungis 53 ára gömul, varð snögglega veik, og ekkert hægt að gera. Jarðarför á þriðjudaginn. Allt breytist hratt, stundum ekki neitt, en það er alltaf eitthvað að breytast. Illugaskottu finnst mjög ósanngjarnt og sorglegt að Helga sé dáin.

Var að leika mér með Einari í dag, fórum í sund, hamborgari, kveiktum eld, spjölluðum, og svo kvaddi ég hann. Hann er á leiðinni til Kaupmannahafnar að freista gjæfunnar. Meðan ég sit hér og neita að gefast upp, skal klára ritgerðina með stæl, svo verður það frelsið. Var að uppgötva hvert póstarnir mínir fara sem ég segist aldrei fá. Þeir hafa farið í rusl póst, fann mjög mikilvægt bréf þar áðan. Kannski rætist draumurinn minn.

Megið þið eiga góðan dag á morgun.