miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hvað er Reykjavíkurpakk? Er það fólk í Reykjavík sem kaupir jarðir úti á landi og vill ekki að neinn gangi um þær, eða andi á þeim? Svo fer það í sveitina og er voða stollt af því að eiga jörð úti á landi sem enginn má ganga á nema þau, það skemmtir sér í sveitinni sinni, en gerir lítið annað fyrir það byggðarlag sem jörðin þeirra er staðsett í.

Veit það ekki,,mér er sama,,,ég er ekki Reykjavíkurpakk. En ég held samt að eftir svona 30 ár geti maður ráðið sig í vinnu við að vera fólk úti á landi. Þá þarf maður að læra að vera hitt og þetta og fá laun fyrir það, vegna þess að byggð úti á landi er að fara til andskotans. Þingmenn landsbyggðarinnar eru ekki að gera neitt fyrir fólkið sitt, þar með pakkar fólkið þeirra niður í töskur og flytur til Reykjavíkur og gerist enn eitt Reykjavíkurpakkið.

Ég veit um fólk sem vill búa úti á landi en það getur það ekki, vegna þess að það er enga vinnu að fá sem hentar því. Þetta er fáranleg þróun að allir séu Reykjavíkurpakk, það gengur ekki. Það verður líka að vera til landsbyggðarpakk. Æji ég veit það ekki, en þar er enga vinnu að fá.

Úti á landi, já hvað er svo sem úti á landi? Græn strá eins og vaxa á Austurvelli eru úti á landi. Fíflar og bílar eru úti á landi, þeir eru líka í borginni. En úti á landi eru hreint loft, lítið um stress, lítið um glæpi, lítið um atvinnu...einhæf störf..mér blöskrar..ég er komin í hring.

Þingmenn landsbyggðarinnar verða að taka sig saman í andlitinu og fara að leysa þetta mál. Illugaskotta biður þá um að valkosturinn "STÓRIÐJA" sé ekki inni á lausnarblaðinu þeirra. Takk og góða nótt.

mánudagur, ágúst 22, 2005

"Ég man pistlar" eru búnir að vera, því ég man ekki neitt stundinni lengur. Kaffi, og meira kaffi er mitt besta dóp, kaffi, og sæmundur, drekkt í kaffi. Jón Glói kom í dag, hafði ekki sést í 3 daga. Hann skóflaði í sig hundamat, sagði fátt. Flaug svo í burtu með kjaftinn fullann af mat fyrir nýju vinina sína.

Krossfiskar eru undarleg dýr, var að skoða þá áðan hér við höfnina..þarna liggja þeir ofan í sjónum, hreyfa sig hægt og láta ekkert trufla sig. Illugaskotta ætlar að taka til í öllu, kveðjur frá Illugaskottu.