föstudagur, júlí 22, 2005

Margt gesta hér á Galdrasýningunni í dag, kunningjar frá Egilsstöðum litu við..og von er á fleirum vinum og kunningjum Illugaskottu á Strandirnar í dag. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn.

Illugaskottu hlakkar til veislu annað kvöld, nú er gaman og nú er fjör. Sumarið er búið að líða eiginlega æglilega hratt....júlí er næstum á enda. Hvar endar þetta allt saman? Það er búið að vera mjög gaman að vinna að uppsetningu annars áfanga Galdrasýningar á Ströndum. Afsteypa var gerð af höndum draugsins, sem fannst undarlegt að takast í hendur við sjálfan sig...það var eiginlega stór furðulegt. Þessar hendur munu dvelja einhvers staðar í Kotbýlinu á komandi árum.

Sólin er í felum, en mér er sama, enda brennir hún hvíta drauga verklega!

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Bullustrokkur í pörtum og stór poki af gifsi eru hlutir sem eru úti í bílnum mínum ásamt öðrum hlutum. Veðrið er himneskt,,sá ekki Jón Glóa í kvöld, vonandi er hann búin að kynnast öðrum hröfnum. Það verðu grillandi gott veður á morgun, það er gott.

Margt fólk er á tjaldstæðinu, Illugaskotta er ekki á ferðabuxum enn, en brátt tekur það smá við. Hænur skoppa um á Klúku, fimm stykki það er heimilislegt, sérstaklega fyrir utan torfbæ. Tröllin er ekki enn þá farin að skoppa fyrir utan Klúku en kannski seinna.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Getur einhver bent mér á bók sem er: fræðandi, spennandi, fyndin og skemmtileg. Draugur er í vanda, því hann finnur ekkert skemmtilegt að lesa. Þetta eru þær skemmtilegustu bækur sem ég hef lesið:
Sjálfstætt fólk, Hýbýli vindanna, Lífsins tré, Pope Joan, I heard the Owl call my name.

Veit ekki, skil ekki og hugsa mikið um vissann atburð. Enn er kallt í veðri, á morgun fer draugur í að mála hús í Bjarnarfirðinum, það er gaman.

sunnudagur, júlí 17, 2005

Draugur hefur verið í fríi í dag, meðan himnarnir rifna yfir okkur og úr þeim hefur dunið hið svokallaða regn, sem er nú gott í hófi. Lesið bækur, sofið, lesið meir, eldaði pasta, vann í tölvunni..horfði á fréttir og lét allt leka í gegnum heilann á mér. Fátt gerist, dagarnir líða, sólin sest og sólin rís, eins og hún hefur gert í einhverjar þúsundir ára. Er byrjuð að lesa aftur bókina Saga Fjalla-Eyvindar. Herfilega leiðinlega skrifuð bók um mjög áhugavert efni. Kannski get ég þjösnast í gegnum hana,,,held samt ekki. Þetta kvæði samdi hann Matthías Jochumsson um Skugga-Svein, en fyrirmynd hans var Fjalla-Eyvindur.

Þú ein bauðst mér trú og tryggð
tröllum helguð fjallabyggð,
dugur, þrek og dirfskan mín
drjúgum óx við brjóstin þín
.

Komið nóg af engu, góða nótt.