föstudagur, júní 25, 2004

Föstudagur á Ströndum. Bjarni bró og Svava komu við á Hólmavík í gær. Sýndi þeim Galdrasýninguna og húsið mitt. Þau gistu á tjaldstæðinu en eru á leið á ættarmót hennar Svövu á Ísafirði.

Hér rignir. Hrafnarnir verða sífellt skemmtilegri. Þær tala og tala, en ekki mannamál. Er að vinna um helgina og fer líklega til Reykjavíkur á sunnudagskvöldið. Við tekur svo júlí mánuður með mikilli vinnu, því þarf að vinna mér inn frí fyrir endaðann júlí.

Bestu kveðjur Björk.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Nú er norðanátt, sem veldur því að Illugaskotta sefur meir en endranær, svaf til 11 í morgun, þar sem norðanvindurinn hamaðist inni í herberginu mínu þá svaf ég fastar og meir og meir. Dreymdi ferðalög um allt Ísland.

Hrafnarnir éta ótrúlega mikið, þær eru mikilar persónur. Manga verður alveg ægilega pirruð ef hún á að sitja á handlegg gesta, þá krækir hún fótunum saman og neitar að festa sig á handlegg eða öxl. Þá tek ég hana, set hana á jörðina. Hún andskotast þá í burtu í miklu reiðikasti. En ef ég á að taka hana og setja hana á minn handlegg, þá er hún hress og situr þar hreykin, enda fær hún alltaf að borða þegar hún situr á handleggnum mínum. Ekki er sniðugt að setja þær á öxlina á sér, því þær virðast alltaf skíta ægilega mikið þegar þær sitja á öxlum fólks.

Mér er farið að þykja ægilega vænt um þessar svörtu systur, en varð nú pirruð á öskrunum í þeim í gær, og setti þær í búrið sitt. Þá sofnuðu þær.

Þakið var slegið á Galdrasýningarhúsinu í gær, mikið gras. Einnig var búið að setja nokkur ný Brönugrös í eitt beðið sem var með mjög litlu og aumingjalegu Brönugrasi. Sá sem gróðursetti gaf sig svo fram seinnipartinn.

Það mun snjóa á hálendinga í kvöld, það er gaman.

mánudagur, júní 21, 2004

Át soðin sel í hádegismat. Þetta er besti matur sem ég hef smakkað síðan ég fékk elgssúpuna hjá Garry úti í Canödu. Spikið og kjötið er eins og sælgæti. Vá! Selur er minn uppáhaldsmatur núna.

Hrafnarnir stækka ógnar hratt, og éta rosalega mikið. Ég hef varla við að mata þá af hundamat og fiski. Sólin er búin að vera hress hér í dag, allir í góðu skapi og nóg að gera.

Á von á henni Binnu í heimsókn í júlí, hún sagðist þurfa að sveitast eitthvað. Einnig kannski hann Einar, og einnig Þórdís. Binna og Þórdís hafa aldrei komið á Strandirnar áður.

Þetta er snilldar sumar. Ætlaði í Kaupfélagið eftir vinnu til að kaupa tekex, en lokað. Ét þá bara sel í staðinn.

sunnudagur, júní 20, 2004

farin og komin aftur á Strandir.

Fór norður heim á Blönduós, gekk á fjallið Spákonufellsborg á föstudaginn með Guðrúnu Ósk, við komumst ekki á toppinn, en það verður gert næst. Guðrún Ósk var með svo mikið hælsæri að ég lét hana ganga á sokkunum niður fjallið, hún fékk svo rafmagn í rassinn og datt í mýri,,fékk sko rafmagnið í rassinn þegar hún var að klöngrast yfir rafmagnsgirðingu með mér. Greyið, en hún var hress með ferðina. Sáum fullt af fuglum, blómun og yfir sýsluna okkar.

Síðan fór ég að Hólum í Hjaltadal, að heimsækja skólabróður minn. Fór þar í draugagöngu klukkan 22:00 um kvöldið. Það var magnað spennandi og skemmtilegt.

Svo tók ég því rólega heima, skipti um olíu og olíusíu, ásamt því að bæta olíu á gírkassann sem var frekar olíulaus...ég er skussi.

Manga er víst farin að fljúga,,Manga hrafn.
Bestu Kv frá Björk..ps, allir hressi á Blönduósi, alltaf gaman að koma heim.