laugardagur, desember 20, 2003

sjö stiga frost. ég er búin að pakka,,,töskurnar mínar líta út eins og fylltir kalkúnar, þær eru að springa vegna of margra bóka.

Talaði við binnu áðan, hún er hress. við verðum hjá einhverjum vinum hennar á aðfangadagskvöld. Fáum kalkún og alles.

Er að bíða eftir Rosellu og Donald. Matur í kvöld heima hjá Karen, og New York á morgun....ég er mjög spennt.

föstudagur, desember 19, 2003

Hvað gerir maður ekki,,,,ég held ég sleppi með mínar þungu bækur og þungu föt. mátt vera með 32 kg hér í Ameríku. Svo kannski kem ég 10 kg á Röggu þegar hún fer heim, greyið Ragga, ég er alltaf að níðast á góðmennsku hennar.

svo er ég með ísbjarnarkló um hálsinn, hún er ekki eitthvað sem þú sýnir tollinum í Ameríku, ég drep þá ef þeir taka hana af mér. Mun fela hana vel innan á mér. Svo á ég eftir að lenda í veseni með Bjóraskinnið mitt, þarf að segja hvar og afhverju ég fékk það.

Þetta er nú meira eftirlitið, ég á svo eftir að lenda í veseni þarna í Bandaríkjunum, finn það á mér.

Greyið Binna hún á örugglega eftir að þurfa að koma og ná í mig á flugvöllinn því ég mun lenda í veseni þar. Mun halda kjafti, lofa því. En mig langar svo að gera grín, en það er bannað.

Svo bara hendist maður til Evrópu,,,ég er ekki alveg tilbúin að fara, en það kemur.

Senda jólakort eitt stykki í dag. Svo læt ég jólastressið eiga sig, er að fara niður í bæ, hitta Garry Raven hann er með aðra gjöf handa mér, ég veit ekki hvað ég hef gert sem veldur því að ég verðskuldi svona margar gjafrir. Ég hef meira gaman af því að gefa en þiggja.

En gjöfug setning. Gott jólastress kæru vinir og ættingjar. Bare ekki gleyma að vera hress.
Ég fór með þungann kassa til að senda heim, við vigtun var mér tjáð að hann væri 41 pund um 21 kg!!! og að þetta myndi kosta mig um 300 $!!! að senda heim, sem er um 18. þúsund krónur. Ég tók kassann heim og fór að grisja hann aðeins.

Ég get ekki tekið með mér heim ljósrit, henndi þeim í Rosellu. En sem sagt Illugaskotta er að fá að kenna á því, því hún getur ekki staðist það að kaupa ekki,,,nota bene,,,ekki kaupa bækur.

Úff,,þetta er höfuðverkur....mun samt koma þessu heim sem eftir er. Sendi sjálfri mér póst á morgun alvörupóst bara í gríni.

Hildur frænka er að fara til Englands á morgun, hún verður þar um jól og áramót,,,en við getum samt ekki hisst, í Englalandinu. Ég er að fara út að borða með nokkrum skólafélögum, þar sem besta burritos fæst, næstum því eins gott og Burritosin á Kaffibrennslunni.

Ég sá mynd í gær í bíó, sem heitir "The Great North". Það var verið að sýna myndir frá Norður Kanödu og norður Svíþjóð. Fólk sem lifir af og með hreindýrum. Ég sá fjöll, dali, sjó, hreindýr á hlaupum. Vá,,þessi mynd var frábær. Það var frábært að sjá hafið....prufið bara að búa inni í landi í 3 mánuði án sjávar...það er furðulegt en góð reynsla.

Á morgun klára að pakka, taka ljósmyndir af skólanum og málverkinu af Þorgeirsbola. Taka farangurinn minn heim til Rosellu og við ætlum að taka hann í vigtun. Svo bara elda heima hjá henni, taka því rólega og fara í bíó,,að sjá myndina, "The Last Samurai".

Fólk er oft að tala um fyrri líf, ég trúi ekki á þau. Ég vitna aldrei í mín fyrri líf, því ég veit ekkert um þau og ætla ekki að láta einhvern spá bla bulli bulla í hausnum á mér. Ég á Tarot spil,,þau eru skemmtileg en ekki til að trúa,,bara til að hafa gaman af. Garnirnar gaula ég er svo svöng, ekkert til í húsinu því ég er að fara af landi brott.

fimmtudagur, desember 18, 2003

þegar ég ropa núna þá kemur dádýrabragð upp í munninn á mér. var að éta pylsur heima hjá Rosellu, dádýrapylsur og svo kenndi ég henni að gera brúnaðar karöflur. Vorum að versla í dag, eða hún sko. Svo var farið að versla í matinn og þar sem við vorum bíllausar þá tókum við bara innkaupakerruna með okkur heim.

Það gerir fólk í Winnipeg, svo kemur þessi merkilegi "einhver" og fer með kerruna aftur í búðin.

Dádýrapylsurnar voru búnar til heima hjá Rosellu,,,dádýrið sem við veiddum.

Grein eftir mig hefur birst í VG blaðinu. Það væri gaman að sjá. Vil einhver sem ég þekki geyma þetta blað fyrir mig? Langar að sjá hvað er um að vera í þessu blaði.

Fimmtudagur, ég er að fara til Bandaríkjanna. Það er furðulegt finnst mér. Er byrjuð að pakka og það er leiðinlegt. Vil ekki fara héðan og vil ekki heim til Íslands. Afhverju ætli það sé? Því þar er raunveruleikinn minn, lokaverkefnið sem ég einhvern vegin dauðkvíði en hlakka líka til að takast á við.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Þreytan maður!!!!!!! Ég svaf ekki nema 3 tíma seinustu nótt, því þessi skrattans heimsku bjánar sem búa í þessu húsi voru með partý. Klukkan 430, fór ég að leita að símanúmerinu sem ég vildi hringja í, ég fann það. Þrumaði einhverju á öryggisgaurinn og partýið stoppaði eftir nokkrar mínútur.

Komst í draumalandið klukkan 5 í morgun, en var að fara í útréttingar með Karen klukkan 10 í morgun. Nóg að gera. Svo fór ég ásamt minni nýju fjölskyldu í bíltúr heim til foreldra Jane. Margt að sjá.

Miðvikudagurinn er að koma. Ég er að fara að senda heim bækur og annað drasl.

Veit einhver hver séu lögin með feldi sem maður vill koma með inn í landið? Ég er með sútað bjóraskinn, sem ég er dauðhrædd um að verði tekið af mér. Veit ekkert hvað þeir gera í USA eða Uk ef þeir sjá það...ef þið hafið einhverjar upplýsingar endilega senda til mín.

Dæs ég er alveg að fara að detta inn í draumalandið. Mig dreymdi fyrir stuttu að ég átti samtal við úlf,,lengi, og svo fyrir tveim nóttum stóð þessi risa skógarbjörn yfir rúmminu mínu. Vaknaði og þurfti að kveikja ljósið til að átta mig á því að þetta var draumur.

þriðjudagur, desember 16, 2003

Í jólaboðinu sem var fyrir alla þá sem tengjast umhverfisnámi hér í Háskólanum þá kom til mín piltur sem kynnti sig og svo fór hann að telja upp allt sem hann vissi um mig. Ég væri frá Íslandi og væri hér í eina önn og ég væri á leiðinni heim og lokaverkefnið mitt yrði um þjóðsögur, þjóðtrú og umhverfið. Já hugsaði ég,,hann er nú aldeilis að kynna mig...Þetta fannst mér fyndið og sagði við hann: " Yes but you forgot to say that im Crazy!" Gaurinn hló ekki einu sinni, hann bara horfði á mig og fannst hann alveg nakinn fyrir framan mig. Hann varð já hneykslaður á þessari yfirlýsingu minni. En þetta var bara mitt grín, ég ætlaði að koma honum til að hlæja og koma honum í burtu frá þessum alvarleg heitum.

Illugaskotta hló bara og fattaði að hér væru tveir húmors menningarheimar að mætast. Sem skilja alls ekki hvor annan. og þetta var svona.
Ég Illugaskotta hef átt mjög oft erfitt með að átta mig á tímanum í gegnum tíðina. Hvernig sem hann er. Einhvern vegin þá flýgur hann eins og hraðfleygasti fugl eða skríður áfram eins og seinfarasti ormur. Núna er tíminn eins og hestur á feti. Ég vil ekki fara héðan, langar að búa úti í skógi við á og vatn. En það bíður mín verkefni heima sem ég mun taka mjög alvarlega og ég mun líklega giftast því verkefni.

Ég hef einungis skrifað tvö jólakort og mun láta þar við sitja. Ég vil aldrei drekkja mér í bakstri, jólagjafakaupum eða þrifum fyrir jólin. Jólin er tími til þess að fagna því að nú mun daginn fara að lengja og við getum glaðst með vinum og fjölskyldu.

Nýtt ár er að koma og ég hlakka mikið til þess, árið 2004 er að koma og ég Illugaskotta sjálf mun skríða inn í nýtt tímabil í mínu lífi, ég er að verða 30 ára. Ha!!! það var eitthvað sem var mjög svo fjarlægt fyrir 5 árum síðan en allt í einu fór tíminn að fljúgja og nú er að koma að þessum tímamótum.

Annars er ég hér heima eftir fínt jólaboð annað skiptið í þessum mánuði,,,nóg af veigum og mat. hikk og rop frá Skottunni mér.

mánudagur, desember 15, 2003

Snjókoma, flugvellir á kafi og mikil seinkun á öllu flugi frá landinu í austur Kanödu. Meike meðleigjandi komst ekki til Þýskalands í gær, kom aftur í gærkveldi, og fór snemma í morgun.

Hollow Water/ Vatn hollt að innan. Heitir þessu nafni því að einu sinni fyrir langa, langa löngu þegar Ojibway fólkið var að vinna saman niður við Winnipeg vatn, þá fór einn indíáninn í göngutúr niður að vatninu. Hann gekk langa lengi og ákvað að taka styttri leið til baka. Með því að fara yfir ósinn þar sem áinn sem ég og Garry vorum á snjósleðunum endar í Winnipeg vatni. Þegar hann var kominn hálfa leið yfir ósinn þá réðst á hann risastór ormur sem kom upp úr vatninu. Ormurinn tók indíánann niður í holu sem er í vatninu.

Á þessum tíma var Ojibway fólkið mjög kraftmikið og í góðum tengslum við alla hjálparandanna. Þega indíáninn kom ekki aftur til fólksins þá ákvað fólkið að kalla á þrumufuglinn til þess að leita að honum. Þrumufuglinn fór af stað og fór einnig ofan í holuna í vatninu. Þar eru þeir enn, ormurinn, þrumufuglinn og indíáninn. En indíáninn er líklega dauður. Allt í kringum holuna í vatninu eru stór björg, sem hafa verið að brotna niður með árunum. Þetta hafa hinir þrumufuglarnir brotið því þeir vilja frelsa fuglinn sem er ofan í holunni með orminum. Þegar þeim tekst ætlunarverk sitt þá mun samfélagið í Hollow Water verða heillt. En núna er samfélagið þannig að fólk stendur ekki saman. Þessi saga er sönn, það segir sagnamaðurinn.

bestu kv frá Björk

sunnudagur, desember 14, 2003

jæja þá ferðin til Hollow Water var frábær. Garry býr við á úti í skógi. Við fórum að vita um gildrurnar hans, sem hann leggur rétt við ánna. Fórum á snjósleða upp eftir ánni. Svo var farið aftur í Svita hofið, og eftir það var farið á kosningastað. Þar var verið að tilnefna hver ætti að vera höfðingi og aðstoðarmenn hans.

Fárnalegt hvernig þeir þurfa að gera þetta. Þegar þú tilnefnir höfðingja eftir kerfinu sem ríksstjórnin leggur indíánum, þá verða þeir að skrifa sitt nafn undir. Allt pappír og skipulag frá ríkisstjórninni. Áður fyrr voru athafnir, allir sátu saman, borðuðu góðann mat. Og það var kosið eftir þeirra kerfi. Núna hlær fólkið af þessu og tekur þetta ekki alvarlega, bara eitthvað sem þarf að gera.

Jæja svo kíkt í heimsóknina til bróður hans Garrys, hans Raymonds. Hann er 54 ára, blindur vegna þess að hann er með sykursýki. Hann er frábær sagnamaður. Sögurnar lifnuðu fyrir augunum á mér.

Þeir hafa mikið álit á Íslendingum. Sögðu mér frá að Íslendingarnir höfðu alltaf verið að drekka vanilludropa!!! eheheh

En já svo kom sunnudagurinn, horft á video og hangsað. Svo var farið í snjósleðaferð niður eftir ánni og út á Lake Winnipeg. Keyrðum lengst út á vatnið og í kringum eyjur og hólma. Garry sýndi mér staði sem þeirra sögur tengjast. Black Island sem er helgur staður, stað þar sem snákur og eldfugl eru fastir ofan í jörðinni og svo hreiður eldfuglsins, sem er lengst uppi á hæð þar sem hann sér yfir og getur varað fólkið við hætta er á ferðum.

Gaman að keyra eftir ánni, skoða og skransa á sleðanum. Ég var á bremslulausa sleðanum því hann var skemmtilegri. Jæja haldið af stað til Winnipeg.

Þá skeði það!!! Við vorum að tala saman litum aðeins af veginum og ég sá það koma. Hratt og skoppandi, dádýr. Ég kallaði "Deer"!!!!. Garry gaf í til að komast frá því að keyra á það, en það lenti á hliðinni á bílnum, á hurðinni hans meginn og á brettinu. Svo flaug það yfir bílinn, yfir þakið á honum. Stukkum út, dádýrið stökk áfram út í myrkrið. Við vorum ekki alveg að skilja hvað hafði komið fyrir. Höggið var mikið fannst mér. Ef við hefðum keyrt aðeins hægar hefði það komið inn um framrúðuna. Ekki orð um það meir. Línan er þunn á milli lífs og dauða.

Ég er þakin gjöfum frá Garry, hann gef mér mikið af sögum og þekkingu, skó sem eru ótrúlega flottir skreyttir með perlum, lækningarætur, bækur frá bróður hans, bjóraskinn og bjarnarkló. Ég er í skýjunum eftri frábæra ferð.

Á morgun mun ég skrifa afhverju Hollow Water ber þetta nafn, Hollt að innan vatn.

allt gengur vel, skrifa meira seinna.

ferdin var best til Hollow Water. netid virkar ekki er ad nota Meike tolvu.