föstudagur, desember 03, 2010

Blogg krefst athygli, ég er með athyglisbrest. Stend mig alls ekki í stykkinu.

Illugaskotta hefur verið kölluð búkona af nokkrum. Ætla að búkonast um helgina: búa til jólagjafir sem bara er hægt að borða og endurbræða geitamjólkur súkkulaðisápuna mína.

Sú bansetta sápa mistókst hrapalega í sumar og í hana komu alls kyns útfellingar, þá er eina ráðið að rífa hvert sápustykki niður í rifjárninu með höndum. Síðan skella í pott með smá af vatni, endurbræða á mjög lágum hita og hella aftur í form. Vona síðan að allt virki vel og hægt sé að baða sig upp úr súkkulaðigeitarmjólkursápu....langt orð.

Þetta hef ég aldrei gert áður, eins og svo margt annað sem ég tek mér fyrir hendur.

Góða helgi...ps ég heyrði fyrst sagt "góða helgi", þegar ég var við nám við Menntaskólann við Sund í Reykjavík, þetta var árið 1990, þegar ég var í fyrsta bekk. Ég utan af landi stelpa hafði bara aldrei heyrt þetta sagt áður, heima fyrir norðan voru bara dagar og þeir voru allir jafn skemmtilegir.

Smá rykkorn fyrir helgarpælinguna ykkar.