laugardagur, nóvember 27, 2004

Í dag fór ég í göngutúr með Alex, við fórum út að Kálfanesi. Þar sýndi ég henni brunninn sem Guðmundur góði blessaði. Við fengum okkur sopa úr hinu besta plastmáli, sem þar er fest á staur. Flott uppspretta á góðum stað.

Veðrið var dásamlegt í dag, eins og alla daga. Ég er að skrifa um náttúrusýn,,,almennt um það fyrirbæri.

Datt því miður inn í fréttatímann þar sem Geir. H . Haarde var að þenja sig. Éta upp eftir stjórnaandstöðunni það sem þeir höfðu við skattalækanirnar að athuga. Furðuleg aðferð hjá honum. Í stað þess að útskýra hvað skattalækkanir þýða, hvernig þær koma sér vel fyrir suma en illa fyrir aðra. Útskýra hvað skerðist í staðinn. Nei hann þurfti að vera að gagnrýna Össur sem sagði þetta og hinn sem sagði hitt.....Leiðindar pólitík sem hann notar.

Skítkasta pólitík myndi ég kalla þetta, og ómálefnaleg.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Illugaskotta gerði svoldið í dag sem braut daginn algjörlega upp og fyllti hana spennu, eftirvæntingu og tilhlökkun...Illugaskotta keypti sér flugmiða til ????????????? Bandaríkjanna!!!! en hún ætlar rétta að tylla tánum á það land, en skjótast upp í aðra flugvél sem fyrst, sem mun taka hana til Canödu, á vit ævintýranna og alls þess sem þeim fylgir. Þetta er frábært.

Dagurinn hefur svoldið farið í að það skipuleggja næsta skref í verkinu. Annað ekki. Veðrið er alla daga gott, og ég er að fara út að labba, til að skella mér í sund og koma aðeins við í kaupfélaginu.

Ég þarf ekkert að ákveða utanferðardag fyrr en í kringum 12. janúar 2005, þannig að þetta er allt að smella.

Bestu kveðjur og megið þið öll eiga frábæra helgi.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Það er hægt að spegla sig í götunni fyrir utan húsið..svo mikil hálka.

Horfði á afar vandræðilegann breskan þátt í gær, fólk sem er að fara að gifta sig. Allt gengur á afturfótunum, endar á því að gaurinn er farin að strjúka tengdamömmu sinni, en hann heldur að það sé konan sín...

Ég er þreytt, löt og pirruð á því sem ég er að vinna í. Þetta virðist engan endi ætla að taka. Þó komið nafn á skrímslið:"Goðsögur á stjarnhimni". Er að fara að vinna í seinasta kaflanum sem þarf að skrifa þannig séð. En svo þarf að skrifa niðustöður, formála, inngang, og fara inn í heimildirnar sem eru á bakvið heimildirnar og bakvið þær heimildir....vá...ég öskraði ekki, þegar ég skrifaði þetta.

Bjarni bró fékk að fara heim í gær,,en alveg úti á klaka. Vona að hann fari að rétta sig við.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Það er alltaf ljúft að renna í höfn hér á Hólmavík. Ég var næstum því gengin af göflunum í gær,,,allt gekk hægt, hiti og loftleysi á Þjóðarbókhlöðunni, þar finnur maður heldur aldrei neitt. Fór á tvö önnur bókasöfn, sem var þægilegt,,en í milli tíðinni kom ég við í Kringlunni.

Í seinasta bókasafninu þá opnaði ég veskið og það var ekkert debet kort!..jæja best að klikkast ekki hugsaði ég. Og lét loka kortinu,,,svo var hringt í mig stuttu seinna..þá hafði ég gleymt því í Kringlunni. Dagurinn var hörmung. Ég er svo utan við mig að það er farið að valda mér áhyggjum. Ég týni öllu, gleymi öllu, og fæ stress köst hvað eftir annað.

Bjarni bróðir er enn þá á spítala,,mér lýst ekkert á þetta. Hann er með streppsukokka sýkingu sem byrjaði í hálsinum. Blóðið í honum er allt sýkt, hann liggur og það er pumpað í hann pensilíni og vökva í æð. Vona að þetta fari allt að lagast hjá honum, þeir ætla að taka úr honum kirtlana þegar hann fer að hressast. Þetta er nú meiri hörmungin. Þegar þetta byrjaði hjá honum þá píndi hann sig í vinnuna, var svo sendur heim af læknavaktinni með pensilín í poka..og svo versnaði þetta og versnaði.

Jamm og já..ég er alveg orðin eins og undin tuska af öllu þessu kjaftæði í kringum mig.

Allt verður betra á morgun, og þá hefst dagur hinna góðu verka einnig.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Slabb,,stress,,,týna bókum, finna bækur, finna greinar...sturlast,,,kLIKKAST..týna einhverju öðru drasli. Get unnið á Ströndum,,,þarf að finna eitthvað hér..á bókasafninu..svo í tvö önnur bókasöfn..svo beint í bjór, whisky og fleira afslappandi.

Bjarni bró er á spítala,,hann er með næringu í æð og pensilín,,,einhver sýking í hálsinum á honum sem læknarnir ná ekki í burtu..fór að hitta hann í gær, ekki sjón að sjá gaurinn,,hvítur sem eitthvað.

Farin að vinna...svo ég geti sem fyrst fengið mér bjór.

mánudagur, nóvember 22, 2004

Hún er farin, hún er farin,,hún er farin til andskotans!...flensan

Ég er í Reykjavík, keyrði þangað í gær í þvílíka morgunveðrinu, sólin að koma upp,,og ekki sála á veginum, en nokkuð um hálku á veginum þó. Skellti mér í morgunkaffi til Hildar Eddu þegar ég var að renna í bæinn. Fór svo á ráðstefnu, þar sem verið var að kynna skýrslu um efnahags, auðlinda,félagsleg, menntunar- og umhverfismál á norðurskautinu. Þarna er nóg um verkefni sem á eftir að vinna og eru áhugaverð fyrir Illugaskottu til að vinna að. Í framandi og köldu umhverfi. Það er draugnum að skapi.

Sat einungis hálfa ráðstefnuna, en fór í bíó, með Blönduósgenginu. Það var nú mynd númer 2 með henni Bridget Jones. Jú, jú, fyndin mynd og svona, en svoldið um endurtekningar á hennar óförum í atvinnu og einkalífi frá fyrri mynd. En skemmti mér mest við að sjá kunnuglega staði í Thailandi, þar sem ég hef verið að dandalast.
Langaði allt í einu að sitja á ströndinni þar, drekka Chang bjór og éta Thailenska rétti, ásamt henni Binnu.

Nú er útréttingardagur og hitta fólk dagur, hjá mér. Fundur á morgun, með Gísla og Þorra, og Strandir snemma á miðvikudagsmorgun. Mig langar heim á Blönduós, til að hitta mitt lið, það styttist í heimkomu.